Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 B 17 bíó Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 27. maí 2003, kl. 16.00, að Hvammi Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Önnur mál löglega upp borin. Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar sjóðsins og rétthafar rétt til setu á fundinum. Þeim sjóðfélögum sem hafa áhuga á að kynna sér tillögur til breytinga á samþykktum eða ársreikning sjóðsins fyrir fundinn er bent á að hægt er að nálgast þær á eftirfarandi hátt: • Á skrifstofu sjóðsins í Borgartúni 30, Reykjavík • Fá þær sendar með því að hafa samband í síma 510 5000 • Fletta þeim upp á vefsíðu sjóðsins, www.lifeyrir.is Reykjavík, 2. maí 2003. Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 9 3 9 2 / S ÍA .I S DAGSKRÁ Borgartún 30 • 105 Reykjavík • sími 510 5000 • fax 510 5010 • mottaka@lifeyrir.is • lifeyrir.is ÁRSFUNDUR 2003 – 27. maí á Grand Hótel Reykjavík Súrefnisvörur Karin Herzog ...fegurð og ferskleiki... Kynningar: Mánudaginn 26. maí Hagkaup Smáralind. Þriðjudaginn 27. maí Hagkaup Smáralind. Miðvikudaginn 28. maí Hagkaup Smáralind. Föstudaginn 30. maí Lyfja Smáralind. Laugardaginn 31. maí Lyfja Smáralind. w w w .k a ri n h e rz o g .c h  Endurbyggja húðina  Vinna gegn öldrunareinkennum  Vinna á bólum og bólgum  Stinna og þétta húðina  Vinna á appelsínuhúð og sliti  Viðhalda ferskleika húðarinnar  Þær eru ferskir vindar í umhirðu húðar MYNDIN, sem fengið hefuralmennt prýðilegar við-tökur vestra, markar reyndar þau tímamót á ferli Liotta að hann gerist þar framleiðandi auk þess að leika annað aðal- hlutverkið, ásamt Jason Patric. Hann segir að hann hafi ekki ver- ið yfir sig hrifinn af því hvernig leikferillinn var að þróast og ákveðið að taka málin í eigin hendur. Hann stofnaði því fram- leiðslufyrirtæki í félagi við eig- inkonu sína og þriðja mann og skipti í leiðinni um umboðsmann. „Ég vildi í rauninni byrja upp á nýtt og hreinsa til á borðinu,“ segir hann. Og fyrsta handritið sem barst var Narc sem bauð upp á áhugaverðar persónur og óvæntan endi. Narc er mynd sem minnir á löggutrylla 8. áratugarins, sem menn á borð við William Friedkin og Sidney Lumet leikstýrðu, og sjálfur tengir Liotta hana við The French Connection Friedkins. Það var ein- mitt undir lok þess áratugar sem Ray Liotta hóf sinn leikferil í sápu- óperum og sjónvarpssyrpum. Hann er núna tæplega 48 ára að aldri, fæddur í New Jersey, og eignaðist hálfs árs að aldri kjör- foreldra. Hann þótti hæfi- leikaríkur íþróttamaður og lék körfubolta og knattspyrnu í gagn- fræðaskóla, auk þess að vinna í bílapartasölu föður síns. Leiklist- aráhugi var farinn að gera vart við sig og Liotta lauk BA-prófi frá leiklistardeild Miami-háskóla en vann sér inn skotsilfur með því að starfa í kirkjugarði og einhvern veginn passar hann vel inn í leg- steinalandslag. Á meðan hann stundaði námið lék hann í fjölda skólasýninga, ekki síst í söng- leikjum á borð við Sound of Mus- ic, West Side Story, South Pacific og Cabaret, auk klassíkera eins og Taming Of the Shrew, A Streetcar Named Desire og Of Mice and Men. Því má segja að Ray Liotta hafi lagt upp með fjölbreytta leik- reynslu, þótt ekki hafi hún nýst beinlínis í sápunum sem við tóku og frumrauninni í kvikmyndaleik, ruslmyndinni The Lonely Lady (1983) með Pia Zadora, afslátt- arkynbombu. Liotta hafði í háskólanum kynnst Steven Bauer, sem síðar varð um tíma allþekktur leikari (Scarface, Thief Of Hearts). Bauer kvæntist svo leikkonunni Melanie Griffith og þegar hún fékk aðalhlutverkið í kolsvörtu vegamyndargríni Jonath- ans Demme Something Wild (1986) fékk Liotta hana til að útvega sér leikprufu. Demme sá fljótlega að Liotta smellpassaði í snældugalið hlutverk fyrrum eiginmanns Griff- iths. Enda vakti túlkun hans verð- skuldaða athygli og nú streymdu til Liotta tilboð um að leika fleiri geðsjúklinga