Morgunblaðið - 08.06.2003, Side 8
8 B SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEIR eru 32 og 38 ára ogsynir Magnúsar Bjarn-freðssonar fréttamannsog Guðrúnar Árnadótturbókavarðar. Páll og Árni
Magnússynir hafa komið með áber-
andi hætti inn í íslenska pólitík en
líklega hefur kosninganóttin hvergi
verið jafnspennandi og innan fjöl-
skyldunnar. Bræðurnir skiptust á að
vera inni á þingi og úti alla nóttina.
Fyrstu tölur á kosninganótt sýndu
Árna frambjóðanda Framsóknar-
flokksins í Reykjavíkurkjördæmi
Norður og nýskipaðan félagsmála-
ráðherra inni. Næstu tölur sýndu að
Páll bróðir hans og frambjóðandi
Framsóknarflokksins í Suðvestur-
kjördæmi hafði skotið honum út.
Daginn eftir kom hins vegar í ljós að
Árni bróðir hans hafði náð kjöri.
„Þegar ég fór að sofa klukkan 4
var ég þingmannslaus, það var ég
líka þegar ég vaknaði klukkan 8.
Klukkan hálftíu var Árni svo kominn
inn og það kom okkur verulega á
óvart,“ segir Magnús pabbi þeirra
um tíðindi kosninganæturinnar.
„Í mínum huga eru úrslit kosning-
anna mjög góð. Þetta var það
skársta sem gat gerst, fyrst ég
komst ekki inn þá komst bróðir minn
að minnsta kosti inn,“ segir Páll.
„Árni hafði ímugust á pólitík“
Þótt Árni og Páll starfi nú báðir í
stjórnmálum, Árni sem félagsmála-
ráðherra og Páll sem aðstoðarmaður
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, leit
lengi vel ekki út fyrir að þeir myndu
báðir starfa á þessu sviði.
„Árni hafði ímugust á pólitík og
ætlaði alls ekki að blanda sér í hana,“
segir Magnús sem jafnframt á tvö
önnur börn sem standa alfarið fyrir
utan stjórnmálin.
„Páll var hins vegar félagsmála-
frík frá upphafi og varð snemma
mjög pólitískur. Hann tók virkan
þátt í félagslífi strax í grunnskóla og
varð snemma formaður í nefndum og
ráðum, var forseti Menntaskólans í
Kópavogi og formaður Stúdentaráðs
Háskóla Íslands. Það kemur mér því
ekki á óvart að hann skuli lifa og
hrærast í stjórnmálum, en með Árna
er annað mál,“ segir Magnús.
Bræðurnir segjast geta tekið und-
ir þessa lýsingu föður þeirra, en
hvers vegna var Árni svona mikið á
móti stjórnmálum á sínum yngri ár-
um?
„Ég held að ástæðan geti verið sú
að þegar ég var ungur og unglingur
var pabbi í bæjarmálapólitíkinni í
Kópavogi. Mér fannst þetta ekki
nógu gott, ég sá pabba of sjaldan og
ákvað á þeim árum að stjórnmál
væri eitthvað sem ég ætlaði ekki að
koma nálægt. Svo var það ein af
þessum tilviljunum í lífinu sem réð
því að ég blandaði mér í stjórnmálin.
Guðni Ágústsson hringdi í mig
haustið 1994 og bað mig að vera
kosningastjóra hjá sér. Þá stóð
þannig á í mínu lífi að ég var til í að
skipta um vinnu og sló til,“ segir
Árni sem segist reyndar hafa litið á
kosningastjórastarfið sem hverja
aðra vinnu, hann hafi ekki verið að
taka þátt í stjórnmálum. En ekki
varð aftur snúið, hann „tók bakter-
íuna“ og er nú orðinn ráðherra
Framsóknarflokksins.
Páll félagsmálafrík frá upphafi
Aðkoma Páls að stjórnmálum er
með allt öðrum hætti, hann sýndi
pólitíska tilburði strax á bernskuár-
unum:
„Ég var alltaf mjög pólitískur og
ég man að strax í grunnskóla var ég
farinn að rífast um stjórnmál. Þegar
ég var 23 ára var ég búinn að vera
tvisvar í framboði til sveitarstjórnar.
Ég stefndi ekki beint að því að verða
stjórnmálamaður en maður er alltaf
að taka ákvarðanir sem færa mann
sífellt meira inn í hringiðu stjórnmál-
anna.“ Eins og áður segir var Magn-
ús faðir bræðranna bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins og nú hafa
bræðurnir báðir fetað í fótspor föður
síns og gerst Framsóknarmenn.
„Ég hef verið Framsóknarmaður
frá því ég man eftir mér og alltaf ver-
ið mjög stoltur af því,“ segir Páll sem
gegnt hefur starfi aðstoðarmanns
iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá
árinu 1999 auk þess sem hann hefur
setið á þingi síðasta kjörtímabil sem
varaþingmaður og átt sæti í hinum
ýmsu nefndum og ráðum.
Öðru máli gegnir um Árna, fram-
sóknarhollusta hans er ekki jafn-
gömul. „Ég myndaði mér ekki
flokkspólitíska skoðun fyrr en raun-
verulega 1995. Það var ekki fyrr en
ég fór að vinna í stjórnmálum að ég
upplifði það þannig að mínar lífs-
skoðanir fóru saman við grundvall-
arhugsjónir Framsóknarmanna.
