Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 2
STEVE Holland, einn þekktasti
stjórnandi flugvélalíkana í heim-
inum, sem dvalist hefur hér á landi
undanfarna daga, segir að veðrið á
Íslandi sé með því versta sem hann
hafi kynnst. „Við höfum kynnst
meiri veðurofsa hér en nokkurs
staðar annars staðar. Rigningin er
meiri en við höfum áður upplifað.
Við höfum þó notið veru okkar hér
vel og okkur hefur verið sýnd gest-
risni hvert sem við höfum farið,“
segir hann.
Steve Holland er mjög þekktur í
heimi áhugamanna um fluglíkön og
hefur ferðast víða um heim til að
sýna hæfni sína í þeirri list og unn-
ið til margra verðlauna.
Íslensku líkönin góð
Ein af ástæðum heimsóknar
Steves Hollands til landsins er að
prufufljúga nokkrum fluglíkönum
sem Íslendingar hafa smíðað. „Ís-
lendingarnir héldu að þeirra líkön
væru verri en þau sem við erum
vanir en í raun er því þveröfugt
farið. Líkön þeirra eru betri en þau
sem við smíðum; sennilega er það
vegna þess hve veturinn er lang-
ur,“ segir Steve og gefur til kynna
að gnægð tíma til þess að sinna
áhugamálinu hafi skilað sér í gæð-
um afrakstrar vinnu íslensku flug-
líkanasmiðanna.
„Ég flýg vélunum á sérstakan
hátt og er þekktur fyrir hæfileika
mína til að fljúga flugvélamódelum.
Flugvélarnar sem ég hafði með
mér eru frægar. Sú stærri, The
Comet, er mjög fræg vél.“
Hún er eftirlíking af vél sem
upphaflega var smíðuð til þess að
taka þátt í kappflugi frá London til
Ástralíu árið 1934. Gerð voru þrjú
eintök af vélinni til þess að taka
þátt í kappfluginu. Ein vélanna
varð vélarvana í Bagdad, ein þeirra
varð fyrst í keppninni og sú þriðja
hafnaði í þriðja sæti. Þeirri flugvél
var snúið til baka til Englands um-
svifalaust eftir lendingu í Ástralíu
og fór til baka með fréttamyndir af
hinni sögufrægu flugkeppni.
The Comet er stærsta flugmód-
elið á Englandi og er 67 kg á
þyngd.
Morgunblaðið/Ómar
Steve Holland sýndi mikla leikni þegar hann stýrði flugvélamódelum sínum á Hamranesvelli. Honum þótti talsvert snúið að eiga við íslenska veðrið.
Steve Holland hefur flogið flugvélalíkönum um heim allan
Versta
veðrið á
Íslandi
The Comet er stærsta flugvélin sem Holland kom með til Íslands en hún
vegur 67 kg. Vélin er eftirlíking af frægri flugvél sem smíðuð var árið
1934.
Steve Holland kom með 10 flug-
módel með sér til Íslands.
FRÉTTIR
2 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VATNSÆÐ SPRENGD
Skemmdarverkamenn eru sagðir
hafa sprengt gat á eina af helstu
vatnsæðum Bagdad-borgar í gær.
Taka varð allt vatn af borginni um
hríð en búist var að viðgerð yrði lok-
ið fyrir nóttina. Enn loga eldar sem
kviknuðu á tveim stöðum á olíu-
leiðslu í norðurhluta Íraks í liðinni
viku. Eldarnir koma í veg fyrir að
hægt sé að dæla olíu til Tyrklands og
er fjárhagslegt tjón því mikið.
Laun hækka
Laun hækkuðu um 5,5% á al-
mennum vinnumarkaði á öðrum
fjórðungi ársins samkvæmt tölum
frá Hagstofu Íslands. Launahækk-
anir hafa verið næstum tvöfalt meiri
hér á landi en að jafnaði í samkeppn-
isríkjum.
Hrefnuveiðar hafnar
Þrír bátar hafa lagt af stað til
hrefnuveiða í vísindaskyni. Engin
hrefna hafði veiðst í gærkvöldi en
mikil leynd hvílir yfir hvar bátarnir
halda sig.
