Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 15
um, þegar hann gerði lýðum ljóst að
hann lifði í opnu hjónabandi ásamt
eiginkonu sinni, rithöfundinum Her-
dísi Møllehave. Þau hefðu ákveðið að
heimila hvort öðru að eiga í ástarsam-
böndum við annað fólk. Dönsku slúð-
urblöðin köstuðu sér yfir fjölskyld-
una, og málið vakti svo almenna
hneykslan, að hjónin áttu erfitt með
að láta sjá sig opinberlega.
Málið varð þrátt fyrir allt til að
vekja enn meiri athygli og áhuga á
Møllehave. Hann hafði þýtt söngleik-
inn umdeilda Jesus Christ Superstar
á dönsku, og var fljótlega álitinn einn
frjálslyndasti og frumlegasti guðs-
maður sem danska þjóðin hefði eign-
ast. Bækur hans seldust eins og heit-
ar lummur og hann varð svo
eftirsóttur til preststarfa og fyrir-
lestra, að hann sá að lokum sitt
óvænna og flutti til Bretlands, þar
sem hann hefur nú búið um árabil.
Møllehave segir að þótt hjónaband
hans og Herdísar hafi verið opið hafi
það jafnframt verið ákaflega ástríkt.
Hann syrgði hana því sárt þegar hún
varð bráðkvödd á heimili þeirra í
Bretlandi fyrir tveimur árum. Sam-
band þeirra varð þá Dönum enn og
aftur hneykslunarhella, því Kristilega
dagblaðið birti viðtal við Møllehave
um Herdísi daginn eftir útförina.
Mörgum þótti viðtalið sýna að eigin-
maðurinn væri illa haldinn af sýning-
arþörf og smekkleysi, en Møllehave
kveðst hafa þurft einlæglega á því að
halda að ræða opinskátt um sorgina
og missinn.
„Sorgin er ást, sem maður getur
ekki fengið útrás fyrir,“ sagði hann
síðar. „Maður finnur hjá sér þörf til
að segja „ég elska þig“, en maður get-
ur ekki sagt það við neinn lengur. En
maður á ekki að vera leiður yfir því.
Auðvitað syrgir maður að hafa ástina
sína ekki lengur hjá sér. En maður á
ekki að vera óhamingjusamur yfir því
að búa yfir of mikilli ótjáðri ást. Því
sorgin þýðir að enginn kemur í stað
þess sem maður elskar. Við erum öll
einstök. Og þess vegna hættum við
aldrei að syrgja þá sem við elskum.“
Eins og nýhlaðinn farsími
Johannes Møllehave kveðst ætíð
hafa haft mikinn áhuga á Íslandi.
Hann byrjaði að lesa Íslendingasög-
urnar þegar á barnsaldri, og hefur
haldið fjölda fyrirlestra um þær í
Danmörku. Hann kom þó ekki til Ís-
lands fyrr en sumarið 1998, vegna
þess að það var í fyrsta skiptið sem
honum bauðst að dvelja þar lengur en
í nokkra daga.
„Ég hafði oft hafnað boðum um að
koma til Íslands, vegna þess að ég gat
ekki hugsað mér að vera þar í of stutt-
an tíma,“ segir Møllehave. „Svo
bauðst mér íbúð í Reykjavík í heilan
mánuð gegn því að ég héldi þar sjö
fyrirlestra. Og síðan hef ég dvalið á
Íslandi að minnsta kosti einn mánuð á
ári.“
Møllehave kynntist tugum rithöf-
unda, listamanna og presta í þessari
fyrstu heimsókn sinni, og heldur sam-
bandi við þá flesta. Hann hyggst
koma til Íslands nú í júní, og segir að
hin árlega Íslandsför sé orðin sér lífs-
nauðsyn.
„Ísland er hjartalyfið mitt,“ segir
hann. „Ég er hjartveikur, og ég held
að hjartasjúklingum sé ekkert hollara
en að dvelja á Íslandi. Þið eigið eitt-
hvað sem lætur manni líða betur. Ég
kem frá Íslandi uppfullur af orku,
eins og nýhlaðinn farsími. Ég veit
ekki hvers vegna, hvort það eru öflin í
iðrum jarðarinnar, vatnið eða hreina
loftið. Það er svo auðvelt að anda á Ís-
landi, ekki bara líkamlega, heldur líka
andlega.“
Møllehave nýtir ekki aðeins tímann
á Íslandi til ritstarfa, heldur skipu-
leggur hann eina ferð á ári fyrir
danska áhugamenn um íslenska sögu
og menningu. Hann fer með hópinn
um sögusvið Íslendingasagnanna, og
segir að ferðirnar hafi gengið einstak-
lega vel.
„Dönunum finnst svo gaman að
heyra ykkur tala um sögurnar,“ segir
hann. „Þið eruð svo góðir sögumenn
og ykkur finnst svo gaman að segja
frá sögu landsins og Íslendingasög-
unum.“
Møllehave kveðst hafa lært margt
á því að kynnast Íslendingum, ekki
síst um Dani.
