Morgunblaðið - 10.11.2002, Side 16
16 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ferðalög
Eftirminnileg ferð
Hvað varstu að gera í Paimpol í
Frakklandi?
„Saga franskra sjómanna og út-
gerðar í Grundarfirði er merkilegt
tímabil í sögu Grundarfjarðar og
tengist þessum bæ í Frakklandi.
Sögunni höfðu ekki verið gerð mik-
il skil þar til fyrir 2 árum að Grund-
firðingar komust í tengsl við for-
svarsfólk siglingaklúbbsins
Skippers d’Islande.
Í júní það ár sigldu tvær gólettur
inn á Grundarfjarðarhöfn, Belle-
Poule og Etoile. Skúturnar, sem
eru skólaskip franska sjóhersins,
eru nákvæmar eftirlíkingar af skút-
um þeim sem veiddu við Íslandsstrendur á árum áður.
Þessi samskipti leiddu til þess að fyrri hluta ársins
2002 barst bæjarstjórn Grundarfjarðar heimboð frá
bænum Paimpol í Frakklandi. Paimpolbúar kalla bæinn
sinn ,,Íslandsbæinn“, enda fóru þaðan hvað flestar
skútur og sjómenn til hinna árlegu þorskveiða við Ís-
landsstrendur. Bæjarstjórn ákvað að þiggja boðið og
auk mín fór í ferðina Ingi Hans Jónsson, starfsmaður
verkefnisstjórnar um sögumiðstöð í Grundarfirði.“
Er Paimpol fallegur bær?
„Þetta er mjög sjarmerandi bær á Brittaníuskaga og
íbúar rúmlega átta þúsund. Ég held að bærinn falli Ís-
lendingum sérlega vel í geð, þetta er sjávarpláss, lofts-
lagið milt og alltaf andvari frá sjónum. Þarna er geysi-
lega fallegt um að litast, skerjagarður og litlar eyjar og
klettótt strönd og skorin.“
Hvað höfðuð þið fyrir stafni?
„Við heimsóttum m.a. sjóminjasafnið í Paimpol, Musée
de la mer. Þar er rakin saga Íslandsveiða Frakka á afar
skemmtilegan hátt og það var svolítið eins og að koma
heim að sjá þar myndir og muni frá Íslandi. Við heim-
sóttum einnig safnið í Ploubazlanec, sem er lítill bær
rétt hjá Paimpol, en þar er eingöngu sýning sem teng-
ist Íslandsveiðum Frakka. Þar eru sýndir munir, ljós-
myndir og texti um veiðarnar, skipin og samskipti
Frakka og Íslendinga.“ Björg segir að þau hafi einnig
farið i litlu kirkjuna í Ploubazlanec en þar sóttu Ís-
landssjómenn og fjölskyldur messur áður en lagt var
af stað í hættulegar Íslandsveiðar. Hún segir að það
hafi verið magnað andrúmsloft í kirkjugarðinum í Plou-
bazlanec þar sem lesa má nöfn manna og skipa, heilu
áhafnanna sem fórust við Íslandsstrendur á sér-
stökum vegg sem hefur mikið gildi í hugum Frakka.
Frakkinn Allenou var á sínum tíma með umfangsmikla
starfsemi á Grundarkampi í tengslum við veiðarnar.
Björg og Ingi hittu á annað hundrað afkomenda Al-
lenou sem voru með ættarmót og sóttu m.a. með
þeim kaþólska messu.
Hvað er eftirminnilegast úr ferðinni?
„Það sem stendur uppúr er hugur fólksins, áhuginn á
Íslandi og á því að koma á vinabæjarsambandi milli Pa-
impol og Grundarfjarðar. Það er kannski ekki undarlegt
ef eitthvað er til í því sem sagt er að önnur hver fjöl-
skylda í Paimpol eigi forfeður sem voru sjómenn við Ís-
landsstrendur eða byggðu á útgerð Íslandsskútnanna.
Fjöldi franskra sjómanna fórst hér við land og eru til-
finningar Frakka því blendnar til þessa kafla í sögu
þjóðarinnar.“
Þið eigið von á bæjarstjóranum í Paimpol í heim-
sókn til Grundarfjarðar.
„Já, hinn 20. nóvember kemur hr. Jacques Saleun
hingað til okkar ásamt forsvarsmönnum sigl-
ingakeppninnar sem verður haldin á næsta ári milli
Frakklands og Íslands. Við erum að styrkja tengslin og
vonandi verður síðan hægt að koma á formlegum
vinabæjartengslum á milli Paimpol og Grundarfjarð-
arbæjar.“
Síðastliðið vor fór
Björg Ágústsdóttir
bæjarstjóri í Grundarfirði til
Paimpol í Frakklandi en sá
bær hefur verið kallaður Ís-
landsbærinn í Frakklandi.
Björg mælir sérstaklega með fjölmörgum
,,Crêperie"-veitingastöðum, hinum frægu
pönnukökuhúsum á Bretagne, t.d. Crêperie
Morel í miðbæ Paimpol. Þá segir hún að frábærir
saltfiskréttir séu fáanlegir á ,,Terre Neuvas"
sem er alveg við höfnina. Að lokum bendir hún á
að mjög góður matur og
sveitastemmning sé á staðnum ,,La Ferme de
Kerroćh" rétt fyrir utan Paimpol.