Hryðjuverkahætta lítil hér
Bresk stofnun, sem metur hryðju-
verkahættu um allan heim, telur
mikla hættu á að aftur verði gerð
stór árás í Bandaríkjunum. Hættan
er sögð næstminnst á Íslandi í ríkj-
unum 186 sem gefin er einkunn í
þessum efnum, minnst er hættan í
Norður-Kóreu.
Vill íhuga skattahækkun
Aðalráðgjafi leikarans og re-
públikanans Arnolds Schwarzen-
eggers um lausn á fjárhagsvanda
Kaliforníu, auðkýfingurinn og demó-
kratinn Warren Buffett, segir hugs-
anlegt að hækka verði skatta í sam-
bandsríkinu. Eru sumir
repúblikanar mjög ósáttir við þá
hugmynd. Schwarzenegger býður
sig fram til ríkisstjóra í nóvember og
er næstefstur í nýrri skoðana-
könnun.
Laus störf á Austurlandi
354 laus störf voru á Austurlandi
og Norðurlandi um síðustu mán-
aðarmót og er mikil eftirspurn eftir
starfsfólki. Atvinnuástandið er mun
betra á landsbyggðinni en á höf-
uðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.
2003 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÁSGEIR ER KOMINN TIL FÆREYJAR TIL AÐ FAGNA SIGRI / B2
LOGI Gunnarsson körfuknattleiksmaður úr
Njarðvík samdi um helgina við þýska úrvals-
deildarliðið Giessen 46ers. „Ég samdi til
tveggja ára og er mjög ánægður með þetta. Ég
hafnaði tilboði frá Ulm þar sem ég spilaði í
fyrra og einnig frönsku liði. Tvö önnur félög í
þýsku úrvalsdeildinni höfðu rætt við mig en ég
taldi þetta besta kostinn því það er ekki alltaf
best að velja sterkusu liðin og sitja á bekknum
hjá þeim,“ sagði Logi í samtali við Morg-
unblaðið. Giessen rétt missti af úrslitakeppn-
inni í fyrra, endaði í níunda sæti, en komst hins
vegar í undanúrslit í bikarnum þar sem liðið
féll út á móti meisturum Berlínar.
Giessen virðist stefna hátt því búið er að ráða
nýjan þjálfara og semja við nokkra sterka leik-
menn þannig að Logi segist hlakka til komandi
vetrar.
Logi kominn til
liðs við Giessen
Þarna er mikið starf síðustu áraað skila sér og hér í Slóvakíu
skilur enginn hvernig þetta er hægt.
Ég held að Heimir hafi getað valið úr
135 leikmönnum og það segir sína
sögu að það þarf tölvert mikla vinnu
til að búa til gott lið úr því. Strák-
arnir hafa spilað marga landsleiki og
gríðarleg vinna er þarna að skila
sér,“ sagði Guðmundur.
Spurður um úrslitaleikinn sagði
hann: „Liðið sýndi ótrúlegan styrk,
það lenti undir í byrjun en síðan ekki
söguna meir og íslensku strákarnir
voru betri á öllum sviðum, spiluðu
fína vörn og markvarslan var góð og
hraðaupphlaupin fygldu í kjölfarið.
Sóknarleikurinn var fjölbreyttur og
góður og það má segja að liðsheildin
hafi sigrað. Auðvitað þarf allt liðið að
spila vel ætli það sér að verða Evr-
ópumeistari, en það eru auðvitað
kjölfestur í þessu liði eins og öllum
öðrum.
Undanúrslitaleikurinn gegn Sví-
um var held ég erfiðari. Íslenska lið-
ið lék ekki nægilega vel þá, en Sví-
arnir sprungu hreinlega á limminu í
lokin og okkar strákar, sem eru í
gríðarlega góðu formi, náðu að jafna
og tryggja framlengingu sem þeir
unnu auðveldlega, komust þrjú mörk
yfir í henni. Svíarnir voru síðan alveg
búnir á því í dag því þeir töpuðu með
tíu mörkum gegn Dönum í leik um
bronsið. Það var mjög mikið áfall
fyrir Svía að tapa fyrir okkur á laug-
ardaginn,“ sagði Guðmundur.
Hann sagðist horfa björtum aug-
um fram á veginn. „Þrír þessara
stráka hafa verið að æfa hjá okkur,
Arnór og Ásgeir Örn hafa leikið
landsleiki og Björgvin hefur æft með
okkur þannig að þeir eru aðeins
farnir að kíkja við,“ sagði landsliðs-
þjálfarinn.