„Maður ferðast til að skilja sjálfan
sig,“ segir hann. „Í hvert skipti sem
maður kynnist nýrri þjóð öðlast mað-
ur nýjan skilning á sjálfum sér. Ég
komst fyrst og fremst að því á Íslandi,
að þið eigið ykkur hliðar sem eru upp-
örvandi fyrir okkur hin. Við Danir er-
um dálítið sljóir og svartsýnir, okkur
er tekið að hnigna. Þið eruð svo sterk,
þið trúið á lífið, þið eruð uppfull af
orku og áhuga og vinnugleði, þið eruð
ótrúlega gestrisin og búið yfir djúp-
um skilningi á öðru fólki. Svo eruð þið
heimsborgarar, flestir Íslendingar
ferðast út um allt. Það gera Danir
ekki, þeir loka sig inni, en þið eruð
þvert á móti ákaflega opin. Á Íslandi
hef ég kynnst mörgum góðum og
flóknum og ákaflega stórum persónu-
leikum. Því máttu trúa.“
Góður skilnaður
Møllehave kvartar helst undan því
að Íslendingar leggi of mikla áherslu
á hámenningu og formlega menntun
á kostnað alþýðumenningar og al-
menningsfræðslu.
„Ég sakna lýðháskóla á Íslandi,“
segir hann. „Lýðháskólinn er staður
þar sem nemendurnir fá hvorki ein-
ingar né einkunnir, heldur læra það
sem þá langar til að fræðast um, án
þess að uppskera neitt annað en sjálfa
vitneskjuna. Íslendingar virðast of
metnaðargjarnir til að kunna að meta
nám sem gengur ekki út á háskóla-
gráður eða einkunnir. Ég er einlægur
aðdáandi lýðháskólans og vildi sjá
hann víðar.“
Johannes Møllehave segir að sam-
band þjóðanna tveggja beri þess
óneitanlega merki að Ísland hafi eitt
sinn verið dönsk hjálenda, en tekur
fram að sér hafi ævinlega verið tekið
opnum örmum á Íslandi.
„Ég vona að rithöfundurinn Thor
Vilhjálmsson hafi haft rétt fyrir sér
þegar hann sagði að Ísland og Dan-
mörk væru skilin, en þau hefðu skilið í
fullri vinsemd,“ segir hann. „Það er
ekki algengt, en ég vona að það sé rétt
hjá honum. Ég hef aldrei verið litinn
hornauga á Íslandi fyrir að vera Dani.
Mér hefur alltaf fundist ég velkom-
inn. Þið hafið samt fullan rétt til að
erfa atburði fortíðarinnar við okkur,
en ég held að íslenska þjóðin hafi fyr-
irgefið Dönum þegar við skiluðum
handritunum. Þar urðu eins konar
sættir.“
Møllehave kveðst hins vegar svart-
sýnn á að samstarf Norðurlandaþjóð-
anna eigi sér framtíð, og kveðst telja
að það verði borið ofurliði af alþjóða-
samtökum á borð við Atlantshafs-
bandalagið og Evrópusambandið.
„Ég vildi óska að norrænt samstarf
ætti sér framtíð, því það hefur æv-
inlega borið ríkulegan ávöxt, einkum
þegar það er faglegt,“ segir hann.
„Samvinnan er árangursrík þegar
norrænir rithöfundar eða læknar
hittast til að ræða málin, því þeir eiga
yfirleitt mun meira sameiginlegt hver
með öðrum en með Spánverjum, til
dæmis. Við ættum að gera meira af
því, og það er mikill harmleikur að við
skulum ekki hafa haft vit á því að nýta
samstarfið betur. Nú er Evrópusam-
starfið orðið svo mikilvægt að nor-
ræna samstarfið hverfur algjörlega í
skuggann. Ég óttast að það sé orðið of
seint að breyta nokkru þar um.“
Takmörkuð illska
Þótt Johannes Møllehave segist
fyrst og fremst vera prestur er hann
líka húmanisti af danska skólanum,
og starfaði í upphafi ferils síns með
kúlturradíkölunum, róttækum rithöf-
undum á borð við Klaus Rifbjerg og
Poul Henningsen. Hann hefur aldrei
legið á skoðunum sínum um málefni
líðandi stundar, og um þessar mundir
hvílir stríðið í Írak þungt á honum.
„Ég ber merki um það umhverfi
sem ég er sprottinn úr,“ segir hann.
„Ég ber þess merki að vera alinn upp
eftir síðari heimsstyrjöld, eins og við
erum flest. Ég held fast í bernsku
mína, og hún einkenndist af skelf-
ingu. Þessi skelfing rifjast upp fyrir
mér þessa dagana. Nú spyrjum við
okkur hvert þetta stríð leiði okkur og
hvað gerist næst og hvort þeir taki
upp á því að nota kjarnorkuvopn.“
Møllehave kveðst ekki hafa nokkra
trú á því að stríðið sé sprottið af neinu
öðru en baráttu um peninga og olíu.
