Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 7
Áhuginn vakti athygli deildarforsetans Árið 1987 hafði Snorri sig loks í að sækja um og í janúar 1988 hóf hann nám í flugverkfræði við Embry-Riddle Aeronautical Uni- versity í Duluth í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Hann útskrifaðist með láði fjórum árum síðar og bætti við sig meistaragráðu sem hann lauk árið 1993 með aðra hæstu einkunn í deildinni. Meðan á náminu stóð vann Snorri að ýmsum aukaverkefnum og tók m.a. þátt í keppni um að hanna flugvél sem átti að taka við af A-10 Thunderbolt-herflugvélinni. Samnemandi hans og núverandi rannsóknarstjóri Rannsóknar- nefndar flugslysa, Þormóður Þor- móðsson, aðstoðaði hann við til- raunir í reykgöngum og stjórnaði myndbandsupptökum sem stóðu í þrjár klukkustundir í vondu lofti og funhita. Þessi aukastarfsemi sem Snorri tók að sér, án þess að fá einingar fyrir, varð til þess að for- stöðumaður verkfræðideildarinnar hafði samband við sex verksmiðjur í Bandaríkjunum og mælti með honum. Varð úr að Snorri hóf störf hjá Cirrus-verksmiðjunum árið 1995. Snorri segir að í rauninni hafi hann verið að uppskera eins og hann sáði. Hann hafi verið búinn að kynna sér alls kyns hluti sem lúta að flugi og flugvélasmíði áður en hann hóf nám og hafði því forskot á aðra nemendur. Allar þessar ferðir á Reykjavíkurflugvöll og látlaus lestur á fræðibókum borguðu sig. Flugvélin svífur til jarðar í fallhlíf Sérsvið Snorra hjá Cirrus er flugeðlis- og burðarþolsverkfræði. Þegar Snorri tók til starfa hjá Cir- rus var nýbúið að fljúga frumgerð SR-20. Framundan var langt ferli þar sem gerðar voru tilraunir á vélinni og henni breytt á ýmsa lund. „Eftir að ég fór að vinna í þessu breyttust ýmsir hlutir. Við lengdum stélarminn á vélinni og breyttum áfallshorni á hæðarstýri. Og svo enduðum við með því að setja sérstakar frambrúnir á væng- ina til þess að hún yrði afskaplega góð í ofrisi en þetta er sjálfsagt besta vél sem hægt er að stjórna eftir að hún hefur ofrisið,“ segir Snorri. Hann sá einnig um að reikna út afkastagetu vélarinnar, s.s. hámarksflugþol og eldsneyt- iseyðslu, heppilegustu stærð á stjórnflötum hennar og fleira. Sóun í hergagnaiðnaði Meðal annarra verkefna sem Snorri vann að var smíði mann- lausrar njósnavélar fyrir Banda- ríkjaher. Vélin er í sama flokki og Predator-njósnavélin sem talsvert hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. „Við vorum fengnir til að hanna burðarvirkið en gátum engu ráðið um útlitið. Gerðar voru kröfur um að hermaður í eiturefnabúningi gæti tekið hana úr kassa á vígvelli og sett hana saman á sjö mín- útum,“ segir Snorri sem sá m.a. um að hanna vængfestingar. Það sem honum fannst fróðlegast við verkefnið var að sjá hversu illa er farið með almannafé við fram- leiðslu hergagna. Hann segir að slælega hafi verið staðið að verk- efninu enda hafi kostnaðurinn orðið gríðarlegur. Hver flugvélaskrokk- ur, án hreyfils og rafeindatækja, kostaði 30.000 dollara. „En þetta var að mörgu leyti bara baðker með vængjum. Síðan átti eftir að bæta við rafeindatækjum og það hefur sjálfsagt kostað 100.000 doll- ara í viðbót,“ segir Snorri. Miðað við núverandi gengi dollars, sem er reyndar afar lágt gagnvart krónu, kostaði vélin því um 10 milljónir króna. Fjórir geisladiskar með frumsaminni tónlist Flugið á þó ekki hug hans allan því Snorri semur og leikur tónlist af miklum móð. Fjórir geisladiskar með svokallaðri „instrumental“- tónlist, þ.e. tónlist án söngs, og eitt tónlistarmyndband eru á afreka- skránni. Í apríl voru tvö tónverk eftir Snorra flutt á opnunarhátíð í stjörnuskoðunarstöð í Ástralíu en stjórnendum hennar þótti tónlistin einkar hentug fyrir þetta umhverfi. Þriðji diskur Snorra, Cosmic Jour- ney, var einmitt tileinkaður geim- ferðum. „Það er gaman að þessu. Maður verður að hafa einhver áhugamál fyrir utan flugið,“ segir Snorri Guðmundsson. TENGLAR ..................................................... www.snorri.com www.cirrusdesign.com runarp@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 B 7 Það getur allt gerst ... 18% afsláttur 30 ára lánTILBOÐ Hér erum við gur Sæbraut ata kk as tíg ur LindargataHverfisgata Vi ta stí gu r Ba ró ns stí gu r ta Njálsgata Bergþórugata Skarphéð.gKarlagVífilsg MánagSkeggjag Flókagata Hrefnug Kjartannn ar sb ra ut ða rs tr Sn or ra br au t eifsgata Egilsgata Ra uð ar ár st íg ur Háteigsvegur Þv er ho lt Ei nh oltMeðalholt Stórholt Stangarholt Skipholt Brautarholt Bolholt Skipholt Nó at ún Laugavegur Hátún Miðtún Hátún Miðtún Nó at ún Samtún Sóltún Borgartún H öf ða tú n Sæbraut Sæt únSkúlatún Skúlagata Kr ing lum ýr ar br au t Sigtún HofteigurLaugateigur Hr ísa tei gu r La ug arn e mú li Va tn sh olt álm ho lt Engja Lá gm úli Há tún Steintún HLEMMUR M jö ln is h. Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com - persónulega eldhúsið *á starfssvæði SPRON ELDASKÁLINN býður allar eldhúsinnréttingar INVITA með allt að 18% afslætti. Gildir til 1. júlí n.k. Sérverð á Brandt heimilistækjum og Wickanders gólfefnum. Möguleiki á allt að 30 ára veðláni* frá SPRON. Lánið getur náð yfir fullfrágengið eldhúsið með tækjum, flísum, gólfefnum, málningu og uppsetningu. SPRON býður 50% afslátt af lántökugjaldi og frítt verðmat til 1.júlí n.k. Opið hús: laugardag kl. 10 - 16 sunnudag kl. 11 - 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.