Morgunblaðið - 18.08.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 221. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Núllfyrir-
tækin dafna
Walter Powell rannsakar fyrirtæki
sem vilja ekki græða Viðskipti 11
Sherrell og Blake vinna sjálf-
boðavinnu á Akranesi 10
ESB-aðild
eða ekki?
Líflegar umræður um Evrópu-
stefnu Íslands Miðopna 16-17
KONRÁÐ Eggertsson hrefnu-
veiðimaður, gjarnan nefndur
Hrefnu-Konni, leysir hér festar við
Ísafjarðarhöfn síðdegis í gær þegar
bátur hans, Halldór Sigurðsson
ÍS-14, lagði af stað til hrefnuveiða í
vísindaskyni. Með í för voru tveir
vísindamenn frá Hafrannsókna-
stofnun.
Tveir aðrir bátar lögðu af stað til
hrefnuveiða í gær og fyrrinótt, Sig-
urbjörg BA-155 frá Reykjavíkur-
höfn og Njörður KO-7 frá Kópavogs-
höfn. Í gærkvöldi hafði engin hrefna
veiðst en mikil leynd hefur hvílt yfir
því hvar bátarnir halda sig, auk þess
sem myndatökur fjölmiðla hafa ekki
verið heimilaðar, að sögn af öryggis-
ástæðum. Konráð Eggertsson sagði
við Morgunblaðið, er hann var á leið
út Ísafjarðardjúpið í gærkvöldi, að
óneitanlega væri það sérstök tilfinn-
ing að vera á leið til hrefnuveiða að
nýju eftir þetta langt hlé. Spenna
væri í lofti en þó ekki jafnmikil og á
árum áður. Vonaðist hann til þess að
fá frið við veiðarnar. „Þetta er eng-
inn leikvöllur,“ sagði Konráð, sem
hafði orðið var við nokkrar hrefnur í
kringum sig.
Hrefnu-Konni
leysir festar
Hrefnuveiðibátar/4Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
MIKLAR líkur eru á öðru tilræði
hryðjuverkamanna í Bandaríkj-
unum í líkingu við árásina 11. sept-
ember 2001, að því er kemur fram í
skýrslu rannsóknastöðvar í London
um hryðjuverkahættu í heiminum.
Nær öllum ríkjum heims, 186 tals-
ins, er þar raðað í samræmi við mat
á hættunni sem er sögð mest í Kól-
umbíu. Næstlægst á listanum er Ís-
land en lægst er Norður-Kórea.
Rannsóknastöðin aðstoðar op-
inberar stofnanir, banka og önnur
stórfyrirtæki í 45 löndum við að
meta áhættuna við fjárfestingar.
Mest er áhættan talin í Kólumbíu,
Ísrael, Pakistan, Bandaríkjunum og
á Filippseyjum í þessari röð.
Auk Íslands eru Andorra, Hvíta-
Rússland, Liechtenstein og Slóven-
ía sögð vera mjög örugg lönd.
Hryðjuverkaógnin
Ísland næst-
öruggast
London. AP.
BANDARÍSKIR vísindamenn segja
að noti astmasjúklingar of lengi
hefðbundin lyf gegn sjúkdómnum
geti það valdið því að einkennin vaxi í
stað þess að dvína, að sögn BBC.
Astmalyf eru oftast af gerðinni
albuterol, ventolin eða salbutamol.
Þau auka virkni svonefndra beta
2AR-móttakara í lungnavefjunum.
En í vísindaritinu Journal of Clinical
Investigation segist hópur vísinda-
manna við Cincinnati-háskóla hafa
gert tilraunir með mýs og komið hafi
í ljós að til langs tíma valdi lyfin því
að öndunarfærin verði mjög við-
kvæm fyrir áreiti sem komi af stað
astma. Breskur sérfræðingur, Mart-
in Partridge, segir að lyfin séu ekki
endilega hættuleg, en leggja beri
áherslu á að finna orsakir astma og
leiðir til forvarna.
Astmalyf
varasöm?
LAUN hérlendis hækkuðu um
5,5% á ársgrundvelli á almennum
vinnumarkaði á öðrum fjórðungi
ársins að því er kemur fram í töl-
um Hagstofu Íslands. Laun hækk-
uðu enn meira í opinbera geir-
anum eða um 5,9%, umreiknað til
árshækkunar. Sambærileg hækk-
un launa hefur verið 3% að með-
altali á ári í ríkjum ESB að sögn
Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoð-
arframkvæmdastjóra Samtaka at-
vinnulífsins (SA).
