Morgunblaðið - 11.05.2003, Side 18

Morgunblaðið - 11.05.2003, Side 18
18 C SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Styrkur Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til konu sem stundar eða hyggst hefja í haust nám í verkfræði eða tæknifræði. Einungis nám til fyrstu prófgráðu í greininni er styrkhæft. Styrkurinn verður veittur um mánaðamótin ágúst—sept. nk. Styrkupphæðin er 450 þúsund krónur. Umsóknum með náms- og starfsferil ásamt upplýsingum um fyrirhugað nám og staðfest- ingu á skráningu skilist til Orkuveitu Reykjavík- ur, Bæjarhálsi 1, 6. hæð (sími 516 7707), 110 Reykjavík, fyrir 20. júní nk. Orkuveita Reykjavíkur hefur það sem lið í jafnréttisáætlun sinni að hvetja konur til náms í tæknigreinum og reyna þar með að stuðla að auknu framboði af vel menntuðum konum á þeim sviðum sem best nýtast Orkuveitunni. Styrkir Sparisjóður Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um námsstyrki Sparisjóður Kópavogs veitir tvo styrki að fjár- hæð 100.000 kr. hvor. Styrkirnir eru veittir fé- lögum í námsmannaþjónustu Sparisjóðs Kópa- vogs. Annar styrkurinn er ætlaður útskriftar- nema í framhaldsskóla og hinn styrkurinn er ætlaður nema í háskólanámi. Umsóknum um styrkinn þarf að skila inn fyrir 15. maí næstkomandi, ásamt upplýsingum um námsferil, starfsreynslu, viðurkenningar og framtíðaráform. Umsóknir berist til Sparisjóðs Kópavogs, b.t. markaðsdeild, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogi. Þú gætir orðið 100.000 kr. ríkari! Doktorsstyrkur í vetnis- tækni Norræna Orkuverkefnið NER hefur ákveðið að veita styrk til doktorsverkefnis á sviði vetnis- geymslu frá júlí 2003 í þrjú ár. Styrkurinn er launastyrkur og styrkur vegna ferða- og dvalar- kostnaðar. Verkefnið felur í sér að rannsaka svokölluð málmhýdríð til geymslu vetnis og einbeita at- huguninni að notkun þeirra í jarðhitaumhverfi, efnisfræði og kerfisfræði slíkrar geymslu. Verkefnið verður undir aðalleiðsögn Þorsteins I. Sigfússonar, prófessors við Háskóla Íslands, og í sambandi við IFE í Noregi og prófessor V. Yartys. Mestur hluti vinnu verkefnisins mun fara fram á Íslandi, en hluti þess verður unninn í Noregi. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi í vélaverkfræði, eðlisfræði eða skyldum grein- um og hafa til að bera hæfni til sjálfstæðra rannsóknarstarfa og samvinnu í öflugum rann- sóknahópi. Upplýsingar um styrkinn fást hjá Þorsteini I. Sigfússyni prófessor á netfanginu: this@raunvis.hi.is . Umsóknarfrestur er til 25. maí nk. Fyrirtæki óskast Samheld fjölskylda með góð fjárráð óskar að kaupa heildsölu eða fyrirtæki í góðum rekstri. Fullum trúnaði heitið. Öllum svarað. Upplýsingar sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „V — 13680“, fyrir 16. maí. Lítið fyrirtæki óskast Leitum að litlu fyrirtæki eða umboðum með neysluvörur þ.m.t. snyrtivörur eða vörum til heimilisnota svo sem rafmagnstæki o.fl. Upplýsingar merktar: „H — 13677“ sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða í tölvupósti á box@mbl.is fyrir 16. þ.m. HÚSNÆÐI ÓSKAST Verslunarhúsnæði/Kringlan Óskum eftir að taka á leigu/kaupa 90—130 fm verslunarhúsnæði á góðum stað í Kringlunni. Áhugasamir sendi upplýsingar til auglýsinga- deildar Mbl., merktar: „B — 13674.