Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 59
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 8.
Stranglega bönnuð innan 16 ára.
Hverfisgötu 551 9000
Hann er með 1000
andlit... en veit
ekkert í sinn haus!
Dana Carvey fer á
kostum í geggjaðri
gamanmynd sem
er framleidd af
Adam Sandler.
Sýnd kl. 4 og 6. Mán kl. 6.
Það er ekkert
eins mikilvægt og að
vera Earnest, það veit bara
enginn hver hann er! Frábær
rómantísk gamanmynd með
Reese Witherspoon,
Rupert Everett, Judi Dench
og Colin Firth úr Bridget
Jones Diary í
aðalhlutverkum.
Min Søsters
Børn
Sýnd sunnud. kl. 4.
3 0 0 k r. t i l b o ð a l l a h e l g i n a
Tilboð 300 kr.
Tilboð 300 kr.
Tilboð 300 kr.
Tilboð 300 kr.
Sýnd kl. 10.30.
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN
Í SÖGU HANNIBAL LECTER
Kvikmyndir.com
HK DV
SV Mbl
Sýnd kl. 10. B. i. 16.
Þegar tveir ólíkir menn
deila getur allt gerst.
Stórbrotin og óvenjuleg spennumynd með
Samuel L. Jackson og Óskarsverðlaunahafanum, Ben Affleck.
Margir vilja meina að hér sé á ferðinni ein besta og eftirminnilegasta kvikmynd ársins.
Sjáið
Jackie Chan
í banastuði
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Mán kl. 6 og 8. Sýnd sunnudag kl. 2 og 4. með íslensku tali.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
www.laugarasbio.is
SV Mbl
1/2HKDV
RadíóX
1/2
Kvikmyndir.is
SK RadíóX
ÓHT Rás 2
UNDANFARIÐ hafa
vakið talsverða at-
hygli hiphoplög þar
sem spunnið er um
undirheima Reykja-
víkur. Sá sem það ger-
ir kallar sig Móra og
sendi frá sér fyrstu
breiðskífuna fyrir
skemmstu.
Móri vakti fyrst at-
hygli fyrir framlag
sitt til fyrstu skífu
Rottweilerhundanna,
en hann kemur við
sögu í laginu „XII
Vandamál“. Í sumar
átti hann svo lag á
safnplötunni Rímna-
míni, en fyrsta breiðskífan kom loks
út fyrir stuttu og heitir einfaldlega
Móri.
Í hundana
Móri hefur verið í hiphopinu í all-
nokkur ár, en starfaði framan af með
hljómsveitinni Delphi. Hann segist
hafa hætt í þeirri sveit af persónu-
legum ástæðum og hafi ekkert verið
að spá neitt sérstaklega í að byrja ein-
hvern sólóferil um það leyti. „Þá
hringdi Erpur úr Rottweilerhundun-
um í mig og fékk mig til að rappa í
einu lagi á fyrstu plötunni þeirra.
Þegar ég svo sá hvað þeim gekk vel
og hvað það var mikil uppsveifla í ís-
lensku rappi ákvað ég að kýla á það.“
Í framhaldi af því segist Móri hafa
samið við forðum félaga sína í Delphi
snemma á þessu ári um að þeir
myndu setja saman fyrir hann tón-
listina og fyrsti ávöxtur þess sam-
starfs var lagið „Hljóðtæknir“ sem
var á Rímnamínsdisknum sem Edda
gaf út í sumar.
Bófarapp
Móri hefur ekki síst vakið athygli
fyrir yrkisefni sitt, en sumir flokka
texta hans sem bófarapp. Hann segir
og að fólk eigi það til að taka textana
of alvarlega, þeir séu fyrst og fremst
blanda af raunveruleika og fantasíu
en það setji greinilega margir sama-
semmerki á milli hans
og þeirrar persónu
sem hann er að leika í
textunum. „Það er
bara ágætt,“ segir
hann, „eykur bara
plötusöluna.“
Móri segist hafa
valið á plötuna eftir
ákveðnu þema, hann
eigi alls kyns texta en
fyrsta lagið sem hann
setti í spilun, „At-
vinnukrimmi“, hafi
fengið svo góðar við-
tökur að hann ákvað
að láta það gefa tón-
inn. „Annars á ég alls
konar rímur og það er
ýmislegt í vinnslu,“ segir hann án
þess þó vilja segja meira frá því en
bendir á að hann eigi sér fleiri nöfn en
Móri.
Gróskan er mikil í hiphopinu og
sumir halda því fram að það sé búið
að ná eins langt og hægt er, vinsældir
þess eigi eftir að minnka ört á næsta
ári. Móri er á öðru máli, segir að þetta
sé rétt að byrja. „Það eru allir að
verða betri og betri og íslenskt hip-
hop á eftir að ná mun lengra.“
Móri gefur plötuna sjálfur út og
segir að það gangi bráðvel, en aldrei
kom til greina, að því hann segir, að fá
stórfyrirtæki til að gefa hana út.
„Þessi stóru plötufyrirtæki taka svo
fáránlega mikið af því sem kemur inn,
það er bara rugl,“ segir hann ákveð-
inn en bætir svo við að með því að
gera hlutina sjálfur sé hann líka
skipulagðari og vandi sig betur en
ella, þetta sé bara góður agi og æfing.
Það er ýmisleg spilamennska
framundan hjá Móra, 27. nóvember
hita hann og Mezzías MC upp fyrir
Looptroop á Gauknum og síðan held-
ur hann tónleika 12. desember á
Grandrokk, en á þeim tónleikum
koma auk hans fram þeir Mezzías
MC, Vivid Brain, MC Mauze, Resist-
ance, Delphi, DJ Bangsi, Ras Kay og
ef til vill fleiri.
Morgunblaðið/Þorkell
Móri hljóðtæknir
Breiðskífan Móri er komin í verslanir.
MICHAEL Jackson tók við heiðurs-
verðlaunum fyrir framlag sitt til tónlistar á
Bambi-verðlaunahátíðinni í Þýskalandi.
Í þakkarræðu sinni hvatti Jackson þýsk
ungmenni til að „vinna að draumum sínum
og hugsjónum“.
Skyggt hefur á verðlaunin athygl-
in sem poppstjarnan fékk eftir að
hafa haldið yngsta barni sínu,
Prince Michael II, fram af svölum á
fjórðu hæð.
Lögregla tilkynnti á föstudag að
hún ætlaði ekki að rannsaka atvikið,
eftir að hafa skoðað myndir af því
sem gerðist. „Rannsókn lögregl-
unnar hefur leitt í ljós að aðgerðir
Jacksons eru ekki refsiverðar,“
sagði talsmaður lögreglunnar.
Jackson heiðr-
aður í Berlín
Michael Jackson