Morgunblaðið - 07.04.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.04.2003, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 19 ÞAÐ er kominn tími til að mynduð verði velferðarstjórn í landinu og sú stjórn verður ekki mynduð án þátttöku Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs. Í tólf ár hafa drottnað hér ríkisstjórnir undir forystu Sjálfstæðisflokksins, annaðhvort með stuðningi krata eða framsóknar. Á þessum tíma hefur misskipting aukist og ranglæti viðgengist. Það þýðir lítið fyrir stjórnarflokkana að koma nú rétt fyrir kosningar og lofa öllu fögru. Hvar hafa þessir stjórnmálamenn verið síðustu árin og af hverju hafa þeir ekkert gert til að bæta kjör þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu? Fólk með lágar tekjur eða meðaltekjur, aldraðir og öryrkjar kaupa ekki þessi loforð um betrumbætur. Ráð- herrar íhaldsins hafa haft nægan tíma til að bæta kjörin en það hafa þeir bara alls ekki gert. Nú mætir forsætisráðherra sem nýbú- inn er að láta kjósa sig formann í kosn- ingu, sem eitt sinn var bara kölluð rússn- esk, og lýsir því yfir að hátekjuskatturinn hafi gengið sér húðar. Það hvarflar hins vegar ekki að honum að hækka skattleys- ismörkin. Nei, það er hans brýnasta verk- efni að létta skattbyrði af þeim sem eru með milljónir á mánuði, en það er hins vegar of dýrt fyrir ríkissjóð að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill hækka skattleys- ismörkin því það væri raunveruleg kjara- bót og hlutfallslega mest fyrir þá sem lægstar tekjurnar hafa. Það er raunveru- legt réttlæti. Auk þess viljum við að leik- skólinn verði ókeypis. Það er raunveruleg kjarabót fyrir barnafjölskyldur og þarf alls ekki að kosta marga milljarða. Ríkið þarf og á að setja 1.800 milljónir í sameig- inlegt átaksverkefni með sveitarfélög- unum svo að þetta geti orðið að veruleika. Það er kominn tími til að gefa stjórn- arflokkunum frí. Þeir eru staðnaðir og orðnir þreyttir og eitt kjörtímabil til við- bótar undir forystu íhaldsins væri skelfi- legt fyrir launafólk. Það væri einnig skelfilegt fyrir ímynd Íslands á alþjóða- vettvangi því þeir Davíð og Halldór hafa nú þegar dregið okkur niður í svaðið með stuðningi við árásarstríð Bush og fylgi- fiska hans gegn Írak. Það er í hæsta máta ósmekklegt að yfirskrift skrautsýningar Sjálfstæðisflokksins skuli vera að fyrir- mynd hægri öfgamannsins Berlusconi á Ítalíu, en segir meira en mörg orð um þann farveg sem flokkurinn er kominn í. Ef við viljum gjörbreyttar áherslur í utan- ríkismálum þar sem friðarstefna tekur við af árásarstefnu dugar ekkert annað en að kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt fram- boð í vor. Næst á dagskrá: Réttlæti Eftir Hlyn Hallsson „Það er kominn tími til að gefa stjórn- arflokkunum frí. Þeir eru staðnaðir og orðnir þreyttir og eitt kjörtímabil til viðbótar undir forystu íhaldsins væri skelfilegt fyrir launafólk.“ Höfundur skipar þriðja sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. ks og Framsóknarflokks auknar álögur eða nið- ustu. n gera sér grein fyrir því að nar og Sjálfstæðisflokks öll útgjöld félagsmálaráðu- þurrkuð út? Það er vitað r Sjálfstæðisflokknum. gva stofnunum til nið- n einkavæðingar eða auk- jalda. Það er í samræmi við efnu flokksins. Vandséð er r Framsókn annað en að a sínum að málum. Þó l þess að flokkurinn sé svo n yfir skoðanakönnum, að úinn að lofa öllum öllu í jóta náð hjá kjósendum. lega ekki ábyrg afstaða. Og omin að skattastefnu garinnar – græns framboðs. Við viljum sjá árangur VG leggur ofurkapp á að koma fram með tillögur sem eru líklegar til að skila árangri. Við erum staðráðin í því að rétta hluta lágtekjufólks og millitekjuhópanna í þjóðfélaginu. Til þess að ná því markmiði viljum við beita okkur fyrir skattkerf- isbreytingum þar sem við höfum allt und- ir: skatta og