Morgunblaðið - 24.11.2002, Side 43

Morgunblaðið - 24.11.2002, Side 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 43 ✝ Olufine K. Thor-sen fæddist í Dale í Sundfjord í Noregi 27. desember 1934. Hún lést á Palma Mallorca á Spáni 27. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arndís Kristín húsmóðir og Konråd Thorsen, sjómaður og síðar verkamaður. Olufine giftist 2.10. 1956 Birgi Helgasyni, organista og söng- kennara á Akureyri, f. 22.7. 1934. Þau slitu samvistir 1978. Börn þeirra eru: 1) Frumburðurinn dó í fæðingu, 2) Konráð Jón, f. 1.4. 1958, búsettur á Akureyri. Hann á fjögur börn, þau eru: Birgir Óli, f. 12.9. 1984, Jóna Margrét, f. 10.4. 1985, Sindri Snær, f. 24.3. 1996, og Lovísa Ösp, f. 16.9. 2001 3) Jóhanna Kristín, f. 31.1. 1962, búsett á Akureyri. Börn hennar eru þríburarnir Birgitta Elín, Hanna María og Fannar Hólm, f. 29.6. 1985. 4) Guðbjörg Margrét, f. 14.12. 1968, maki Steinþór Wendel Birgisson, f. 9.2. 1965. Þau eiga fimm börn, þau eru: Ólöf Anna, f. 5.3. 1987, dáin sama dag, Birgir Wendel, f. 14.9. 1988, Steinþór Wendel, f. 22.6. 1991, Ólíver Þór Wendel, f. 24.2. 1996, og Jón Karl Wendel, f. 18.12. 2000. Þau eru búsett á Árskógströnd. Olufine lærði barnahjúkrun í Noregi. Hún kom til Íslands til að vinna á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1955. Hún ætlaði að vera hér í eitt ár, en kynntist þá Birgi. Útför Olufine var gerð frá Höfðakapellu á Akureyri 8. nóv- ember, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Mig langar með þessum stuttu orðum að minnast vinkonu minnar Olufínu sem lést á Palma á Spáni eftir erfið veikindi. Hún var í skemmtiferð með vini sínum, þegar þessi veikindi herjuðu á hana. Ferðin var svo til á enda þegar hún fékk hjartaáfall. Allir vinirnir fóru heim, en Olufína gekkst undir erf- iða hjartaaðgerð á sjúkrahúsi á Spáni. Frá Íslandi var kominn tengdasonur hennar, Steinþór Wendel, sem hjúkraði og sinnti henni þar á fjórðu viku, þar til yfir lauk. Heilbrigðisþjónustan á Spáni er ekki eins og við eigum að venj- ast hér á landi. Þar er ætlast til að ættingjar komi meira að aðhlynn- ingu en hér. Ég kynntist Olufinu, eða Fínu eins og við kölluðum hana, 1983 þegar ég kyntist Guggu dóttur hennar. Þá bjuggu þær mæðgur tvær í Skarðshlíðinni á Akureyri. Þetta hefur áreiðanlega verið erf- iður tími hjá Fínu, vegna þess að við vorum erfiðar á unglingsárun- um og mjög svo leiðinlegar við hana á þessum tíma, það er að segja við gerðum það sem okkur sýndist. Þetta sér maður í dag. Enda sagði hún við mig þegar ég var orðin fullorðin og vaxin uppúr gelgjunni að hún vonaði það heitt og innilega að börnin okkar yrðu betri en við hefðum verið, og bætti við að það væri nú samt gaman að sjá hvað hefði ræst úr okkur. Fína var mjög góð heim að sækja og átti alltaf snyrtilegt heimili. Hún var einnig mjög myndarleg í hönd- unum. Mér eru sérstaklega minn- isstæðar fallegu norsku peysurnar sem hún prjónaði á barnabörnin. Við áttum margar skemmtilegar stundir saman, alltaf var til kaffi á könnunni og svo bakaði hún alveg frábært brauð sem hún sagði að við værum bara þrjú sem fyndist þetta svona gott, það er að segja henni, Birgi dóttursyni hennar og mér. Það er mér þó sérstaklega minn- isstætt þegar ég fór að heimsækja hana suður á Stokkseyri. Í litla húsið sem hún hafði þar á leigu. Þá var Fína að vinna við aðhlynningu á Kumbaravogi sem er dvalarheim- ili aldraðra. Hún hafði komið sér mjög notalega fyrir miðað við hvað húsið sem hún var í var illa ein- angrað og gamalt. Við fórum í bíl- túr upp á Selfoss til þess að versla í litla krúttlega bílnum hennar sem hún var þá nýbúin að eignast. Það