Morgunblaðið - 07.04.2003, Side 26

Morgunblaðið - 07.04.2003, Side 26
26 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is ÞRIÐJUDAGINN 18. mars birtist í Morgunblaðinu grein eftir Kristján G. Arngrímsson blaðamann undir fyrirsögninni Vonduríkin og Írak. Í greininni er sagt að svo virðist sem stríðsandstæðingarnir hafi gleymt um hvað málið snerist, hin meinta andstaða hafi oft í rauninni virst andstaða gegn Bandaríkjunum en ekki gegn því sem þau eru að gera núna, þ.e. að fara í stríð viðÍrak. Ég er búinn að vera virkur í and- stöðu gegn þessu stríði í allan vetur, nær allir sem ég þekki eru á móti þessu stríði, ég hef fylgst með vef- síðum stríðsandstæðinga víða um heim, ég hef verið á alþjóðlegum tölvupóstlistum og lesið fjölmargar greinar gegn þessu stríði. Ég þykist því þekkja nokkuð vel til viðhorfa þeirra sem hafa verið virkir og í for- ystu í andófshreyfingunni gegn þessu stríði. Vissulega hefur mátt greina áherslumun hjá þessum hópi, en hann hefur þó verið frekar lítill. Ég þykist geta fullyrt það að afstaða þeirra sem hafa verið í forystu í þessari andófshreyfingu hefur ekki byggst á almennri andstöðu gegn Bandaríkjunum. Andstaðan gegn þessu stríði er miklu útbreiddari en andstaðan við árásirnar á Afganist- an og Júgóslavíu. Þessi andstaða byggist fyrst og fremst á eftirfar- andi: Ekki hefur verið sýnt fram á að Bandaríkjunum né öðrum ríkjum stafi hætta af Írak, tengsl Íraks við hryðjuverkamenn hafa ekki sann- ast, ekki hefur verið sýnt fram á að Íraksstjórn búi yfir gereyðingar- vopnum og þó svo að Íraksstjórn hafi ekki verið samvinnuþýð og sýna megi fram á að hún hafi brotið gegn ályktunum Öryggisráðsins, þá er ekki eins og slíkt sé einsdæmi og hefur verið bent á hvernig Ísr- aelsstjórn hefur komist upp með slíkt refsingarlaus. Í ljósi þessa hafa stríðsandstæðingar sagt að ekki séu nægar ástæður til árásar á Írak, lögmæti hennar sé hæpið, jafnvel þótt Öryggisráðið sam- þykkti hana, en fyrst og fremst sé ekki hægt að réttlæta þær hörm- ungar sem stríð muni valda almenn- um borgurum í Írak. Andstæðingar stríðs hafa auðvitað reynt að skýra hvað raunverulega búi að baki þess- um hernaðaraðgerðum, þegar þau rök sem fyrir þeim eru færð virðast ekki gild, og þá hefur verið m.a. ver- ið horft til heimsvaldastefnu Banda- ríkjanna og síendurtekins yfirgangs þeirra gagnvart öðrum ríkjum, og þegar horft er á þetta samhengi er enn frekari ástæða til vera á móti þessu stríði. Grín á kostnað Bush forseta er svo eðlileg aukaafurð í þessu andófi enda hefur hann gefið ómælt tilefni til þess með innantómum frösum sínum. En að þær tugmilljónir sem hafa mótmælt þessu stríði á und- anförnum mánuðum séu að notfæra sér Íraksdeiluna til að koma höggi á Bandaríkjamenn – nei, það gengur ekki upp. Það var reyndar í Banda- ríkjunum sem fyrst var farið að skipuleggja mótmæli gegn stríðs- áformum Bandaríkjastjórnar. EINAR ÓLAFSSON, Trönuhjalla 13, Kópavogi, liðs- maður í Átaki gegn stríði. Erum við þá bara foj út í Bandaríkin? Frá Einari Ólafssyni: OPIÐ bréf til Hrafnkels A. Jónsson- ar. Ágæti félagi og starfsbróðir! Tilefni þessara skrifa minna er greinarkorn sem þú fékkst birt í Morgunblaðinu miðvikudaginn 26. mars sl . Þar sýnir þú fram á ágæti ut- anríkisráðherrans okkar og flettir of- an af sviksemi Frakka við baráttu okkar ágætu frelsara í vestri fyrir til- veru okkar bæði fyrr og nú. Ég vona að fregnir um slátrun hundruð rétt- dræpra í Írak muni ekki valda þér hugarangri í önnum flokksþingsins sem þú nú situr. Enginn íslenskur veiðimaður mun geta hælt sér af jafn mörgum rjúpum í skoti. Það var vissulega mál til komið að fara að hirða aftur af óþekktarorminum Saddam leikföngin sem honum voru fengin fyrir hálfum öðrum áratug til þess að klekkja á réttum óvinum þá. Slæmt ef hann er búinn að eyðileggja þau öll eða týna. Hugur minn reikar um 35 ár aftur í tímann þegar frels- ararnir voru að verja okkur fyrir al- heimskommúnismanum. Daglega bárust fréttir um fjölda flugvéla og tonnaígildi TNT-sprengiefnis sem þá var dælt yfir Norður-Vietnam. Lýs- ing á virkni napalm- og flísasprengja fylgdi oft með sem bragðgóður eft- irréttur. Þá voru Bandaríkjamenn að ljúka verkefni sem Frakkar höfðu gefist upp við rúmum áratug fyrr. Skrítið að þú skulir ekki hafa minnst á þetta dæmi um sviksemi þeirra. Ég, ungur framagosi í Framsóknar- flokknum þá, taldi að þarna væri að- eins gömul menningarþjóð að losa sig undan oki nýlenduvelda. Þar sem þú varst þá efnilegur ungliði í nýstofn- uðu Alþýðubandalagi þykir mér ekki ólíklegt að þú hafir gengið þann sama gönustíg. Ungir Sjálfstæðismenn studdu gerðir Bandaríkjamanna þá af fullri einurð. Þeir hinir sömu halda nú um stýri þjóðarskútunnar og hafa samþykkt skipan okkur í sveit hinna staðföstu ríkja. Frelsun Vietnama til vestræns lýðræðis mistókst þó ein- hverra hluta vegna. Við lá að okkar ágæti forsætisráðherra væri svolítið skömmustulegur þegar hann kom úr heimsókn frá starfsbróður sínum þar fyrir nokkru. Þessi er lífsins gangur. Einum má bjarga meðan annar geng- ur lengra villtur á vegi. Hlutskipti mitt varð að ganga í Alþýðubandalag- ið og er því flokkslegur munaðarleys- ingi nú. Þig tókst hins vegar að frelsa og það er eðli hinna frelsuðu að lof- syngja af sannfæringu ágæti hins nýja sannleika. Ég vona þó að frelsun þín nái aldrei svo langt að þú skipir þér í þá sveit guðs útvalinna sem berst fyrir tilverurétti sínum í Palest- ínu. Berst þar, með dyggum stuðningi frelsara okkar í vestri, gegn hirð- ingjaþjóð sem það land hefur nýtt í þúsund ár þrátt fyrir að Jahve hafi helgað það Ísraelum. Að lokum þetta. Mér varð það á að stuðla fyrirsögnina og sé mig því til- neyddan að ljúka því verki. Dýru verði sál er seld sjóði flokksins góða. Stríðsins núna á hún eld og auð staðfastra þjóða. BJÖRN PÁLSSON, héraðsskjalavörður við Héraðs- skjalasafn Árnesinga á Selfossi. „Dýru verði sál er seld“ Frá Birni Pálssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.