Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 24
Sópar Hafið til sín Eddu-
verðlaununum árið 2002?
Sæbjörn Valdi-
marsson spáir í
spilin fyrir verð-
launaathöfnina
í kvöld
BRESKI leikstjórinn Anthony
Minghella er lentur í vandræðum
með nýja mynd sína eftir að hafa
hlotið mikið lof fyrir The English
Patient og The Talented Mr. Rip-
ley. Nýja verkefnið heitir Cold
Mountain eða Kaldafjall og fjallar
um særðan hermann í bandaríska
borgarastríðinu sem snýr heim
aftur í fjallaþorpið og til æskuást-
arinnar sem hann skildi þar eftir. Í
aðalhlutverkum er mikið mannval
– Jude Law, Nicole Kidman, Ren-
ee Zellweger, – og myndin mun kosta um 80 millj-
ónir dollara. Nú er farið að kólna verulega á Kalda-
fjalli því MGM, meðframleiðandi Miramax, hefur
hætt við þátttöku í gerð myndarinnar. Miramax er
þó ekki af bakið dottið og leitar dyrum og dyngjum
að nýjum meðframleiðanda.
Kólnar enn á Kaldafjalli
Jude Law:
Nýtt verkefni
með Minghella
í lausu lofti.
BRESKI leikstjórinn John
Boorman, sem síðast sendi frá
sér The Tailor Of Panama eftir
sögu Johns Le Carré, er nú að
undirbúa gerð nýrrar myndar,
Country Of the Skulls. Þetta er
dramatísk mynd, byggð á dag-
bókum Antjie Krog, um átök
og undirferli í Suður-Afríku, líkt
og sú fyrrnefnda lýsti í Panama.
Samuel L. Jackson leikur
bandarískan blaðamann og
Juliette Binoche unga konu af
Afrikaanerættum sem eiga samskipti við háskaleg-
an leyniþjónustumann.
Boorman til Suður-Afríku
John Boorman:
Frá Panama til
Suður-Afríku.
LEIKSTJÓRINN Curtis Hanson
hefur gert prýðilegar saka-
málamyndir á ferlinum, The
Bedroom Window, Bad Influence,
en þó fyrst og fremst Ósk-
arsverðlaunamyndina LA Confid-
ential. Hann hefur undanfarið gert
annars konar myndir eins og The
Wonder Boys og 8 Mile með rapp-
aranum Eminem. Nú hefur Warner
Bros.-félagið í hyggju að beina Hanson aftur inn á
glæpabrautina því það hefur tryggt sér kvikmynda-
réttinn á fjórum sakamálasögum rithöfundarins
George P. Pelecanos um líf og störf einkaspæj-
arans Dereks Strange í Washington og á Hanson
bæði að leikstýra syrpunni og framleiða.
Hanson aftur á glæpabrautina
Curtis Han-
son: Glæpir
borga sig.
BANDARÍSKI leikarinn
Edward Norton, sem við
getum nú séð í Red Dragon,
mun framleiða og leika eitt
aðalhlutverkanna í mynd-
inni The Painted Veil sem
byggð er á skáldsögu W.
Somerset Maugham. Sag-
an, sem Ron Nyswaner (Philadelphia) færir í hand-
ritsbúning, segir frá trúboðslækni í Hong Kong árið
1920 sem vogar sér inn á svæði þar sem kóleran
geisar til að stöðva ástarævintrýri konu sinnar og
annars manns. Norton mun leika lækninn en
Naomi Watts (Mulholland Drive) eiginkonuna.
Leikstjóri er enn óráðinn.
Norton framleiðir Maugham
Edward Norton:
Framhjáhaldsdrama.
