Morgunblaðið - 07.04.2003, Page 10

Morgunblaðið - 07.04.2003, Page 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLAR helstu kosningaáherslur Samfylking- arinnar voru samþykktar á vorfundi flokksins sem lauk á laugardag. Auk nýju skattatillagn- anna, sem var greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag, leggur flokkurinn m.a. mikla áherslu á menntamál og jafnréttismál. Segir í kosningastefnu flokksins að hækkun á almennu menntunarstigi auki hagvöxt og skili meiri tekjum til ríkissjóðs. Þar segir segir enn- fremur að nauðsynlegt sé að fjárfesta í veruleg- um umbótum á öllum skólastigum næstu árin. Flokkurinn leggur til að síðasta ár leikskól- ans verði gjaldfrjálst líkt og í grunnskóla. Einn- ig vill Samfylkingin að meiri áhersla verði lögð á, sköpun, tungumál og raungreinar á fyrstu ár- um grunnskólans. Flokkurinn vill að auki að framhaldsskólar fái nýtt og víðtækara hlutverk ásamt því að framhaldsskólum verði gert kleift að útskrifa nemendur ári fyrr en nú er gert. Lögð er áhersla á að stórfellt átak verði gert til að sporna gegn þeirri sóun á mannauði sem Samfylkingin segir felast í brottfalli nemenda á framhaldsskólastigi. Jafnréttisáætlanir Í kosningastefnu flokksins segir að hann muni beita sér af alefli fyrir því að jafna hlut kvenna og karla í stjórnunarstöðum hjá ríkinu. Flokkurinn ætlar að tryggja framkvæmd jafn- réttisáætlana í ráðuneytum og stofnunum og láta verkin tala í jöfnun launamunar kvenna og karla í sambærilegum störfum, m.a. með sam- þættingu atvinnu- og einkalífs. Samfylkingin vill að gerð verði rannsókn á launamun kvenna og karla í opinberum störfum og atvinnulífi og samþykkt verði fram- kvæmdaáætlun með tímasettum markmiðum um jöfnun á kynbundnum launamun. Í kosningastefnu flokksins segir að úthluta eigi nytjum sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar á grundvelli jafnræðis en ekki forréttinda hinna fáu. Vill flokkurinn koma á kvótaleigu og tryggja að eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sjávar verði skráð í stjórnarskrá lýðveldisins. Flokkurinn leggur einnig áherslu á markaðs- kerfi í efnahagslífi með virku aðhaldi frá neyt- endum og almannasamtökum en hafnar hug- myndum um markaðskerfi í félagslegum samskiptum manna. Flokkurinn hvetur til frjálsræðis í viðskiptum og atvinnulífi og vill láta reyna á aðildar- viðræður við Evrópusambandið. Í kosningaskrá segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um niðurstöðu samninga sé óhjákvæmilegt skilyrði aðildar- viðræðna. Þá styður Samfylkingin nána Evrópusam- vinnu og þátttöku í Atlantshafsbandalaginu, varnarsamninginn við Bandaríkin og öflugt samstarf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Flokkurinn vill stórauka þróunaraðstoð og auka jöfnuð á milli þjóða. Samfylkingin lýsir andstöðu við einhliða ákvarðanir um stríðsrekstur í Írak. Vill flokkurinn koma með tillögur um að Ís- land verði eitt kjördæmi og jafn kosningaréttur verði grundvöllur mannréttinda og samvinnu fólks í strjálbýli og þéttbýli. Áhersla lögð á jafnréttismál og menntamál í kosningastefnu Samfylkingarinnar Síðasta ár leikskóla verði gjaldfrjálst UMRÆÐUFUNDUR var haldinn á vorþingi Samfylkingarinnar sl. laug- ardag undir yfirskriftinni „Ábyrg efnahagsstefna á næsta kjörtímabili“. Fengnir voru þrír fyrirlesarar til að fjalla um viðfangsefnið, Gylfi Arn- björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Ari Edwald, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, og Þorvaldur Gylfason, rannsóknarprófessor við HÍ. Í lok umræðunnar fjallaði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, um þau sjónar- mið sem fram komu í erindunum. Átök ef peningamálastefnan verður eina viðbragðstækið Gylfi benti m.a. á að menn stæðu nú frammi fyrir ýmsum nýjum óvissu- þáttum við hagstjórn og launafólk byggi við mun meiri áhættu en áður, m.a. um atvinnuöryggi sitt, af afleið- ingum rangrar hagstjórnar. Gylfi sagði að ef peningamálastefn- an yrði eina viðbragðstæki stjórn- valda á næstu árum, á tímabili stór- framkvæmda, væri