Morgunblaðið - 18.08.2003, Síða 14
UMRÆÐAN
14 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
R E Y K J A V Í K & A K U R E Y R INánari upplýsingar á www.fujifilm.is
S k i p h o l t i 3 1 , R e y k j a v í k , s : 5 6 8 0 4 5 0 ı K a u p v a n g s s t r æ t i 1 , A k u r e y r i , s : 4 6 1 2 8 5 0
M y n d s m i ð j a n E g i l s s t ö ð u m ı F r a m k ö l l u n a r þ j ó n u s t a n B o r g a r n e s i ı F i l m v e r k S e l f o s s i
Fujifilm stafrænar myndavélar, framúrskarandi myndgæði – frábært verð.
MYNDARLEGT TILBOÐ
3.24 milljón virkir dílar.
Ljósnæmi ISO 100.
6x aðdráttarlinsa (38-228mm).
Hægt að fá víðvinkil (30mm) og enn
meiri aðdrátt (342mm).
Tekur allt að 200 sek kvikm. með hljóði.
Hægt að tala inn á ljósmyndir allt að 30
sek á hverja mynd.
Notar nýju x-D minniskortin.
Hægt að taka allt að 300 skot á
venjulegar AA Alkaline rafhlöður!
Allt sem þarf til að byrja fylgir
Verð kr. 59.900,-
S304
4 kynslóð af Super CCD HR.
3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að
2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla!
Fjöldi myndatökumöguleika; s/h, króm,
runur osfrv.
Ljósnæmi ISO 200-800.
3x aðdráttarlinsa (38-114mm) auk
stafræns aðdráttar.
Með F hnapp sem auðveldar allar
myndgæða stillingar.
Tekur kvikmyndir 320x240 díla,
10 rammar á sek., upp í 120 sek í einu.
Hægt að tala inn á myndir.
Lithium Ion hleðslurafhlaða og
hleðslutæki fylgir.
Notar nýju X-D minniskortin.
165 g án rafhlöðu.
Verð kr. 49.900,-
F410
4 kynslóð af Super CCD HR.
3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að
2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla!
Ljósnæmi ISO 100/200/400/800 (800 í 1M).
3x aðdráttarlinsa (38-114mm).
Hægt að taka allt að 250 skot á
venjulegar AA Alkaline rafhlöður!
Tekur allt að 120 sek kvikmynd (án hljóðs).
Notar nýju x-D minniskortin.
Hægt að fá vöggu.
Allt sem þarf til að byrja fylgir.
155 g án rafhlöðu.
Verð kr. 39.900,-
A310
STÆRSTA RAFTÆKJAVERSLUN LANDSINS!
VELDU
LÆGSTA VERÐIÐ!
VELDU EXPERT!
ÉG er sérfræðingur í augna-
brúnablýöntum! Ekki af því ég sé
snyrtifræðingur eða hafi sérstakan
áhuga á svona blý-
öntum, heldur af því
að ég hef þurft að
nota óvenju marga
augnabrúnablýanta
undanfarin ár. Ég
hef verið í krabba-
meinsmeðferð og af
þeim sökum misst hárið, augabrúnir
og augnhár tvisvar sinnum, og þá
koma augnabrúnablýantar í góðar
þarfir.
Það er mikil kúnst að teikna fal-
legar augabrúnir og það getur tekið
nokkrar mínútur. Nú vill svo til að ég
er kona á besta aldri sem hef mikið
að gera og þarf oft að rjúka út úr húsi
með stuttum fyrirvara. Og stundum
lendi ég í því að vera komin á fund
niður í bæ – augnabrúnalaus!
Það var þess vegna sem hjarta
mitt fylltist mikilli gleði og bjartsýni
um betri tíma þegar ég sá auglýsingu
um „tattóveraðar“ augabrúnir og
augnlínur. Þetta sá ég að myndi
leysa öll mín vandamál og koma í veg
fyrir fleiri vandræðaleg augnablik
með eina eða engar augabrúnir víðs-
vegar um bæinn. En þegar vingjarn-
lega konan á snyrtistofunni sagði
mér verðið á þessum aðgerðum
runnu á mig tvær grímur.
Þær kostuðu meira en venjuleg
ferð á snyrtistofu. Þá datt mér snjall-
ræði í hug! Tryggingastofnun leggur
út fyrir hárkollum handa mér og öðr-
um konum sem missa hárið í krabba-
meinsmeðferð. Og ekki bara einni
heldur tveimur á ári! Sem er auðvit-
að frábært fyrir þær konur sem
hentar að nota hárkollur. Ég er aftur
á móti ekki ein þeirra. En nú hugsaði
ég með mér að auðvitað gæti ég beð-
ið Tryggingastofnun að leggja út fyr-
ir augabrúnum í stað hárkollunnar.
