Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 18

Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 18
SsangYong Rexton-jepp- inn – Aflmikill og laglegur  BERND Pischetsrieder, stjórnarformaður Volkswagen AG, tók nýlega við umhverf- isverðlaunum ARBÖ, Automobil- und Radfa- hrerbund Österreich, en þetta eru einhver virt- ustu verðlaun sinnar tegundar í bílaheiminum. Verðlaunin fær VW fyrir smíði á fyrsta ökuhæfa bílnum sem nær 100 km akstri á aðeins einum lítra eldsneytis. VW hefur einu sinni áður hlotið ARBÖ verðlaunin. Það var árið 1998 fyrir „þriggja lítra bílinn“ sem seinna fór svo í fram- leiðslu sem Lupo 1.0 dísil. Eins lítra bíllinn fékk sína frumraun í apríl sl. þegar þáverandi stjórn- arformaður, Ferdinand Piëch, ók honum frá Wolfsburg til Hamborgar. Bíllinn eyddi að jafnaði á þessari leið 0,89 lítrum af dísilolíu. Bíllinn er með 0,3 lítra vél sem er gerð að mestu leyti úr áli og skilar að hámarki 8,5 hestöflum. Hann vegur aðeins 290 kg en nær 120 km hámarks- hraða. Eins lítra bíll VW fær umhverfisverðlaun 1 lítra bíllinn eyddi að meðaltali 0,89 l á hundraðið.  GENERAL Motors, nýr eigandi Daewoo, hefur látið hendur standa fram úr ermum og búið til nýtt einkennismerki og undarlega límúsínu með smábíl- anafninu Kalos. Vandséð er hver breytingin á merk- inu er önnur en sú að GM hefur bæst við fyrir fram- an Daewoo. Límúsínan hefur hvergi verið sýnd og er raunar alls ekki til, nema á veggspjöldum sem Daewoo kom upp víða í Birmingham í tilefni af bíla- sýningunni þar. Líklega er tilgangurinn sá að enginn velkist í vafa um mikilfengleg áform Daewoo í fram- tíðinni. GM-Daewoo límúsína sem ekki er til NÝR Opel Vectra hlaut Gullna stýrið, sem er ein eftirsóttasta viðurkenning sem bílaframleið- anda hlotnast. Gullna stýrið hef- ur verið veitt af vikublaðinu Bild am Sonntag síðan 1976. Opel Vectra hlaut Gullna stýrið í flokki stórra millistærðarbíla. Vectra hlaut mikið lof fyrir nýj- an IDS-undirvagn sinn sem er bæði með nýrri kynslóð veg- gripsstýringar og spólvarnar. Einnig þótti það afgerandi í vali dómnefndar hve vel bíllinn er hljóðeinangraður, vel búinn ör- yggisbúnaði og gæði í innrétt- ingu. Aðrir bílar sem kepptu um Gullna stýrið voru Skoda Su- perb, Nissan Primera, Mazda 6 og Saab 9-3. Þá hlaut Renault Espace Gullna stýrið í flokki fjölnotabíla. Þetta er í þriðja sinn sem Es- pace verður fyrir valinu en árin 1991 og 1997 varð hann einnig hlutskarpastur. Aðrir bílar sem kepptu um Gullna stýrið í flokki fjölnotabíla voru Peugeot 807, Lancia Phedra, Chrysler Voya- ger og Mercedes-Benz Vaneo. Þá hlaut völdu lesendur Bild Am Sonntag VW Touareg jepp- ann þann besta í sínum flokki og hlaut hann fyrir vikið Gullna stýrið. Það athyglisverða við val- ið er að verðlaunin hlýtur Toua- reg áður en honum hefur verið opinberlega hleypt af stokkun- um. Touareg verður ekki settur á markað fyrr en 22. nóvember. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson. Nýr Espace var sýndur í París í september. Opel Vectra fékk Gullna stýrið. Touareg, Vectra og Espace fá Gullna stýrið VW Touareg jeppinn var bestur í sínum flokki. TIL athugunar er hjá Honda-um- boðinu að hefja innflutning á nýjum jeppa frá Honda sem heitir Pilot og hefur verið markaðssettur í Banda- ríkjunum. Þarna er um að ræða full- vaxinn jeppa með sambyggða yfir- byggingu og grind með 3,5 lítra V6-álvél. Þetta er nýjasta gerð af bensínvél með breytilegri ventla- stýringu, VTEC, og skilar að há- marki 240 hestöflum við 5.400 snún- inga á mínútu. Pilot er með sítengdu fjórhjóladrifi sem miðlar aflinu milli öxla eftir þörfum. Pilot er umtalsvert stærri en Honda CR-V sem menn kannast mæta vel við. Pilot er 4,77 m á lengd og tæpir 2 metrar á breidd. Hann er boðinn með þremur sæta- röðum í Bandaríkjunum og staðal- búnaður er þar ríkulegur. Honda Pilot er stór jeppi, 4,77 m á lengd, með 240 hestafla V6-vél. Honda Pilot hugs- anlega fluttur inn  RÆSIR hf. er að fá fyrstu bílana af Chrysler gerð til landsins en nokkuð er um liðið síðan fyrirtækið tók við um- boði fyrir Chrysler bíla á Íslandi. Að sögn Guðmundar Baldurssonar, sölu- stjóra hjá Ræsi, er von á nokkrum Chrysler bílum til landsins, þ. á m. Wrangler, PT Cruiser, Cherokee og Grand Cherokee. Ræsir hefur innflutn- ing á Chrysler  STARFSMENN ARO Campulung jeppaverksmiðjunnar í Rúmeníu hafa bundist samtökum um að selja sæði úr sér til að rétta við fjárhag verk- smiðjunnar. Í frétt BBC um málið segir að um 100 starfsmenn fyr- irtækisins ráðgeri að eiga þessi við- skipti við sæðisbanka í borginni Tim- isoara en bankinn er sagður bjóða þeim sem svarar til 4.350 ÍSK fyrir skammtinn sem er nærri tveir þriðju hlutar af mánaðarlaunum starfs- mannanna. Um 5.000 manns starfa í verksmiðjunni og skuldir eru miklar. Í frétt BBC er látið að því liggja að aðgerðir starfsmannanna séu í reynd gagnrýni undir rós á stjórn- völd sem ekki hafa fundið erlenda fjárfesta til að koma að rekstri verk- smiðjunnar þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Sæði fyrir störfin Handfrjáls búnaður í bíla fyrir flestar gerðir GSM síma. Ísetning á staðnum. árg. 3/00, 67.000 km, ssk., leður, álfelgur, cruise contr- ol, rafmagn í sætum, rúðum, samlæsingar. Ríkulega búinn forstjórabíll. Verð aðeins kr. 4.800.000. J.R. Bílasala, Bíldshöfða 3, s. 567 0333. Toyota Landcruiser VX 100, 4,7 (bensín)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.