það uppáskrift að átökum á vinnumarkaði og til lengri tíma litið yrði þá einnig fórnað hags- munum útflutnings- og samkeppnis- greina. Gylfi sagði að nota þyrfti öll tiltæk hagstjórnartæki, m.a. stjórn ríkisfjármála og hvernig staðið verður að framkvæmdum hins opinbera. Benti hann einnig á að beita mætti fleiri tækjum til að stemma stigu við áhrifum framkvæmdanna á gjaldeyr- ismarkaði, t.d. með því að ríkið breytti samsetningu lána sinna. Annars veg- ar með því að greiða upp erlend lán og taka í staðinn lán á innanlandsmark- aði og jafnframt sagðist hann telja at- hugandi að opnað yrði fyrir þann möguleika að lífeyrissjóðir kæmu að fjármögnun virkjunarframkvæmd- anna. Gæti verið skynsamlegt að Landsvirkjun fjármagnaði hluta virkjunarframkvæmdanna innan- lands því það myndi draga úr innflæði gjaldeyris vegna framkvæmdanna og sporna gegn hækkun krónunnar. Óvissa vegna kosninga Gylfi benti á að umfang fram- kvæmdanna á næstu árum væri þekkt stærð og menn vissu einnig hvaða hlutverki Seðlabankinn gegndi, sem bæri að stýra vaxtastiginu með það að markmiði að halda verðbólgunni niðri. Kosningarnar í vor yllu hins vegar óvissu, því óvíst væri til hvaða mót- vægisaðgerða stjórnvöld ætluðu grípa á næsta kjörtímabili. Mjög brýnt væri að næsta ríkisstjórn kynnti með skýr- um hætti strax eftir kosningar hvern- ig ríkið ætlaði að sporna gegn þenslu á framkvæmdatímanum. Ari sagði að gera yrði þá kröfu til stjórnvalda að þau ynnu að því að ruðningsáhrif af völdum stóriðjufram- kvæmdanna á annað atvinnulíf yrðu sem allra minnst. Spurningin sem stjórnvöld stæðu frammi fyrir væri hvaða hagstjórnarblöndu ætti að velja. „Margir hafa sagt að meginþung- inn muni leggjast á stefnuna í pen- ingamálum. Ástæðan sé sú að opinber útgjöld séu tregbreytanlegri en vextir og því henti þeir miklu betur,“ sagði Ari og bætti við að þetta sjónarmið kæmi m.a. fram í nýútkominni skýrslu OECD um íslensk efnahagslíf, sem gæfi sér að peningastefnan bæri þyngstu byrðarnar á komandi árum en æskilegt væri að fjármálastefna ríkisins styddi við hana til að draga úr þörf á vaxtahækkunum. Sagðist Ari hafa áhyggjur af þessari afstöðu, sem væri raun hálfgerð uppgjöf vegna þess að hátt gengi krónunnar þrengdi hratt að fyrirtækjum sem væru í al- þjóðlegri samkeppni. „Þau fyrirtæki sem munu leggjast af eða flytjast úr landi af völdum hág- engis munu ekki lifna við eða flytjast til landsins aftur. Það tekur ekki lang- an tíma að gera að engu uppbygging- arstarf margra ára og áratuga. Áhrif langvarandi hágengis á sjávarútveg verða óhjákvæmilega þau, að fisk- vinnsla flyst enn frekar út á sjó og út- flutningur óunnins sjávarfangs til vinnslu erlendis eykst. Það sjá allir í hendi sér þau keðjuverkandi sam- dráttaráhrif sem slík þróun hefði á byggðir sem byggja tilveru sína að verulegu leyti á fiskvinnslu í landi. Verkefni hagstjórnar hlýtur því að vera að koma í veg fyrir hækkun nafn- og raungengis, sem skaðar sam- keppnishæfni fyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni,“ sagði hann. Engin einföld svör Ari sagðist telja að niðurskurður útgjalda hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga, á framkvæmdatíman- um ætti að vera mótvægisaðgerð númer eitt, tvö og þrjú og vaxtahækk- anir Seðlabankans yrðu að koma þar á eftir. Hann sagði ekkert einfalt svar við því hvar ætti að bera niður í nið- urskurði rekstrarútgjalda hjá hinu opinbera en benti á að launabreyting- ar vægju þungt í rekstrinum. Því væri mikilvægt að gripið yrði til ráðstafana sem duga til þess að hafa þessar launabreytingar minni, „að ekki sé rætt um launafrystingu, kannski í tengslum við skattabreytingar, en út- boð samneysluverkefna hlýtur líka að vera leið til aukins samræmis á vinnu- markaði, auk þess sem með henni yrði stefnt að meiri hagkvæmni í þjónust- unni,“ sagði hann. Skuldum vafin þjóð Þorvaldur sagði talsvert skorta á að ábyrgri efnahagsstefnu hefði verið fylgt á Íslandi. Sagði hann þjóðina skuldum vafðari en nokkru sinni fyrr í sögunni. Þá væru tekjur á hverja vinnustund enn langt undir