Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vana menn vantar um borð Sumarið 1958, er Jón Baldvin Hannibalsson útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík, fór hann á sjóinn til að fjármagna nám sitt í Edinborg um haustið. Á þeim tíma var Hannibal Valdimarsson fað- ir hans félagsmálaráðherra í ríkis- stjórn Hermanns Jónassonar. „Rétt fyrir 17. júní las ég auglýs- ingu í blaði sem hljóðaði svo: „Vana menn vantar á togara. Vin- samlegast hafið samband við skip- stjóra á Hótel Vík.“ Ég gaf mig fram við skipstjórann, sem reyndist vera harðjaxl að vest- an, Magnús Gíslason, og var skráður í áhöfnina á Gerpi, flaggskipi ís- lenska flotans sem gert var út frá Norðfirði af útgerð Lúðvíks Jóseps- sonar sjávarútvegsráðherra. Ástæð- an fyrir því að illa gekk að manna Gerpi var að áhöfnin hafði að uppi- stöðu til verið Færeyingar en deilur blossuðu upp um gjaldeyrisyfir- færslur og Færeyingar fengu ekki borgað. Erlendur Patursson, for- maður sjómannafélagsins í Þórshöfn og leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar í Færeyjum, kallaði þá sína menn heim. Skipstjórinn var í öngum sín- um og vonlítill um að komast á sjó og bað mig um aðstoð við að finna mannskap. Ég fór með skólafélaga og kunningja hvern á fætur öðrum á hans fund. Magnús vinur minn eymdarskrokkur þótti ekki efnilegur en þó talinn nothæfur í pontið. Þegar ég kom með Dag Sigurðarson skáld sagði skipstjórinn hingað og ekki lengra. Seinasti maður sem ég kom um borð var sonur bekkjarbróður Hannibals frá Jonstrup Statssemin- arium í Danmörku, Sture Sørensen, sem þá var á fjórða ári í latínu við Kaupmannahafnarháskóla. Hann var skráður sem aðstoðarkokkur. Enn vantaði þó mikið upp á að skipið væri fullmannað. Þá gerði ég það sem ég held að ég hafi hvorki gert fyrr né síðar, ég færði mér í nyt að vera sonur föður míns. Ég bað um viðtal við félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarsson, uppi í stjórnarráði. Ég hafði heyrt að sjó- arar að vestan væru í afvötnun á drykkjumannahælinu í Gunnars- holti, sem heyrði undir félagsmála- ráðuneytið. Erindi mitt við félags- málaráðherra var að biðja hann að misbeita ráðherravaldi sínu til að út- skrifa þessa menn sem síðan yrðu lögskráðir á Gerpi. Hannibal tók er- indinu vel og gerði enn betur því hann sendi ráðherrabílinn eftir þeim austur. Þarna sýndi bindindismaður- inn mikla fyrirhyggju því þar með var tryggt að hinir þorstlátu sjóarar kæmust hvergi á krá á leiðinni og rynnu af hólmi, áður en um borð var komið. Í millitíðinni hafði skipstjór- anum tekist að smala saman strákum frá Norðfirði, þeirra á með- al nokkrum sem áður höfðu migið í saltan sjó. Loksins taldist skipið fullmannað en skipstjórinn hafði við orð að sjald- an eða aldrei hefði íslenskt skip lagt í veiðiferð með þvílíkt samsafn af við- vaningum um borð. Þetta reyndist nú samt verða einhver lengsti salt- fisktúr sögunnar og smám saman rættist úr mannskapnum. Við sigldum á Grænland og síðar á Nýfundnalandsmið og vorum með fyrstu skipunum sem þangað leituðu á ný, eftir að Björgvin Bjarnason, bróðir Matthíasar Bjarnasonar, al- þingismanns og sjávarútvegsráð- herra, hafði stungið af með ísfirska flotann til St. John’s á árunum upp úr stríði. Eftir langa útivist leituðum við hafnar í St. John’s, höfuðborg eyj- arskeggja. Það var reyndar fyrsta borgin sem bar fyrir mín augu í út- löndum fyrir utan Færeyingahöfn á Grænlandi. Við þurftum vatn og vist- ir, og einnig þurfti að brynna þyrst- um sjóurum með öðru en tankvatn- inu um borð. Í St. John’s fyrirfannst enginn ræðismaður og þar af leið- andi engin fyrirgreiðsla – og það sem verra var – engir peningar – til