Stórkostlegur árangur
„ÞETTA er auðvitað ekkert nema stórkostlegur árangur hjá jafnfá-
mennri þjóð, það verður að segjast alveg eins og er,“ sagði Guð-
mundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir að
hann hafði séð Heimi Ríkharðsson stýra 18 ára landsliði Íslands í
frækilegum sigri á Þjóðverjum, 27:23, í gær í Slóvakíu, þar sem
strákarnir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn.
Ásgeir
marka-
hæstur
ÁSGEIR Örn Hallgrímsson,
leikmaður úr Haukum, varð
markahæsti leikmaður Evr-
ópukeppninnar í Slóvakíu,
skoraði 55 mörk í sjö leikj-
um. Hann var valinn besta
örvhenta skyttan í mótinu
og besta rétthenta skyttan í
mótinu var Arnór Atlason
og voru þeir því valdir í úr-
valslið mótsins ásamt tveim-
ur Þjóðverjum, einum Dana,
einum Svía og Slóvena.
Rúnar er í 18. sæti íundanúrslitunum í
fjölþrautinni, fékk
54,386 stig og keppir því
væntanlega í úrslitum
en þangað komast 32
bestu fimleikamenn
heims, þó ekki fleiri en
tveir frá hverri þjóð. Ís-
lenskur fimleikamaður
hefur aldrei komist í 32
manna úrslit í fjölþraut.
Árangur Rúnars á
einstökum áhöldum var
þannig að í gólfæfingum fékk hann
8,450 stig, 9,537 stig fyrir æfingar
sínar á bogahesti, 9,350 stig fyrir
hringina, 8,912 stig fyrir stökk, 9,425
fyrir tvíslánna og 8,712 stig fyrir
svifránna. Samtals 54,386 stig en
efstur er Japaninn Naoya Tsukahara
með 57,224 stig, en 189 fimleikamenn
kepptu að þessu sinni.
Með frammistöðu sinni hefur Rún-
ar væntanlega tryggt sér sæti á Ól-
ympíuleikunum í Aþenu á næsta ári,
en það kemur ekki end-
anlega í ljós fyrr en eft-
ir HM.
Dýri Kristjánsson úr
Gerplu hafnaði í 97.
sæti með 46,487 stig,
Jónas Valgeirsson í
126. sæti með 41,324
stig, Grétar Sigþórsson
í 158. sæti með 29,599
stig, Gunnar Sigurðs-
son varð í 160. sæti
með 28,400 stig og Ant-
on Heiðar Þórólfsson
varð í 185. sæti með 12,687 stig, en
þess ber að geta að þrír síðasttöldu
kepptu ekki á öllum áhöldunum.
Ísland er með í liðakeppninni einn-
ig en fullskipuð sveit er sex þar sem
fimm keppa á hverru áhaldi og fjórir
bestu telja. Íslenska karlasveitin
varð í 30. sæti af 31 sveit með 185,983
stig.
Íslensku stúlkurnar hefja keppni í
nótt en úrslitin hjá Rúnari verða að-
faranótt fimmtudags og föstudags.
Rúnar fer
væntanlega
í úrslitin
í fjölþraut
RÚNAR Alexandersson, fimleikamaður úr Gerplu, byrjaði vel á
heimsmeistaramótinu í fimleikum sem hófst um helgina í Banda-
ríkjunum. Rúnar stóð sig mjög vel í fjölþrautinni og allt bendir til að
hann komist í úrslit í henni og hugsanlega á bogahesti líka, en
nokkrar þjóðir eiga enn eftir að ljúka keppni þannig að þetta liggur
ekki endanlega fyrir fyrr en í fyrramálið.
Ljósmynd/Viktor Zamborský
Ásgeir Örn Hallgrímsson, markahæsti maðu rmótsins og besta örvhenta skytta þess.
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Bréf 22
Viðskipti 11 Dagbók 24/25
Erlent 12/13 Þjónusta 25
Listir 13 Kirkjustarf 25
Umræðan 14/15 Fólk 26/29
Forystugrein 16 Bíó 26/29
Hestar 18 Ljósvakar 30
Minningar 19/21 Veður 31
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsingablað frá ELKO.
