Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HVER man ekki þá vongóðu daga þegar Viðeyjarstjórninni sálugu var hleypt af stokkunum: Jón Baldvin og Davíð gengu í eina sæng? Í þann tíma var mikið um dýrð og er skemmst frá því að segja að heiðríkja, friður og samheldni ríkti á stjórnarheimilinu – fyrstu misserin a.m.k. Á hinn bóginn verður því seint haldið fram að þessi fyrstu misseri hafi jafnræði ríkt á milli leiðtoganna. Á þessum tíma var Jón Baldvin þegar orðinn margsjóað- ur stjórnmálamaður – „ástríðupólitík- us“, að eigin sögn – og hafði skoðanir og vit á öllum sköpuðum hlutum. Stóru málefni samfélagsins – málefni landbúnaðar, sjávarútvegs, félags- mála og iðnaðar (svo eitthvað sé nefnt) – hafði ástríðupólitíkusinn á hraðbergi auk þess sem hann var Evrópusinni mikill og kom EES- samningnum í gegnum þingið. Jón Baldvin var hreint út sagt sjálfsör- yggið uppmálað og svo virtist sem af- staða hans til sérhvers máls félli eins og púsl í heildarmynd sem stóð stjórnmálamanninum skýrt fyrir hugskotssjónum. Davíð, hins vegar, hafði ekkert svoleiðis fínt til brunns að bera. Davíð var síst af öllu ástríðu- pólitíkus – eins og hann sjálfur undir- strikaði – og Davíð hafði enga heild- arsýn yfir vettvang stjórnmálanna. Davíð var að sönnu formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráðherra og í þeim skilningi aðalmaðurinn. Hann var hins vegar nýgræðingur á vettvangi landsmála og hafði fyrst og fremst afrekað það að reisa tvær byggingar í höfuðborginni; kunni lítið sem ekki til annarra verka. Nýgræð- ingurinn þoldi því engan samanburð við hinn reynda stjórnmálamann. Hann var reikull í afstöðu sinni til manna og málefna; gat t.d. ekki gert upp hug sinn gagnvart Evrópusam- bandinu – eða öðrum meginmálum. Forsætisráðherrann var eins og stat- isti á leiksviði stjórnmálanna. Liðu svo þau misserin fram og fátt bar til tíðinda. En undur og stórmerki gerast nú sem áður fyrr. Það var komið svona fram á mitt kjörtímabil og viti menn: nýgræðingurinn og statistinn hvarf af leiksviðinu – öllum að óvörum – og í staðinn birtist sjálfsöruggur, vörpu- legur og landsföðurlegur stjórnmála- maður sem öll ráð hafði í hendi sér – og skoðanir og vit á öllum sköpuðum hlutum! Undur og stórmerki! Hvað hafði gerst? Hvaðan kom bjargræðið sem varð nýgræðingnum til bjargar? Já, hvaðan skyldi bjargræðið yfirhöf- uð koma? – nema frá LÍÚ og Krist- jáni Ragnarssyni! Kristjáni hefur náttúrlega runnið til rifja hvað strák- urinn var umkomulaus og afskiptur – en jafnframt séð sér leik á borði (ref- ur sem sá maður er!) og ákveðið að bjóða honum að leika sér með stóru strákunum í LÍÚ. Þetta var að sjálf- sögðu mikil og óvænt upphefð og síð- an hefur hnífurinn ekki gengið á milli Davíðs Oddssonar og LÍU. Og það sem meira er: frá þessari stundu að telja hefur allt atferli Davíðs Odds- sonar minnt á spámanninn sem lengi hafði farið villur vega en loksins fund- ið leiðina heim – loksins höndlað sann- leikann eina – og aldeilis óhikað, af fumlausum ásetningi hins „sann- trúaða“ hefur þessi „viðreisti“ lands- faðir hrint þeirri stefnu sinni í fram- kvæmd að reka þjóðarskútuna í takt við hagsmuni LÍÚ – og ekki öfugt. Nú, hins vegar, var friðurinn úti á stjórnarheimilinu. Jón Baldvin – sem á undangengnum árum hafði lagt grunninn að góðæri komandi ára með því að opna