Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 B 13 ferðalög ENGINN er svikinn af því að koma við hjá honum Hildibrandi Bjarna- syni í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit, sem er miðja vegu milli Grund- arfjarðar og Stykkishólms. Hildi- brandur er nefnilega einn frægasti hákarlabóndi landsins, tekur ferða- mönnum opnum örmum og býður meðal annars upp á hárkarl og söguskoðun um bæjarhlaðið, sem hefur ásamt öðru að geyma litla og merkilega timburkirkju frá árinu 1857. Kirkja þessi er ein af fáum svokölluðum bændakirkjum, sem eftir eru í landinu, sem þýðir að kirkjan er í eigu Hildibrands og ber honum að sjá um hana á meðan hans nýtur við. Eftir siðaskiptin kepptust bænd- ur landsins við að byggja kirkjur og var Bjarnarhafnarkirkja gerð að bændakirkju árið 1286. Þrátt fyrir að sóknin hafi verið stór hér í eina tíð, er bærinn Bjarnarhöfn nú eini bærinn í sókninni og teljast sókn- arbörnin því vera um átta talsins. „Það má því segja að hér sé nú orðið enginn ágreiningur innan sóknarinnar,“ segir Hildibrandur og hlær. Merkilegir kirkjumunir Hildibrandur er uppfullur af sög- um þegar mætt er í hlaðið. Á með- an við stöldrum í litlu kirkjunni, er honum tíðrætt um marga merka gripi, sem kirkjunni hafa áskotnast í gegnum tíðina. Nefna má predik- unarstól frá 1694 með máluðum myndum af guðspjallamönnunum, þrjú hundruð ára kertastjaka, oblátudós í katalónskum stíl úr gulli, hvítagulli og silfri gerða af dönskum gullsmið árið 1829, alt- arisklæði sem gefin voru af ekkju Páls Melsteð amtmanns árið 1862 og síðast en ekki síst merka alt- aristöflu, sem fyrst er getið í ann- álum árið 1640. „Vera má að hún hafi komið hingað miklu fyrr,“ segir Hildibrandur, „en þannig var að hol- lenskir kaupmenn, sem voru að koma hingað til Kumbaravogs, lentu í sjávarháska úti fyrir Breiða- firði og hétu því að þeir skyldu gefa kirkjunni fallega altaristöflu ef þeir björguðust. Þeir efndu heit sitt með þessari mjög svo lifandi altaristöflu, sem enginn veit hver gerði en talið er að hún sé frá skóla Rembrandts komin. Og augu Krists fylgja gest- um eftir hvar sem þeir eru staddir í kirkjunni, segir Hildibrandur og bendir síðan á sæti í kirkjunni sem snýr baki við altarinu og segir að þetta sæti hafi breyst í árdaga frá því að vera „sæti hinnar syndugu konu“ í að verða „sæti hinnar ólof- uðu meyjar“. Hákarl í hávegum En nú stendur hins vegar mikið til hjá Hildibrandi því hann er að stækka verulega við sig vegna ferðabransans, sem virðist vera að vinda upp á sig ár frá ári enda læt- ur nærri að hátt í tíu þúsund manns sæki hann heim á ári hverju. Og er hákarlinn auðvitað þar í hávegum. Eftir söguskoðun í kirkjunni, býður Hildibrandur í hús þar sem á borðum er hákarl, harð- fiskur og íslenskt brennivín, en áð- ur en nokkur fær að smakka á veigunum, segir hann að best sé að dýfa hákarlsbitunum í brennivínið, telja upp að tíu á meðan hann mar- inerast og síðan að njóta. Þetta hugnist útlendingum, sem eru að smakka íslenskan hákarl í fyrsta sinn, sérlega vel. Hildibrandur verkar hákarl allt ár- ið og segir hann að verkunarferlið taki allt frá sex til átta mánuði. Hróður hans hefur borist víða enda hafa sótt hann heim erlendir frétta- menn í leit að efni. „Ég tala hins- vegar bara mína íslensku og hef ekki lært neitt annað. Í reynd ætl- aði ég mér aldrei út í neina ferða- þjónustu, en hlutirnir æxluðust bara á þennan veg. Faðir minn byrj- aði á þessu og eftir að hann féll frá og túristarnir héldu áfram að koma, var annaðhvort að reka þá í burtu eða taka á móti þeim. Ég kaus síð- ari kostinn þrátt fyrir að vera bæði feiminn og hlédrægur. Og yfir sauð- burðinn getur verið skemmtilegt fyrir fólk að koma í fjárhúsin.“ Ný og fín aðstaða Hildibrandur stendur nú í stór- framkvæmdum og er að byggja 250 fermetra aðstöðu í tengslum við ferðaþjónustuna á bænum. Þar er m.a. anddyri, þrjár snyrtingar, lít- il setustofa, eldhús og 200 fer- metra safnahús, sem lagt verður kastalasteini og fjörugrjóti. „Þessi aðstaða verður auðvitað tengd há- karlsverkuninni og safnið búið bát- um í minni eigu og ýmsu dóti, sem hér er og gleymdist að henda,“ segir Hildibrandur að lokum. Hildibrand- ur hákarla- bóndi opnar safnahús Hildibrandur Bjarnason í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit. Morgunblaðið/JI Kirkja þessi er ein af fáum bændakirkjum, sem eftir eru á landinu. Stöðugt hefur fjölgað gestum hjá Hildibrandi Bjarnasyni, há- karlabónda í Bjarnarhöfn, sem nú er að byggja upp mynd- arlega ferðaþjónustuaðstöðu. Jóhanna Ingvarsdóttir kom við hjá Hildibrandi.  Hildibrandur Bjarnason Bjarnarhöfn 340 Stykkishólmur Sími: 438 1581 GSM: 864 1581 join@mbl.is Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is á mann í tvíb‡li í 7 nætur me› hálfu fæ›i. 49.970 kr.* Sta›grei›sluver› * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting m/hálfu fæ›i, akstur og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 12 67 05 /2 00 3 Nú er tækifæri a› komast til Krítar og búa á 4ra stjörnu hótelinu Porto Platanias. Fallegt hótel, me› fyrsta flokks fljónustu og gó›um mat. Hóteli› stendur vi› ströndina í Platanias í göngufæri vi› veitingsta›i, verslanir og bari. Herbergi eru loftkæld me› öllum nútíma flægindum og á hótelinu er sundlaug, barir og veitingasalur. Örfá herbergi í bo›i á tilbo›sver›i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.