Fram að því hafði ég til að mynda
kosið þann flokk sem mér leist best á
í hvert skipti,“ segir Árni en bætir
við að Framsóknarflokkurinn hafi
þar óneitanlega komið við sögu.
Hann segir að hlutirnir hafi gerst
hratt eftir kosningar og nú sé hann
kominn á fullt í ráðherrastarfið. Þótt
hann hafi ekki starfað á Alþingi hafi
hann tekið virkan þátt í stjórnmálum
undanfarin átta ár, verið aðstoðar-
maður iðnaðar- og viðskiptaráðherra
og utanríkisráðherra, framkvæmda-
stjóri Framsóknarflokksins og bæj-
arfulltrúi í Hveragerði. Hann segist
hafa ákveðið að fara í framboð í
Reykjavík fyrir nýliðnar kosningar,
fyrst og fremst til að taka þátt í
kosningabaráttu sem hann taldi að
gæti verið tímamótabarátta fyrir
Framsóknarflokkinn.
Framhaldið þekkja allir, hann var
kosinn á þing og var óvænt gerður að
félagsmálaráðherra. Magnús faðir
bræðranna segist enn vera að átta
sig á því að elsti sonur hans sé orðinn
„hæstvirtur“.
Góðir vinir sem
treysta hvor öðrum
Þrátt fyrir ólíka aðkomu að stjórn-
málum eiga þeir bræður margt sam-
eiginlegt og eru góðir vinir. Þeir eru
báðir Framsóknarmenn, hafa báðir
gegnt starfi aðstoðarmanns iðnaðar-
og viðskiptaráðherra og verið frétta-
menn hjá sjónvarpinu. Þeim er
stundum ruglað saman og einkum í
fjölmiðlum. Það hefur til dæmis
komið fyrir að þeir eru báðir nefndir
innan sömu fréttar, þegar aðeins
annar á hlut að máli.
„Ég held að þótt fólk geti ruglast á
okkur sjái allir að við erum mjög
ólíkir. Og þrátt fyrir ólíka aðkomu
okkar að stjórnmálum þá sjá allir að
við erum fyrst og fremst miklir vinir
og höfum mikinn styrk hvor af öðr-
um. Við tölum mjög mikið saman um
stjórnmál og okkar persónulegu að-
stæður í stjórnmálum. Hvað sem á
dynur getum við alltaf treyst hvor
öðrum,“ segir Páll.
Árni tekur undir þetta: „Við höf-
um alltaf verið góðir vinir. Ég er sex
árum eldri og tuktaði Palla til –
þangað til hann varð svona stór,“
segir Árni og lítur á yngri en talsvert
hávaxnari bróður sinn.
Íþróttamaður
og antisportisti
En þrátt fyrir að vera bræður,
bestu vinir og samherjar í stjórnmál-
um er eitt sem þeir munu líklega
aldrei geta sameinast um: íþróttir.
Páll er mikill íþróttaáhugamaður
og dyggur stuðningsmaður Liver-
pool. Hann hefur spilað fótbolta frá
því hann man eftir sér og prófað hin-
ar og þessar íþróttir í gegnum tíðina,
meðal annars golf, handbolta og am-
erískan fótbolta.
Árni er hins vegar ekkert fyrir
íþróttir gefinn, eyðir frístundum í að
dytta að bústaðnum með fjölskyld-
unni, sinna bíladellunni og veiðiskap
og sparar ekki skoðanir sínar þegar
kemur að fótbolta: „Í mínum huga er
fótbolti fullkomið tilgangsleysi, það
er einn bolti og 22 leikmenn sem
sparka honum frá sér um leið og þeir
ná honum,“ segir Árni og glottir. Þar
með eru þeir bræður komnir í hörku-
samræður um gildi knattspyrnu og
íþrótta almennt. Á þennan veg voru
umræðurnar víst á æskuheimilinu,
svo ekki er hægt að segja annað en:
snemma beygist krókurinn.
Bræður í pólitík
Bræðurnir Árni og Páll
Magnússynir hafa komið
með áberandi hætti inn í ís-
lensk stjórnmál. Þótt þeir
hafi báðir verið í framboði
fyrir Framsóknarflokkinn í
síðustu kosningum leit lengi
vel út fyrir að afskipti ann-
ars þeirra af stjórnmálum
yrðu engin. Ragna Sara
Jónsdóttir hitti bræðurna
úr Kópavogi sem stundum
er ruglað saman.
Morgunblaðið/Arnaldur
Þeir eru samherjar í stjórnmálum, en ósammála um margt annað. „Við höfum alltaf verið góðir vinir. Ég er sex árum eldri og tuktaði Palla til – þangað til hann varð
svona stór,“ segir Árni og lítur upp á yngri, en talsvert hávaxnari, bróður sinn.
Þeir Árni og Páll segjast alltaf hafa verið góðir vinir. Hér situr Árni, sex ára, með
Pál, sem aðeins var nokkurra mánaða er myndin var tekin.
Jólakveðja frá bræðrunum, sem hér sjást á yngri árum . Magnús faðir þeirra
segist enn vera að venjast því að sonur hans sé orðinn hæstvirtur.
’ Og þrátt fyrirólíka aðkomu okkar
að stjórnmálum þá
sjá allir að við erum
fyrst og fremst mikl-
ir vinir og höfum
mikinn styrk hvor af
öðrum. Við tölum
mjög mikið saman
um stjórnmál og
okkar persónulegu
aðstæður í stjórn-
málum. Hvað sem á
dynur getum við
alltaf treyst hvor
öðrum. ‘
rsj@mbl.is