Morgunblaðið - 24.11.2002, Side 55

Morgunblaðið - 24.11.2002, Side 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 55 Finnst þér lífið gleðisnautt? Esbericum® er náttúrulyf við vægu þunglyndi, framtaksleysi og depurð Náttúrulyf við: Vægu þunglyndi, framtaksleysi og depurð. Innihald í hverju hylki: Staðlaður extrakt af jóhannesarjurt (jónsmessurunna, Hypericum perforatum, St.John’s Wort) samsvarandi 25 míkróg af heildar hypercini. Skammtar handa fullorðnum: Fullorðnir: 1–2 hylki tvisvar sinnum á dag. Skammtinn má auka í 6 hylki á dag. Börn yngri en 12 ára eiga ekki að nota náttúrulyfið nema að ráði læknis. Meðganga og brjóstagjöf: Þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota lyfið án samráðs við lækni. Varúðarreglur við notkun: Ef árangur næst ekki á 4–6 vikum á að hætta meðferð. Leitið ráða hjá lækni ef vafaatriði koma upp. Varúð við samtímis notkun annarra lyfja eða annars/milliverkanir: Talið er að náttúrulyf sem innihalda jóhannesarjurt geti skert eða aukið umbrot sumra annarra lyfja og samtímis notkun á því almennt ekki að eiga sér stað, nema að höfðu samráði við lækni. Lestu vandlega fylgiseðilinn sem fylgir hverri pakkningu náttúrulyfsins. Markaðsleyfishafi og framleiðandi: Schaper & Brümmer GmbH & Co KG, Bahnhofstr.35, 38259 Salzgitter, Þýskalandi Umboð á Íslandi: PharmaNor h.f., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ Esbericum® fæst í apótekum án lyfseðils Finnur þú fyrir depurð, framtaksleysi og þunglyndi? ÞAÐ þarf fólk eins og þig, Rúnar. Um það efast fáir sem á annað borð er annt um íslenska dægurtónlist. Enda leyfi ég mér að fullyrða að það er varla til sá tón- listarmaður ís- lenskur sem stund- ar tónlistarsköpun af eins brennandi ástríðu og Rúnar hefur gert í fjóra áratugi linnulaust. Og það sem nýj- asta plata hans staðfestir svo um munar er að karlinn er hvergi nærri af baki dottinn og hljómar það sem meira er frísklegri og yfirhöfuð betur en hann hefur gert í lengri tíma. Ekki verður hér farið útí getgátur hvers vegna en ein augljós ástæða er vinnu- ferli plötunnar. Einn af helstu kost- um Rúnars hefur alltaf verið hversu örlátur hann er á tónlist sína og óhræddur við að starfa með öðrum tónlistarmönnum. Þannig samdi hann lögin á Það þarf fólk eins og þig og lét þau síðan í hendur hljómsveit sinni sem skipuð er ungum liðsmönn- um tveggja annarra sveita, sem eru á mála hjá útgáfu Rúnars, nefnilega Gálunni og Fálkum. Það verður ekki annað sagt en að sú ráðstöfun hafi heppnast fullkomlega því platan kraumar af spilagleði og útsetning- arnar eru í senn hugmyndaríkar, af- slappaðar og með öllu lausar við til- gerð. Um leið er þetta alveg dæmigerður Rúnarsstíll, alltaf fullur af brennandi ástríðu, alltaf svalur. En það er ekki nóg að hafa útsetning- arnar í lagi, án góðra laga eru þær lít- ils virði. Og þar kemur kannski að helsta styrk plötunnar sem eru laga- smíðar Rúnars. Platan inniheldur 10 lög, þar af níu eftir Rúnar. „Gott er að gefa“ og „Er mátturinn dýrðin?