SAMBAND íslenskra sveitarfélaga
hefur látið gera úttekt á því hvaða
áhrif einkahlutafélagavæðing hefur
haft á fjárhag sveitarfélaganna og
telur að sveitarfélögin hafi orðið af
allt að 1,2 milljörðum í tekjur vegna
breytingar á einkarekstri í einka-
hlutafélagsform. Greint var frá því í
Morgunblaðinu á sunnudag að
einkahlutafélögum í Bolungarvík
hefði fjölgað um 58% frá ársbyrjun
2001 en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
formaður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, segir Bolungarvík engan
veginn vera einsdæmi, svipuð dæmi
megi finna víða um land.
Missa útsvar en ríkið fær auk-
inn fjármagnstekjuskatt
Vilhjálmur segist vonast til þess
að ríkisstjórnin muni samþykkja á
morgun að hefja viðræður við Sam-
band íslenskra sveitarfélaga, félags-
málaráðherra muni væntanlega
leggja erindi þess efnis fyrir ríkis-
stjórnina á fundi hennar í fyrramál-
ið.
„Við teljum að sveitarfélögin verði
af tekjum á þessu ári sem nemur ein-
um 1,2 milljörðum króna,“ segir Vil-
hjálmur.
„Við höfum rætt við ríkisvaldið og
greint frá því að þetta geti ekki
gengið svona. Ég er þar með ekki að
mæla gegn því að einstaklingar færi
einkarekstur sinn í form einkahluta-
félags, það eru margir kostir við það.
En þetta snýr þannig að sveitar-
félögunum að þau missa útsvar. Þótt
hert hafi verið á reglum vegna þeirra
launa sem menn eiga að reikna sér
dugar það engan veginn. Það er ljóst
að menn kjósa að greiða sér arð og
greiða síðan fjármagnstekjuskatt af
honum. En fjármagnstekjuskattur-
inn, sem hefur vaxið gríðarlega,
rennur allur í ríkissjóð en ekki í sjóði
sveitarfélaga.“
Vilhjálmur segir þetta vera veru-
lega breytingu á skattalegu um-
hverfi sveitarfélaganna og um leið sé
þetta breyting á fjármálalegum sam-
skiptum ríkis og sveitarfélaga vegna
þess að sveitarfélögin tapi tekjum en
ríkið fái aukinn fjármagnstekju-
skatt.
„Á landsþingi Sambands íslenskra
sveitarfélaga óskuðum við eftir því
að farið yrði í ákveðna aðgerð til þess
að efla sameiningu sveitarfélaga og í
öðru lagi að farið yrði í heildarend-
urskoðun á fjárhagsgrundvelli sveit-
arfélaganna og kannað rækilega
hvort þær tekjur sem sveitarfélögin
hafa nú dugi til að sinna lögbundnum
verkefnum þeirra og eins að farið
verði yfir verkaskiptingu milli ríkis
og sveitarfélaga, s.s. vegna stofn-
kostnaðar, öldrunarmála o.fl. Í þess-
ari vinnu munum við einnig ræða um
áhrif skattalegra breytinga Alþingis
á fjárhag sveitarfélaganna, þ.m.t.
áhrifin af gríðarlegri fjölgun einka-
hlutafélaga,“ sagði Vilhjálmur í sam-
tali við Morgunblaðið.
Tekjutap sveitarfélaga vegna fjölgunar einkahlutafélaga
Viðræður við sveit-
arfélögin á döfinni
SUMARBÚSTAÐUR á
Vatnsleysuströnd brann til
kaldra kola aðfaranótt sunnu-
dags. Slökkviliðinu í Reykja-
nesbæ barst tilkynning um að
eldur væri í húsinu kl. 23.05
og þegar komið var á staðinn
skíðlogaði í bústaðnum. Vel
gekk að ráða niðurlögum
eldsins en vakt slökkviliðs-
manna var við rústirnar fram
til kl. sex á sunnudagsmorg-
un.
Enginn var í bústaðnum
þegar eldurinn kom upp en
samkvæmt upplýsingum
slökkviliðs hafði húsráðandi
verið þar með matarboð fyrr
um kvöldið.
Bústaðurinn, sem er um
fimmtíu fermetrar að flatar-
máli, er gjörónýtur eftir brun-
ann. Eldsupptök eru óþekkt.
Sumar-
bústaður
gjörónýt-
ur eftir
bruna