Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 11
nefnir sem dæmi að þeir hafi tekið
upp fyrsta lagið með honum þegar
hann var aðeins ellefu ára, „þvílíkt
klár strákur“ segir hann. Næsta
skref í sögu Afkvæma guðanna var
svo tekið þegar þeir kynntust Páli
Þorsteinssyni, Palla, sem verið hef-
ur í sveitinni síðan.
„Við stunduðum spjallborðið á
hiphop.is og þar kynntumst við
strák sem hét Palli PTH. Síðan
kom upp sú hugmynd á spjallinu að
gera vínylplötu og menn ákváðu að
hittast á kaffihúsi til að ræða málið
betur. Svo mætti enginn nema við
Kristján, Palli og Dóri, strákur sem
átti Hiphop.is. Við enduðum svo
heima hjá Palla að taka upp ein-
hverjar rímur. Tveimur dögum
seinna mætti ég til Palla til að taka
upp lag og það gekk svo vel að eftir
það hefur Palli tekið allt upp,“ seg-
ir Elvar en síðan slóst plötusnúð-
urinn Hjörtur Már Reynisson í
hópinn. Þannig skipuð tóku Af-
kvæmi guðanna upp plötuna Dæmi-
sögur og gerðu allt sjálfir að því
Elvar segir; „kostnaður við plötuna
var ekki nema 45.000 kr. með öllu
og við græddum meira að segja á
útgáfunni.“
„Hættu að hringja í mig“
Dæmisögur komu út skömmu
fyrir jól 2001 og strax í desember
það ár voru þeir komnir aftur í
hljóðver að taka upp lög fyrir
næstu plötu. „Við læddumst inn í
Grjótnámuna eftir lokun og tókum
upp á nóttunni sex laga kynning-
ardisk sem við síðan notuðum til að
leita eftir útgefanda en fengum
engar viðtökur, það vildi enginn
gefa okkur út,“ segir Elvar en um
það leyti varð Hættu að hringja í
mig vinsælt og Elvar segir að þá
hafi útgefendur tekið betur við sér.
„Við ætluðum ekki að hafa það lag
inni á disknum, ætluðum að hafa á
honum sautján lög, en ákváðum síð-
an að bæta því við og einu lagi til
og kvikmyndafyrirtækið Zik Zak
keypti það svo til að nota í mynd-
inni Gemsar, peningur sem við höf-
um aldrei séð og munum ekki sjá
því það fór næstum á hausinn, en
nú skilst mér reyndar að það sé
hálfgert comeback í gangi, því þeir
gerðu Nóa albínóa,“ segir Elvar og
bætir við að þeir hafi þó lært það af
þessu að láta ekki hlutina af hendi
fyrr en borgun sé komin. „Lagið
varð svo gríðarlega vinsælt og við
erum þekktir fyrir það í dag sem er
grútleiðinlegt. Það er ekkert að því
að eiga vinsælt lag, en það er leið-
inlegt að hafa á sér einhvern stimp-
il og það líka fyrir það lag sem við
lögðum minnsta vinnu í.“
Vinsældirnar á Hættu að hringja
í mig urðu til þess að Edda vildi fá
Afkvæmin á Rímnamínsdiskinn og
bauð plötusamning fyrir. Elvar seg-
ir að þeir hafi tekið því fegins
hendi, það hafi verið fínt að fá að
gera almennilega plötu og þurfa
ekki að standa í því að dreifa henni
sjálfir. „Við tókum plötuna þó upp í
stúdíóinu hans Palla, fannst sándið
vera best þar, það var allt tekið
upp í bílskúr. Svo bjó Palli til vocal
booth heima hjá sér úr pappakassa,
vöggu, sláttuvél og svefnpoka. Það
hljómaði mjög vel.“
Tilgangur lífsins og trúin
Þeir félagar Elvar og Kristján ná
vel saman í rímum þótt þeir nálgist
hlutina úr ólíkum áttum. „Kristján,
sem er að læra heimspeki, er mikið
að spá í tilgang lífsins en ekki í
trúna eins og ég,“ segir Elvar en
hann segir það hafa haft mikil áhrif
á sig þegar amma hans lést fyrir
þremur árum, en það var einmitt
eitt af því sem gerði að verkum að
hann langaði ekki lengur að vera í
Rottweilerhundunum og hafði mikil
áhrif á það hvernig Dæmisögur
þróuðust. „Ömmu fannst ég ætti að
hætta í Rottweiler og þegar hún
lést fór ég að hugsa minn gang og
frá því hún lést og þar til ég varð
pabbi, sem var í sama mánuðinum,
samdi ég megnið af því sem ég á á
Dæmisögum og Ævisögum líka.“
Eitt laganna á Dæmisögum, Bréf
frá Guði, hefur fylgt Elvari öðru
fremur, upphaflega samið sem
slam-ljóð, ljóð með takti en án und-
irleiks, en síðan tók hann það upp
með takti og setti á plötuna. Hann
hefur flutt það oft síðar með ýms-
um undirleik, en segist hafa samið
við það eitt erindi til og því ákváðu
þeir að taka það upp aftur fyrir
Rímur og rapp, en þriðja útgáfan
verður svo á AG III. bindi, undir-
leikurinn lifandi.
Í laginu segir sögumaður frá því
að hann hafi fengið bréf frá guði
sem getur ekki bent til annars en
að guð sé til, í laginu í það minnsta.
Elvar vill þó ekki taka af tvímæli
með það, hann segist ekki geta sagt
af eða á. „Það eru æðri öfl allt í
kringum okkur en ekkert eitt öðru
meira.“
Tungumálið skiptir engu máli
Rímurnar hjá Afkvæmum guð-
anna eru á íslensku og það er
reyndar eitt af einkennum íslensku
hiphop-bylgjunnar að menn ríma á
íslensku. Elvar segir að það skipti
þó engu máli hvaða tungumál menn
noti, hann segist sjálfur til að
mynda vera að vinna að smáskífu
með Sage Francis og hann eigi
talsvert af rímum á ensku. „Það
sem ég geri á ensku er auðvitað
öðruvísi en það sem ég er að gera á
íslensku, en ég er líka að vinna það
í öðru samhengi. Mér finnst í sjálfu
sér ekkert asnalegt að gefa plötu út
á ensku á Íslandi, en það er bara
svo miklu minni grundvöllur fyrir
því.“
Fyrsta plata Afkvæma guðanna
hét Dæmisögur, þá komu Ævisögur
og svo eru þeir félagar að vinna að
þriðju plötunni sem á að heita AG
III. bindi, söguslit. Á þeirri plötu
verða fleiri lög sem fjalla um trúna
þannig að það yrkisefni er ekki
tæmt. Meðfram þessu er Elvar líka
að vinna að plötu með Steina gít-
arleikara sem hefur unnið mikið
með Afkvæmunum og Palla. „Svo
er ég bara að semja á ensku fyrir
stuttskífu sem við Palli erum búnir
að vera að vinna í lengi, en á henni
verður Sage Francis með í einu lagi
og Panik úr Moleman með takt
líka.“ Það stendur líka til að vinna
meira með Sage Francis og Elvar
segir að hann sé að reyna að fá sig
út til að taka upp. „Ég efast þó um
að það verði í náinni framtíð sökum
peningaleysis, en enska platan okk-
ar er eitthvað sem við ætlum að
taka rólega, taka upp í pörtum og
gefa út þegar við höfum tíma og
teljum hana alveg frábæra.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þrír fjórðu Afkvæma guðanna: Elvar Gunnarsson, Kristján Þór Matthíasson og
Páll Þorsteinsson.
arnim@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 B 11