Morgunblaðið - 10.11.2002, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 B 13
ferðalög
UNDANFARIN ár hafa menn á
Austurlandi keppst við að hylla
myrkrið síðla nóvembermánaðar, áð-
ur en ljósadýrð jólaföstunnar gengur
í garð. Að sögn Jóhönnu Gísladóttur
hjá Markaðsstofu Austurlands fjölg-
ar þeim með ári hverju sem taka þátt
í myrkraverkunum og hugmynda-
fluginu eru engin takmörk sett. Í ár
standa dagar myrkurs frá 21.–24.
nóvember. Meðal þess sem menn
hafa tekið sér fyrir hendur er að
fylkja sér í blysför og stjörnuskoðun,
reisa ljósaskúlptúr, safnast á kvöld-
vökur og hlusta á draugasögur. Í
fyrra voru allir svartir drykkir ókeyp-
is á bar nokkrum á Egilsstöðum og nú
er boðinn afsláttur á öllum svörtum
flíkum í tískuverslun á staðnum á
dögum myrkurs.
Í lokrekkju við kertaljós
Í ár verður bryddað upp á nýjung-
um, m.a. jeppaferð á vit myrkursins,
þar sem jeppamenn á Héraði bjóða til
ferðar inn á Jökuldalsheiði, fjarri öll-
um ljósum þéttbýlisins. Sænautasel
er heimsótt þar sem boðið verður upp
á léttreyktan hádegisverð undir
harmonikkuleik. Keyrður hálendis-
hringur og endað í Möðrudal, snædd-
ur rammíslenskur kvöldverður og
gist í lokrekkjum við kertaljós og kol-
ur í nýreistri baðstofugistingu Fjalla-
manna. Sænautasel býður til kerta-
veislu á laugardeginum og léttreyktar
veitingar verða í boði undir harmon-
ikkuleik. Jóhanna segir að þá verði í
Minjasafni Austurlands dagskrá um
klausturlíf á Austurlandi og Kamm-
erkór Austurlands og Hljómeyki
verða með tónleika í Egilsstaðakirkju
á laugardeginum.
Rómantísk kvöldganga
Á Reyðarfirði verður rómantísk
kvöldganga upp með Búðaránni á
fimmtudeginum og dagskrá í Stríðs-
minjasafni að lokinni göngu í umsjá
skólakrakka og Leikfélagsins. Tíundu
bekkingar sjá um kaffisölu.
Eskfirðingar halda upp á daga
myrkurs á föstudeginum. Þar verður
Sjóminjasafnið opið og Ferðafélag
Fjarðamanna stendur fyrir blysför-
inni „Ljósin í myrkrinu“. Gengið
verður að Eskifjarðarkirkju þar sem
menningardagskrá tekur við. Að lok-
inni dagskrá í kirkjunni mun verða
boðið upp á stjörnuskoðun á Hólma-
hálsi, þar sem heima-stjörnuspeking-
ar munu miðla þekkingu sinni.
Myrkragolf
Á Neskaupstað er laugardagurinn
dagur myrkursins. Náttúrugripa-
safnið verður opið og boðið uppá dag-
skrá tengda myrkrinu. Opið myrkra-
golf verður á Grænanesvelli á
laugardeginum. Þá verður í Neskaup-
stað rokkskemmtunin Sólstrandar-
veisla. Þar spila rokkararnir í Fjarða-
byggð.
Kvöldvaka hinna myrku afla
Á Skriðuklaustri verður kvöldvaka
hinna myrku afla á föstudagskvöldinu
og þar verður kennt að vekja upp
draug og að sjálfsögðu að kveða hann
niður aftur.
Jóhanna bendir á að á Seyðisfirði
sé fjölmargt á dagskrá og í Seyðis-
fjarðarskóla er alltaf einn dagur í
skóladagatalinu tekinn frá fyrir þem-
að myrkur.
Þá verður dagskráin „Lifað við
Lónið frá myrkri til ljóss“ en hún
fjallar um hvernig var í kringum Lón-
ið áður en rafmagnið kom í bæinn.
Slökkt verður á öllum götuljósum frá
fimm til hálfsex. Fólk er hvatt til að
mæta með fjósalugt eða vasaljós og
Seyðfirðingar eru hvattir til þess að
slökkva öll ljós á þessum tíma. Þannig
geta menn ímyndað sér hvernig var
að búa á Seyðisfirði áður en rafmagn
kom í bæinn.Boðið verður upp á sögu-
stund í bókasafninu og um kvöldið
stendur Ceilidh band Seyðisfjarðar
fyrir dagskrá í Skaftfelli.
Dekurdagur í sundlauginni
Einn myrkur dagur verður dekur-
dagur í sundlauginni á Seyðisfirði og
íþróttamiðstöðinni þar sem jóga verð-
ur stundað við kertaljós og boðið upp
á nudd. Einnig geta gestir skellt sér í
heita potta með galdraseyð. Lesið
verður í lófa og bolla ogLeikfélagið
flytur Eldljóð. Trúbadorarnir Björn
Hildir, Júlíus og Kári Kolbeins troða
upp á Hótel Seyðisfirði.
Öll ljósin
slökkt
um stund
Morgunblaðið/Ómar
Gestum er m.a. boðið upp á jóga við kertaljós og í heita potta með galdraseyð.
