Morgunblaðið - 10.11.2002, Síða 20
20 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
SSANGYONG var um stutt skeið
hluti af Daewoo-keðjunni en er nú á
ný sjálfstæður bílaframleiðandi, eink-
um þekktur á Vesturlöndum fyrir
framleiðslu á jeppum, s.s. Korando og
Musso. Musso þekkja Íslendingar.
Innflutningur á tegundinni hófst árið
1997 og um áramótin 2000–2001 voru
skráðir rúmlega 1.000 bílar af Ssan-
gYong-gerð. Framleiðandinn hefur
jafnan reitt sig á þekkta véltækni og
framleiðir bensín- og dísilvélar með
sérleyfi frá Mercedes-Benz.
Fullvaxinn og byggður á heila grind
Nýjasti bíllinn er Rexton sem
frumsýndur var á bílasýningunni í
París fyrir tveimur árum. Þetta er al-
veg nýr bíll og að engu leyti byggður
á Musso, enda önnur yfirbygging og
annar undirvagn. Þetta er fullvaxinn
jeppi byggður á heila grind, með háu
og lágu drifi, heilli hásingu að aftan og
gormafjöðrun sem eykur burðarget-
una, en stuttri hásingu að framan með
klöfum og gormum.
Rexton er hannaður af einum
þekktasta bílhönnuði samtímans, Gi-
orgio Giugiaro hjá ItalDesign. Þetta
er stór lúxusjeppi með óvenjulegu og
nútímalegu útliti og laglegri innrétt-
ingu. Ljóst er að SsangYong hefur
tekið mikið stökk upp á við í frágangi
og efnisvali. Sömuleiðis er ljóst að
SsangYong fer sömu leið og stóru lúx-
usbílaframleiðendurnir með því að
bjóða viðskiptavinum sjálfum að velja
sér aukahluti í bílinn. Þannig er bíll-
inn í grunngerðinni ekki jafnríkulega
búinn og vænta hefði mátt.
Aflmikil línusexa
Bíllinn fæst með þremur gerðum
véla, þ.e. fimm strokka dísilvél, 129
hestafla, fjögurra strokka dísilvél, 150
hestafla og sex strokka bensínvél, 220
hestafla og kallast þá RX320. Það var
einmitt sú gerð sem fengin var til
prófunar nýlega með fjögurra þrepa
sjálfskiptingu. Greinilegt er að Ssan-
gYong ætlar að gera skurk í lúxus-
bílamarkaðnum með Rexton. Að inn-
an er bíllinn leðurklæddur
(aukabúnaður), og skreyttur valhnotu
í mælaborði. Frágangur er allur upp á
hæstu einkunn. Það er þó ekki fyrr en
farið er að bæta við aukahlutum sem
hægt er að tala um að bíllinn sé virki-
lega vel búinn. Leðurinnrétting, loft-
kæling, aukasæti, topplúga, rafstýr-
ing í bílstjórasæti, skriðstillir og
dráttarbeisli eru allt hlutir sem ekki
eru staðalbúnaður.
Sítengt fjórhjóladrif
RX320 er aflmikill bíll og með
„kickdown“ í pedalanum er hægt að
þenja vélina upp á góðan snúning.
Hann lætur vel að stjórn á malbikinu
en fjöðrunin er dálítið mjúk sem gerir
að verkum að bíllinn vill dúa þegar
honum er hemlað harkalega. Sömu-
leiðis líður hann fyrir of mikla und-
irstýringu eins og reyndar fleiri bílar í
þessum flokki. Viðbragðið eins og í
góðum fólksbíl, 9,5 sekúndur úr kyrr-
stöðu í 100 km á klst. Vélin er sex
strokka Mercedes-Benz sem smíðuð
er úr áli. Hún er með tvo yfirliggjandi
knastása með breytilegri opnun og
soggreinin er álagsstýrð með breyti-
legu flæði. Eyðslan er hins vegar tals-
verð, eða allt að fimmtán lítrar í
blönduðum akstri, sem vissulega er
allnokkuð.
Tvenns konar drifkerfi er í boði í
Rexton. Annars vegar hefðbundið,
tengjanlegt fjórhjóladrif, sem er stað-
albúnaður í dísilbílnum, og hins vegar
sítengt drif frá Borg Warner, sem er
staðalbúnaður í RX320. Kerfið sér á
sjálfvirkan hátt um að beita fjórhjóla-
drifinu og miðlar vélaraflinu milli
fram- og afturhjóla með kúplingu í
millidrifinu eftir þörfum hverju sinni.
