Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 3
hafði verið stolið, 15 nýjum vörubíl-
um og 7 jeppum og var ákveðið að
fækka starfsmönnum Alþjóða Rauða
krossins í Líberíu um tíma.
Þjóðarmorðin í Rúanda
Þorkell veiktist af malaríu í Líb-
eríu og var enn veikur af henni að
talið var þegar hann fór þaðan til
Genfar. Hann náði sér fljótlega og
var þá beðinn um að fara til Rúanda í
Afríku haustið 1994. Tveir þjóðflokk-
ar búa í Rúanda, Hútúar og Tútsar.
Hútúar eru fjölmennastir eða um
85% þjóðarinnar en Tútsar, sem
töldust til yfirstéttar áður fyrr, eru
um 15%. Árið 1959 gerðu Hútúar
uppreisn og steyptu ríkjandi kon-
ungi landsins af stóli og í kjölfarið
hófust fjöldamorð á Tútsum. Um 120
þúsund Tútsar flúðu þá land og síðan
hefur hvað eftir annað komið til
átaka milli þjóðflokkanna í Rúanda.
Oftast voru það Hútúar sem myrtu
hina hötuðu yfirstétt Tútsa. Landið
hlaut sjálfstæði árið 1962 og héldu
Hútúar völdum fram til 1973 þegar
herinn tók völdin undir forustu Hab-
iyarimana, sem var Hútúi. Hann hélt
velli þar til flugvél hans var skotin
niður í byrjun árs 1994 og var Túts-
um í fyrstu kennt um. Í júní sama ár
hófust þjóðarmorð Hútúa á Tútsum
og er talið að um 800.000 Tútsar,
börn og fullorðnir, hafi verið teknir
af lífi í þeim mánuði einum.
„Það var mikið búið að ganga á
þegar ég kom til höfuðborgarinnar
Kígalí haustið 1994,“ segir Þorkell.
„Ástandið var mjög slæmt. Töluvert
var um hryðju- og hefndarverk og
búið að drepa um milljón manns
bæði Tútsa og Hútúa.“
Þorkell segir það hafa verið skelfi-
legt að koma á þá staði, þar sem
fjöldamorð höfðu verið framin á
Tútsum og það jafnvel í kirkjum.
Tútsar eru flestir kaþólskrar trúar
og höfðu flúið þangað, þar sem þeim
var hreinlega slátrað. „Það var
ósjaldan að maður táraðist þegar við
komum á slíka staði,“ segir Þorkell.
Sterk viðbrögð
Meðal verkefna Þorkels var að
taka manntal á nokkrum strjálbýlum
svæðum. Hann stýrði hundrað
manna flokki, sem gekk hús úr húsi
og skráði íbúana. Húsin stóðu sum
hver ein og stök og oft þorðu íbú-
arnir ekki að gera vart við sig. Fyrir
kom að þeir földu sig eða að komið
var að fólki sem hafði verið myrt.
„Það gat hafa gerst fyrir nokkru eða
jafnvel nýlega,“ segir Þorkell. „Þetta
var hræðilegt. Í flokknum sem ég
stjórnaði voru um hundrað manns og
voru flestir Tútsar. Meðalaldur
þeirra var um tvítugt og hafði margt
af þessu unga fólki misst alla fjöl-
skylduna. Það voru því sterk við-
brögð hjá þeim þegar komið var að
húsum, þar sem fyrir var fólk sem
fallið hafði fyrir óaldarflokkum. Ein
stúlknanna, Tútsi, sagði mér að hún
hefði átt heima í bæ skammt frá Kí-
galí. Fjölskyldan, sem faldi hana og
hennar fólk þegar þjóðarmorðin fóru
fram, voru reyndar Hútúar en þegar
gengið var hús úr húsi í leit að Túts-
um þá földu þau hana og yngri syst-
ur hennar undir rúmi. Hún sagðist
hafa verið svo hrædd um að hljóð
heyrðist frá systurinni að hún greip
fast um munninn á henni. Svo fast að
systirin var með fingraför á kinnun-
um þegar hún sleppti takinu.“
Ólýsanleg tilfinning
Þorkell var í Rúanda fram í apríl
1995 og segist hann hafa lært þar
mikið um Rauða krossinn og hvernig
hann starfaði. „Þá fór mér að falla
verulega vel við hjálparstarfið,“ seg-
ir hann. „Við erum töluvert vernduð
án þess að verið sé að hlífa okkur. Á
endanum eru þeir hörðustu eftir en
hinir gefast upp. Það er ekki hægt að
lýsa hvernig tilfinning það er að
hjálpa fólki sem hefur lent í hungurs-
neyð. Þarna var fólk sem ekkert átti,
ekkert húsnæði eða akra, ekkert að
borða og ekkert vatn, ekkert. Ef
hægt var að ná í vatn þá var það í
mörgum tilfellum fúlt, mengað eða
eitrað. Það er ólýsanlegt að sjá hvað
fólk var ánægt þegar það fékk loks
mat.“
Ný ríkisstjórn var mynduð um
haustið og til að lægja öldurnar og fá
Hútúa sem flúið höfðu land til að
snúa heim á ný var sæst á að forset-
inn yrði Hútúi en forsætisráð-
herrann Tútsi. Samt sem áður veigr-
uðu Hútúar sér í fyrstu við að snúa
til baka af ótta við hefndir Tútsa og
að verða ákærðir fyrir þátttöku í
þjóðarmorðinu.
Fengu sinn dóm
Þorkell segir að oft hafi verið erf-
itt að átta sig á muninum á Hútúum
og Tútsum. „Eitt sinn þegar við vor-
um að dreifa matvælum þá varð mik-
ið uppistand í hópnum, sem taldi
milli 5.000 og 6.000 manns,“ segir
hann. „Einn af aðstoðarmönnum
mínum kom til mín og sagði að fleiri
en einn kannaðist við tvo af starfs-
mönnum mínum sem menn er höfðu
komið ásamt öðrum í þorp skammt
frá og drepið fjölda manns. Verra
var að annar þeirra var túlkurinn
minn og hugsaðu þér kaldhæðnina,
störf
Flóttafólk byggði sér skýli í garði Rauða krossins í Freetown í Sierra Leone.
Rauði krossinn dreifir mat til nauðstaddra í Rúanda.
Rifist um kornið í Rúanda.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 B 3
Lækkum virðisaukaskatt af tónlist
Fellum niður skatt af bókum
Eflum framleiðslu leikins sjónvarpsefnis
Reisum tónlistarhús án tafar
Útflutnings- og þróunarsjóð tónlistarinnar
Aukið samstarf atvinnulífs og menningarlífs
Íslensk menning –vannýtt auðlind
Hádegisfundur á Hótel Borg mánudaginn 28. maí kl. 12-13
Frummælendur:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Einar Már Guðmundsson rithöfundur
Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður
Hulda Hákon myndlistarmaður
Fundarstjóri:
Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri
Eftir stutt framsöguerindi verða almennar
umræður, súpa og brauð.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.