STELLA í orlofi er einhver vin-
sælasta gamanmynd íslenskrar
kvikmyndasögu, en myndinni,
sem frumsýnd var árið 1986, leik-
stýrði Þórhildur Þorleifsdóttir
eftir handriti Guðnýjar Halldórs-
dóttur. Nú hefur Guðný sjálf leik-
stýrt nýrri gamanmynd um æv-
intýri Stellu eftir eigin handriti
og verður hún frumsýnd hinn 19.
desember. Myndin heitir Stella í
framboði og snúa þar aðalpersón-
urnar úr fyrri myndinni aftur,
húsmóðirin hartkeyrða Stella,
sem Edda Björgvinsdóttir leikur
sem fyrr, og Salómon, sem kom
drukkinn úr Svíaríki til að fara
hér í áfengismeðferð, leikinn eins
og áður af Þórhalli Sigurðssyni,
Ladda.
Guðný segist í samtali við
Morgunblaðið hafa ákveðið að
gera nýja mynd um Stellu vegna
fjölda áskorana frá aðdáendum
þeirrar fyrri, sem lifað hefur góðu
lífi á myndbandi frá því hún var
frumsýnd. Og Guðný kveðst hafa
sent aðalpersónuna í pólitík
vegna þess að hún hafi sjálf lifað
og starfað mikið í stjórnmálum
undanfarin ár með þátttöku í
sveitarstjórn Mosfellsbæjar.
„Nýja myndin lýsir sigurgöngu
Stellu í stjórnmálunum og hrak-
fallasögu Salómons úti á lands-
byggðinni en báðar þessar sögur
fléttast saman og einnig við sögur
af mörgu fleira fólki,“ segir hún.
Sögunni lýsir hún svo: Stella og
Salómon reka saman fagurkera-
fyrirtæki, Framkoma.is. Salómon
er ráðinn af Antoni Skúlasyni
flugstjóra (Gísli Rúnar Jónsson)
til þess að fegra og umbreyta
þorpi, sem hann hefur eignast.
Stella verður eftir í bænum og
tekur að sér að kenna stjórnmála-
mönnum að koma fram, enda
kosningar í nánd. Af misskilningi
þvælist Stella inn í framboð
Centrumlistans, sem berst við
höfuðandstæðing sinn, Miðflokk-
inn, og veit ekki fyrri til en hún er
komin á kaf í pólitík.
Fjölskyldumál Stellu blandast
inn í frásögnina með stórslysum,
eldsvoða, beiskju og mótlæti af
öllu tagi, sem aðeins „Stellufólk-
ið“ getur orðið fyrir á fáeinum
vikum.
Auk Eddu,
Ladda og Gísla
Rúnars eru í helstu
hlutverkum Rúrik
Haraldsson, Nína
Dögg Filippusdótt-
ir, Björn Jörundur,
Róbert Ólíver
Gíslason, Alda Rós
Hafsteinsdóttir,
Árni Pétur Guð-
jónsson, Örn Árna-
son, Gestur Einar
Jónasson, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir,
Júlíus Brjánsson,
Sigurður Sigur-
jónsson, Helga
Braga Jónsdóttir,
Stefán Karl Stefánsson, Steinn Ár-
mann Magnússon, Hjálmar Hjálm-
arsson, Eggert Þorleifsson, Randver
Þorláksson, Þorsteinn Guðmundsson
o.m.fl. Framleiðandi er Halldór Þor-
geirsson fyrir Umbi Film. Kvik-
myndatöku annaðist Hálfdán Theo-
dórsson, Pétur Einarsson hljóð,
Þorkell Harðarson leikmynd, Re-
bekka Ingimundardóttir búninga,
Ragna Fossberg hár og förðun,
Ragnhildur Gísladóttir tónlist og El-
ísabet Rónaldsdóttir klippingu.
Stella í framboði, ný íslensk gamanmynd Guðnýjar Halldórsdóttur, frumsýnd 19. desember
Sigurgangan hjá Stellu –
hrakfarirnar hjá Salómon
Stella slysast í framboð: Edda Björg-
insdóttir í hlutverki sínu.
Salómon í fegrunaraðgerðum úti á landi: Þór-
hallur Sigurðsson, Laddi í Stellu í framboði.