þjóðfélagið, draga úr ein- okun á sem flestum sviðum, afnema höft og bönn, innleiða almennar leik- reglur og gera þjóðfélagið sýnilegra og réttlátara – vissi auðvitað ekki sitt rjúkandi ráð við þessar breyttu að- stæður; þóttist hafa öðrum hnöppum að hneppa en að snúast í sendiferðum fyrir LÍÚ. Og því fór sem fór: Davíð sagði Jóni upp að kosningum loknum og fór í eina sæng með framsóknar- maddömunni. Síðan var samfélagið allt keyrt í afturábakgír: engar breyt- ingar leyfðar hvað stóru málefni sam- félagsins varðar, en þó umfram allt engar breytingar sem brotið gátu í bága við hagsmuni LÍÚ. Þungamiðj- an í stjórnarháttum Davíds Oddsson- ar er því af tvenns konar toga: 1) Ekki má hrófla við hagsmunum LÍÚ á fiskimiðum landsins og því má ekki hrófla við kvótakerfinu sem sniðið er að þörfum LÍÚ-flotans. 2) LÍÚ-for- ystan hefur óbeit á ESB og því kemur aðildarumsókn ekki til greina. Þenn- an möguleika má ekki einu sinni hugsa – hvorki í hljóði né upphátt – hvað þá heldur að fara að vilja þjóð- arinnar og ræða málin. Davíð Oddsson hefur varið þessa „stjórnarstefnu“ sína með oddi og egg, af ótrúlegri þrákelkni þess manns sem ekkert hræðist – nema minninguna um þá hörmulegu daga þegar hann þurfti að leika statista- hlutverk við hliðina á Jóni Baldvini. Og það merkilega er að einmitt þessi fylgispekt Davíðs Oddssonar við stór- útgerðina útskýrir hvers vegna hann nú hefur öðlast – þrátt fyrir allt – eins konar heildarsýn yfir vettvang ís- lenskra stjórnmála: Davíð Oddsson hefur þá heildarsýn sem nægir til að skilja hagsmuni LÍÚ-flotans. Þess vegna líka hefur Davíð Oddssyni tek- ist að koma auga á þá augljósu stað- reynd að afstaðan til ESB og afstaðan til kvótakerfisins er í rauninni hvor sín hliðin á sama málinu: Sá sem vill óbreytt kvótakerfi (þ.e. að kvótakerf- ið sé sniðið að hagsmunum stórút- gerðarinnar) er líka að lýsa yfir því að hann vilji óbreytt ástand í atvinnulífi þjóðarinnar. Stjórnarstefna forsætis- ráðherra er því í raun og sannleika vítahringur. Fyrst gefur hann sér þá vitlausu forsendu að sjávarútvegur- inn, einkum stórútgerðin, hljóti að halda áfram að vera mikilvægasti at- vinnuvegurinn á Íslandi – um aldur og ævi og alla ókomna tíð; síðan dreg- ur hann ályktun af þessari arfavit- lausu forsendu og kemst að þeirri nið- urstöðu að ESB-aðild Íslands sé ekki á dagskrá og muni ekki vera á dag- skrá – svo lengi sem sjávarútvegur- inn, einkum stórútgerðin, heldur áfram að vera mikilvægasti atvinnu- vegurinn á Íslandi o.s.frv. Ekki er öll vitleysan eins! Í þessu samhengi ber t.d. að skilja lögin um kvótasetningu smábáta frá því fyrir ári: þessi lög sem samin voru á skrifstofu LÍÚ og voru ekkert ann- að en bein atlaga – hermdarverk – gagnvart sjávarbyggðunum kringum landið. Annað, en náskylt mál var það, hins vegar – og aldeilis makalaust grín – þegar sjávarútvegsráðherra setti á laggirnar endurskoðunar- nefndina frægu (sem leitast skyldi við að ná fram sátt um stjórn fiskveiða) og mætti svo á landsfundi yfirboðara sinna – þ.e. LÍÚ – og kvartaði sáran undan illu framferði vondu strákanna í nefndinni sem enga sátt vildu hafa um tillögur (og raunar fyrirmæli) LÚÍ í málinu. Ráðherrann var svo sár og honum var svo mikið niðrifyrir! Davíð Oddsson hefur þráfaldlega látið eftir sér hafa að hann bara skilji ekki viðhorf þeirra sem efast