og glæpahunda. Hann var hins vegar staðráðinn í að fest- ast ekki í slíku fari og þáði frekar viðkvæmnislegt hlutverk í dramanu Dominick and Eugene (1988) og lék íþróttagoðsögnina Shoeless Joe Jackson í Field Of Dreams (1989). Svo kom tímamótarullan – mafíós- inn Henry Hill sem kemur upp um félaga sína í GoodFellas (1990), orð- ljótum og grófum sannsögulegum ofbeldisópus Martins Scorsese. Þarna tókst Liotta það vandasama verk að ljá frekar óaðlaðandi karakter und- irliggjandi mýkt og dýpt. Síðan hefur Ray Liotta leikið til skiptis sálsjúka gaura og illmenni í myndum á borð við Unlawful Entry (1992) og reynt að færa út kvíarnar með misjöfnum árangri í rómantískri gamanmynd, Corrina, Corrina (1994) og fjölskyldumynd- unum Operation Dumbo Drop (1995) og Muppets in Space (1999). Árið 2001 var afar vel heppnað fyr- ir leikarann því hann fór á kostum í þremur ólíkum hlutverkum, sem geðþekkur faðir dópsalans Johnnys Depp í Blow, sem manngreyið sem lenti í heilaskurðaðgerð Hannibals Lecter í Hannibal og sem fórn- arlamb bragðarefanna í gam- anmyndinni Heartbreakers. Og ekki er útlitið verra núna. Á eftir Narc verður frumsýnd hér- lendis um næstu helgi morðgátan Identity sem notið hefur mikilla vinsælda vestra undanfarið. Ray Liotta getur því brosað sínu blíð- asta, sem reyndar er ekki mjög blítt. Óblíður á manninn Þegar Ray Liotta brosir sínu blíðasta gæti sá sem brosað er til ímyndað sér að hann verði senn bitinn á barkann. Sjálfsagt er það einmitt ímyndun; sjálf- sagt er Ray Liotta hinn vænsti maður og góður við menn og málleysingja. En það er eitthvað ógnvekjandi við svart- brýndan augnsvipinn, eitthvað ískyggi- legt í köldu brosinu. Því eru geðsjúkir morðingjar fleiri á hlutverkaskránni en góðmennin þótt Liotta hafi sýnt og sannað að hann getur túlkað hvoru tveggja. Og þótt hann leiki laganna vörð í harðsoðna löggutryllinum Narc, sem frumsýndur er hérlendis um helgina, er ekki þar með sagt að sá ætti ekki fullt eins heima bak við lás og slá. Árni Þórarinsson SVIPMYND hefur lagt sig sérstaklega fram um að leika hin fjölbreyttustu hlutverk, einmitt vegna þess hversu auðvelt væri að festa hann í illmennunum. Þó var meira að segja hann hikandi þegar honum bauðst að leika söngvarann og hjartaknúsarann Frank Sinatra í sjónvarpsmynd- inni The Rat Pack. „Það var of ógnvekjandi. Ég er ekki eft- irherma og á ekkert sameig- inlegt með Sinatra, annað en að við erum báðir frá New Jersey.“ En „ég ákvað að hætta að ótt- ast hlutverkið og faðma það að mér í staðinn.“ Ýmsum þætti betra ef hann hefði sleppt því. Reuters Ray Liotta SÖNGUR og dans eru ekki það fyrsta sem áhorfendum dettur í hug þegar jafn ágætir drama- tískir leikarar og Kate Winsl- et og James Gandolfinieru annars vegar. Hvort tveggja verður þó verk- efni þeirra og meðleikkonunnar Susan Sarandon þegar þau leika íRomance & Cigarettes fyrir bandaríska leikarann og í þessu tilfelli leikstjórann og handrits- höfundinn John Turturro. Sag- an segir frá manni einum sem missir fótanna í framhjáhaldi en finnur síðan fótfestuna á ný. „Hér er eitthvað fyrir alla,“ segir Turturro. „Sagan nær utan um alla þá þætti sem áhorfendur kunna að meta í kvikmyndum, þ.á m. ég – grín, drama, dásam- lega tónlist og dans.“ John Turturro leikur oft fyrir Coen- bræður og þeir leggja nú honum lið með því að standa að fram- leiðslu Romance & Cigarettes. Winslet og Gand- olfini syngja og dansa John Turturro: Músíkal. ar og samstarfsmanns. Í Stevie leit- ar höfundurinn uppi gamlan skjólstæðing sinn, ofvirkan dreng sem nú er fullorðinn, og leitast við að skilja og skýra hlutskipti hans. Í Fa- mily/Fjölskylda leitar fullorðinn kvikmyndagerðarmaður uppi burt- floginn föður sinn. Íslenskt dæmi um mynd af þessu tagi er Leitin að Rajeev eftir Rúnar Rúnarsson og Birtu Fróðadóttur, þar sem sú síðarnefnda leitar uppi horfinn æskufélaga. Í svona myndum er kvikmynda- listin að hluta til orðin að eins konar þerapíu fyrir viðkomandi höfund, sem sjálfur er þá í miðpunkti þeirra, ekki síður en viðfangsefnið. Þörf kvikmyndagerðarmannsins fyrir að gera myndina er persónuleg, einka- leg, en sú brýna þörf getur, þegar vel tekst til, skilað sér í nærgöngulli, áhrifasterkari miðlun á lífsreynslu sem hefur altækt gildi. Allt um föður minn er eitt besta dæmi sem ég hef séð um gildi þess að opinbera einka- mál sín.  