Dagar myrkurs haldnir á Austurlandi dagana 21.–24. nóvember
Á myrkum dögum eru
sagðar draugasögur, farið
í rómantíska gönguferð, lesið
í lófa, svört föt eru á tilboði
og fólk flykkist í blysfarir.
Í tilefni af Dögum myrkurs á
Austurlandi verður Flugfélag Ís-
lands með tilboð á flugi til Egils-
staða sem hægt er að bóka á
netsíðu félagsins flugfelag.is.
Einnig verða tilboð í gangi á
gistingu og á veitingahúsum.
Allar nánari upplýsingar um
Daga myrkurs er að fá á Upp-
lýsingamiðstöð Austurlands í
sím 4712320 og 4721750
Bílaleigubílar
Sumarhús
í Danmörku
og Mið-Evrópu
Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975 pr. viku.
Innifalið í verð;
Ótakmarkaður akstur, allar
tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.)
Sumarhús eru ódýr kostur haust og
vor. Hótel. Heimagisting.
Bændagisting.Tökum nú við pöntunum
á sumarhúsum/húsbílum og
hótelherbergjum fyrir Heimsmót
íslenska hestsins í Herning 2003.
Fylkir Ágústsson,
Fylkir — Bílaleiga ehf.
sími 456 3745
netfang fylkirag@fylkir.is
heimasíða www.fylkir.is
sparaðu fé og fyrirhöfn Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Jólin á
Kanarí
19. desember
frá kr. 60.262
Nú bjóðum við síðustu
sætin í sólina um jólin til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug
til Kanarí þann 17. eða 19. desember, og þú getur valið um viku, 9
nætur, 2 vikur eða 3 vikur á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga.
Hér nýtur þú 20-25 stiga hita og veðurblíðu við frábærar aðstæður og
getur kvatt veturinn í bili á þessum vinsælasta vetraráfangastað Evrópu.
Á meðan á dvölinni stendur nýtur þú
þjónustu reyndra fararstjóra okkar
allan tímann.
Tryggðu þér síðustu sætin um jólin
Verð kr. 73.600
Verð á mann, m.v. 2 í íbúð, Tanife,
17. des., 9 nætur. Flug, gisting,
skattar.
Verð kr. 60.262
M.v. hjón með 2 börn, Tanife, 17.
des., 9 nætur. Flug, gisting, skattar.
Námskeið á næstunni
Skeifan 11 b · Sími 568 5010 · www.raf.is
Fyrir þá
sem vilja ná
árangri
Almenn tölvunámskeið
AutoCAD 3 - Þrívídd 15.11.-16.11. 08:30-16:30 20 36.000
Tölvunotkun - FYRIR BYRJENDUR! 18.11.-12.12. 17:00-20:30 60 45.000
Excel 3 18.11.-21.11. 17:30-21:00 20 18.000
Outlook 18.11.-21.11. 08:30-12:00 20 18.000
Internet Explorer 20.11.-21.11. 13:00-16:30 10 10.000
Word 1 22.11.-23.11. 08:30-16:30 20 18.000
Access 3 25.11.-28.11. 17:30-21:00 20 21.000
Excel 1 25.11.-28.11. 08:30-12:00 20 18.000
Sérfræðinámskeið
SQL Server 2000 Database Progr. 25.11.-29.11. 08:30-16:30 50 170.000
Implem. and Supp. Win XP Pro 09.12.-13.12. 08:30-16:30 50 170.000
Fyrir kennara og starfsfólk í skólum
Hagnýt tölvuumsjón fyrir kennara 25.11.-12.12. 08:30-12:00 60 72.000
Vefsíðugerð fyrir kennara 13.01.-20.02. 08:30-12:00 120 144.000
Fagnámskeið fyrir rafiðnaðarmenn
Rafeindastýringar 14.11.-16.11. 08:30-18:00 40 45.000
Skynjaratækni 2 14.11.-16.11. 08:30-18:00 40 45.000
Iðntölvur 3 21.11.-23.11. 08:30-18:00 40 45.000
Brunaviðvörunarkerfi 28.11.-30.11. 08:30-18:00 40 45.000
Skjámyndir 1 28.11.-30.11. 08:30-18:00 40 45.000
Lokaúttekt rafverktaka 30.11.-30.11. 08:30-17:00 12 13.000
Áhrif truflana á tækjabúnað 13.12.-15.12. 08:30-18:00 40 45.000
Lengd Verð
Nánari upplýsingar og skráning
í síma 568 5010
Rafiðnaðarskólinn er framsækinn skóli með alþjóðlegar vottanir sem býður
fjölbreytt og vandað nám og fyrsta flokks kennslu.
SKRÁNING HAFIN Á VORÖNN !!
Nám til undirbúnings
alþjóðlegum prófgráðum:
• A+
• Network+
• MCP
• MCSA
• MCSE
• MCDBA
Nám fyrir almenna
tölvunotendur:
• Tölvu- og rekstrarnám
• Tölvur og vinnuumhverfi
• Tölvunotkun 1, 2 & 3
• Tölvur og kennsluumhverfi
- fjarnám
• Hagnýt netumsjón í skólum
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111