ÞESSI dagblaðapapp-írsheimspeki er hér á þess-um stað og þessari stund
vegna verðlaunaveitinga, hvorki
meira né minna, nánar tiltekið
verðlaunaveitinga fyrir kvikmynd-
ir. Tilgangurinn með slíkum veit-
ingum, eins og verðlaunaveit-
ingum yfirleitt, er að verðlauna
það sem vel er gert. Það er gert
með því að vekja sérstaka athygli
á því sem vel er gert með verð-
launum. Skiljiði?
Og athygli fólks er ekki síst vak-
in með því að skapa eftirvæntingu,
forvitni, spennu um hver eða
hverjir hreppa hin eftirsóttu verð-
laun. Í dag bíða þeir, sem áhuga
hafa, í eftirvæntingu, spennu og
töluvert forvitnir eftir því að upp-
lýst verði hverjir hreppa Eddu-
verðlaunin í kvöld, viðurkenningu
Íslensku kvikmynda- og sjón-
varpsakademíunnar á því sem vel
er gert á því sviði. Þeir, sem áhuga
hafa, verða að bíða til kvölds eftir
því að þetta upplýsist. Ef þeir
vissu nú þegar hverjir verðlauna-
hafarnir verða biðu þeir ekki í
neinni eftirvæntingu eða spennu,
hvað þá forvitnir, eftir útsendingu
frá verðlaunaafhendingunni. Þeir
myndu þá fara frekar í bíó eða
leikhús eða horfa á Skjá 1 eða lesa
bók eða fara að sofa eða heim-
sækja mömmu og pabba eða leika
við börnin. Eða eitthvað allt annað
en fylgjast með verðlaunaveitingu
sem vitað er hvernig fer. Sama
gildir um aðrar veitingar af þessu
tagi. Óskarsverðlaunin vekja jafn
mikla athygli á kvikmyndum og
kvikmyndagerðarfólki og þau gera
ekki síst vegna þess að úrslitin
liggja ekki fyrir áður en verðlaun-
in eru afhent.
Jæja, allt ættu þetta að vera
sjálfsagðir hlutir. En á vettvangi
Norðurlandaráðs og nor-
ræns samstarfs fer því
fjarri að þetta sé sjálfsögð
og augljós sannindi. Loks-
ins þegar ráðið tekur sig
saman í andlitinu og veitir
þeirri listgrein samtímans
sem mestra vinsælda nýt-
ur hjá almenningi, list-
grein sem stendur einmitt
með miklum blóma á
Norðurlöndum um þessar
mundir, verðlaun á borð
við þau sem þegar eru
veitt fyrir bókmenntir og
tónlist, þá tekst að klúðra
þeim. Ég á ekki við að
Norrænu kvikmyndaverð-
launin hafi farið í rangar
hendur; Aki Kaurismäki er
eflaust prýðilega að þeim
kominn. Nei, það klúðr-
aðist að nýta tækifærið til
að vekja verulega athygli á
verðlaunaveitingunni, at-
hygli sem felst í eftirvænt-
ingunni, spennunni, for-
vitninni. Forráðamenn
verðlaunanna tóku þá óskiljanlegu
ákvörðun að tilkynna fyrirfram
hver verðlaunahafinn væri og
gerðu þarmeð verðlaunaveit-
inguna sjálfa sem næst óþarfa, að
eins konar formsatriði í sam-
kvæmisdressi. Í stað þess að taka
sér til fyrirmyndar þær hefðir sem
myndast hafa á verðlaunahátíðum,
sýna úr öllum tilnefndum myndum
og byggja upp ofurlítið dramatískt
ris í útsendingunni lyppaðist til-
efnið niður í flatneskju. Kannski
finnst hinu háæruverðuga ráði
ómenningarlegur markaðskeimur
af þessum hefðum. Kannski finnst
því að norrænt samstarf sé yfir
slíkt hafið. En þá gleymist enn ein
augljós staðreynd: Hér er skatt-
peningum norræns almennings
varið til að vekja athygli á norræn-
um kvikmyndum og þá hlýtur
krafan að vera sú að þeir peningar
nýtist í þeim tilgangi. Það mis-
tókst. Eða er tilgangurinn einhver
annar en að sem flestir, bæði
Norðurlandabúar og aðrir, sjái og
meti norrænar kvikmyndir?