“ FYRIRTÆKI VEIÐI Stangveiðileyfi til leigu Óskað er eftir tilboðum í veiðileyfi í Hvíta á Langholtssvæði í Hraungerðishreppi í sumar. Um er að ræða 3 stangir í 20 daga sem dreifast jafnt yfir tímabilið 14. júní—28. sept. Á svæð- inu veiðist lax og sjóbirtingur. Veiðihús, sem stendur á bakka svæðisins, fylgir veiðileyfun- um umrædda daga. Tilboð merkt: „Stangveiði í Hvítá“ berist í póst- hólf 57, 800 Selfoss. SUMARHÚS/LÓÐIR Sumarbústaðalóðir Til sölu leigulóðir undir sumarbústaði í landi Ketilsstaða, Holta- og Landsveit, Rangárvalla- sýslu. Lóðirnar eru frá 5.000—20.000 m². Rafmagn, kalt og heitt vatn komið á staðinn. Frábært útsýni og góðar reiðleiðir. Upplýsingar í síma 892 5077. &  %   !  Þú ert velkomin(n) á skrifstofu okkar og fáðu allar nánari upplýsingar. Hús og heimili - Bjálkahús ehf., Borgartúni 29, 105 R. S. 511 1818. www.husogheimili.isVið látum drauminn rætast! Hágæða sumarhús hefur skapað sér orð fyrir vönduð hús, hús sem eiga að endast öldum saman. Við höldum nú upp á 11 ára afmæli okkar og erum stolt af því að hafa byggt yfir 300 glæsileg hús víða um landið. Bjálkahús ehf. Rafiðnaðarsamband Íslands Seinni úthlutun orlofshúsa er frá 9. maí til 15. maí Hægt er að sækja um beint á vef- fangi Rafiðnaðarsambands Íslands. www.rafis.is . Orlofsnefnd. + ?   " !   !   9   @   )  A" &" ! *  ?  " +   )         (   (           )             " +         )     * " B!    ? " -       C   ,    + ?   .,)!;!"0  7 8   ,   " . ;!"0   9%9 6" +!  )  !, !           (   ?    ) !    " 5  &6 &9 :*!, !          " < 5   &6 < &9 :*!, ! < + = 9%9 6 < 4>= 9%9 6%          ! ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is ÞAÐ ER líflegt og fjölþætt starf eldri borgara í Árnessýslu. Hópur þeirra kom saman á Flúðum 2. maí á einskonar árshátíð. Sjö félög eldri borgara eru starfandi í Árnessýslu og eru um 900 félagsmenn skráðir. Þessar sameig- inlegu samkomur eru jafnan haldnar um þetta leyti á vorin, til skiptis hjá hverju félagi. Að þessu sinni sóttu um 240 manns samkomuna. Þar fór fram ljóðalestur, leiklestur, séra Bernharður Guðmundsson í Skálholti flutti ágæta tölu um hlutverk og líf þeirra sem farnir eru að eldast. Þá söng Hörpukórinn á Sel- fossi nokkur lög undir stjórn Björns E. Söllermann. Kórfélagar sem eru yfir fjörutíu eru úr sex sveitarfélögum, þeir elstu eru að nálgast nírætt. Nokkrar fyrirhugaðar ferðir voru kynntar en félögin standa fyrir hóp- ferðum bæði innanlands sem utan. Þá voru tekin nokkur dansspor um stund. Veislukaffi var framreitt sem kvenfélag Hrunamanna annaðist. Félögin bjóða upp á fjölþætt félagsstarf. Má þar nefna margskonar hand- verk, tréskurð, föndur, glerlist, bókband, snóker, vatnsleikfimi, dans svo eitt- hvað sé nefnt auk sumarferðanna sem eru ýmist dagsferðir eða hluta úr degi eða uppí þriggja vikna utanlandsferðir. Það ætti því enginn að þurfa að láta sér leiðast þó að árin færist yfir hjá þeim sem eru virkir í félagsstarfinu. Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson Eldri borgarar tóku að sjálfsögðu lagið á árshátíðinni á Flúðum. Fjölþætt félagsstarf eldri borgara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.