Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 4
FRÉTTIR
4 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÍR bátar lögðu af stað í gær til
hrefnuveiða í vísindaskyni. Sig-
urbjörg BA-155 fór fyrst úr höfn í
fyrrinótt frá Reykjavík, Njörður
KO 7 fór um miðjan dag í gær frá
Kópavogshöfn og síðdegis leysti
Halldór Sigurðsson ÍS-14 festar á
Ísafirði á leið á miðin. Mikil leynd
hvílir yfir því hvar bátarnir eru á
veiðum en þegar Morgunblaðið fór í
prentun í nótt hafði engin hrefna
verið veidd. Þó hafði sést til nokk-
urra dýra á Faxaflóa og Ísafjarð-
ardjúpi. Gefa átti út fréttatilkynn-
ingu þegar fyrsta hrefnan hefði
verið veidd og er talið líklegt að það
gerist í dag.
Halldóri Sigurðssyni ÍS var
reyndar snúið fljótlega við til hafn-
ar vegna smávægilegrar bilunar en
fór út aftur um kvöldmatarleytið í
gær. Um borð í bátunum þremur
eru alls 16 manns, þar af sex vís-
indamenn frá Hafrannsóknastofn-
un, tveir í hverjum báti. Erlendir
frétta- og myndatökumenn fóru í
humátt út Faxaflóann á eftir Nirði í
gær á tveimur hvalaskoðunarbát-
um, Eldingu II úr Hafnarfirði og
Gesti frá Njarðvík. Hafrann-
sóknastofnun hefur ekki viljað
heimila myndatökur um borð í
hrefnuveiðibátunum og gefið þau
fyrirmæli að aðrir bátar komi ekki
nær en eina sjómílu til að trufla
ekki veiðarnar.
Aðspurður af hverju þessi leynd
væri yfir veiðunum sagði Jóhann
Sigurjónsson, forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar, að það væri fyrst
og fremst gert af öryggisástæðum.
Ljóst væri að of mikil nálægð ann-
arra báta truflaði veiðarnar, skot-
vopnin væru hættuleg og engin
áhætta því tekin. Vísinda- og veiði-
menn yrðu að fá svigrúm til að
sinna sínum störfum. Vonaðist Jó-
hann til þess að fjölmiðlar myndu
sýna þessum aðstæðum skilning
þannig að veiðarnar gætu farið
fram óhindraðar. Varðandi synjun á
beiðni fjölmiðla um myndatökur um
borð í hrefnuveiðibátunum sagði Jó-
hann það vera af svipuðum ástæð-
um, auk þess sem ekki væri pláss
fyrir fleiri menn um borð og engin
aðstaða fyrir myndatökumenn.
Ekki lá fyrir í gær hve lengi bát-
arnir yrðu að veiðum að þessu sinni.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu mega bátarnir veiða 38
hrefnur í þessum mánuði og til loka
þess næsta. Samkvæmt áætlun
Hafrannsóknastofnunar verður
veiðunum dreift á níu svæði um-
hverfis landið í hlutfalli við mergð
hrefnu á svæðunum samkvæmt
talningum undanfarinna ára. Flest-
ar hrefnur, eða tíu, á að veiða vest-
ur af landinu í Faxaflóa og Breiða-
firði. Bátarnir geta hver um sig
veitt allt að þrjár hrefnur í hverri
ferð. Um borð í bátunum fer fram
sýnataka og krufning á hrefnunum,
en þær verða svo unnar í landi og
kjötið loks selt á neytendamarkað.
Ekki náðist samband við Sig-
urbjörgu BA í gær en leiðangurs-
stjóri um borð í Nirði er Droplaug
Ólafsdóttir. Hún sagði við Morgun-
blaðið í gærkvöldi að fljótlega eftir
að komið var út á Faxaflóann í gær
hefði sést til nokkurra hrefna en
vegna of mikillar nálægðar við
bátana sem eltu Njörð hefði ekki
verið hægt að skjóta á dýrin. Bát-
arnir hefðu síðan fært sig fjær en
þó enn verið í humátt á eftir. „Við
erum bara hérna á léttri siglingu
fyrir utan að kanna aðstæður fyrsta
daginn. Við munum gefa okkur
þann tíma sem við þurfum,“ sagði
Droplaug.