um að hagsmunum Íslands sé borgið með EES-samningnum (þótt samningur- inn hafi auðvitað verið mikilvægur áfangi á sínum tíma) og sem telja því rétt að knýja á dyr ESB. Þetta er við- horf sem forsætisráðherra bara getur ekki skilið. Ég ætla því að gera tilraun til að útskýra á sem einfaldastan hátt hvað málið gengur út á; svo einfaldan hátt að allir ættu að geta skilið – jafn- vel Davíð Oddsson. Í þessu augnamiði ætla ég að taka dæmi af Lúxemborg. Lúxemborg er dvergríki eins og Ís- land; ríkin tvö með áþekkan íbúa- fjölda. Áður en Lúxemborg gekk í ESB (EB hét það á sínum tíma) var atvinnulíf landsmanna mjög einhæft. Verðmætasköpun í landinu hvíldi að stofninum til á einum meginatvinnu- vegi sem í þokkabót var frumvinnslu- grein, þ.e. málmvinnsla. Staða málm- vinnslunnar í Lúxemborg á þessum tíma var að minnsta kosti jafnmikil- væg og staða fiskvinnslunnar á Ís- landi í dag. Íbúar Lúxemborgar eru, hins vegar, alveg einstaklega vel gert og framsýnt fólk og sáu því fljótt í hendi sér að við þessar aðstæður varð ekki unað til lengdar. Íbúar Lúxem- borgar kusu m.ö.o. að ganga til sam- vinnu við aðrar þjóðir Evrópu – ganga í Evrópusamfélagið – með það markmið í huga að skjóta fleiri stoð- um undir atvinnuvegi landsins. Og þetta gekk eftir. Innan vébanda Evr- ópusamfélagsins gáfust iðnaði og þjónustugreinum landsmanna fjöl- mörg sóknarfæri sem þetta framsýna fólk nýtti sér til fullnustu. Frum- vinnslugreinin – málmvinnslan – hélt sínum hlut þrátt fyrir sviptingarnar en var ekki lengur – auðvitað ekki; sem betur fer ekki – sá meginatvinnu- vegur sem allt þjóðlífið snerist um. Og hvernig hefur íbúum Lúxemborg- ar svo vegnað eftir að landið gekk í ESB? Er skemmst frá því að segja að íbúar Lúxemborgar eru þessi miss- erin sennilega ríkasta fólk í heimi. Sjá menn ekki hliðstæðuna við Ís- land í þessu dæmi? Aðstæðurnar fyr- ir inngöngu eru nánast hinar sömu í báðum löndunum: tvö dvergríki, menntaður mannafli – en bara einn meginatvinnuvegur sem í þokkabót er frumvinnslugrein. Eftir inngöng- una, hins vegar, hefur íbúum Lúxem- borgar vegnað miklu betur heldur en okkur. Hvers vegna? Vegna þess að atvinnulíf þeirra er miklu fjölskrúð- ugra og öflugra heldur en atvinnulíf okkar; vegna þess að atvinnulíf þeirra býr við það efnahagslega umhverfi (stöðugt gengi; lítil verðbólga; lágir vextir o.s.frv.) sem ESB-aðild býður upp á. Er þetta ekki alveg augljóst; aldeilis kristaltært mál sem allir ættu að geta skilið, jafnvel …? Það er engin ástæða til að ætla að okkur muni vegna eitthvað síður en Lúxemborg í samfélagi Evrópuþjóða. Auðvitað yrði – í væntanlegum samn- ingaviðræðum – tekið tillit til sér- stöðu okkar: lítið eyríki með mjög ein- hæft atvinnulíf þar sem sjávarfang nemur 60% af útflutningi landsins. Þess vegna þurfum við ekki að óttast um fiskimiðin. Fiskveiðifloti ESB fengi aldrei aðgang að miðunum í kringum landið – a.m.k. ekki næstu áratugina, eða svo lengi sem útflutn- ingur okkar er að stofni til sjávarfang. Með inngöngu fengjum við Íslending- ar, hins vegar, veruleg áhrif á fisk- veiðistefnu sambandsins – en það eitt gæti skipt sköpum á ögurstundu. Auk þess mundi stórútgerðin íslenska – líka hún – eignast sín sóknarfæri inn- an ESB og gæti því á margan hátt hagnast á inngöngunni. Hitt er svo deginum ljósara að ef/þegar að ESB- aðild Íslands