NÆSTA mynd hins at- hyglisverða en mistæka leik- stjóra og leik- skálds Neils LaBute (Possession, Nurse Betty) verður Vapor, sem byggð er á skáldsögu Amanda Filipacchi. Þar segir frá leikkonu sem ekki gengur vel á framabrautinni þar til hún bjargar lífi sérviturs vísindamanns. Hann launar henni lífgjöfina með því að beita vísindum sínum til að gera hana fræga. Þau Sandra Bullock og Ralph Fiennes hafa tekið að sér aðalhlutverkin í myndinni sem fara á í tökur með haustinu. Sandra Bullock: Fræg. Fiennes gerir Bullock fræga klippir og leikur aðalhlutverkið, mótorhjólakappa í ástarsorg, að virðist. Í góða tvo tíma þarf maður að horfa upp á kauða sitja undir stýri, keyra, keyra, keyra og keyra, horfa út um gluggann, klóra sér í hausnum, bursta tennurnar, fara í sturtu, þvo sér um hárið, taka bens- ín, klæða sig í peysu, spóka sig í þröngum buxum (sem hann greini- lega telur fara sér mjög vel), heilla konur og aðra og vorkenna sjálfum sér. Myndin hefur hrundið af stað há- værri umræðu um það hvað í ósköp- unum vaki fyrir þeim sem standi að vali mynda í aðalkeppninna, hvort hin þriggja manna valnefnd, skipuð almættinu geltandi Gilles Jacob, að- stoðarmanni hans hundtryggum og listrænum stjórnanda Thierry Fré- maux og Véronique Cayla fram- kvæmdastjóra, sé eitthvað að tapa áttum. Handónýtar myndir á borð við japönsku marglyttu-myndina Bjarta framtíð (Akarui mirai), ofur- tilgerðarlegu Tiresia eftir Bertrand Bonello sem fékk evrópsku Media verðlaunin fyrir Le Pornographe og innantómu stílorgíuna Fjólubláa fiðrildi (Purple Butterfly) renna sannarlega stoðum undir það. Undirritaður hefur aldrei séð svo hundleiðinlegar myndir í aðalkeppni Cannes-hátíðar og vonar að þær verði valnefnd víti til varnaðar. Snemma hátíðar, þegar haldinn var blaðamannafundur vegna sýningar á Matrix-myndinni nýju, kom fyrst, og óhjákvæmilega, upp á yfirborðið umræðan sem flestir aðstandendur hátíðarinnar höfðu klárlega vonast til að sneiða hjá, togstreita milli Frakklands og Bandaríkjanna vegna Íraksstríðsins. Þótt allir hlut- aðeigendur hafi harðneitað því að slík pólitík snerti kvikmyndahátíð eins og Cannes eru alltof mörg merki þess að raunin sé önnur. Fyr- ir það fyrsta eru óvenju fáar myndir í keppni frá Bandaríkjunum og í of- análag óvenju margar sem gagn- rýna þetta stórveldi í vestri; nægir þar að nefna Dogville, sem sögð hef- ur verið ein beinskeyttasta en um leið óræðasta Bandaríkjaádeila, sem gerð hefur verið. Valið á bandarísku myndunum í keppninni hefur og vakið spurning- ar; að velja mynd eins og Brúnu kanínuna kjósa sumir að líta á sem hreina móðgun við aðra bandaríska kvikmyndagerðarmenn, hin vafa- sama Elephant Gus Van Sants um háskólaofbeldi þykir henta málstað Frakka gegn stórveldinu vel og í Innrás barbaranna notar Denys Arcand tækifærið til að láta skoðun sína í ljós á Bush og öðrum leiðtog- um sem hann telur stefna öryggi heimsins í hættu, reyndar á meðan hann skýtur föstum skotum á lamað velferðarkerfið í Kanada. Það er hundur í Cannes í ár og satt best að segja má títtnefndur undirritaður hundur heita ef hann hefur getið sér rétt til um hver hlýt- ur Gullpálmann í kvöld og önnur sigurlaun sem afhent verða við há- tíðlega athöfn í Lumiére-sal Hátíð- arhallarinnar við La Croisette. Þetta er nefnilega allt spurning um einhverja óskýranlega hunda- heppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.