Morgunblaðið - 29.06.2003, Page 10
10 B SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Innan um sprengjur
Lucibi Hmood og Ahmed Khudier eru báðir heimilislausir en hafast við í 576. flugskeytastöðinni í Al Baladiat sem er nú yfirgefin en þar höfðu þjóð-
varðliðssveitir fyrrverandi einræðisherrans Saddams Hussein aðsetur. Í stöðinni býr fólk innan um ýmiss konar hættuleg vopn og sprengjur sem eru á
víð og dreif. Khudier býr þarna ásamt eiginkonu og tíu börnum en u.þ.b. 60 aðrar fjölskyldur hafast þarna við.
Írak flýtur á olíu
Mikið er um að eldsneyti sé selt á svörtum mark-
aði en mikill skortur er á því. Það skýtur skökku
við því Írak er annað olíuauðugasta land í heimi.
Munaðarleysingjar
Þennan íraska dreng hittum við á Dar Al Hahan-munaðarleysingjahælinu í Bagdad en þar
búa um hundrað munaðarlaus fötluð börn. Vegna vanefna er aðbúnaður og umönnun í lág-
marki á heimilinu.
Thamir og Fatíma
Thamir Mahdi Salman, Fatíma, eiginkona hans, og þrjú
börn þeirra eru heimilislaus. Thamir kvaðst hafa selt
hús fjölskyldunnar til þess að kaupa lyf fyrir bróður
sinn sem var alvarlega veikur af krabbameini og koma
honum undir læknishendur. Allt kom fyrir ekki og
bróðir Thamirs lést. Þau hafa síðustu misserin búið á
götunni. Aðstæður þeirra eru ekkert einsdæmi. Lækn-
iskostnaður er óheyrilegur fyrir þá efnaminni sem oft
missa aleigu sína þegar alvarleg veikindi koma upp.
Lífeyrir
Gömul kona tekur við styrk frá nýju
yfirvöldunum í landinu. Ákveðið var
að herliðið myndi greiða ellilífeyr-
isþegum, öryrkjum og ríkisstarfs-
mönnum 40 dollara á mann til að
lifa af. Sumir eiga erfitt með að
sækja styrkinn sinn því stundum er
um að ræða fársjúkt fólk sem
kemst illa leiðar sinnar.
Vopn á veginum
Maður gengur fram hjá yfirgefnum eldflaugum
rétt hjá 576. flugskeytastöðinni í Al Baladiat.
Mikið er um að vopn hafi verið skilin eftir á glám-
bekk víða í Bagdad.
Morgunblaðið/Þorkell