Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 B 3 anna á efnisskrá Fanfare Ciocarlia fyrir það að þau eru leikin. Iv- ancea segir að þegar þeir félagar byrjuðu að spila hafi þeim gengið allt í haginn í heimahéraðinu en lengri tíma hafi tekið að vinna íbúa annarra héraða Rúmeníu á þeirra band. „Þegar við vorum að byrja og fórum til dæmis til Búkarest að spila skildi fólk hvorki upp né nið- ur í þessu. Það hafði aldrei heyrt svona músík enda var hún meira og minna bönnuð þegar Ceaucescu var við völd. Í dag má segja að meirihluti manna kunni að meta músík okkar og fleiri álíka hljóm- sveita, en gamla fólkið vill margt halda sig við það sem það ólst upp við fyrir langa löngu,“ segir Iv- ancea og kímir. Hann segir að þó þeir séu að leika þjóðlega tónlist, sumt í nútímalegum útsetningum, sé margt af þjóðararfinum að týn- ast. „Við gleymum líka þó við séum að spila þessa tónlist. Þó ég sé ekki gamall maður þá er Rúm- enía dagsins í dag allt önnur en þegar ég var ungur, gamlar hefðir hverfa óðum og siðvenjur gleym- ast nema menn telji sig geta grætt á þeim,“ segir Ivancea og bætir við eftir smá umhugsun, „líklega er helsta ástæðan fyrir því hve fólk leggur litla rækt við uppruna sinn að lífið er svo erfitt, það er lítið um vinnu og öll orka fer í að sjá sér og sínum farborða, þannig að það er ekkert eftir til annars.“ Fanfare Ciocarlia leikur aðal- lega þjóðlega tónlist eins og getið er en ef það var eitthvað eitt sem varð til þess að gera hljómsveitina eins fræga og raun ber vitni þá var það sú heillahugmynd að spila tón- list frá öllum héruðum Rúmeníu, en ekki bara það sem tíðkaðist í sveitinni. Ivancea vill skrifa það á Helmut Neumann, segir að hann hafi stungið upp á því að þeir gerðu efnisskrána fjölbreyttari og legðu áherslu á austræn áhrif. „Við breytum lögunum talsvert þegar við erum að útsetja þau og sum eru svo breytt að þau hljóma nánast sem ný lög, enda erum við tólf í hljómsveitinni og hver hefur sína skoðun á því hvernig best er að gera hlutina,“ segir Ivancea og skellir uppúr. Lifað góðu lífi Ivancea segir að víst sé erfitt að vera á ferðalagi fimm til sex mán- uði á ári, að þvælast um allan heim, en hann segist lifa góðu lífi, ekki síst í ljósi þess hvernig það var áður en Fanfare Ciocarlia kom til. „Í dag á ég peninga og gefur augaleið að það er betra en að eiga ekkert,“ segir hann og brosir. „Það er líka mikils virði að fá að fara um heiminn og kynnast nýju fólki, leika fyrir nýja áheyrendur. Sem tónlistarmaður finnst mér líka mikils um vert að fá að kynn- ast öðrum tónlistarmönnum og leika með þeim, til dæmis í Síg- aunalestinni sem fór um Evrópu, en í henni vorum við meðal annars að leika með löndum okkar í Taraf De Haïdouks, tónlistarmönnum frá Indlandi og Spáni sem var mjög lærdómsríkt.“ Aðspurður hvort hann eigi sér draum um að leika með einhverjum ákveðnum tónlist- armönnum hugsar hann sig vel um og segir svo: „Ég er saxófónleikari og fyrir mér er mesti saxófónleik- ari í heimi Ferus Mustafov [frá Makedóníu]. Ég myndi samt ekki vilja leika inn á plötu með honum því ég yrði mér til skammar, hann er svo miklu betri en ég,“ segir Iv- ancea og hnyklar brýnnar en svo glaðnar yfir honum, „ég myndi aft- ur á móti vilja spila með Madonnu, ef hún er að lesa þetta bið ég hana að hafa samband,“ segir hann og hlær hjartanlega. Þegar viðtalinu er lokið og ég býst til að fara spyr Ivancea hvort hann megi ekki nota þetta tæki- færi til að koma smá skilaboðum á framfæri: „Ég kynntist íslenskri stúlku í Prag sem mig langar til að bjóða á tónleikana, Tanja, ef þú lest þetta ertu velkomin.“ Vel útilátið stuð Að loknu þessu spjalli sem fram fór á staðnum Etnorama á Norð- urbrú í Kaupmannahöfn var komið að því að sjá sveitina spila á þeim ágæta stað. Uppselt var á tón- leikana og reyndar talsverð biðröð af fólki fyrir utan sem freistaði þess að komast inn, fá kannski keypta miða tónleikagesta sem voru ekki fullvissir um að þeir vildu sjá tónleikana. Inni var pakkað af fólki og mikil eftirvænt- ing í loftinu. Þeir Fanfare-félagar byrjuðu tónleikana á löngum aðdraganda, þar sem menn voru kynntir til sög- unnar og stemmningin keyrð upp smám saman. Eftir því sem fjölg- aði á sviðinu jókst líka stuðið og þegar sveitin var fullskipuð var sett í fluggírinn. Eins og getið er er Fanfare Ciocarlia ekki síst fræg fyrir það hve liðsmenn hennar eru fimir á hljóðfæri sín, geta spilað hratt, nákvæmt og kraftmikið og þeir svikust ekki um að gera það. Tónleikadagskráin var vel sam- sett, ört skipt um dansstíla til að fæturnir fengju