Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 61
Frábær grínhasar með hinum eina sanna Jackie Chan.
Frá framleiðendum Men in Black og Gladiator
Sjáið
Jackie Chan
í banastuði
Þegar tveir ólíkir menn
deila getur allt gerst.
ÁLFABAKKI AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 479 Sýnd kl. 10. Vit 479
ÁLFABAKKI AKUREYRI
Sýnd kl. 2 og 4. Mán 4 Vit 429
Íslenskt tal
Kl. 6, 8 og 10. Vit 474 Kl. 2 og 6. Mán 6. Vit 474
1/2 HK DV RadíóX SV Mbl
Sýnd kl. 2 og 4. Mán 4 Vit 448
Sýnd kl. 4 og 8. Mán 8.
Vit 448
AKUREYRIÁLFABAKKI
Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8 og 10. Mán 4, 6, 8 og 10. Vit 468
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P kl. 12, 4 og 8. Mán 4 og 6. B. i. 16. Vit 469.
ÁLFABAKKIÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10, 2, 5, 8 og 11. Mán kl. 5, 8 og 11. Vit 468 Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8 og 10. Mán 6, 8 og 10. Vit 468
KEFLAVÍK
AKUREYRI
Roger Ebert
Kvikmyndir.is
DV
TEXTASMIÐIR í íslensku hip-
hopi kalla sig rímnamenn enda eru
þeir sífellt að eltast við rímið, að
ná að njörva svo fast í rím að illt
og helst ómögu-
legt sé sundur að
rekja. Kemur því í
sjálfu sér ekki á
óvart sú hugdetta
að stefna saman
rímnamönnum og
röppurum líkt og gert var á Menn-
ingarnótt Reykjavíkur síðsumars.
Það kom og í ljós að hugdettan var
góð, mun færri komust að en vildu
en þeir sem hörfuðu undan troðn-
ingnum geta glaðst yfir diskinum
sem hér er tekinn til kosta, en á
honum eru upptökur frá uppákom-
unni.
Það er ekki nýtt að rímnakveð-
skap sé fléttað saman við fram-
sækna tónlist, flestir þekkja ef-
laust samstarf Sigur Rósar og
Steindórs Andersen, en þeir sem
eldri eru en tvævetur muna rokk-
byltinguna íslensku, sem sumir
vilja kalla pönk. Á tónleikum þar
sem slík tónlist var í öndvegi, á ní-
unda áratugnum, kom oft fyrir að
fluttar voru rímur áður en hama-
gangurinn hófst svona rétt eins og
til að undirstrika að sú góða bylt-
ing var fyrst og fremst þjóðernis-
menningarleg.
Nú um stundir er aftur á móti
annað upp á teningnum; íslenska
hiphopið er annars eðlis, menn eru
ekki að reka af höndum sér ensku-
vælandi popphænsn heldur er ver-
ið að taka upp alþjóðlega hugsun
og lífsstíl og færa í íslenskan bún-
ing, oftar en ekki með rammpóli-
tískum textum og harkalegri
ádeilu. Þar skilur og á milli rímna-
kveðskapar fyrri alda og nútíma
hiphops; rímakveðskapurinn var
ekki byltingarkenndur, rímunum
ekki ætlað að bylta eða breyta,
ögra eða angra; þær voru frekar
spegilmynd ríkjandi ástands sem
menn voru býsna sáttir við eða
höfðu ekki forsendur til að gagn-
rýna. Í sumum rímum var vissu-
lega verið að typta menn til réttr-
ar breytni með dæmisögum eða
beinni forskrift, en yfirleitt voru
þær þrungnar rómantískri þrá eft-
ir liðnum tíma þegar menn voru
menn með mönnum. Rappið/hip-
hop er aftur á móti tónlist bylt-
ingar, krefst þjóðfélagsbreytinga
og ef ekki með góðu þá með illu.
Ekki má þó skilja þessi orð svo
að rímakveðskapur fyrri tíma hafi
verið bragðdaufur; á Rímum og
rappi er að finna býsna krassandi
hendingar, þar á meðal þessa úr
„Andrarímum“: „Benja iður belja
þar / brátt tók við þeim hauður /
fleins í hviðu fylkir snar / féll svo
niður dauður“; íslensk hiphopskáld
lesi og læri!
Ýmsir koma við sögu á diskinum
Rímur og rapp og er getið í inn-
gangi að þessum pistli en á honum
mætast meðal annars þrjár kyn-
slóðir rímnavina ef svo má segja,
Hilmar Örn, sem er meðal frum-
herja í íslenskri tilraunatónlist,
tók á sínum tíma þátt í rokkbylt-
ingunni íslensku. Steindór Ander-
sen hefur lagt drjúgt
af mörkum til að
tryggja að hefðin
haldi velli sem for-
maður Kvæðamanna-
félagsins Iðunnar og
ekki síst fyrir það
hve hann hefur verið
opinn fyrir ýmiskon-
ar samstarfi við unga
tónlistarmenn. Loks
er það svo rapparinn
Erpur Eyvindarson,
sem hefur, að öðrum
ólöstuðum, verið
tákngervingur ís-
lensks hiphops, há-
vær, ögrandi og
atorkusamur. Þeir fé-
lagar bræða saman
það sem einna for-
vitnilegast verður að
teljast á þessum
diski, rafsoðnar rímur fornar og
nýjar.
Annað er upp og ofan, framlag
Bæjarins bestu skemmtilega flutt
en rímurnar rýrar, Vivid Brain og
Bangsi eru góðir, „Barnagælur“
þeirra Ásu Ketilsdóttur og Kippa
Kaninus virðast stinga í stúf við
fyrstu hlustanir en falla síðan bet-
ur og betur að eftir því sem oftar
er hlustað, „Ást“ Erps Eyvindar-
sonar og Bjarts er sannkölluð
perla, „Bréf frá guði“ sem Af-
kvæmin flytja er snilldarlag og lít-
ið síðra „Orðin standa eftir ósögð“
með sömu sveit.
Þetta er orðinn býsna langur
dómur sem skýrist einfaldlega af
því að diskurinn kallar á meira
pæl en flestir aðrir; á köflum er
hann bráðforvitnilegur, stundum
miður, en alltaf stórskemmtilegur.
Tónlist
Rafsoðnar rímur
Ýmsir
Rímur og rapp
Edda/Ómi
Rímur og rapp, diskur með upptökum frá
samnefndri uppákomu á Menningarnótt
Reykjavíkur í sumar. Á diskinum koma
fram Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór
Andersen, Blazroca, Afkvæmi guðanna,
Bangsi, Bjartur, Bæjarins bestu, Vivid
Brain, Kippi Kaninus, Ása Ketilsdóttir,
Hallgrímur V. Árnason, Hildur Kristín Þor-
varðardóttir, Ingimar Halldórsson, Kristín
Heiða Kristinsdóttir, Lilja Þorvarðar-
dóttir, Pétur Björnsson, Róbert Sigurð-
arson, Sigurbjörn Einarsson og Sigurður
Sigurðarson. Hilmar Örn stýrði upptökum
en upptökumenn voru Tómas Tómasson
og Georg Bjarnason.
Árni Matthíasson
„Steindór Andersen hefur lagt drjúgt af mörkum til
að tryggja að hefðin haldi velli sem formaður Kvæða-
mannafélagsins Iðunnar og ekki síst fyrir það hve
hann hefur verið opinn fyrir ýmiskonar samstarfi við
unga tónlistarmenn,“ segir í dómnum.