millifærslukerfið. Færa þarf byrðarnar til, þannig að ráðstöfunartekjur okkar markhópa, láglauna- og milli- tekjuhópanna, aukist og þar með lífsgæði þeirra. Það verður hins vegar öllum að vera ljóst að það er ekki ásetningur okkar að rýra tekjur ríkissjóðs. Við erum þannig ekki að setja fram tillögur um skattalækk- un heldur einvörðungu tilfærslu á skatt- byrði. Ef svo gleðilega vildi til að hagvöxtur yrði meiri en nú lítur út fyrir á komandi árum og tekjur ríkissjóðs ykjust af þeirri ástæðu umfram það sem nú er áætlað myndum við láta allan þann ávinning, sem þjóðinni sameiginlega áskotnaðist, renna til þeirra hópa sem ríkisstjórnir undir for- ræði Sjálfstæðisflokksins hafa fryst úti allar götur frá 1991. un á kjarabætur orga meira til að m kostnaði vegna tunar barna lítur em hótun um ð á þjónustu.“ Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs. mtalsverður. Þessi árangur ir tilviljun heldur vegna ystu R-listans og Ingi- ar Gísladóttur var beitt gerðum sem höfðu allar ði að minnka launamun orginni. Og þessi árangur rfi við samtök launafólks. úar vita að Ingibjörg Sól- hefur sýnt og sannað ilja til þess að jafna kyn- mun. Nú hafa landsmenn il þess að leyfa forsætis- amfylkingarinnar að láta ndsstjórninni. ka launagjánni samstarfsverkefnis á veg- Ísland tekur þátt í, leiddi í ndi er launabil kynjanna, nn á heildarlaunum a, 27% á almennum mark- aði og 24% hjá hinu opinbera. Konur bera sem sagt í heildina um fjórðungi minna úr býtum en karlar hjá hinu op- inbera. Þetta eru sláandi niðurstöður og í ljósi þeirra er með ólíkindum að kyn- greindar upplýsingar um kaup og kjör á vinnumarkaði liggi ekki fyrir á einum stað í stjórnkerfinu. Það þýðir að ríkið hefur ekki nauðsynleg tæki í höndum til þess að fylgjast með þróun launa og launamunar kynjanna og veit í raun sáralítið um launaþróunina. Samfylkingin gengur til kosninga með það að stefnu að útrýma kynbundnum launamun. Við viljum gera gangskör að því að afla kyngreindra gagna til launa- rannsókna. Við viljum gera aðgerðaáætl- anir fyrir hið opinbera í samstarfi við samtök launafólks um hvernig best verði staðið að því að leiðrétta misréttið sem í launamun kynjanna felst. Við í Samfylk- ingunni gerum okkur fulla grein fyrir því að kynbundnum launamun verður aðeins útrýmt með pólitískri stefnumótun og markmiðssetningu sem heggur að rótum stofnanabundinnar og kerfislægrar mis- mununar kynjanna við ákvarðanir um kaup og kjör. Hér er ekki um eilífð- arverkefni að ræða heldur vanda sem hægt er að leysa. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er þingkona fyrir Samfylkinguna. fnréttis gi- r a d- NÚ er nýlokið glæsilegum og vel heppn- uðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar sveif baráttuandi yfir vötnum og ljóst að sjálfstæðismenn eru tilbúnir í slaginn. Það var sérstaklega gleðilegt hve afger- andi kosningu Davíð Oddsson forsætis- ráðherra fékk hjá landsfundarfulltrúum sem sýnir hve sjálfstæðismenn eru ánægðir með störf hans. En ófræging- arherferðin sem byrjaði í Borgarnesi fyr- ir skemmstu hefur hitt þá verst fyrir sem hana hófu. Davíð Oddsson er foringi sem lætur verkin tala. Ferill hans einkennist af því að orð hans standa eins og stafur á bók og ólíkt öðrum stjórnmálaöflum hefur Sjálfstæðisflokkurinn undir hans forystu iðulega framkvæmt meira og náð enn betri árangri en hann hefur lofað. Þess vegna vita kjósendur að yfirlýsingar flokksins á landsfundinum um stórtækar skattalækkanir eru meira en orðin tóm heldur fyrirheit sem verður að veruleika ef Sjálfstæðisflokkurinn fær til þess styrk í komandi kosningum. Við sjálf- stæðismenn erum í stjórnmálum til þess að framkvæma, við erum ekki umræðu- stjórnmálamenn. Það hefur sannarlega verið fram- kvæmt mikið á liðnum árum. Skattar hafa lækkað, skuldir hafa verið greiddar niður um tugi milljarða, stærstu