sífellt nýja takta til að spreyta sig á, og síðan komu sönglög á stangli þar sem þeir fé- lagar skiptust á að syngja. Frábær var elsti meðlimur sveitarinnar, sem leikur öðru hvoru á klarínett og smávegis slagverk, en hann var með afskaplega tilfinningaríka tregaskotna rödd. Einn trompet- leikara sveitarinnar var lítt síðri söngvari, ekki eins mæddur þó, og einnig sýndi flygelhornleikari hennar ekki bara góðan söng held- ur líka skemmtileg þjóðleg dans- spor. Mest bar þó á Ioan Ivancea sem vonlegt er, enda er hann leið- togi sveitarinnar. Hann er firna góður saxófónleikari sem spilaði af smekkvísi og fimi á milli þess sem hann blikkaði stelpurnar í fremstu röð og reyndi að fá þær upp á svið. Eftir klukkutíma keyrslu var farið að draga nokkuð af áheyr- endum enda dönsuðu allir eins og þeir ættu lífið að leysa. Þá tóku þeir Fanfare-liðar sér stutt hlé, hurfu af sviðinu aftur í um fimm- tán mínútur en tóku svo til óspilltra málanna með viðlíka stuð og í fyrri hlutanum og ekki voru þeir að slá neitt af, spiluðu í klukkutíma til viðbótar áður en þeir fóru af sviðinu og létu svo klappa sig upp. Vel útlilátið stuð. Það er ákveðnum erfiðleikum háð að lýsa fyrir þeim sem ekki hafa heyrt hvernig tónlist Fanfare Ciocarlia leikur, ekki síst þar sem allir vita hvernig lúðrasveit hljóm- ar. Hugsanlega má grípa til orða eins og kletzmer og sígaunatónlist en það nær þó ekki nema rétt að gefa nasasjón af stuðinu sem er á þeim félögum þegar þeir eru komnir vel af stað. Ef að líkum lætur eiga þeir eftir að smekkfylla Nasa 25. júní næstkomandi, en þá er líka eins gott að það sé nóg pláss á dansgólfinu því það er ógerningur að sitja á sér. arnim@mbl.is Hljómsveitin spilar hratt og af mikilli nákvæmni, sem er enginn hægðarleikur þegar menn eru að blása í túbur og saxófóna. Ioan Ivancea fór fyrir liði sínu eins og herforingi. HÁSKÓLI ÍSLANDS Inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík dagana 23. og 24. júní 2003. Staður og stund verða tilkynnt þegar fjöldi þátttakenda liggur fyrir. Þátttakendur þurfa að skrá sig til inn- tökuprófsins fyrir 5. júní 2003. Skráning fer fram í Nemendaskrá Háskóla Íslands á sérstöku eyðublaði sem þar liggur frammi en það er einnig að finna á netinu (www.hi.is/ stjorn/nemskra/umsoknareydublod.). Við skráningu þarf að leggja fram kvittun fyrir greiðslu próftökugjalds kr. 8.500,- inn á bankareikning 0137-26-000085. Kennitala HÍ 600169-2039. Leggja þarf fram staðfest afrit af stúdentsprófsskírteini við skráningu. Þeir sem útskrifast á tímabilinu 5.-17. júní skili staðfestu afriti eigi síðar en 19. júní. Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próflotum hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Samkvæmt reglum um inntökupróf (sjá www.hi.is/nam/laek) er það haldið einu sinni á ári í júnímánuði. Inntökuprófið er sam- keppnispróf þar sem nemendur keppa innbyrðis um efstu sætin, sem veita aðgang að náminu. Því er lögð rík áhersla á að jafnræðis sé gætt í hvívetna, þ.e. að allir nemendur taki samtímis eitt og sama prófið við sambærilegar aðstæður. Af því leiðir að ekki verða haldin s.k. endurtöku- eða sjúkrapróf. Tiltekinn fjöldi þeirra nemenda sem bestum árangri ná í prófinu, fær rétt til náms í lækna- deild Háskóla Íslands – nú 48 nemendur í læknisfræði og 20 í sjúkraþjálfun. Nemandi sem öðlast rétt til náms í læknadeild, að loknu inntökuprófi, skal skrá sig í Háskóla Íslands og greiða skrásetningargjald ekki síðar en 20. ágúst og hefja námið á haustmisseri 2003. Að öðrum kosti hefur hann fyrirgert rétti sínum til náms í læknadeild á grundvelli þessa inntökuprófs, en þann rétt öðlast þá sá nemandi sem næstur var því að öðlast rétt til náms á grundvelli sama inntökuprófs. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í læknadeild, eiga þess kost að skrásetja sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningargjalds skv. reglum Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um inntökuprófið og dæmi um prófspurningar má finna á heimasíðu læknadeildar Háskóla Íslands www.hi.is/nam/laek. Læknadeild Háskóla Íslands INNTÖKUPRÓF Í LÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS SJÚKRAÞJÁLFUNARSKOR OG LÆKNISFRÆÐISKOR Þvottastöðin með bílnum á þakinu, Bíldshöfða 8. Sumarþvottur: fólksbíll 1.290. Jeppar/stærri bílar allt að 35“ 1.590. Seljum 10 tíma afsláttarkort. Þrífum einnig bílinn að innan og utan: Lítill bíll 3.000.-Stór bíll 5.000.- Fagmenn veita aðstoð við að gera bílinn seljanlegri. Frúin hlær í hreinni bíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.