„Við höfum hækkað laun á Ís-
landi tvöfalt og þrefalt meira en í
nágrannalöndunum um margra ára
skeið,“ segir Hannes. Hann segir
að samhliða hafi gengi krónunnar
hækkað, hlutfall launa í verðmæta-
sköpun vaxið og samkeppnisstaðan
versnað. Það hljóti að koma niður
á fjárfestingum og framtíðarvexti í
atvinnulífinu. „Þetta er ójafnvægi
sem hlýtur að leiðréttast. Þetta
kallar annaðhvort á aðlögun í
gegnum gengið, sem verið hefur
hin hefðbundna íslenska leið, eða
þá með því að hér verði kostn-
aðarþróunin hægari en í viðskipta-
löndunum.“
Í tölum Hagstofunnar kemur
fram að á milli áranna 2001 og
2002 hækkuðu laun á almennum
vinnumarkaði um 5,4% en laun op-
inberra starfsmanna og banka-
manna hækkuðu mun meira eða
um tæp 10%. Hannes segir
launaþróun hjá hinu opinbera vera
áhyggjuefni. Þar sé launaskrið,
þ.e. hækkanir umfram samninga,
meira en á almenna vinnumark-
aðinum. Um síðustu áramót hafi
samningsbundin launahækkun ver-
ið töluvert meiri á almenna mark-
aðinum en þrátt fyrir það hafi laun
hækkað meira hjá hinu opinbera.
„Þetta er og hefur verið
áhyggjuefni um margra ára skeið.
Ég tel að þessi mikla kostnaðar-
hækkun sem verið hefur hjá hinu
opinbera þrýsti upp kostnaðar-
hækkunum á almenna vinnumark-
aðinum og veiki þannig samkeppn-
isstöðu okkar,“ segir Hannes.
Meiri hækkun launa en í ESB
SA telja hækkanir hins opinbera
hækka kostnað á almennum markaði
SPRENGT var stórt gat á eina af aðalæðum vatnsveitunnar í Bagdad í
gær og flæddi vatnið um göturnar þar til starfsmönnum veitunnar
tókst að loka fyrir vatn til borgarinnar meðan gert var við gatið. Eldar
loguðu enn á tveim stöðum í olíuleiðslu í norðanverðu Írak.
Ahmed Ibrahim, hershöfðingi og nýr yfirmaður írösku lögreglunn-
ar, hét því að elta uppi þá sem stæðu fyrir skemmdarverkum. Sagði
hann þá vera hóp „samsærismanna sem fá peningagreiðslur frá
ákveðnum stjórnmálaflokki“ fyrir að sprengja upp olíuleiðslur.
Nokkrir bandarískir hermenn særðust er sprengja sprakk við járn-
brautarteina í gær. Skotið var þrem sprengjum að Abu-Ghraib-fang-
elsinu í Bagdad aðfaranótt sunnudags og féllu þar sex íraskir fangar
auk þess sem 59 særðust. Samir Shakir Mahmoud, félagi í fram-
kvæmdaráði Íraks, sagði árásina hafa verið verk „hugleysingja“. Pal-
estínskur myndatökumaður Reuters-fréttastofunnar var skotinn er
hann var að störfum við fangelsið í gær.
Danskur hermaður fellur
Liðsmaður í um 420 manna liðstyrk frá Danmörku, sem annast
ásamt Bretum öryggisgæslu í og við Basra, féll á laugardag í Al-
Madinah, skammt norðan við borgina, ef til vill vegna voðaskots eigin
félaga. Flokkur þeirra hafði rekist á vörubíl nokkurra vopnaðra Íraka
og vildi athuga hverjir væru á ferð. Í átökum sem þá hófust féllu einnig
tveir Írakar, einn særðist og sex voru handteknir.
Reuters
Íraki kannar skemmdir sem urðu á aðalvatnsæð í norðurhluta Bagdad í gær. Stórt
gat var gert með sprengju á leiðsluna sem er um 160 sentimetrar að þvermáli.
Vatnsleiðsla
í Bagdad
sprengd
Lögreglustjóri segir spellvirkja fá
greiðslur frá „stjórnmálaflokki“
Bagdad, Basra, Tikrit. AP, AFP.
♦ ♦ ♦
Veraldarvinir
á Íslandi