Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ferðalög
Sumarhús á Jótlandi og Fjóni
Getum útvegað fjölda sumarhúsa með leigutíma
frá miðvikudegi til miðvikudags v. Billund-flugs
Bjóðum ódýrari bílaleigubíla frá Billund.
Verð frá dkr. 1.595 vikan, auk afgr.gjald dkr. 281.
Innifalið: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar og skattar,
engin sjálfsábyrgð og frí skráning á viðbótarbílstjórum.
Hafið samband sem fyrst
Fylkir - Bílaleiga ehf. ferðaskrifstofa
Sími 456 3745 – www.fylkir.is
„Á SUMRIN förum við yfirleitt um
hverja helgi út úr bænum ef veðrið
er skaplegt,“ segir Linda Kristín
Guðmundsdóttir en fjölskyldan hef-
ur í mörg ár átt annaðhvort fellihýsi
eða tjaldvagn sem hún hefur farið
með í ferðalög um landið.
„Einn af okkar uppáhaldsstöðum
er Langaholt á Snæfellsnesi en sá
staður verður oft fyrir
valinu ef veðrið er gott
því það er mátulega
langt að keyra þangað
með börnin í aftursæt-
inu og staðurinn ekki
síst frábær fyrir þau.
Víðáttan er mikil og
sandurinn og fjaran fyr-
ir framan tjaldsvæðið.
Börnin geta unað sér
þarna heilu dagana, skoðað það sem
finnst í fjörunni og hlaupið og leikið
sér. “ Linda segir að fólkið sem reki
Langaholt sé einstaklega elskulegt
og vilji allt fyrir gesti sína gera. Þau
reka gistiheimili og þar er fín að-
staða til að baða sig en á tjaldsvæð-
inu sjálfu er síðan önnur hreinlæt-
isaðstaða. Lítil verslun er í
Langaholti þar sem hægt er að nálg-
ast nauðsynjavöru.
Síðast en ekki síst segir Linda að
þar sé golfvöllur sem eiginmannin-
um finnist ómissandi og hún segist
sjálf vera farin að fikra sig áfram
með sveifluna.
„Við förum svo í stuttar ferðir frá
Langaholti, skreppum á Hellnar,
Stapann, förum í Dritvík, göngum
inn Rauðfellsgjá og í fyrra fórum við
t.d. á færeyska daga í
Ólafsvík. Við eigum svo
eftir að prófa að fara
með skíðagræjurnar á
jökulinn og sigla um
Breiðafjörðinn.
Linda segir algengt
að nokkur vinahjón
dvelji saman á tjald-
stæðum og oft segir hún
að þannig sé það hjá
þeim. „Við erum yfirleitt með vina-
hjónum og þá getur oft verið fjör
þegar nokkrar fjölskyldur fara sam-
an.“
Mikil uppbygging á tjaldsvæðum
En hvar er aðstaðan best á land-
inu fyrir fólk sem er á ferð með tjald-
vagna eða fellihýsi?
„Undanfarin ár hefur átt sér stað
mikil uppbygging á tjaldsvæðum og
Uppáhalds tjaldstæði Lindu Kristínar
Guðmundsdóttur er á Snæfellsnesi
Ekkert toppar
að ferðast um
Ísland
Strax og fer að sumra fær fjölskylda Lindu Kristínar
Guðmundsdóttur fiðring. Fellihýsið er fest á kúluna
og góða veðrið ræður áttinni sem valin er.
Linda og Bárður bíða eftir að sjá sel. Margt er hægt að finna sér til dundurs í
Langaholt
Görðum
Snæfellsbæ
Sími 435 6789
Hamrar - tjaldsvæði
Akureyri
sími 4612264
H
vert var tilfefni ferðarinnar? „Tilefnið var
að halda upp á að hafa náð þeim merka
áfanga í lífinu að verða fertugar árið 2001.
Við vorum búnar að safna fyrir ferðinni í rúmt
ár með því að leggja inn á sameiginlegan
reikning tvö þúsund krónur á mánuði. Það var auðvit-
að líka tilgangur ferðarinnar að hlæja og tala eins og
konum einum er lagið, versla, borða góðan mat og síð-
ast en ekki síst að skoða fallega borg.“
Hvar hélduð þið til?