„Ég er orðinn svo gamall að ég hef
lært að trúa engu sem mér er sagt um
utanríkismál,“ segir hann. „Ég veit að
við erum troðin út af lygum á hverjum
einasta degi. Við fáum ekki að heyra
hinar raunverulegu ástæður fyrir
þessu stríði, og það er alltaf skelfilegt
að ræða ekki hvað liggur raunveru-
lega að baki. Rétt eins og þegar hjón
eru reið hvort við annað, en geta ekki
talað saman. Þá halda þau bara áfram
að vera reið. Ekki bætir svo úr skák
að Bandaríkjamenn eru hættir að tala
um að eina blessun kjarnorku-
sprengjunnar sé sú, að hún komi í veg
fyrir stríð. Nú eru þeir farnir að ræða
um að búa til litlar kjarnorkusprengj-
ur, eitthvað sem þeir kalla takmarkað
kjarnorkustríð. Það er skelfilegt orð.
Maður getur allt eins talað um tak-
markaðar pyntingar. Það er óhugs-
andi, maður getur ekki beitt tak-
markaðri illsku, það er skelfileg
tilhugsun. Maður á þrátt fyrir allt
möguleika á því að hlaupa í skjól fyrir
hríðskotabyssu. En maður hleypur
ekki í burtu frá kjarnorkusprengju.
Hún slekkur allt líf í kringum sig, líka
í framtíðinni. Hún er hið endanlega
hryðjuverk.“
Nútímamaðurinn á allt
Johannes Møllehave hefur vígt líf
sitt kristninni og Guði, í heimi sem
honum finnst sífellt óguðlegri og
skelfilegri. Það hefur þó ekki gert
hann veikan í trúnni, þvert á móti.
„Heimurinn er orðinn kaldranaleg-
ur og harður, miskunnarlaus og fullur
af efnishyggju, hann snýst um að eiga
mikla peninga og spara peninga, líka
á sjúkrahúsunum, við flóttamenn, við
gamla fólkið. Við viljum skera öll flók-
in efnahagsleg vandamál í burtu, og
það finnst mér nöpur og andstyggileg
lífssýn. En preststarfið er alltaf þýð-
ingarmikið, því allir eiga sér einhverj-
ar víddir sem þeir þekkja ekki. Nú-
tímamaðurinn á allt … og það er líka
allt og sumt sem hann á. Við eigum
sjónvarp og alls konar tæki og tól, en
það er svo lítið, þegar öllu er á botn-
inn hvolft. Ef þú gefur barninu þínu
öll leikföng í heimi en enga ást, þá gef-
urðu því ekki nóg. Og það á við um
alla menn.“
Presturinn og rithöfundurinn með
gráa hárþyrilinn og glampann í aug-
unum er hálfsjötugur að aldri, og
geislar af gáfum og lífsþrótti. Hann
virðist samt eldri en hann er. Hann
hefur þegar farið í eina hjartaaðgerð
og hefur ákveðið að þær verði ekki
fleiri. Héðan í frá verður náttúran að
hafa sinn gang.
„Ég veit hreinlega ekki hvort ég
hefði lifað ef ég hefði ekki verið krist-
inn,“ segir hann. „Fyrir mér er
kristnin tilhugsunin um að vera elsk-
aður, hvort sem ég á það skilið eða
ekki. Ég lifi fyrir þetta stórkostlega
örlæti, og sæki lífsþrótt minn í að vita
að við getum ekki keypt það besta í
lífinu. Við getum aðeins þegið það.
Sólargeislann, hönd, augu eða ást
annarrar manneskju, börnin okk-
ar … gjafirnar eru ótrúlegar.“
Höfundur er fréttamaður og
búsettur í Danmörku.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 B 15
GREEN
ww
w.
for
va
l.is
Ármúla 13, 108 Reykjavík
sími 515 1500
www.kaupthing.is
– fyrir þína hönd
Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur sent sjóðfélögum
og rétthöfum yfirlit yfir greidd iðgjöld á tíma-
bilinu 1. janúar 2002 til 31. desember 2002.
Á yfirlitunum koma fram upplýsingar um
greidd iðgjöld, stöðu í séreignardeild og
réttindi í tryggingadeild.
Mikilvægt að bera saman yfirlit og launaseðla
Mikilvægt er að bera saman yfirlit og launa-
seðla sem og að athuga hvort rétt mótframlag
hafi verið greitt til sjóðsins.
Ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið eða
dregið hefur verið af launum þínum og þú
ekki fengið yfirlit, þá vinsamlegast hafðu sam-
band við viðkomandi fyrirtæki og/eða Kaup-
þing banka hf. eigi síðar en 1. júní nk.
Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð
geta dýrmæt lífeyrisréttindi glatast.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn.
Hefur þú fengið yfirlit?
A
B
X
9
0
3
0
3
0
6
Mörkinni 3, sími 588 0640.
Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15
Brúðkaupsgjafir
Br
úð
ar
gj
af
al
is
ta
r