Tölvubúnaður nemur snúning fram-
hjólanna. Þegar þau snúast jafnhratt,
þ.e.a.s. þegar bíllinn er í beinni stefnu,
er eingöngu drif á afturhjólunum en
um leið og bílnum er beygt og fram-
hjólin fara að snúast mishratt, tengir
drifbúnaðurinn framdrifið. Búnaður-
inn vinnur með ABS-læsivörninni og
ADB-spólvörninni og tryggir sem
mest veggrip við mismunandi að-
stæður. Í lága drifinu er aflinu hins
vegar miðlað jafnt milli fram- og aft-
urhjóla.
Margir keppinautar
Rexton RX320 kostar sjálfskiptur
4.390.000 kr. Staðalbúnaður er m.a.
álfelgur, rafmagnsrúður, hemlalæsi-
vörn og spólvörn, rafstýrður milli-
kassi, diskabremsur á öllum hjólum,
gormafjöðrun að framan og aftan,
hraðanæmt stýri, viður í mælaborði,
fjölstillanleg sæti, þokuljós að framan
og aftan og rafstýrðir útispeglar með
hita. Tvö aukasæti að aftan kosta
aukalega tæpar 100 þúsund kr. og
leðurinnrétting með rafstýrðu bíl-
stjórasæti með minni kostar 295.000
kr. aukalega. Þá er fáanleg ARB
100% driflæsing að aftan og framan.
Breyting fyrir 33 tommu dekk með
álfelgum og brettaköntum kostar
458.000 kr.
Grunnverðið ætti ekki að hræða
neinn en það er samt hærra en vænta
mátti frá SsangYong. Hyundai Ter-
racan, sem er einn af keppinautunum
og svipaður að stærð, fæst t.a.m. sjálf-
skiptur með 3,5 l V6 vél, 220 hestafla,
á 3,4 milljónir kr., eða einni milljón
minna en Rexton RX320. Margt má
gera við milljón!
Rexton RX320 á sér marga aðra
keppinauta. Í ódýrari hópnum eru
bílar eins og Suzuki Grand Vitara
XL-7, Toyota Land Cruiser 90, Niss-
an Terrano 3,0 og Mitsubishi Pajero
3,5 V6. Í dýrari hópnum eru bílar eins
og BMW X5 og Mercedes-Benz ML
320. Þessir bílar eru á víðu verðbili og
búnaður þeirra og gerð afar mismun-
andi. Grand Vitara XL-7 kostar t.a.m.
sjálfskiptur 3.260.000 kr. meðan
BMW X5 3.0i kostar sjálfskiptur
6.440.000 kr. og Mercedes-Benz ML
320 kostar 5.570.000 kr.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rexton er fullvaxinn jeppi smíðaður á heila grind.
Aflmikill og
sítengdur
Rexton
Rexton, hér sýndur á 33 tommu dekkjum, er stæðilegur á vegi.
Aðgengi er gott að þriðju sætaröðinni, sé hún til staðar.
gugu@mbl.is
Rexton snotur að innan, ekki síst með leðurinnréttingu sem er aukabúnaður.
Sex strokka vélin er smíðuð samkvæmt sérleyfi frá Mercedes-Benz.
REYNSLUAKSTUR
SSANGYONG REXTON
Guðjón Guðmundsson
Vél: Sex strokkar, 3.199
rúmsentimetrar, tveir of-
análiggjandi kambásar.
Afl: 220 hestöfl við 6.100
snúninga á mínútu.
Tog: 324 Nm við 4.600
snúninga á mínútu.
Drif: Sítengt fjórhjóladrif,
Borg Warner-millikassi
með tölvustýrðri afl-
miðlun, TOD.
Gírkassi: Sjálfskipting,
fjögurra þrepa.
Lengd: 4.720mm.
Breidd: 1.870 mm.
Hæð: 1.760 mm.
Eigin þyngd: 1.859–1.997
kg.
Hröðun: 9,3 sekúndur úr
kyrrstöðu í 100 km/klst.
Hámarkshraði: 190 km/
klst.
Eyðsla: 15 lítrar í blönd-
uðum akstri.
Dráttargeta: 750/2.500
kg.
Hemlar: Diskar, ABS,
ABD-spólvörn.
Fjöðrun: Gormar að fram-
an og aftan.
Farangursrými: 630/
1.015 lítrar.
Verð: 4.390.000 kr.
Umboð: Bílabúð Benna.
SsangYong
Rexton RX320