„Við vorum á Gran Catalonia, þriggja og hálfrar stjörnu
hóteli, sem er í miðbæ Barcelona, rétt við Römbluna.
Hótelið var mög snyrtilegt og með góðum morgun-
verði. Við skólasystur erum nefnilega mikið fyrir að
næra okkur og var hópurinn sammála um að morgun-
verðurinn væri bæði fjölbreyttur
og næringarríkur. Það var því borð-
að hraustlega á morgnana áður en
haldið var á vit ævintýranna.“
Hvernig tók Barcelona hópnum?
„Vel. Við vorum átta og vorum til
dæmis aldrei í neinum vandræðum
með að fá borð á veitingastöðum
eða annað þess háttar. Tungu-
málaörðugleikar voru engir þar
sem Spánverjar tala mjög góða
ensku. Við vorum einnig svo ljón-
heppnar að ein úr hópnum kunni
töluvert í spænsku. Það kom sér
einstaklega vel þegar við þurftum
t.d. að kalla eftir reikningnum á
veitingastöðunum. Þá var kallað
„La cuenta, por favor, senjor“ eða
„senjorita“ og þá stukku þjónarnir til og afgreiddu okk-
ur samstundis. Ég mæli sérstaklega með „La cuenta“.“
Var verðlagið hagstætt?
„Já, verðlagið var nokkuð gott. Eins og margir eflaust
vita sem komið hafa til Spánar, þá er mjög ódýrt að
borða þar og Barcelona var engin undantekning. Verð-
lag á fötum og skóm var einnig gott. Auðvitað er hægt
að versla dýrt alls staðar í heiminum, en við vorum
ekkert að leita sérstaklega að slíkum búðum. Þannig
að við „græddum alveg rosalega“ eins og Íslendingum
er einum lagið.“
Hvernig eydduð þið tímanum?
„Við fórum í eina skipulagða ferð með Úrvali/Útsýn.
Það var ferð að Montserrat-fjallinu og Benedikts-
klaustrinu sem þar er. Aksturinn þangað tekur um eina
klukkustund frá miðborginni. Fjallið Montserrat er um
10 km langt og teygir sig hæst í 1.241 metra hæð yfir
sjávarmál. Mjög frægur drengjakór er í klaustrinu og
heyrðum við hann syngja tvö lög ásamt því að hlýða
á kaþólska messu um hádegisbil á sunnudegi. Mjög
tilkomumikið listaverkasafn er undir klaustrinu og
mátti þar sjá listaverk eftir víðfræga listamenn á
borð við Picasso, Tiepolo, Dalí, Monet og Giovanni
svo einhverjir séu nefndir. Því miður var þoka efst á
Montserrat-fjallinu þennan dag sem huldi Jóhann-
esartindinn og því tilgangslaust að fara upp með
kláfnum til að skoða útsýnið þaðan. Við skoðuðum
einnig Gaudi-garðinn í Barcelona sem var alveg stór-
kostlegur. Einnig skoðuðum við hringlaga hús eftir
arkitektinn Gaudi sem nú er safn og var það jafn-
framt stórfenglegt. Því miður var búið að loka kirkj-
unni La Sagrada Familia, sem er hönnuð af Gaudi,
þegar við mættum þangað. Auðvitað þurftum við
svo líka að skoða hið fjölbreytta
mannlíf, sem í borginni er að finna, en
auk þess að verja töluverðum tíma á
veitingastöðum, fórum við m.a. á
skemmtilegan og gríðarstóran úti-
markað í miðborginni sem ilmar af
ferskmeti og fjölbreytileika hvert sem
litið er. Sérstaka eftirtekt vakti auðvit-
að íslenski saltfiskurinn í SÍF-
umbúðunum.“
Eru einhverjir veitingastaðir sér-
staklega eftirminnilegir?
