Morgunblaðið - 08.06.2003, Page 13

Morgunblaðið - 08.06.2003, Page 13
Íslandingar sem ætla að ferðast innanlands í sum- ar geta haft gagn af því að skoða slóðina www.travelnet.is Fyrir fjöl- skylduna Gönguferðin tekur um tvo tíma og ekkert kostar að taka þátt. Í SUMAR gefst ferðalöngum á Aust- urlandi og auðvitað heimamönnum líka tækfæri til að fara í tveggja tíma kvöldgöngu með leiðsögn í nágrenni Egilsstaða. Ferðafélag Fljótsdals- héraðs stendur fyrir kvöldgöngum með stuðningi frá Austur-Héraði. Guðmundur Sveinsson Kröyer sem á sæti í ferðanefnd Ferðafélags Fljóts- dalshéraðs segir að gönguferðin sem á boðstólum sé henti öllum og sé miðuð við að öll fjölskyldan geti tekið þátt í henni. Guðmundur segir að  Farið verður frá Upplýsinga- miðstöðinni á tjaldsvæði Egils- staða öll miðvikudagskvöld klukkan 20 frá 9. júlí - 13. ágúst. farið verði upp á Egilsstaðakoll og niður í Egilsstaðavíkina sem er í landi Egilsstaðabýlisins. Fyrir utan Egilsstaði er Nátthagavík og þangað verður haldið og þingsteinar skoð- aðir í leiðinni. Gönguferðin endar með því að gengið verður á Gálga- klett sem er forn aftökustaður. Guðmundur segir að um leiðsögn sjái Anna María Arnfinnsdóttir en hún mun bjóða leiðsögn á ensku og íslensku. Ekkert kostar að taka þátt í þessum gönguferðum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti PLÚSFERÐIR hafa ákveðið að bjóða flug til Alic- ante í vetur með beinu leiguflugi Flugleiða. Þetta er í fyrsta sinn sem flogið er reglulega í beinu leiguflugi til Alicante að vetri til. Flogið verður dagana 22. október, 5. nóv- ember, 19. nóvember, 3. desember, 18. desember og 5. janúar. Kynningarverð er á fyrstu 200 sætunum og kostar sætið frá 14.900 krónum aðra leiðina með flugvallarsköttum og 27.930 krónur báðar leiðir með flugvallarsköttum. Flogið til Alicante í vetur  Allar nánari upplýsingar veita sölumenn Plúsferða í síma 5352100 Veffang Plús- ferða er www.plusferdir.is Dagsferð í Kárahnjúka FLUGFÉLAG Íslands í samvinnu við Ferðaþjónustu Tanna á Eskifirði býð- ur nú í fyrsta sinn á Íslandi skipu- lagðar dagsferðir til að skoða stærstu framkvæmdir Íslandssög- unnar við Kárahnjúka. Ferðin tekur einn dag og ferðin er á kynning- arverði alla miðvikudaga og laug- ardaga í júní og kostar 16.830 krón- ur. Flogið er frá Reykjavík til Egilsstaða að morgni dags þar sem hópbifreið frá Tanna Travel tekur á móti far- þegum. Á leið uppá virkjunarsvæðið er meðal annars stoppað á Skriðu- klaustri. Á Fljótsdalsheiði er mögu- leiki að sjá hreindýr á leið að Kára- hnjúkum þar sem virkjunarfram- kvæmdir verða skoðaðar. Gengið verður niður að Hafrahvammagljúfri og fegurð þess skoðuð. Á heimleið- inni er farið um Laugavalladal og gefst fólki kostur á að baða sig í heitum læk. Gönguferðir í nágrenni Reykjavíkur Göngugarpar ÍT-ferða er heitið á klúbb sem stofnaður var í apríl sl. Gengið hefur verið í nágrenni Reykjavíkur. Í dag, 8. júní verður gengið á Helga- fell fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þann 15. júní verður gengið að Tröllafossi í Mosfellsdal og þann 22. júní farið á Skálafell á Hellisheiði Síðasta sunnudag mánaðarins, þann 29. júní, verður farið á Mosfell í Mos- fellsdal. Gott er að taka með sér nesti. Öllum er heimil þátttaka og ekkert kostar í gönguferðirnar.  Flugfélag Íslands Bókun í ferðir í síma 5703030 Tölvupóstfang res@flugfelag.is Vefslóð: www.flugfelag.is Frá og með síðustu mánaða- mótum er mætingartími kl. 10 hvern sunnudagsmorgun. Þátt- takendur hittast við nýju vetn- isstöðina (Skeljung/Skalla) við Vesturlandsveg alla dagana, nema 15. júní, þá hittast göngu- garpar við Hafnarfjarðar- kirkjugarð.  OPNAÐUR hefur verið upplýsinga- vefur fyrir Íslendinga á leið til Dan- merkur. Vefurinn er unninn af Hirti Smárasyni sem hefur verið búsettur í Danmörku og þekkir því landið af eigin raun. Hann segir að vefurinn eigi að auðvelda Íslendingum að ferðast og flytja til Danmerkur því þar sé safnað saman á einn stað öllum helstu upp- lýsingum sem fólk þarf á að halda. Leitast er við að vísa yfir á gagn- lega vefi þar sem er að finna nýjar og réttar upplýsingar um hvert málefni. Á þann hátt á að vera fljótlegt að finna réttar upplýsingar. Á vefnum eru veitt- ar upplýsingar um gistingu, lestir, ferj- ur, rútur, flugfélög, ferðaskrifstofur, bílaleigur, skemmtigarða, söfn, útihá- tíðir, ferðamöguleika áfram frá Dan- mörku og fleira. Þeir sem eru að flytja búferlum til Danmerkur geta fundið upplýsingar um atvinnu og atvinnuleit, húsnæðismál, barna- og fjölskyldumál, nám, stofnun fyrirtækis og fleira. Verkefnið var styrkt af Samskip og Iceland Express. Slóðin er: www.TheShortcut.To/ dan-info Nýr upplýsingavefur um Danmörku  NÝTT tjaldsvæði hefur verið tekið í notkun á gamla malarvelinum við Borgarbraut í Borgarnesi. Búið er að tyrfa gamla völlinn og koma þar upp salernum, sturtu og handlaugum. Þá stendur til að helluleggja í sumar á svæðinu og setja upp útigrill og leik- tæki fyrir börn. Næsta sumar verður síðan farið út í frekari framkvæmdir, malbikuð bíla- stæði og sett upp rafmagn fyrir hjól- hýsi, fellihýsi og húsbíla. Einnig verður þá hægt að losa vatn á svæðinu. Nýtt tjaldsvæði í Borgarnesi Með AVIS kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald. Bretland kr. 2.800,- á dag m.v. A flokk Danmörk kr. 3.200,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.