fram- kvæmdir Íslandssögunnar eru í þann mund að hefjast og tugir ríkisfyrirtækja hafa verið seld fyrir alls um 60 milljarða. Enda er efnahagslífið á öruggri uppleið, verðbólgan er hvergi lægri á Evrópska efnahagssvæðinu, vextir fara lækkandi, kaupmáttur heldur áfram að aukast átt- unda árið í röð og útlit er fyrir góðan hag- vöxt. Nýlega var staðfest í skýrslu sér- fræðinga OECD að hér hafi verið staðið einkar vel að hagstjórn á undanförnum árum. Við sjálfstæðismenn erum því eðli- lega bjartsýnir fyrir komandi kosningar enda er bjart fram undan hjá þjóðinni, ef rétt er haldið á málum. Við sjálfstæð- ismenn biðjum ekki um að við séum kosin í þakklætisskyni fyrir góðan árangur. Kjósendur hljóta hins vegar að meta framtíðarsýn okkar með hliðsjón af fyrri verkum. Að sama skapi hljóta þeir að líta til verka vinstri manna, bæði í síðustu vinstri stjórn sem hér sat og eins verkum þeirra í höfuðborginni. Vinstri menn geta ekki flúið fortíð sína þótt þeir séu iðnir við að skipta um nöfn á flokkum sínum. Stefna Sjálfstæðisflokksins byggir á tveimur stoðum. Annars vegar þeirri af- stöðu að einstaklingurinn eigi að hafa sem mest svigrúm til þess að móta líf sitt eftir eigin höfði en hins vegar að veita eigi þeim aðstoð sem við vanda eiga að etja í samfélaginu. Þessi sjónarmið fara vel saman því viðskiptafrelsi er for- sendan fyrir þróttmiklu efnahagslífi, og án þess væru atvinnutækifærin færri og rýrari og skattpeningarnir sem til reiðu eru fyrir félagslega aðstoð minni. Áfram- haldandi árangur í efnahagsmálum kem- ur því öllum til góða. Kaupmáttur mun halda áfram að vaxa og svigrúm skapast til þess að bæta kjör þeirra sem eru í þeirri aðstöðu að þurfa að treysta á op- inberan stuðning. Sjálfstæðismenn eru fullkomlega meðvitaðir um að þeir eru til í okkar samfélagi sem búa við rýr kjör. Á undanförnum árum hafa stjórnvöld leit- ast við að bæta kjör þessara hópa með hækkun bóta og með því að draga úr tengingu þeirra við tekjur. Nú þegar hafa verið lagðar fram hugmyndir um frekari aðgerðir í þessum efnum. Skemmst er að minnast samkomulags ríkisins og Öryrkjabandalagsins sem bæta mun kjör umbjóðenda þess veru- lega, Sjálfstæðisflokkurinn boðar helm- ingslækkun matarskattsins svokallaða sem gagnast best tekjulægstu hópunum og jafnframt afnám eignarskatta sem bitna sérstaklega hart á eldri borgurum. Sjálfstæðisflokkur leggur fram stefnu sem tryggja mun öllum íslendingum betri kjör og lífsskilyrði. Reynslan er góð af okkar störfum og framtíðin er björt. Áfram Ísland! Áfram Ísland eftir Sólveigu Pétursdóttur „Kjósendur þekkja störf Sjálfstæðisflokksins og Davíðs Oddssonar og vita að yfirlýsingar um stórtækar skattalækkanir eru meira en orðin tóm, fyrirheit sem verða að veruleika ef Sjálfstæðisflokkurinn fær nægilegan styrk.“ Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. skatta virðist hún eiga hrif í skattkerfinu, sem koma fram vegna sam- bóta og ýmissa tekju- m efnum. Það er hins af orðalagi skýrslu hengi textans, að ekki la um jaðaráhrif af því ýrsluhöfundar tala um katta (marginal tax ra- skatthlutföllin eins og orðið, hvort sem um er menna hlutfall í stað- a hinn svonefnda há- lenska tekjuskattskerf- nilega svo, að þar sem tturinn er föst upphæð juskattsins af launa- ndi eftir því sem launin si hlutföll verða hæst æmt almenna skatthlut- il viðbótar á árstekjur 000 kr. Það eru þessi hlutföll sem OECD vísar til með orð- unum jaðarhlutföll skatta og leggur til að verði lækkuð. Þær tillögur samrým- ast afar vel þeim hugmyndum um skattalækkanir, sem báðir ríkisstjórn- arflokkarnir hafa kynnt að undanförnu, en Samfylkingin hefur lagst gegn. Til- lögur sjálfstæðismanna og framsókn- armanna eru auðvitað ekki samhljóða og ganga mislangt, en fela þó allar í sér áform um skattalækkanir sem í senn hafa jákvæð efnahagsleg áhrif og