þess að skipverjar gætu gert sér glaðan dag. Þetta gátu hetjur hafsins ekki látið bjóða sér og því var gripið til ör- þrifaráða. Fyrst seldum við allt sem lauslegt var á dekkinu, flatnings- hnífa, sjóstakka og vettlinga, og meira að segja armbandsúrin af sjálfum okkur, í skiptum fyrir rauð- vín sem við föluðumst eftir um borð í portúgölskum skonnortum sem þar lágu bundnar við bryggju. Portúgal- ar hlunnfóru okkur með vatnsblönd- uðu rauðvínsgutli sem dugði engan veginn til að svala þorsta okkar því hann var mikill. Þar sem ég hafði lyklavöld að búri skipsins greip ég til þess ráðs að stela slatta af skipskost- inum og pranga síðan inn á kaup- menn á kajanum. Eitthvað hafðist upp úr þessu krafsi – en ekki nóg. Þá gripum við Maggi til okkar eigin ráða. Hann var sonur fréttastjórans á Ríkisútvarpinu og hafði eitthvað fengist við blaðamennsku. Ég átti að heita ráðherrasonur og þóttist þar að auki vita allt um hafréttarmál og útistöður okkar við Breta. Á göngu okkar um plássið sáum við allt í einu skilti: St John’s Even- ing News. Við undum okkur inn og buðum viðtal við fréttastjórann um hafréttarmál og þorskastríð Íslend- inga við Breta. En tókum það fram að við ætluðumst til að fá ríflega þóknun fyrir svo þýðingarmiklar fréttir. Það varð úr að sjóararnir fengu hvort tveggja, viðtal við sig í blaðinu og þóknun fyrir viðvikið. Þar með vorum við komnir á bragðið. Við þefuðum uppi aðalútvarpsstöðina í plássinu og buðum fram sömu þjón- ustu með sömu skilmálum. Í þetta skiptið var Magnús kynntur sem sonur fréttastjóra Ríkisútvarpsins en ráðherrasonurinn var kynntur sem sonur Lúðvíks Jósepssonar sjávarútvegsráðherra. Þetta þótti nógu áhugavert til að verðskulda út- varpsviðtal og greiðslu, eftir að við höfðum útskýrt að ræðismaður Ís- lands á Nýfundnalandi væri í þýð- ingarmiklum stjórnarerindum í Ott- awa og áhöfn flaggskips íslenska flotans hefði því komið að læstum fjárhirslum þessa daga í St. John’s. Aðspurðir sögðu útvarpsmenn að eini næturklúbburinn á staðnum héti Bella Vista og það væri rétti stað- urinn fyrir okkur. Um kvöldið söfn- uðum við saman vel völdu liði, ein- hverjir félagar okkar voru þá þegar sagðir vera komnir í steininn fyrir óspektir á almannafæri, sem sparaði okkur Magga auðvitað nokkur út- gjöld. Síðan hélt allur skarinn í leigu- bílum á Bella Vista þar sem setið var að sumbli langt fram á nótt. Þegar Maggi var kominn í essið sitt sveif hann upp á svið, þreif hljóðnemann og hóf að flytja lýríska mónólóga upp úr The Fisherman and His Soul eftir írska hástéttarspjátrunginn Oscar Wilde. Maggi virtist lengi vel ekki gera sér grein fyrir því að eftirspurn sjóaranna á kránni eftir fínlegum skáldskap Oscars Wildes var tak- mörkuð, svo ekki sé meira sagt. Þar sem þorstinn var stór en fjársjóður- inn lítill kom á daginn að við áttum ekki fyrir reikningnum. Við því var ekki nema eitt ráð: Mannskapurinn var drifinn fram í eldhús til að vaska upp eftir herlegheitin og borga þannig fyrir sig í fríðu. Löngu síðar, þegar ég kom aftur til Nýfundnalands í opinbera heim- sókn ásamt forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, sagði ég þessa sögu í veislu landstjórans, Gordons Wells. Hann hafði engar vöflur á en ók mér og föruneyti mínu í limúsínum og undir lögregluvernd á næturklúbb- inn Bella Vista þar sem við heilsuð- um upp á framkvæmdastjórann, án þess þó að bjóðast til að vaska upp í það skiptið. Heimkoman — óvæntur hálfbróðir Jón Baldvin sneri heim frá námi í Edinborg og Stokkhólmi með hag- fræðipróf upp á vasann. Á Íslandi reyndist hins vegar lítil eftirspurn eftir hagfræðingum og greip hann þá m.a. í kennslu í Hagaskóla. Á þess- um árum