var svo eldaður góður matur þegar heim var komið. Við áttum það sameiginlegt að hafa báðar verið að vinna við aðhlynningu og höfðum um svo margt að spjalla. Á Stokkseyri veikist Fína og kom þá heim til Guggu og fjöl- skyldu á Árskógssandi, bjó hún hjá þeim þar til hún fékk litla íbúð fyr- ir aldraða, sem má segja að sé í bakgarðinum hjá Guggu. Það var stutt að fara á milli heimilanna fyr- ir þær. Það veit ég að Guggu fannst mjög gott að vera búin að fá mömmu sína heim aftur og Fínu fannst það mjög gott líka, því hún gat þá fylgst með strákunum og komin aftur til fjölskyldunnar þótt henni fyndist oft erilsamt hjá þeim. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Fínu og allar okkar góðu stundir sem við fengum að eiga saman. Elsku Gugga, Steinþór og synir, Hanna og börn, Konni og börn. Ég votta ykkur samúð mína og megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Sigrún Helga Sigurhjartardóttir. OLUFINE K. THORSEN ✝ Árni Guðjónssontrésmíðameistari frá Oddsstöðum í Vestmannaeyjum fæddist 12. mars 1923. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 16. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Gríms- dóttir (1888–1981) og Guðjón Jónsson (1874–1959), bóndi og smiður á Odds- stöðum í Vestmanna- eyjum. Árni var næstyngstur fjögurra alsystkina, og lifa hann tvö þeirra, þau Guð- laugur og Vilborg. Af tólf hálf- systkinum frá fyrra hjónabandi föður hans með Matteu Guðlaugu Pétursdóttur frá Þorlaugargerði komust átta til fullorðinsára, og lif- ir eitt þeirra, Ósk, bróður sinn. Auk sig þrjú börn. Með Guðrúnu Lauf- eyju Guðjónsdóttur frá Hreiðars- stöðum í Svarfaðardal, sem er lát- in, átti hann Guðjón Hreiðar byggingatæknifræðing. Er hann kvæntur Ingibjörgu Ottósdóttur, og eiga þau þrjú börn: Baldvin Ottó viðskiptafræðing, Guðrúnu Svövu hjúkrunarfræðinema og Árna Björn trésmíðanema. Með Ingi- björgu Stefánsdóttur á Sauðár- króki, sem er látin, átti hann tvö börn: 1) Stefán verslunarmann, sem kvæntur var Þórunni Oddnýju Þórhallsdóttur. Þau skildu. Börn þeirra eru: Ingibjörg, við lyfja- fræðinám við Háskóla Íslands, Brynhildur skrifstofustúlka og Haukur nemi. 2) Helgu, sem er mynd- og handmenntakennari á Laugarvatni. Er hún gift Helga Baldurssyni frá Syðra-Hóli í Eyja- firði, skólastjóra við Grunnskólann á Laugarvatni. Börn þeirra eru Ingibjörg nemi við Háskóla Íslands í stjórnmálafræðum og bókmennt- um og Baldur dýralæknir í Noregi. Útför Árna fer fram frá Dóm- kirkjunni á morgun, mánudaginn 25. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. þess átti hann tvö upp- eldissystkini, Hjörleif Guðnason og Jónu Pétursdóttur, sem einnig lifa hann. Eftir barnaskólanám lauk Árni prófi við Gagn- fræðaskólann í Vest- mannaeyjum og síðar við Iðnskólann í Vest- mannaeyjum. Hann lærði trésmíði í Eyjum hjá Guðmundi Böðv- arssyni. Síðan fluttist hann rúmlega tvítug- ur til Norðurlands og settist að á Sauðár- króki. Rak hann þar með öðrum trésmíða- og byggingarfyrirtæki til ársins 1952, er hann fluttist suð- ur til Reykjavíkur. Þar setti hann á fót trésmíðaverkstæði, sem hann rak meðan heilsan leyfði. Hann átti heimili í Reykjavík til æviloka á Sólvallagötu 41. Hann lætur eftir Þegar ég mæli nokkur kveðjuorð um mág minn, Árna Guðjónsson frá Oddsstöðum í Vestmannaeyjum, er ekki nema vonlegt að margar svip- myndir komi upp í hugann eftir hálfrar aldar góða viðkynningu við hann og hina mætu, skemmtilegu og samheldnu og jafnframt fjöl- mennu fjölskyldu hans. Setti hún óneitanlega mikinn svip á þjóðlíf Vestmannaeyinga frá því um alda- mótin 1900 og alla 20. öld og gerir enn í dag á ýmsum sviðum eyja- skeggja. Var það mér því mikil