Fram hefur komið að Norrænu
kvikmyndaverðlaunin voru veitt í
þetta sinn en ekki sé víst að þau
verði árlegur viðburður. Framtíð
þeirra hljóti að ráðast af því
hvernig til tókst nú. Ýmsan lær-
dóm má draga af því, en alls ekki
þann að Norrænu kvikmynda-
verðlaunin eigi ekki fullan rétt á
sér. Ef rétt er að þeim staðið, ef
menn draga réttan lærdóm af
frumrauninni, hafa þau mikla þýð-
ingu fyrir viðvarandi baráttu nor-
rænna kvikmynda við ofureflið að
vestan. Fyrir utan framkvæmd og
kynningu verðlaunaafhending-
arinnar sjálfrar er afar brýnt að
þær bíómyndir sem tilnefndar eru
frá hverju landi fái vel útfærðar og
kynntar sýningar á öllum Norð-
urlöndunum, jafnvel að þær verði
undirstaða lítillar norrænnar kvik-
myndahátíðar í hverju landi rétt
fyrir verðlaunaathöfnina. Þessum
myndum þarf að tryggja fastan og
öruggan sýningarfarveg svo þær
verði ekki aðeins innihaldslausir
titlar í vitund almennings á Norð-
urlöndunum. Þannig mun það fé,
þeir skattpeningar, sem varið er í
Norrænu kvikmyndaverðlaunin,
nýtast og skila sér til baka.
Þá sitjum við ekki aðeins uppi
með spurningar heldur bíðum eft-
ir svörunum, full eftirvæntingar,
spennt og forvitin.
Eftirvæntingin í óvissunni
SJÓNARHORN
Árni Þórarinsson
„Ef maður er jafnan viðbúinn hinu
óvænta verður þá hið óvænta ekki jafn-
an viðbúið?“ Þetta er svo óvænt spurn-
ing að ég er einmitt viðbúinn að svara
henni. Svarið er já. En þar með er eft-
irvæntingin horfin úr lífinu, ekki satt?
Forvitnin. Spennan. Spurningin um hvað
gerist á næsta augnabliki og því næsta
eftir það. Eða svarið við spurningunni.
Og ef spurning og svar eru eitt og hið
sama er það ekki tilgangsleysið upp-
málað? Dauðinn sjálfur?
Aki Kaurismäki dansar á rauða dreglinum:
En við vissum það fyrirfram...
AP
NÚ eru aðeins tvær vikur
þangað til nýjasta Harry
Potter myndin verður frum-
sýnd hér á landi, en síðan
hann kom fyrst fram á sjón-
arsviðið árið 1997 í bókinni
Harry Potter og viskusteinn-
inn hafa vinsældir hans slegið
öll met um allan heim. Fjórar
bækur hafa komið út og sú
fimmta er á leiðinni. Fyrsta
kvikmyndin um hann, sem byggð var á fyrstu bók-
inni, var frumsýnd í nóvember í fyrra og komst fljótt í
annað sæti yfir vinsælustu bíómyndir allra tíma. 22.
nóvember nk. verður Harry Potter og leyniklefinn
frumsýnd sem byggð er á bók númer tvö í Harry Pot-
ter seríunni, en alls verða kvikmyndirnar sjö talsins.
Með aðalhlutverk fara: Daniel Radcliffe, Rupert
Grint, Emma Watson (II), Kenneth Branagh, Rob-
bie Coltrane, Richard Harris, Alan Rickman, Mag-
gie Smith, John Cleese og Warwick Davis. Höf-
undur Harry Potter-sagnanna er J.K. Rowling, en
leikstjórn var í höndum Chris Columbus.
Harry Potter er á leiðinni
Nýja myndin:
Daniel Radcliffe og
Rupert Grint í
hlutverkum sínum.