aukinn kaupmátt ráðstöfunartekna fyr- ir alla landsmenn. Það er auðvitað skiljanlegt að Ingi- björg Sólrún kjósi að beina athyglinni frá þeim fjölmörgu atriðum í skýrslu OECD sem fela í sér jákvætt mat á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum. Það er líka skilj- anlegt að hún kjósi að gera lítið úr þeim ráðleggingum stofnunarinnar sem falla vel að skattalækkunartillögum stjórnarflokkanna. Það ætti hún hins vegar frekar að gera með rökstuddum athugasemdum heldur en með því að rangtúlka niðurstöðurnar og lesa úr þeim eitthvað allt annað en þar kemur fram. OECD D gur á Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. SAMKVÆMT Morgunblaðinu mæltist formanni Sjálfstæðisflokksins m.a. svo við setningu landsfundar: „Ég vona að Íslend- ingar muni ætíð hafa burði og styrk til að taka afstöðu með lögreglu og slökkviliði þegar kæfa þarf elda sem brenna á sak- lausum og góma þarf brennuvarga sem valdið hafa hörmungum og skaða.“ Það eru að vísu nýstárlegar aðferðir, sem bandaríska „slökkviliðið“ notar þessa dag- ana við að „kæfa“ elda í Bagdad. Kannski líka til eftirbreytni aðgerðir „lögreglu“ Breta og Bandaríkjamanna við að stilla til friðar í Írak? Síðar á fundinum spurði fréttamaður formanninn um mannfall í átökunum. „Mannfall?“ hváði formaðurinn. „Það eru dauðir fjórir Bretar. Þetta er eins og bíl- slys.“ Maðurinn er greinilega í stuði og tilbúinn að kalla hina Matthildingana sam- an að semja gamanþátt um löggumenn að „góma“ brennuvarga austur þar. Morgunblaðið skrifar leiðara í blaðið sitt 2. apríl sl. af meira þýlyndi og und- irlægjuhætti en áður hefir sézt, þar sem góðu dátunum, Davíð og Halldóri, er fagn- að sem þjóðhetjum fyrir að hafa haft „kjark til þess að láta sannfæringu og heildarhagsmuni þjóðarinnar ráða…“ þegar þeir tóku ákvörðun um að íslenzk þjóð skyldi í fyrsta sinni í sögu hennar eiga beina aðild að hernaði á hendur ann- arri þjóð. Morgunblaðið var fyrst með fréttirnar frá Prag, þegar aðstoðarritstjóri þess upp- lýsti um þá ákvörðun íslenzku dátanna góðu að verja 300 milljónum króna í liðs- og hergagnaflutninga þegar „slökkviliðið“ og „lögregla“ yrðu send til Írak að „kæfa“ elda og stilla til friðar. Af einhverjum ástæðum brast stórmennin „kjark“ til að játa að rétt hefði verið frá skýrt og reyndu að drepa málinu á dreif með aðstoð sjálfs fréttamiðilsins. Að því kom þó innan stundar að bein aðild Íslands að stríðinu í Írak var staðfest af bardagamanninum Búss. Auðvitað er þá blaðinu snarlega snúið við og málgagnið tekur fram að á tímum fjargviðris skoðanakannana „…er mikilvægt að til séu stjórnmálamenn, sem láta sannfæringu sína ráða…“ Um að gera að sannfæring góðu dátanna ráði og „kjarkur“. Minna gerir til – eða ekkert – þótt landslög séu brotin í leiðinni og lög- gjafarsamkundan sniðgengin með öllu. Það er sjálfsagt of seint fyrir undirrit- aðan að sverja af sér fylgispekt við Sadd- am Hussein, enda er aðalritari rík- isstjórnar búinn að úrskurða að þeir, sem ekki vilja eiga aðild að herför á hendur honum, séu bandamenn hans. Þess vegna þorir hann ekki að endurtaka það, sem í hann var logið, að viðskiptabannið hafi drepið margfalt fleiri börn í Írak en Huss- ein sjálfur sem sagður er þó stórtækur í slátrun þegna sinna. Vonandi eflir Morgunblaðið góðu dát- ana til enn frekari dáða, þegar Búss fer á hendur Sýrlendingum, sem taldir eru næsta viðfangsefni „slökkviliðs“ og „lög- reglu“ Bandaríkjamanna og Breta ef Blair endist pólitísk heilsa og „kjarkur“ á borð við víkingana í norðri. Bílslys Eftir Sverri Hermannsson „Það er sjálfsagt of seint fyrir undirritaðan að sverja af sér fylgispekt við Saddam Hussein, enda er aðalritari ríkisstjórnar búinn að úr- skurða að þeir, sem ekki vilja eiga aðild að her- för á hendur honum, séu bandamenn hans.“ Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.