Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 20
Skotheldur slagsmála- munkur sparkar frá sér Hasarmyndin Bulletproof Monk frum- sýnd hérlendis um helgina.  HIn unga norska leikkona Maria Bonnevie, sem segja má að Hrafn Gunnlaugsson hafi uppgötvað á sínum tíma þegar hann réð hana í annað aðalhlutverkanna í Hvíta vík- ingnum, er nú ein sú eftir- sóttasta á Norðurlöndum. Um þessar mundir er hún að leika í bíómyndum fyrir tvo af þekktustu leikstjórum Svía. Önnur er Tre solar eða Þrjár sólir eftir Richard Hobert, sem í fyrra hreppti mikla við- urkenningu fyrir Alla älskar Alice/Allir elska Alice. Leikstjórinn lýsir Þremur sólum sem „vegamynd frá miðöldum“ um ferð konu til móts við eiginmann sinn sem er á leið heim úr krossferð. Í helstu hlutverkum eru Lena Endre, Mikael Persbrandt, Kjell Bergqvist, Per Lass- gård, auk Bonnevie. Hin myndin er spennumynd eftir Kjell Sundvall sem átti mesta sænska að- sóknarsmellinn í fyrra, Grabben í graven bred- vid/Gaurinn í gröfinni í næsta garði með á 9. hundrað þúsunda selda miða. Myndin heitir Hot- et eða Ógnunin og fjallar um tölvunarfræðing í njósnakreppu. Sá er leikinn af Shanti Roney. Bonnevie í önnum Maria Bonnevie. Tvær sænskar.  EINN snjallasti „óháði“ leikstjóri og handritshöfundur Bandaríkjanna er John Sayl- es sem hvað eftir annað skákar Hollywoodframleiðsl- unni með mannlegum og fal- lega sömdum myndum. Hann er um þessar mundir að ganga frá nýjasta verki sínu sem heitir Casa de los Bab- ys og fjallar um sex banda- rískar konur sem leggja í langferð til Suður-Ameríku til að ættleiða þar börn en eru svo tilneyddar lögum sam- kvæmt að setjast þar að. Þessar konur leika Daryl Hannah, Marcia Gay Hard- en, Mary Steenburgen, Lili Taylor, Maggie Gyllenhaal og Susan Lynch. Eins og í mynd Sayles frá 1997 Men With Guns, sem hér var sýnd á Kvikmyndahátíð í Reykjavík, er Casa de los Babys leikin til skiptis á ensku og spænsku, en mest þó á ensku. Gert er ráð fyrir að myndin verði kynnt á Canneshá- tíðinni í næsta mánuði en frumsýnd síðsumars, annað hvort á Feneyjahátíðinni eða í Toronto. Sayles siglir enn í suðurátt Marcia Gay Harden: Barátta um börnin.  TÖKUR eru hafnar á Spáni á nýrri evrópskri stórmynd, spænsk-fransk-breskri sam- framleiðslu, The Bridge of San Luis Rey, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Thorntons Wilder. Sagan kom út 1927 og hreppti Pulitzerverðlaunin, en þar segir frá rannsókn á dul- arfullum dauðdaga fimm manns þegar brú ein í Perú á 18. öld fellur saman af ókunnum ástæðum. Sagan var áður kvikmynduð 1929 og 1944 en núna leikstýrir henni Mary McHuckian frá Írlandi. Hún hefur mikinn stjörnufans í leikhópnum – Robert De Niro, Harvey Keitel, Kathy Bates, F Murray Abraham, Gabriel Byrne, Geraldine Chaplin og marga fleiri. Stjörnufans á Brúnni Robert De Niro: Horft af brúnni.  HOLLENSKI leikstjórinn Paul Verhoeven sem hvarf frá djörf- um og umdeildum myndum í heimalandi á sínu á borð við Fjórða manninn til djarfra og umdeildra mynda í Hollywood á borð við Basic Instinct er að semja um leikstjórn nýrrar spennumyndar þar vestra. Hún heitir Solace og fjallar um rann- sóknarlögreglumann með dul- ræna hæfileika á slóð morð- ingja sem ekki skilur eftir sig neina slóð og veitir þá væntalega ekki af dulrænum hæfileikum. Áður höfðu Nick Cassavetes (John Q) og breski mynd- bandaleikstjórinn Miguel Sapochnik komið til greina fyrir verkefnið. Dulræn spenna hjá Verhoeven Paul Verhoeven: Duló… FRÓÐLEGT var það viðhorfágætshöfundar kvik-myndasamtala, handrits- smiðsins Roberts Towne, sem kom fram í grein hér í blaðinu á skír- dag, að þögnin væri eitt mik- ilvægasta atriði góðs handrits. Þögul svipbrigði á andliti leikara geta nefnilega sagt miklu meira en þrælslega útpældar setningar, sem útskýra eitthvað eða árétta sem ætti að blasa við augum. En eins og Towne bendir á er hand- ritshöfundur í þeirri erfiðu stöðu að þögnin á blaðsíðunni getur í meðförum leikstjóra og leikara orðið að myndrænu öskri uppi á tjaldinu; því hneigist höfundurinn til að skrifa frekar of mikinn sam- talstexta en of lítinn, svo ekki fari nú milli mála hvað eigi að komast til skila hjá