Ingi Hans Jónsson, Björg Ágústsdóttir og Jacques Saleun
Minningarveggurinn í kirkjugarðinum
Frá höfninni í franska bænum Paimpol
Sjóminjasafnið Musée de la Mer
Magnað andrúmsloft
í kirkjugarðinum
FÖSTUMÁNUÐURINN ramadan
er hafinn, það var smáspurning hvort
hann hæfist á þriðudegi eða mið-
vikudegi, tunglið ræður því og ekki
um annað að ræða en bíða og sjá hvað
tunglinu þóknaðist. Daginn áður
gerði stórrigningu með þrumum og
eldingum sem er fremur óvenjulegt í
nóvember þó að sá mánuður sé afar
óúteiknanlegur í veðurfari á þessum
slóðum. Ég var á röltinu að leita mér
að lampa en það virðist alltaf fylgja
mér að vanta lampa sem mér hugnast
og mér fannst öll þessi rigning og
sjónarspilið í kringum mig og uppi á
himninum svo magnað að þarna á
göngu undir rigningunni orti ég mitt
fyrsta ljóð á arabísku og gleymdi að
mig vantaði lampa og óbilaðar fram-
lengingarsnúrur. Þegar ég fór svo að
þýða ljóðið yfir á íslensku er heim
kom fannst mér það raunar betra á
arabísku svo ég bíð með að senda það
í Lesbókina og býð kannski ein-
hverjum sýrlenskum blöðum það í
staðinn.
Það fasta allir eða nánast allir á ra-
madan. Margir af trú en flestum
finnst þetta kærkomin hefð sem þeir
vilja rækta. Síðustu dagana á undan
var dálítið stress í bílstjórum, flautið
minnti óneitanlega á Kaíró og akstur
var glannafengnari en að öllu jöfnu.
Hvað umferðarmál snertir eru líka
töluverð tíðindi því það hafa verið lög-
leidd bílbelti og enn hef ég engan séð
sem framfylgir þessu en mér skilst
það standi yfir aðlögunartími upp á
nokkra mánuði og svo hefjist sektir í
stórum stíl á þá sem ekki hlíta þessu.
Að svo stöddu á þetta þó bara við bíl-
stjóra og farþega í framsæti.
Merkari tíðindi eru þó að nú fer
maður inn á netsjoppu og grúskar á
Netinu eða sendir póst til fjölskyldu
og vina. Þegar ég bjó hér síðast fyrir
tveimur árum var allt svoleiðis
stranglega bannað. Almenn fjar-
skiptaeinangrun Sýrlands er því að
mestu úr sögunni.
Mér hafði verið sagt að hotmailið
væri bannað enn en því fer víðsfjarri,
eins og stundum áður er verið að
skrökva upp á Sýrlendinga og hafi
einhver efasemdir mætti reyna því
tölvupóstfangið mitt er sem sagt hér
með bestu kveðjum.
Ort í rigningunni
Nú heiti ég í bili ekki Jóhanna þegar við ræðumst við, húseigenda-
móðirin og ég, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir, heldur Umm Ill-
ugi. Margar sýrlenskar konur kenna sig við elsta son sinn þegar
þær tala við ókunnuga. En Umm Tarik hefur þó lofað að segja mér
rétta nafnið sitt þegar ég kem þangað í ramadanmat í næstu viku.
Dagbók frá Damaskus
jkristjonsdottir@hotmail.com
„ÞARNA er Strikið sem Danir segja
að sé lengsta göngugata í heimi. Það
tekur fullfrískan karlmann um 15
mínútur að ganga Strikið en það tek-
ur að minnsta kosti þrjár klukku-
stundir fyrir kvenmenn,“ segir Guð-
laugur Arason, rithöfundur og
leiðsögumaður, við um 30 manna hóp
Íslendinga sem komnir eru til að
fylgja honum eftir um Íslendingaslóð-
ir í Kaupmannahöfn. Hlátur gellur við
í hópnum og þar með er tónninn sleg-
inn fyrir bráðskemmtilega og fróð-
lega ferð um söguborgina við Eyrar-
sund.
Kvennaraunir Baldvins Einarsson-
ar, fótbrot Jónasar Hallgrímssonar
og eldurinn í Kaupmannahöfn 1728
eru meðal þess sem ber á góma í rúm-
lega tveggja klukkustunda gönguferð
um gamla borgarhlutann í Kaup-
mannahöfn. Guðlaugur greinir einnig
frá ýmsum atburðum í sögu borgar-
innar sem snerta ekki beinlínis Ís-
lendingana sem þar bjuggu en eru
ekki síður fróðlegir.
Hann rekur m.a. reyfarkennda at-
burði sem varða þjófnað á helstu
þjóðardýrgripum Dana, hinum svo-
nefndu gullhornum sem fundust í akri
á Jótlandi en var stolið úr hirslum
konungs árið 1802. Ekki er rétt að
ljóstra meiru upp um atburði eða
sögulok við lesendur, miklu skemmti-
legra er að komast að þeim um leið og
farið er að húsi ræningjans.
Of flókin beinasaga
„Ég gæti talað í þrjá daga og þrjár
nætur um Jónas Hallgrímsson,“ segir
Guðlaugur þegar staðnæmst er fyrir
framan húsið í St. Pétursstræti sem
var síðasti bústaður Jónasar. Hann
lætur það þó vera en setur göngu-
menn af innlifun inn í síðustu daga
skáldsins, frá því hann yfirgefur
landa sína á Hviids Vinstue þar til
hann dettur í stiganum og gefur upp
andann á sjúkrahúsi nokkrum dögum
síðar.
Eins og margoft hefur verið fjallað
um var Jónas grafinn í Kaupmanna-
Ef til vill er Guðlaugur Arason þarna með tilþrifum að segja hópnum frá því
hversu stiginn í húsi Jónasar Hallgrímssonar var breiður.
Baulandi beljur
á þriðju hæð
Gönguferð um Íslendingaslóðir
í Kaupmannahöfn með Guðlaugi Arasyni