kemur hættir sjávarút- vegurinn fljótlega að skipa þann sess í atvinnulífi þjóðarinnar sem hann ger- ir í dag: ekki vegna þess að þessi meg- inatvinnuvegur okkar (sem nú er) fari halloka innan Evrópusamfélagsins, heldur vegna þess að með inngöng- unni skapast svigrúm fyrir annan at- vinnurekstur sem líka fær að dafna: auðvitað; sem betur fer! Nú er rétt að nálgast málefni Ís- lands og ESB frá öðru sjónarhorni og spyrja eftirfarandi spurningar: Í hverju felst áhættan fyrir Ísland við að sækja ekki um aðild að ESB? Þetta er mjög mikilvæg spurning sem menn hafa leitt hjá sér alltof lengi. Og auðvitað geta svörin ekki orðið ítarleg í þessari litlu grein. Þó er augljóst í hverju hættan mikla felst. Hættan er sú að fiskvinnslan íslenska haldi áfram að vera – um aldur og ævi og alla ókomna tíð – sá meginatvinnu- vegur sem allt snýst um; að umhverfi efnahagslífsins haldi áfram að miðast við þarfir þessa eina atvinnureksturs; að efnahagslífið – af þeim sökum – haldi áfram að vera eins og hneppt í fjötra; að fiskvinnslan haldi áfram að hvíla eins og mara á efnahagslífinu þannig að ekki skapist raunverulegt svigrúm fyrir neinn annan atvinnu- rekstur. Hættan mikla er endanlega þessi: að við brennum inni með einn meginatvinnuveg og höfum ekki í nein önnur hús að venda; að við brennum inni með einn meginat- vinnuveg sem aukin heldur er frum- vinnslugrein sem aldrei getur skilað hátekjustörfum inn í þjóðarbúið. Hættan er sú að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum, dæmd til að sligast með úrelta atvinnuhætti þar sem eng- in raunveruleg nýsköpun getur átt sér stað – og iðnaðurinn er væng- stýfður. Hin raunverulegu átök sem í hönd fara í íslensku þjóðlífi eru því átökin á milli stórútgerðarinnar og iðnaðarins. Þessi átök eru þegar hafin og hljóta fyrr eða síðar að koma upp á yfirborðið. Fyrr eða síðar hlýtur iðn- aðurinn að ganga fram fyrir skjöldu og krefjast þess að tekið sé eðlilegt tillit til þarfa hans. Það eru, hins vegar, margar hliðar á þessum flóknu málum – t.d. fisk- eldið í Noregi. Frá Noregi berast þær fréttir að fiskeldi þarlendra muni að tíu árum liðnum framleiða sem nemur 400 þúsund tonnum af þorski árlega; þ.e. helmingi meira – og rúmlega það – en við Íslendingar höfum verið að veiða síðustu misserin. Hvað táknar þetta fyrir okkur hér uppi á skerinu? Í grófum dráttum táknar þetta eft- irfarandi: 1) Eftir aðeins stuttan tíma – tíu, tuttugu, þrjátíu ár – verður stór- útgerð af því taginu sem stunduð er á Íslandi orðin úrelt. 2) Við Íslendingar neyðumst til að leggja kvótakerfið niður; verðmæti kvótans fellur niður í núll. 3) Bankakerfið íslenska – sem endalaust hefur lánað út á veð í kvóta útgerðarinnar – hrynur til grunna. Til þessa dags hafa fulltrúar banka- kerfisins staðfastlega barist á móti öllum breytingum á kvótakerfinu – af hræðslu við að hafa ekki lengur gild veð í skiptum fyrir þá fjármuni – sem eru milljarðar á milljarða ofan – sem stórútgerðin hefur fengið að láni til þess að kaupa enn frekari kvóta af þeim útgerðum (á landsbyggðinni) sem minna mega sín; þeim útgerðum sem ekki hafa staðist samkeppnina og hafa séð hag sinn vænstan í að selja kvótann út úr byggðarlaginu fyrir tugi og hundruð milljóna. Eftir standa kvótalausar sjávarbyggðir umhverfis landið allt – eins og sviðin jörð. Útgerðarmenn hafa m.