meðaltali OECD-ríkjanna. Þorvaldur sagði að- eins eina leið út úr vandanum sem væri að skera upp herör gegn þeirri landlægu óhagkvæmni sem væri und- irrót vandans. Gerði hann m.a. skatta- mál að umtalsefni og sagði staðreynd að skattbyrði hefði þyngst á Íslandi á tímabilinu frá 1990, og það meira en í nokkru öðru OECD-ríki að Grikk- landi einu undanskildu. „Besti mæli- kvarðinn á skattbyrði er hlutdeild rík- is og byggða í landsframleiðslunni. Þessi hlutdeild var 28% árið 1970. Hún hefur hægt og bítandi farið upp í 42% í ár. Þetta þýðir með öðrum orð- um helmings hækkun á þessum 30 ár- um,“ sagði hann. Víðtækt samráð verði um hag- stjórn á næsta kjörtímabili Ingibjörg Sólrún var til andsvara við skoðunum fyrirlesaranna á fund- inum. Hún sagði mikilvægt að koma í veg fyrir sveiflur í efnahagslífinu. „Þess vegna er mjög mikilvægt að það verði myndað víðtækt samráð um hagstjórnina á kjörtímabilinu sem nú fer í hönd, ekki síst til þess að ná utan um málin á árunum 2005 og 2006, þeg- ar gjaldeyrisinnstreymið verður mest vegna þeirra stóriðjuframkvæmda sem fyrirhugaðar eru. Það verða að vera samræmd viðbrögð ríkisvalds, Seðlabanka, Samtaka atvinnulífsins, verkalýðshreyfingar og fjármála- stofnana og að þessu munum við að sjálfsögðu vinna,“ sagði hún. Ingibjörg tók undir það sem fram kom við umræðurnar að launasumm- an væri ein stærsta hagstærðin í þjóð- félaginu. Vandinn sem menn stæðu frammi fyrir væri m.a. sá að á þenslu- tímum myndaðist oft krafa um launa- hækkanir. Þá yrði einnig umtalsvert launaskrið. Fyrirtækin í landinu stæðu í dag frammi fyrir því að 70% af útgjöldum þeirra væru laun en síðast þegar hagkerfið hefði gengið í gegn- um uppsveiflu af þessu tagi hefði launasumman verið rétt innan við 60% af útgjöldum fyrirtækjanna. ,,Þannig að svigrúmið til launahækk- ana er mjög lítið og þess vegna hljóta aðgerðir ríkisvaldsins að vega mjög þungt fyrir launafólk og verkalýðs- hreyfinguna og það er af þessari ástæðu sem við erum að tala fyrir að- gerðum í skattamálum, sem fyrst og fremst koma fólki með meðaltekjur og lægri tekjur til góða,“ sagði hún. Rætt um efnahagsstjórn á næsta kjörtímabili á vorþingi Samfylkingarinnar Brýnt að eyða óvissu um mótvægisaðgerðir Miklar umræður urðu um hagstjórn og efnahagsstefnu stjórn- valda á næsta kjör- tímabili á vorfundi Samfylkingarinnar sl. laugardag. Forsvars- menn ASÍ, SA og hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands lýstu skoðunum sínum á þeirri hagstjórn sem beita þyrfti á tímum stóriðjuframkvæmda. Morgunblaðið/Golli Þátttakendur á vorþingi Samfylkingarinnar afgreiddu kosningastefnuskrá fyrir Alþingiskosningarnar. Hér má sjá Ástu R. Jóhannesdóttur alþingismann ræða við Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar. STEFNUÁHERSLUR Samfylk- ingarinnar fyrir alþingiskosning- arnar voru samþykktar á vorþingi flokksins á laugardag. Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, segir að meðal þess sem skipti allra mestu máli í kosn- ingastefnuskránni séu tillögur um hækkun skattleysismarka, lækkun virðisaukaskatts af matvælum og hækkun barnabóta. „Við höfum einnig lagt fram nokkuð einarða Evrópustefnu en samhliða því þurfum við að hlúa að okkar íslensku rótum og þess vegna var það mér mikið gleðiefni að á þessu þingi steig Samfylking- in, fyrst stjórnmálaflokka, skref að verulegum áfanga í að afnema virð- isaukaskatt af íslenskri tónlist. Við leggjum til að tónlistin verði felld niður í lægra virðisaukaskatt- sþrepið, sem tillögur okkar gera ráð fyrir að verði 7%. Þarna er ver- ið að létta mörg hundruð milljón- um af tónlist í landinu sem ætti að verða sérstök lyftistöng undir menningarlíf og útflutning ís- lenskrar tónlistar,“ segir hann. Össur segir vorþing Samfylking- arinnar hafa tekist mjög vel. „Þing- ið var opið öllu Samfylkingarfólki og þarna vorum við að praktísera það sem við boðum, það er að segja beint lýðræði. Þarna var beint lýð- ræði í reynd,“ segir hann. Hundruðum milljóna verði létt af tónlist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.