„Veitingastaðurinn Los Caracoles í
gamla hluta Barcelona er mjög eftir-
minnilegur. Þar ganga gestirnir í
gegnum eldhúsið, þar sem mat-
reiðslumeistararnir standa sveittir yf-
ir pottum og pönnum, til að komast
inn í veitingasalina, sem sumir eru prýddir eldgöml-
um eikartunnum. Þarna fengum við okkur pælu að
spænskum sið sem var virkilega góð. Og annað kvöld
settumst við inn á Els quatre gats, sem er ekta kata-
lónskur veitingastaður í módernískum stíl, en þann
stað stundaði Picasso meðan hann bjó í borginni
sem og aðrir listamenn. Þar pöntuðum við önd á lín-
una. Svo má auðvitað ekki gleyma öllum tapas-
börunum, sem eru út um allt, en tapas-réttir eru
dæmigerðir spænskir smáréttir. Eftir að hafa heim-
sótt nokkra slíka staði, urðum við sammála um að
tapasbarinn Txapela, sem stendur rétt fyrir ofan
Katalóníutorgið, stæði upp úr, að öðrum ólöstuðum.“
Myndir þú vilja fara aftur til Barcelona?
„Já, svo sannarlega. Þetta var svo frábær hópur sem
ég var með í Barcelona að í mínum huga verður
Barcelona alltaf falleg og skemmtileg borg. Margt að
skoða og iðandi mannlíf. “
Í lok marsmánaðar fór Ingibjörg Helgadóttir með æskuvinkonum og skólasystrum frá
Húsavík til Barcelona.
Æskuvinkonur frá Húsavík brugðu sér til Barcelona, frá vinstri: Valgerður Bjarnadóttir, Kristín Helgadóttir, Berg-
ljót Snorradóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Jóhanna Ingvarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir og í önd-
vegi liggur Ragnhildur Arnljótsdóttir, sem kom frá Brussel, þar sem hún nú starfar, til að hitta vinkonurnar.
Með æskuvinkonum til Barcelona
Hvaðan ertu að koma?
Gran Hotel Catalonia
Córcega 323 08037
Barcelona
Netfang: cataloni@hoteles-
catalonia.es
Veffang: www.hoteles-
catalonia.es
Restaurante Los Caracoles
Calle Escudellers, 14 08002
Barcelona
Sími: 93-302-3185
Els quatre gats,
Calle Monsio 3
Sími: 93-302-4140
prýðilegu jafnvægi og gaf ekki frá
sér hljóð.
Ég var því engu nær en sá að hún-
hann fór að skoða kvenundirfatnað
skömmu síðar svo kannski þarna hafi
bara verið systir hans eða frænka á
ferð. Því ekki ætla ég bin Laden þó
hann sé jafnmikið svínabest og allir –
ÉG MJAKAÐI mér nær og sá að
veran var einnig blæjuð sem er frem-
ur óvenjulegt hérna í Sýrlandi. Ég
var komin í upplyftan lögguleik og
lést loks hrasa við fótskör hinnar
skikkjuklæddu í þeirri von að heyra
röddina þegar ég bæði innilega af-
sökunar. En hún – eða hann – var í
einkum Bandaríkjamenn – segja að
hann leggi í vana sinn að nota hýjalín
og silki undir skikkjunni.
Írakar eru áberandi á götum Dam-
askus þessar vikurnar og víða má sjá
veggspjöld þar sem er verið að safna
fé til að hjálpa íröskum borgurum og
menn láta glaðir peninga af hendi
rakna. Ekki svo að skilja að Írakar
hafi verið sérlega vinsælir hér, þeir
þykja fullduglegir og of mikil drift í
þeim miðað við Sýrlendinga sem ró-
legri í tíðinni – ekki hvað síst í vinnu.
Þeim er sýnd meiri vinsemd núna og
menn gefa sig að þeim og lýsa sam-
stöðu með þeim og láta fylgja nokkur
vel valin skammaryrði um Banda-
ríkjamenn og dæmalausan yfirgang
þeirra í þessum heimshluta.
Ég hitti Hassan, kunningja minn
og teppa- og dúkasölumann á mark-
aðnum. Hann bað kærlega að heilsa
þeim Íslendingum sem hann hefði
Dagbók frá Damaskus
Var bin Laden undir skikkjunni?
Um daginn þegar ég var í einni
af mörgum rannsóknarferðum
mínum um markaðinn í Damask-
us sá ég allt í einu skikkju-
klædda konu sem gnæfði hátt
yfir aðra, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir, og einhverra hluta
vegna datt mér í hug hvort þarna gæti bara sjálfur bin Laden
verið kominn í dulargervi.