Hrefnuveiði-
bátar héldu til
veiða í gær
Mikil leynd yfir veiðunum en
einum bátnum veitt eftirför af
erlendum fréttamönnum
AP
Hvalaskoðunarbáturinn Elding II sigldi út Faxaflóann í gær í humátt á eftir hrefnuveiðibátnum Nirði KO 7. Um
borð í Eldingu voru m.a. fréttamenn og myndatökumenn AP-fréttastofunnar. Hrefnurnar létu sjá sig en áhöfn
Njarðar mundaði ekki skotvopnin vegna nálægðar Eldingar og annars hvalaskoðunarbáts, Gests.
ERLENDIR fjölmiðlar sýna
margir hverjir hrefnuveiðum
Íslendinga töluverðan áhuga.
Umfjöllun um veiðarnar var að
finna í gær á vefsíðum margra
af stærstu fréttastofum heims,
s.s. BBC, Reuters, AFP og AP,
auk dagblaða á Nýja-Sjálandi, í
Bandaríkjunum og á Norður-
löndunum, einkum í Svíþjóð.
Í umfjölluninni er m.a.
minnst á það að 14 ár séu liðin
síðan Íslendingar stunduðu síð-
ast hvalveiðar og að með þeim
sé fylgst gaumgæfilega af nátt-
úruverndarsamtökum og
hvalaskoðunarfyrirtækjum. Á
einni vefsíðunni segir t.d. eitt-
hvað á þá leið að fyrsti hval-
veiðibáturinn hafi „skriðið úr
höfn í skjóli nætur“.
Mikill áhugi
erlendra
fjölmiðla
RAINBOW Warrior, flaggskip um-
hverfisverndarsamtaka Grænfrið-
unga, er væntanlegt til Íslands síðar í
mánuðinum vegna hrefnuveiða Ís-
lendinga í vísindaskyni. Grænfriðung-
ar hafa nokkrum sinnum komið með
skip sín hingað til lands í gegnum árin
og af ýmsu tilefni.
Flaggskipið Rainbow Warrior, þó
ekki hið sama og nú er á ferð, kom
hingað til lands í
jómfrúrferð sinni
árið 1978. Í júní
1979 kom skipið
aftur og dvaldi
með tuttugu
manna áhöfn við
höfnina í Reykja-
vík. Eftir að skip-
verjar höfðu reynt
að hindra veiðar
íslenskra hval-
veiðiskipa krafðist
Hvalur hf. lög-
banns á hindrun-
araðgerðir Græn-
friðunga í íslenskri
efnahagslögsögu.
Fallist var á lög-
bannið en þann 18.
ágúst hafði áhöfn
Rainbow Warrior
það bann að engu og hindraði Hval 7 í
að skjóta tvo reyðarhvali um 75 sjó-
mílur suðvestur af Reykjanesi. Græn-
friðungar höfðu farið í gúmmíbát frá
Rainbow Warrior og héldu sig á milli
hvalanna og hvalbátsins, svo ekki var
hægt að skjóta hvalina. Varðskipið
Ægir var þá sent á staðinn.
Í fyrstu sinnti áhöfn breska skips-
ins hvorki skipunum varðskipsins um
að stöðva eða draga gúmmíbátinn til
baka. En er áhöfn Rainbow Warrior
sá að varðskipið mannaði bát, stöðv-
aði hún skip sitt og gúmmíbátur
Grænfriðunga hvarf til skips síns.
Varðskipið sendi þá fjóra menn um
borð í Rainbow Warrior og lokuðu
þeir loftskeytastöð skipsins. Það var
síðan dregið til Reykjavíkur og hafði
þá aðalgúmmíbátur hvalaverndar-
manna verið tekinn um borð í varð-
skipið.
Sex árum síðar var Rainbow
Warrior sökkt í höfninni í Wellington
í Nýja-Sjálandi af frönsku leyniþjón-
ustunni.
Grænfriðungar boðuðu komu sína
aftur árið 1986, til að halda uppi mót-
mælum gegn kjarnorkuvígbúnaði, er
leiðtogafundur stórveldanna var
haldinn í Reykjavík. Skip Grænfrið-
unga, Sirius, kom hingað til lands 11.
október, en var meinað að leita hafnar
í Reykjavík.
