Morgunblaðið - 22.12.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 22.12.2002, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 37 ingin margfaldast. En jafnvel þrumuveður gengur yfir án þess að rigni. Þótt líkneski af Þór sé sett út í glugga í þeirri veiku von að karlinn sveifli nú hamrinum af fornum karlmennskukrafti, gerist ekkert, í mesta lagi falla tíu drop- ar úr þessum skýjum sem eru ekk- ert nema tál og skapa einungis tál- vonir. Þór, hvar er þín fornaldarfrægð? Að þreyja þorrann og góuna 98% af jörðum í NSW tilheyra sjálfstæðum bændum og fjölskyld- um þeirra. Oft liggja þessar jarðar í afskekktum héruðum án greiðs aðgangs að heilsugæslu, skólum eða góðri símaþjónustu. Bændur hafa lagt sig fram um að tækni- væða búskapinn og hefur fram- leiðsla þrefaldast á tímabilinu frá 1960–61 til 1989–99. Heildarfram- leiðslan í NSW var á síðasta ári metin á 10 milljarða ástralskra dala og veitti 122 þúsundum at- vinnu. Aðstoð fylkisstjórnarinnar til bænda nemur aðeins 4% af heildartekjum. En hversu vel sem haldið er á spöðunum þá ráða bændur ekki náttúruöflunum – stjórna hvorki regni né frosti. Bændur í Nýju Suður-Wales biðu lengi í viðbragðsstöðu; tilbún- ir að sá því uppskeran var í veði. Best er að sá þegar vætan í jarð- veginum er mikil, fáir sá í þurra moldina í von um regn. En í ár gátu fæstir sáð; í ár verður engin uppskera á korni nema hjá þeim örfáu sem hafa áveitukerfi. Upp- skera annarra og þeirra sem sáðu í þurra moldina lognaðist hreinlega út af. Þeir fáu sem geta státað af grænum akri eiga nú í vök að verj- ast því hvert eiga kengúrurnar að leita þegar engin er beitin í skóg- um og á hæðum? Og þær birtast í hópum. Einn bóndi í Viktoríufylki sagði sínar farir ekki sléttar er hundruð emufugla lögðu leið sína á akur hans og hugðust heldur betur seðja hungur sitt. – Emufugl veg- ur um 45 kg og er allt að 2 m á hæð og tekur þar af leiðandi hressilega til matar síns. Þegar ljóst var í hvað stefndi seldu flestir bændur allar þær skepnur sem þeir máttu missa en héldu eftir bústofninum (the breeding stock). En nú hefur sá búpeningur verið á gjöf mánuðum saman og eru flestir bændur orðn- ir uppiskroppa með hey. Hver hey- baggi er gulls ígildi. Þeir sem enn eiga hey skammta stíft. Margir bændur tóku búpening sinn út á vegina um hríð til að nýta beitina meðfram þjóðvegunum en nú er öll slík beit búin að vera. Með fyrstu útgáfu á vikublaðinu The Land í upphafi hvers árs fylgir blað sem bændur hengja upp á vegg og færa inn á regn- mælingar sínar. Þetta blað er und- arlega autt þetta árið. Flestöll bændabýli hafa regn- vatnstanka og nota það vatn til heimilisnota. Margir hafa borvatn. Þá eru vatnsból fyrir skepnurnar. Þau eru misdjúp. Þegar ekki rign- ir þorna þau upp. Þá eru góð ráð dýr. Eftir barning og baráttu hef- ur tekist að herja út styrk frá al- ríkisstjórninni sem samþykkir að borga að nokkru leyti fyrir vatns- flutninga. Í Vestur-Ástralíu er reiknað með að kornuppskera verði helm- ingi minni en í meðalári. – 11 milljón tonn af hveiti er ársuppskeran venjulega en nú er reiknað með 6 milljónum tonna. Áhrif á efnahagslíf og einkahagi eru augljós. Verð á búpeningi hríð- fellur, verð á heyi hækkar, vatns- ból tæmast, engin uppskera, engir peningar. Bændur halda að sér höndum með framkvæmdir og um- svif í bæjunum minnka. Tugþús- undir munu enga vinnu fá við upp- skerustörfin og þannig mætti berja lóminn endalaust. Þeir sem nostra við garðana sína, sinna hverri plöntu af alúð og gleðjast yfir hverju blómi, geta kannski sett sig í spor þeirra sem geta eða mega ekki lengur vökva blóm og runna, verða að