áhorfandanum. Þöglu myndirnar svokölluðu lifa auðvitað enn, einkum þó sem söguleg heimild um liðna tíð í frá- sagnartækni. Og ekki fer milli mála að þöglar gamanmyndir end- ast betur en þögul drömu, þöglir rómansar eða þöglar spennu- myndir, enda skyldari innsta eðli látbragðsleiks. Chaplin sem dettur þögull á rassinn er hlægilegur og á að vera það; John Barrymore sem játar konu ást sína þögull á dramatískum hápunkti er nánast hlægilegur án þess að eiga að vera það. En auðvitað eru margar und- antekningar frá slíkri almennri reglu; blóðsugan í Nosferatu er jafnvel enn ógnvænlegri en ella af því hún kemur ekki upp orði. Þrátt fyrir tilkomu hljóðrás- arinnar með öllum sínum sam- tölum, tónlist og effektum hafa ævinlega verið til kvikmyndahöf- undar, eins konar sérvitringar, sem kusu að lifa áfram í ríki þagn- arinnar, nýta veldi hennar í þágu þess stóra sannleiks að maðurinn er það sem hann gerir frekar en það sem hann segir. Þannig sá Frakkinn Jacques Tati í hendi sér að skopleg smæð manneskjunnar í þeim risavaxna, tæknivædda nú- tíma sem hún hefur reist sér verður ekki aðeins þeim mun skoplegri ef hún er orðlaus, held- ur einnig átakanlegri. Herra Hulot í mynd- um Tatis rekur annaðs- lagið upp ókennileg bofs í samskiptum sín- um við umhverfið en segir aldrei heillega setningu. Á þessari tjáningu hvílir ekki síst sígildi þessara mynda. Hér á bíósíðum í dag er rætt við ungan íslenskan kvikmyndagerðarmann, Gunnar Björn Guðmundsson, sem er með tvær myndir í smíðum. Önnur er bíómynd í fullri lengd, að sönnu tilraunakennd í formi, en gengur mjög fyrir sam- talsspuna. Hin er stuttmynd, handrits- skrifuð en ekki spunnin, sem ekki hef- ur að geyma eitt einasta samtal. Á tím- um þegar hin almáttuga tölvu- tækni hefur getið af sér yfirþyrm- andi magn kvik- mynda sem reiða sig á brellur og brögð af flóknasta en um leið ein- faldasta tagi til að segja ekki neitt og reyna að breiða yfir skort á alvöru sögu og alvöru per- sónum með fiff- um, er gaman að til skuli vera fólk sem leitar í öfuga átt, snýr aftur til grunnþátta Að segja með því að þegja „Fólk sem er ómögulegt í mann- legum samskiptum ætti bara að halda kjafti,“ sagði talmeinafræð- ingurinn eftir erfiðan dag. Kvik- myndir byggjast eins og kunnugt er á mannlegum samskiptum, en lengi vel héldu þær kjafti; þær tjáðu sig aðeins með mynd, látbragði, útliti og andlitum leikara. En eftir að Jazzsöngvarinn var frumsýndur árið 1927 hafa þær tæpast samkjaftað. Þær tóku á hljóðrás. Skari skrípó: Látbragðs- kvikmynd á 21. öldinni. Chaplin: Látbragðs- kvikmynd á 20. öldinni. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson KONUNGLEGT bros nefnist ný íslensk bíómynd eftir Gunnar Björn Guðmundsson sem nú er á lokastigi í tökum. „Stór hluti myndarinnar liggur þegar fyrir fullklipptur en við eigum eftir nokkrar tökur í hliðarsögunum,“ segir Gunnar Björn, sem stefnir að frumsýningu með haustinu. Konunglegt bros er óvenjuleg hvað varðar form og vinnsluað- ferðir að því leyti að hún er „mockumentary“ eða platheim- ildarmynd, handritið saman- stendur af fjórum blaðsíðum með lýsingum á lykilpersónum án allra samtala og atriðin síðan frjálslega spunnin í samvinnu leikara og leikstjóra jafnóðum og þau eru tekin. „Og eftir hverja tökutörn höfum við klippt atriðin saman þannig að við sjáum hvað vantar og þannig hefur sagan þróast smátt og smátt. Miðpunktur hennar er aðalpersónan, Frikki Frikk fjöl- tæknilistamaður, sem Friðrik Friðriksson leikur. Fjöltækni- list hans felst í því að fá konur til að verða ástfangnar af sér, segja þeim upp þegar því markmiði er náð og taka ljósmyndir af við- brögðum þeirra. Þessar myndir eru sem sagt fjöltæknilistaverk Frikka Frikk; því ástfangnari sem konurnar verða þeim mun Konunglegt bros, ný íslensk platheimildarmynd, frumsýnd með haustinu Fjöltæknilistamaður á hálli listabraut Listaverk 4: Rómantísk kvöld- stund 2001. Listaverk 3: Sunnudagsbíltúr haustið 2002. Listaverk 2: Kósíkvöld á Freyjugötunni 2002. Listaverk 1: Eftirminnileg versl- unarferð 2003. Fjöltæknilistamaðurinn: Friðrik Friðriksson í hlutverki nafna síns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.