ö.o. stundað milljarðaviðskipti sín á milli með kvótann (og þess vegna er fisk- vinnslan í landinu ennþá rekin með tapi) en þykjast þess ekki umkomnir að greiða eðlilegt gjald fyrir réttinn á hagnýtingu auðlindarinnar. En nú, sem sagt, berast þær fréttir frá frændum okkar í Noregi að ekki sé víst að kvótinn sé jafnörugg ávísun á verðmæti og menn hafa ætlað hingað til. Þetta ættu forsvarsmenn banka- kerfisins að ígrunda alvarlega – ekki síst sjálfur stjórnarformaður Íslands- banka: Kristján Ragnarsson, formað- ur LÍÚ; hinn eiginlegi valdhafi lands- ins. Það er ekki nema ein leið út úr þessum ógöngum: fella niður gjafa- kvótann; innkalla aflaheimildir með fyrningu og dreifa kvótanum síðan aftur á grundvelli jafnréttis. Þjóðin sættir sig aldrei við núverandi kerfi sem færir tiltölulega fáum mönnum einokun á þeirri auðlind sem á að vera sameign hennar. Þetta er ekki aðeins sanngirniskrafa. Í húfi er sjálft efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar: Það er aðeins tímaspursmál hvenær hrikta fer í stoðum bankakerfisins ef núverandi kerfi verður ekki afnumið. Að endingu örfáar athugasemdir um þjóðerni og sjálfstæði þjóðanna. Andstæðingar Evrópuhugsjónarinn- ar halda þeim kenningum gjarnan á loft að við Íslendingar hljótum að glata sjálfstæði okkar í yfirþjóðlegu sambandi á borð við ESB. Forsvars- mönnum þessara kenninga verður tíðrætt um sjálfstæðisbaráttuna á 19. öld; finnst sem til lítils hafi verið bar- ist ef við nú afhendum höfuðstöðvum ESB í Brussel sjálfstæði okkar. En þetta eru augljóslega vangaveltur á villigötum. Eða öllu heldur: þetta eru vangaveltur og hugsjónir liðins tíma. Þjóðernishyggja 19. aldar var borin uppi af hugsjónum sem vissulega áttu fullan rétt á sér á sínum tíma. Þetta voru hugsjónir sem undirstrikuðu sjálfsmynd og eigingildi þjóðanna: undirstrikuðu mismuninn; það sem greindi þjóð frá þjóð. Nú eru þessar hugsjónir ekki lengur í takt við kröfur tímans. Hugsjónir 21. aldar eru miklu frekar þær hugsjónir sem undirstrika sameiginleikann – það sem þjóðirnar eiga sameiginlegt og það sem sam- einar þær – og ekki það sem aðskilur. Þetta eru hugsjónir sem undirstrika mikilvægi þess að vera maður með mönnum og þjóð meðal þjóða. Þetta táknar því ekki að þjóðirnar fórni þjóðerni sínu og sjálfstæði á altari samvinnunnar. Þvert á móti: þjóðirn- ar tjá sjálfstæði sitt í samvinnunni við aðrar þjóðir álfunnar. Danir t.d. hafa lengi tekið þátt í samfélagi Evrópu- þjóða. Hverjum dettur sú firra í hug að Danir séu á einhvern hátt hættir að vera danskir fyrir vikið? Þvætting- ur! Hugsjónir 21. aldar eru þær hug- sjónir sem horfast í augu við kröfur og þarfir samtímans; þær hugsjónir sem hræðast ekki samvinnu; þær hugsjónir sem vita að „sameinaðir stöndum við; sundraðir föllum við“. Vandinn er ávallt sá að þekkja sinn vitjunartíma og bregðast við kalli tím- ans hverju sinni. Hitt er enginn vandi – að vera hugsjónamaður í takt við hugsjónir liðins tíma. Eftir Þór Rögnvaldsson „Og það merkilega er að einmitt þessi fylgi- spekt Dav- íðs Oddssonar við stór- útgerðina útskýrir hvers vegna hann nú hefur öðlast eins konar heild- arsýn yfir vettvang ís- lenskra stjórnmála.“ Höfundur kennir listgreinar við hönnunardeild Iðnskólans í Reykjavík. DAVÍÐ ODDSSON, LÍÚ OG ÞJÓÐARSKÚTAN Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.