horfa upp á jurtirnar visna og deyja smátt og smátt. Grasblettirnir verða gulir og síðan brúnir. Moldin sallast með tímanum niður í sand sem berst um allt. Annars staðar myndast sprungur í jörðina. Þurrkurinn hefur þegar haft áhrif á efnahagslífið í heild, tekjur minnkuðu um 500 milljónir Ástr- alíudollara síðustu þrjá mánuði. Peter Castello fjármálaráðherra varaði við versnandi ástandi ef ekki rigndi. Verð á ávöxtum og grænmeti hækkar. Ástandið er orðið svo slæmt að margir geta ekki lengur haldið lífi í skepnum sínum. Þær falla og deyja drottni sínum. Sama gildir um villidýrin. Nautpeningur virðir að mestu rafmagnsgirðingar en kengúrurnar smeygja sér undir. Ef það er minnsti vottur um græn- an lit einhvers staðar þá eru þær komnar. Óteljandi fjöldi þeirra keppir um minnstu beit við búpen- inginn. Villisvín og villigeitur birt- ast í heilum hjörðum. En þetta er ekki hið eina. Vegna þurrkanna er eldhættan í hámarki. Nú þegar hafa þúsundir ekra ásamt íbúðar- húsum orðið eldinum að bráð. Það er ekki mikil huggun í því þegar klappað er á öxlina og sagt: Þetta er Ástralía, félagi. Þurrkur, flóð og skógareldar Þessi þrenning ræður lífi í land- búnaðinum í Ástralíu. Af þessu þrennu er þurrkurinn þó verstur. Núverandi þurrkur er alverstur því það hefur einfaldlega ekki rignt – á þurrkatíma rignir yf- irleitt minna en venjulega en nú hefur ekki komið dropi úr lofti. Að fljúga yfir NSW er átak- anlegt; þar sem áður uxu blómleg- ir akrar er ekkert að sjá nema auðn sem líkist eyðimörk; að aka um er enn verra. Horaðar skepnur leita að æti; éta lauf af trölla- trjánum þar sem þess er kostur; dauðar kengúrur við vegarbrúnina á fárra km fresti. Víða eru fyr- irtæki hreinlega lokuð. Mikil umræða hefur verið í fjöl- miðlum um vatnsnotkun. Af öllum heimsálfum notar sú þurrasta, Ástralía, mest vatn – hins vegar virðist samkomulag um hagræð- ingu og skipulagningu vatnsnotk- unar eiga langt í land. Stjórnmálaforingjar heimsækja verst settu héruðin og blöskrar ástandið en hvert fylki hefur mis- munandi reglur um aðstoð sem oft er seinfengin. Margir bændur eru of stoltir til að biðja um aðstoð fyrr en í nauðirnar rekur. Hiti, ryk, og reykský eru á lofti. Suma daga dimmt í lofti kl. þrjú síðdegis er stormar þeyta yfir- borðsmoldinni upp í loft og út á sjó. Í kjölfar flóða og elda kemur nýr gróður en í kjölfar þurrka kemur ekkert nema dauðinn. Höfundur er rithöfundur, búsettur í Narrabri í Nýju Suður-Wales í Ástralíu. Sprengjutilræðið á Balí var reiðarslag fyrir Ástrala. Lýst var yfir þjóðarsorg til að minnast þeirra, sem létu lífið í hryðjuverkinu. Á Duranbah-strönd minntust strandgestir hinna látnu með því að mynda hring í sjónum. Sálmar í gleði! Geisladiskur með 27 lofgjörðarsálmum úr Sálmabókinni í flutningi Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Lofsyngið Drottni Dýrlegi Jesús Víst ertu Jesús, kóngur klár Lofið vorn Drottin Þú, mikli Guð Guð faðir, himnum hærri Sé Drottni lof og dýrð Mikli Drottinn Ég á mér hirði Ég veit um himins björtu borg Nú gjaldi Guði þökk Stjörnur og sól Syngið Drottni sól og máni Nú skrúða grænum Leið mig, Guð Lofa, sál mín, lofa Drottin Lof sé þér, Guð Upp, skapað allt Dag í senn Þú ert Guð sem gefur lífið Ó, Guð, ég veit hvað ég vil Fögur er foldin Englar hæstir Ó, ást, sem faðmar allt! Þér lof vil ég ljóða Drottinn, ó, Drottinn vor Son Guðs ertu með sanniLaugavegi 31, sími: 552 1090 Sálmar í gleði fást í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, stórmörkuðum og í öllum helstu hljómplötuverslunum um allt land Í P O K A H O R N IN U
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.