Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 33 um að efla getuna til þátttöku í friðargæslu hefði verið vel tekið hjá NATO og í höfuð- stöðvunum í Brussel væri talið að þessi áform féllu vel að hugmyndinni um „sérhæfð fram- lög“ aðildarríkjanna. Framlagið væri sem sagt raunhæft fyrir Ísland og kæmi bandalaginu í heild að gagni. Litið væri svo á innan NATO að framlag Íslands væri mikilvægt, meðal ann- ars vegna þess að um væri að ræða verðmæta starfsmenn, sem væru dýrari en til dæmis meðalhermaður. Samskipti NATO og Rússlands Þær breytingar, sem átt hafa sér stað síð- asta áratuginn, end- urspeglast ekki síst í samskiptum Atlants- hafsbandalagsins og Rússa. Stjórnvöld í Moskvu hafa frá því að járntjaldið féll brugðist við stækkun NATO af mikilli tortryggni. Þótt kalda stríðinu hafi ver- ið lokið var engin launung á því að í Kreml var litið á hugmyndir um að Eystrasaltsríkin, sem áður voru hluti af Sovétríkjunum, gengju í NATO sem beina ögrun við hagsmuni Rússa. Halldór Ásgrímsson talar um byltingu í um- hverfi öryggismála fyrir Íslendinga en hann er ekki einn um að taka stórt til orða því að Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, talar um „umbreytingu“ Atlantshafsbandalagsins og fagnar henni. Þetta sagði Ívanov í kjölfar þess að fyrsti utanríkisráðherrafundur hins nýja samstarfsráðs NATO og Rússlands var hald- inn í Prag í gær, föstudag. Í yfirlýsingu fund- arins sagði að stækkun bandalagsins „væri ekki stefnt gegn öryggishagsmunum Rúss- lands eða nokkurs annars samstarfsríkis. Ívanov sagði á fundi með blaðamönnum að sú umbreyting, sem orðið hefði á hermála- stefnu NATO og ákveðin hefði verið á fund- inum í Prag, væri fagnaðarefni og yki mögu- leika á enn nánara samstarfi bandalagsins og Rússlands. Þegar rússneskur fréttamaður spurði Ívanov hvort Rússar hygðust bregðast við því að landamæri NATO myndu senn fær- ast alla leið upp að Pétursborg með því að færa til hersveitir eða öðrum aðgerðum svar- aði hann því til að allar ákvarðanir, sem teknar hefðu verið í Prag, yrðu skoðaðar vandlega en bætti við: „Í þessum yfirlýsingum var lögð áhersla á að NATO lítur nú ekki á Rússland sem andstæðing heldur sem samstarfsríki og að í sameiningu standi Rússland og bandalagið frammi fyrir nýjum ógnum og viðfangsefnum. Jafnframt var lögð áhersla á að NATO þyrfti að beina hernaðarstefnu sinni í nýjan farveg, hverfa frá kaldastríðshugsunarhætti og horf- ast í augu við nýjar ógnir og verkefni nú- tímans. Við lítum svo á að þessari umbreytingu NATO beri að fagna og líta á hana í almennu samhengi alþjóðlegrar viðleitni til að tryggja aukinn stöðugleika og öryggi í heiminum.“ Áhrif langt um- fram efnahags- legt bolmagn Þótt Ívanov tali með þessum hætti er ljóst að Rússar líta stækk- un NATO ekki með velþóknun. Afstaða ráðamanna í Moskvu hefur hins vegar verið að þróast smátt og smátt og sýna orð rússneska utanríkisráðherr- ans að Rússar hyggja á áframhaldandi sam- starf þrátt fyrir stækkun, sem þeir eru andvíg- ir. Segja má að sú þróun hafi hafist eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti yfir því að Rússar yrðu með í herförinni gegn hryðjuverkum undir forustu Bandaríkja- manna. Féllust Rússar á veru bandarísks her í Mið-Asíu þrátt fyrir rótgróna tortryggni í garð Bandaríkjamanna og fyrirætlana þeirra í þess- um heimshluta. Fréttaskýrendur hafa bent á að þegar kom að því að ákveða hvernig ætti að bregðast við eftir árásina 11. september hefðu Rússar gert sér grein fyrir eigin veikleikum. Pólitíski ráð- gjafinn Gleb Pavlovskí hefur lýst þessu þannig að í raun hafi Rússar átt tvo kosti ætluðu þeir að verja Rússland og verjast alþjóðlegum hryðjuverkum. Þeir hefðu getað reynt að efla eigin hernaðarviðbúnað og gert bandalag við þau ríki sem liggja að landamærum Rússlands í suðri í beinni samkeppni við Bandaríkja- menn. Þau ríki standa hins vegar öll veikum fótum og hefðu Rússar þurft að reiða sig á bandamenn, sem í besta falli væri vart treyst- andi, en í versta falli væru beinlínis fjand- samlegir. Síðan hefði mátt búast við því að reyndu þessi ríki að komast undan skugga Rússlands hefðu Bandaríkjamenn komið þeim til hjálpar og stutt þau. Hinn kosturinn hefði verið að efla varnir Rússlands með því að auka samstarf við Bandaríkjamenn og önnur vest- ræn ríki og leita aukins samstarfs við Atlants- hafsbandalagið. Þannig yrðu slegnar tvær flugur í einu höggi. Ekki væri aðeins tekið á ógninni í suðurhluta Rússlands, heldur væri öryggið í vestri aukið um leið með því að auka samskiptin við Bandaríkin og NATO og koma á gagnkvæmum samningum og skuldbinding- um. Segja má að með því að taka þennan kost hafi Pútín tekist meistaralega til. Ekki er nóg með að fyrir vikið hafi öll gagnrýni á óverj- anlega framgöngu Rússa í mannréttindamál- um af hálfu vestrænna stjórnvalda mildast verulega, heldur hefur honum tekist að tryggja Rússum alþjóðleg áhrif, sem ekki eru í neinu samræmi við efnahagslegan vanmátt Rússlands um þessar mundir. Morgunblaðið/RAX Álftir á flugi. Ef ríki á borð við Eistland getur varið milljörðum króna til öryggismála hlýtur sú þróun, sem nú er hafin hér á landi, að vera eðlilegur þátt- ur í að Íslendingar uppfylli þær skuld- bindingar, sem fylgja aðildinni að varnarbandalagi. Laugardagur 23. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.