Í Morgunblaðinu 11. október 1986
er haft eftir Jóni Helgasyni, þáver-
andi dómsmálaráðherra, að Græn-
friðungum hafi verið sagt að Íslend-
ingar hefðu ekkert á móti komu
þeirra, en sömu reglur giltu fyrir þá
og aðra sem leituðu eftir plássi í
Reykjavíkurhöfn á meðan á leiðtoga-
fundinum stæði.
Daginn eftir lét Sirius úr höfn í
Hafnarfirði og sigldi í átt til Reykja-
víkur. Þyrla Landhelgisgæslunnar
var umsvifalaust send af stað til að
fylgjast með ferðum skipsins og þeg-
ar það reyndi að
sigla inn fyrir
hafnarmörk
stöðvuðu varð-
skipin Týr og Óð-
inn för þess. Um
borð í skipinu
voru 14 skipverj-
ar og myndatöku-
fólk frá Visnews-
fréttastofunni.
Ætlun Grænfrið-
unga var að sigla
inn fyrir hafnar-
mörkin og festa
borða á skipið þar
sem á stæði:
„Veröldin krefst
þess að samið
verði um tilrauna-
bann.“
Varðskipið Týr
sigldi upp að hlið Siriusar og strukust
skipin saman. Bógur varðskipsins Óð-
ins var lagður að Siriusi og stukku 12
varðskipsmenn um borð og tóku skip-
ið. Óðinn og Sirus sigldu út í Stakks-
fjörð og þar var skipið látið liggja þar
til leiðtogafundinum lauk rúmum sól-
arhring síðar.
Árið 1990 komu Grænfriðungar til
Íslands á skipinu Solo til að kynna
baráttu samtakanna gegn losun
geislavirks úrgangs í sjó. Samskipti
þeirra og Íslendinga voru á friðsam-
legu nótunum í það skipti.
Grænfriðungar boða komu Rainbow Warrior til Íslands
Varðskipin hafa tvívegis
tekið skip Grænfriðunga
Varðskipin Týr og Óðinn króuðu Sirius af út af Stakksvík í október 1986,
en skipið var þá að reyna að komast frá Hafnarfirði til Reykjavíkur þar
sem leiðtogafundur Reagans og Gorbachevs stóð sem hæst. Grænfrið-
ungar höfðu hug á að koma mótmælum á framfæri við heimspressuna.
MIKILL mannfjöldi var saman
kominn til að fylgjast með sýning-
aratriðum á flughátíðinni á Reykja-
víkurflugvelli síðdegis á laugardag-
inn. Flugleiðir, Icelandair,
Flugfélag Íslands og fjölmargir
aðrir tengdir flugstarfsemi stóðu
að hátíðinni, sem var hluti af dag-
skrá menningarnætur, til að fagna
30 ára afmæli Flugleiða, 100 ára af-
mæli flugs í heiminum og 60 ára af-
mæli „þristsins“, DC3-flugvélar-
innar sögufrægu.
Boðið var upp á margs konar
flugsýningaratriði, listflug, kar-
amellukast úr flugvél fyrir krakka,
aðflug og lendingu Boeing 757
þotu, svifflug o.m.fl. Auk þess var
sýning á jörðu niðri á um tuttugu
áhugaverðum flugvélum, sumum
sögufrægum en öðrum sérstæðum.
Þess er nú minnst um allan heim
að eitt hundrað ár eru liðin frá því
að bræðurnir Wilbur og Orville
Wright urðu fyrstir manna til að
fljúga vélknúinni flugvél við Kitty
Hawk í Norður-Karólínufylki í
Bandaríkjunum.
Morgunblaðið/Sverrir
Reykjarstrókurinn gerði listflugið enn áhrifameira.
Fjölmenni á flugsýningu
Flugleiðir, Icelandair, Flugfélag Íslands og fjölmargir aðilar tengdir flug-
starfsemi halda flughátíð á Reykjavíkurflugvelli til að fagna 30 ára afmæli
Flugleiða, 100 ára afmæli flugs í heiminum og 60 ára afmæli „þristsins“,
DC3-flugvélarinnar sögufrægu.