reyndi mjög á samband þeirra Bryndísar eins og Jón Bald- vin lýsir þá setti hún honum stólinn fyrir dyrnar, fann að drykkju hans og því að hann hefði verið sér ótrúr. Varð af því dramatísk atburðarás. Í kennslunni varð Jón Baldvin hins vegar fyrir óvæntri reynslu. „Einn atburður er mér óneitan- lega minnisstæður frá þessum árum. Eitt sinn var ég beðinn um að hlaupa í skarðið sem forfallakennari til að kenna stærðfræði. Þegar ég hafði kynnt mig var mitt fyrsta verk að renna augum yfir bekkjarkladdann og átta mig á nöfnum nemenda. Ég sá að einn nemandinn var Hanni- balsson. Ég sló því föstu að dreng- urinn hlyti að vera að vestan og væri kannski eitthvað skyldur mér því nafnið er sjaldgæft. Þegar búið var að kynna námsefnið, sem var ein- hver reikningsþraut, kallaði ég upp að töflu Ingjald Hannibalsson. Það varð dauðaþögn í bekknum og ég fékk á tilfinninguna að ekki væri allt með felldu. Auðfundið var að drengurinn var ljónskarpur og hann leysti reikn- ingsþrautina fljótt og vel. Þegar ég kom upp á kennarastofu, að lokinni kennslustund, spurði ég kunningja minn í röðum kennara, hvort hann vissi einhver deili á þessum dreng. Það varð vandræðaleg þögn áður en lífsreynd kona úr kennaraliðinu dró mig afsíðis og spurði hvort ég vissi virkilega ekki að umræddur drengur væri hálfbróðir minn. Síðar meir reyndi ég að ná sam- bandi við hálfbróður minn og mælast til frændsemi við hann. Þá var hann orðinn verkfræðingur og nokkuð kunnur í þjóðlífinu. Hann var til dæmis um tíma forstöðumaður Út- flutningsráðs og þá um leið undir- maður minn í utanríkisráðuneytinu. Við höfðum vinsamlegt samband nokkra hríð. Þegar að því kom að ég vildi leita til hans um að vinna til- tekið verk fyrir Alþýðuflokkinn, sendi ég honum gögn og bað um frekari úrvinnslu. Hann sendi kurt- eislegt afsvar með ábendingu um að hann hefði aldrei gengið í þann flokk. Þar með lauk samskiptum okkar.“ Indíánahöfðingi á Ísafirði Jón Baldvin varð fyrsti skóla- meistari Menntaskólans á Ísafirði þar sem þau Bryndís Schram undu hag sínum vel. Hann lagði mikið upp úr aga, t.d. var forboðið að hafa vín um hönd á heimavist nemenda sem var á Hjálpræðishernum og lá brott- rekstur við slíku broti. „Mér er minnisstæð ein lítil dæmi- saga um ungan nemanda frá þessum árum. Kennarafundur var settur í upphafi skólaárs. Allt í einu barst inn á fundinn hraðbréf, skrautritað, frá ungum manni norður í landi. Það hljóðaði svo: „Ungi skólameistari. Ég var rekinn úr barnaskólanum á Ólafsfirði. Ég var rekinn úr gagn- Bókarkafli Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið sagður síðasti sjarmörinn í íslenskri pólitík. Hann hefur víða komið við á löngum ferli og hefur Kolbrún Bergþórsdóttir tekið að sér að skrásetja sögu hans. Hér er gripið niður í frásögn af togaraferð til Nýfundna- lands, kennsluárunum og stjórnmálaafskiptum Jóns Baldvins. Síðasti sjarmörinn Vilmundur Gylfason og Jón Baldvin: „Við Vilmundur vorum samherjar í flestum málum þrátt fyrir ólíkan stíl. Alþýðublaðs- deilan 1981 átti hins vegar illu heilli drýgstan þátt í að vík varð milli vina.“ Nýkjörinn formaður Alþýðuflokksins 1984 eftir að hafa fellt Kjartan Jóhannsson á flokksþingi. „Ég kvaðst vera sannfæringarpólitíkus og sóknarmaður.“ Brúðarmyndin af Bryndísi og Jóni Baldvini. „Tengda- faðir minn setti mér stólinn fyrir dyrnar og sagði: Þú ferð ekki fet með hana Bryndísi til útlanda fyrr en þið eruð gift. Ég rétti honum höndina og sagði: It’s a deal.“ Jón Baldvin um borð í Gerpi í lengsta saltfisktúr sögunnar við Grænland og Nýfundnaland, túr sem endaði með skrautlegri heimsókn til St. John’s í Kanada.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.