“ eru í sannfærandi og sígildum reggístíl, „Þitt tvöfalda líf“ yndislega loðið og hrynheitt, „Ég les í tær“, „Ástríðan inni brennur“ og „Báðar hliðarnar“ feitir blúsrokkarar. Veiku hlekkirnir eru „Á leið í gegn“, „Hunangsilmur“ – sem þó inniheldur snilldar orgelsóló frá Þóri Baldurs – og síðan „Ljósa- nótt í Reykjanesbæ“, lag sem Rúnar sendi inn í söngvakeppni sem haldin var í heimabæ hans á árinu og fer engan veginn saman við heildina. Eina lagið sem ekki er eftir Rúnar er sjálft titillagið en hann og hljóm- sveit hans fara alveg einstaklega vel með þetta fallega lag sveitarokks- frumherjans Bucks Owens. Rúnari virðist og hafa legið nóg á hjarta. Lipurlega samdir og skemmtilegir textar hans einkennast af lúmskum húmor, sérstaklega hvað viðkemur ríminu en þar hefur hann áskilið sér rétt til þess að steypa að vild, sbr. fríkaðan texta í „Ég les í tær“. En Rúnar sýnir líka á sér alvar- legri og beittari hliðar t.d. þar sem hann veltir trúmálum fyrir sér og gagnrýnir þröngsýni og trúarofstæki á áhrifaríkan máta í „Gott er að gefa“. Ekki verður gripið til neinna gíf- uryrða eða stórra yfirlýsinga hér, enda ekki í anda Rúnars eins fádæma hógvær og hann nú er, en þó verður ekki hjá því komist að velta vöngum yfir því hvort hann sé ekki búinn að senda frá sér eina af sínum allra sterkustu plötum á ferlinum. Hún er í það minnsta bráðskemmtileg, áheyrileg mjög og staðfestir enn og aftur að það þarf fólk eins og Rúnar. Tónlist Brennandi ástríða Rúnar Júlíusson Það þarf fólk eins og þig Geimsteinn Sólóplata Rúnars Júlíussonar Það þarf fólk eins og þig. Lög og textar eftir Rún- ar, nema lagið við „Það þarf fólk eins og þig“ sem er eftir Buck Owens. Rúnar söng lögin og útsetti þau ásamt hljóm- veit sinni sem sá þar að auki um hljóð- blöndun og upptökur. Júlíus Guðmunds- son lék á trommur, slagverk og söng, Sigurður Guðmundsson orgel, rhodes, gítar, bassa og söng, Guðm. Kristinn Jónsson gítar, Guðmundur F. Vigfússon bassa, Þórir Baldursson orgel í „Hun- angsilmur“, Baldur Þ. Guðmundsson nikku og píanó í „Ljósanótt í Reykja- nesbæ“, María Baldursdóttir bakraddir og eldamennska fyrir „Ljósanótt í Reykjanesbæ“. Skarphéðinn Guðmundsson Morgunblaðið/Jim Smart Rúnar Júlíusson BANDARÍSKI tónlistarmað- urinn Stevie Wonder hótaði að stöðva út- gáfu á bók sem móðir hans skrifaði, en í bókinni átti að upplýsa að Wonder hefði misst sveindóminn hjá vændiskonu. Bókin heitir Faith: The Miraculous Journey of Lula Hardaway. Er Wonder sagður hafa tekið fullyrðingarnar í bókinni svo nærri sér að hann fól lögmönnum sínum að krefjast lögbanns á útgáfu bókarinnar. Eftir nokkurt þóf var ákveðið að fella þennan kafla út. Stevie Wonder öskureiður ÞÝSKI tískuhönnuðurinn Karl Lag- erfeld hefur verið í megrun að und- anförnu og misst 42 kíló á 13 mán- uðum. „Ég var alveg sáttur við að vera feitlaginn og var við góða heilsu, en skyndilega langaði mig til að klæða mig öðruvísi og vera í fötum sem Hedi Slimane hannaði. Ég sagði við sjálfan mig: Þú vinnur í tískuheim- inum og tíska er breytingar,“ segir Lagerfeld, sem er 64 ára. Lagerfeld er 1,80 metrar á hæð og vegur nú 60 kg. Hann var áður 102 kg og segist hafa fitnað smátt og smátt án þess að taka eftir því enda hafi hann borðað það sem hann langaði í. Nettur Lagerfeld Reuters Tískutröllið Karl Lagerfeld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.