Morgunblaðið - 24.11.2002, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 35
ÁDÖGUNUM átti ég er-indi til Brussel. Á flugifrá Kaupmannahöfnnaut góðs skyggnis ogútsýnis yfir stóran hluta
Norður-Evrópu. Mér varð hugsað til
landafundasögu Guðmundar Kamb-
ans, Vítt sé ég land og fagurt.
Afar þéttbýlt
svæði blasti við,
baðað í sólskini.
Þetta var Evró-
land. Landnýting-
in var augljóslega
gríðarleg. Efnum
hlaðinn jarðvegur-
inn kreisti úr sér jarðargróður í ýms-
um litum, verksmiðjur spúðu mis-
hreinsuðu eitri, hraðbrautir og járn-
brautir tengdu saman bólgnandi
borgir fullar af vaxandi fyrirtækjum
að renna saman við önnur fyrirtæki
og vaðandi í evrum á sífellt stækkandi
markaði með sífellt færri aðilum.
Ég hef stundum verið að reyna að
mynda mér einhverja sæmilega
ígrundaða afstöðu til Evrópusam-
bandsins en jafnoft gefist upp. Ég er
víst ekki einn um að velkjast í vafa, ef
marka má þau sundurlausu drög að
umræðu um þessi mál sem skjóta upp
kollinum annað veifið.
Margir halda því fram að við Ís-
lendingar séum hvort eð er nauð-
beygðir til að lúta Brusselvaldinu og
því sé tvímælalaust til bóta að eiga þó
formlega aðild að því sem þar fer
fram. Þetta er nokkuð skynsamlegt í
sjálfu sér, en hvað merkir þetta í
raun?
Með aðildinni að EES njótum við
margs þess sem ES hefur að bjóða og
verðum í staðinn að lúta margháttuð-
um reglugerðum sem þaðan koma.
En við ráðum þó að minnsta kosti
ferðinni í okkar málum og innlend
stjórnvöld hafa óskorað vald yfir til
dæmis fiskimiðunum og hálendinu,
góðu og illu heilli. Meðan svo er höf-
um við eitthvað að bjóða sem aðrir
ásælast.
Nokkuð ljóst má telja að ef Ísland
gerðist aðili að ES yrði það tæpast á
einhverjum sérkjörum. Það myndi
skapa einkennilegt fordæmi og vera
auk þess sem blaut Evrópustaðal-
tuska í andlitið á hinum meðlimunum.
Því er líklegt að það sem við kunnum
að hafa að bjóða nú yrði þarmeð evr-
ópsk sameign og ráðstafað sam-
kvæmt því.
Í sumum tilfellum gætu minni völd
íslenskra ráðamanna auðvitað virst
hin mesta guðsblessun. Ég er til
dæmis ekki viss um að evrópskum
ráðamönnum þætti vit í að greiða það
verð sem sumir Austfirðingar hafa nú
sett upp fyrir atkvæði sín. Á hinn
bóginn er ekki ljóst hve mikinn áhuga
og skilning Evrópustjórarnir hefðu til
að mynda á stuðningi við íslenska
menningu.
Svo eru það rökin um peningana.
Um kostnað okkar við aðild og fjár-
veitingarnar frá Brussel. Þar reikna
menn sig austur og vestur allt eftir
því hvaða útkomu menn vilja, svo
ekki er vænlegt að mynda sér skoðun
á þeim grundvelli. Þar fyrir utan er
það mikið vafamál í mínum huga,
hvort rétt er að byggja skoðanir varð-
andi framtíðarstöðu Íslands, með til-
liti til sjálfræðis, einvörðungu á fjár-
hagslegum forsendum. Slíkt er þó
vissulega í fullu samræmi við taum-
lausa efnishyggju samtímans.
Ég er helst á því að í þessu sam-
hengi sé hollt að horfa til sögunnar.
Saga Evrópu er ekki beinlínis saga af
kærleiksríku heimili, þar sem sam-
heldni, samvinna og gagnvæmur
skilningur eru leiðarstefin. Hún er
þvert á móti tvö þúsund ára saga af
linnulitlum átökum milli margra
þjóða, þar sem hver hefur sín sér-
kenni, sitt tungumál og sína menn-
ingu, þótt vitaskuld sé þar margt líkt,
enda margar þjóðirnar mótaðar af
áþekku umhverfi og lífsskilyrðum.
Í Bandaríkjunum er allt annað upp
á teningnum en í Evrópu, enda þótt
að mestu leyti sé þar um afleggjara
Evrópuþjóða að ræða. Saga Banda-
ríkjanna er stutt og tilurð þeirra
byggist á hinni sammannlegu þrá eft-
ir lífsgæðum. Evrópumenn af ólíkum
uppruna héldu á slóðir sem þeim voru
öllum jafnókunnar, hrifsuðu landið úr
höndum frumbyggjanna og margir
nýttu vinnuafl afrískra þræla til að
komast í álnir.