ánægja að tengjast þessari fjöl- skyldu traustum böndum. Árni ólst upp í stórum systk- inahópi og lét fljótt til sín taka við venjuleg störf á heimili foreldra sinna. Þá fór hann margar ferðir með föður sínum og bræðrum til lundaveiða í Elliðaey og þótt vel lið- tækur við þær veiðar. Sem ungur maður stundaði hann einnig ýmsar íþróttir með jafnöldr- um sínum, einkum knattspyrnu og glímu. Árni hafði hleypt heimdraganum nokkrum árum áður en ég slóst í hóp Oddsstaðafólksins árið 1953. Hafði hann lært trésmíði í heima- högum sínum, enda var hann hagur í höndum og velvirkur. Hélt hann fljótlega til Norðurlands og settist að á Sauðárkróki. Rak hann þar trésmíðaverkstæði og margs konar byggingarstarfsemi í samvinnu með öðrum og eins víða um sveitir Mið- Norðurlands. Trúlega muna margir eldri Skagfirðingar eftir honum frá þessum árum. Um það leyti, sem við systir hans settum saman bú hér í Reykjavík, hafði Árni flutzt að norðan hingað suður og tekið á leigu herbergi með Ingólfi, bróður sínum, á Sólvalla- götu 41 hjá Sigurlaugu Björnsdótt- ur frá Deildartungu í Borgarfirði. Bjó hann þar alla tíð síðan enda var hann rólyndur maður að eðlisfari og lítt gefinn fyrir breytingar. Var hann einstaklega nægjusamur mað- ur og áreiðanlegur í öllum viðskipt- um. Af sjálfu sér leiðir að hann var mikill aufúsugestur á heimili okkar alla tíð. Þegar Árni kom hingað suður setti hann á stofn trésmíðaverk- stæði sem lengst var í Súðarvogi 7. Þangað leitaði margur, sem þurfti aðstoðar við, enda var hann bón- góður og vildi hvers manns vanda leysa. Rak hann verkstæði sitt fram á síðustu ár við miklar vinsældir. Vissi ég vel, að hann átti traustan viðskiptamannahóp enda var hann vinmargur. Þegar hann hætti sjálf- ur allri vinnu leigði hann öðrum verkstæði sitt með öllum vélum. Sjálfur vissi ég til að hann kom nær daglega á verkstæðið hin síðustu ár og naut þess að hitta gamla félaga sína sem unnið höfðu undir sama þaki. Hélt hann því óslitið til dán- ardægurs þótt hann væri sýnilega orðinn helsjúkur af þeim vágesti sem herjar svo grimmilega á mörg okkar og eirir engu. Ljóst var að Árna var hvíldin kærkomin enda sagði hann oftar en einu sinni við mig á dánarbeði sín- um að þessu væri senn lokið. Jafn- greindur og Árni var gerði hann sér ljóst að hérvistardagar hans voru senn á enda. Hann lézt 16. þ.m., nær áttræður að aldri. Árna auðnaðist ekki að eignast konu og mynda eigið heimili en hann lætur eftir sig þrjú mann- vænleg börn og átta barnabörn. Var aðdáanlegt hversu vel þau reyndust honum í hinu stutta en stranga dauðastríði. Við Villa, börnin okkar og fjöl- skyldur þeirra, kveðjum góðan bróður, mág og frænda með virð- ingu og söknuði og þökkum honum samfylgdina. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendum við hugheilustu sam- úðarkveðjur. Hvíl þú í friði, góði vinur og mág- ur, eftir langan og farsælan ævidag. Jón Aðalsteinn. ÁRNI GUÐJÓNSSON Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ARINBJÖRN KOLBEINSSON læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Sigþrúður Friðriksdóttir, Magnús Kolbeinsson, Andri Arinbjarnarson, Sturla Arinbjarnarson, Anna Margrét Ólafsdóttir, Kolbeinn Arinbjarnarson, Björk Bragadóttir og barnabörn. Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og vinur, ÁRNI GUÐJÓNSSON húsasmíðameistari, Sólvallagötu 41, Reykjavík, sem andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 16. nóvember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Guðjón Hreiðar Árnason, Ingibjörg Ottósdóttir, Stefán Árnason, Helga Árnadóttir, Helgi Baldursson, afabörn, Sigurlaug Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.