ES hefur líkt og Bandaríkin vissu-
lega myndast á grundvelli eftirsóknar
eftir auknum lífsgæðum, en óljósara
er frá hverjum á að taka þau og
hverjir eiga að vinna skítverkin.
Samstarf og samvinna eru góð og
gild. Samruni er annað. Haldi menn
að fámenn eyþjóð komi til með að
hafa verulegt vægi sem hluti af millj-
ónasamfélagi ES er rétt að þeir
spyrji sig fyrst um áhrif sveitar-
stjórnarmanna á fámennum stað á
landsbyggðinni á stjórn landsins.
Úr flugvélinni á leið heim frá meg-
inlandinu blöstu víðerni Íslands við
mér, ennþá víð, ennþá fögur. Ennþá
höfum við eitthvað sem aðrir ásælast.
Ennþá.
Evróland: Þröngt sé
ég land og magurt
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Sveinbjörn
I. Baldvinsson
tundra@vortex
Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði!
FRANZ@holl.is
Hóll — Alltaf
rífandi salaAGUST@holl.is
FJÖLDI EIGNA TIL
SÖLU OG LEIGU!
Ekki hika við að hringja í
okkur félagana,
Franz, gsm 893 4284,
Ágúst gsm, 894 7230.
Cranberry
FRÁ
Þvagvandamál
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
FRÍHÖFNIN
-fyrir útlitið
Opið hús
Skipholt 7 - lúxusíbúð
Í einkasölu, stórglæsileg 2ja
herbergja 58,7 fm íbúð á 3.
hæð í litlu fjölbýlishúsi. Mjög
falleg innrétting í eldhúsi, góð
stofa með hurð út á stórar
svalir er snúa í suður. Stórt
svefnherbegi með góðum
skápum. Baðherbergi með
sturtu, flísalagt í hólf og gólf.
Gólfefni íbúðar er parket og flísar. Sameign hreint til fyrirmyndar,
hús klætt að utan. Sérstæði bak við hús. Áhv. 6,2 m. V. 10,5 m.
Magnús verður með heitt á könnunni í dag milli kl. 14-16.
KAMBSVEGUR 6
5 herb. hæð með bílskúr
Opið hús í dag kl. 14-17
Erum með í einkasölu sérstak-
lega fallega og mikið endurnýj-
aða 5 herbergja hæð í góðu þrí-
býli á þessum vinsæla stað. Gott
hol, rúmgóð stofa, borðstofa,
eldhús, endurnýjað baðherbergi,
3 svefnherbergi og þvottaher-
bergi. Góður 28 fm bílskúr. Fal-
legur garður. Þak er nýlegt. Ásett verð 16,4 millj. LAUS STRAX.
Verið velkomin.
GRANASKJÓL 21
OPIÐ HÚS - MILLI KL. 14 OG 17 Í DAG
Falleg sérhæð í tvíbýlishúsi á rólegum stað í vesturbæ. Tvennar góðar
svalir, sérgarður og stórt gróðurhús. Hæðin sjálf er 111 fm, m.a. 2 saml.
stofur, snyrting og gott baðherbergi, auk sameignar með aukainngangi og
stóru, góðu þvottahúsi. Bílskúr 34,9 fm með vatni og rafmagni ásamt
geymslu. Verð 18,9 millj.
Suðurlandsbraut 54,
við Faxafen, 108 Reykjavík.
Sími 568 2444, fax 568 2446.
Grundartangi 34 - Mosfellsbæ
Fallegt 80,1 fm raðhús á rólegum
stað í Mosfellsbæ. 2 svefnherb,
fallegt eldhús m. mahóní innrétt-
ingu, stór stofa, baðherbergi með
kari og sérþvottahús. Eikarparket
og flísar á gólfum. Sérlega fallegur
garður í suður. Fallegt og gróið
hverfi.
Húsið er til sýnis í dag á milli kl. 12 og 15.
Uppl. gefur Katrín í síma 566 7185.
Verð kr. 12,9 millj.
Sími 585 8080 - Fax: 586 8081 - www.fastmos.is
Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali.
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
RAUÐAGERÐI 52 - MEÐ BÍLSKÚR
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17
Góð ca 110 fm miðhæð ásamt 20 fm
herbergi í kjallara svo og 40 fm jeppa-
bílskúr. Áhv. góð langtímalán ca 10,2
millj. Laus fljótlega. Verð 16,5 millj.
KRISTÍN OG GUÐBRANDUR
SÝNA EIGNINA
Í DAG MILLI KL. 14 OG 17.
OPIÐ Á LUNDI Í DAG Á MILLI KL. 12 OG 14