Þetta þótti mér þjóðráð og ég var
viss um að Tryggingastofnun yrði
mér sammála. Ég ræddi þetta við
lækninn minn og í mínu nafni skrif-
aði hann þeim bréf þar sem farið var
fram á að í stað stuðnings til hár-
kollukaupa fengi ég styrk til var-
anlegrar augnabrúnagerðar. Ég var
strax farin að hlakka til að spóka mig
um bæinn með „tattóveraðar“ auga-
brúnir. Eftir nokkrar vikur var
Tryggingastofnun búin að hugsa
málið og svarið var NEI! Þetta þótti
ekki góð hugmynd. Trygg-
ingastofnun var ekki tilbúin að leyfa
mér að meta sjálf hvort mig vantaði
meira augabrúnir eða hárkollur.
Stofnunin vildi sjálf taka þá ákvörð-
un fyrir mig að ég fengi mér hárkollu
og ekkert annað en hárkollu!!
Nú veit ég að reglurnar um
greiðslur fyrir hárkollur voru á sín-
um tíma settar í góðri trú og á þeim
tímum sem hárleysið var konum í
krabbameinsmeðferð þungur baggi.
En sem betur fer hafa tímarnir
breyst og yngri konum gengur æ
betur að finna ýmsar skemmtilegar
leiðir framhjá hárleysinu. Það er
þess vegna sem þessar reglur eru
svo rykfallnar að það setur að manni
hnerra við að reka sig á þær. Og
þetta er reyndar í annað sinn sem ég
fæ svona hnerrakast, því önnur
reglugerð Tryggingastofnunar mæl-
ir svo fyrir að konur sem þurfa að
notast við gervibrjóst skuli fá stuðn-
ing til kaupa á tveimur sérhönnuðum
brjóstahöldum og einu gervibrjósti
árlega. Í einfeldni minni reiknaði ég
með að í þessu fælist kaup á öllum
tegundum brjóstahalda sem konur
þurfa að nota, þar með talið sundföt-
um. En það reyndist miskilningur
hjá mér. Ég get ekki ráðið því sjálf
hvort ég nýti þennan árlega stuðning
í kaup á gervibrjósti og sérhönn-
uðum brjóstahöldum eða sundfötum.
Því að sjálfsögðu þurfum við sér-
hönnuð sundföt. Það segir sig sjálft
og þau eru ekki á útsölu í Hag-
kaupum! Þó eru konur sérstaklega
hvattar til að stunda sund eftir
brjóstamissi. Það eru takmörk fyrir
hversu mörgum gervibrjóstum hver
kona þarf á að halda og eftir nokk-
urra ára meðferð er hætta á að þau
fari að hlaðast upp hjá henni, ef hún
nýtir sér þennan rétt á hverju ári!
Ég treysti mér alveg til að meta það
sjálf hvort ég hef meiri þörf fyrir nýj-
an brjóstahaldara eða sundbol
hverju sinni og ég treysti mér líka til
að ákveða sjálf hvort ég vil ganga
með hárkollu eða „tattóveraðar“
augabrúnir. Í raun og veru tel ég það
mannréttindamál að ég fái sjálf að
meta hvers konar stuðning ég hef
mesta þörf fyrir á hverjum tíma.
Hvort heldur það eru hárkollur, hatt-
ar með sólvörn, tattóvering, gervi-
brjóst, sundföt eða brjóstahaldarar.
Og hvað með þá karlmenn sem missa
hárið í krabbameinsmeðferð? Eru
þeir líka skikkaðir til hárkollukaupa?
Konur (og menn) í krabbameins-
meðferð ættu að eiga rétt á því að
meta sjálfar hverskonar stuðning
þær hafa mesta þörf fyrir á hverjum
tíma.
Ég hvet þá sem þarna halda um
taumana að leiðrétta þessa tíma-
skekkju svo einstaklingar í krabba-
meinsmeðferð geti ráðið útliti sínu
sjálfir.
Sköllóttar konur hugsa svo skýrt!
Sköllóttar konur
hugsa skýrt
Eftir Önnu Pálínu Árnadóttur
Höfundur er sköllótt söngkona í
krabbameinsmeðferð.
UMRÆÐUR um fjölda heim-
ilislausra í Reykjavík að undanförnu
hafa meðal annars leitt til þess að
formaður félags-
málaráðs og heil-
brigðisráðherra hafa
ákveðið að skipa
starfshóp vegna
málsins. Hlutverk
hópsins er að kort-
leggja fjölda heim-
ilislausra og vanda þeirra og að því
loknu að koma með tillögur til úr-
bóta. Ekki hefur komið fram hverjir
munu skipa hópinn eða hvenær hon-
um er ætlað að ljúka störfum.
Lög um húsnæðismál
Í umræðunni hefur hins vegar lít-
ið verið fjallað um lagalegt hlutverk
Reykjavíkurborgar. Samkvæmt lög-
um nr. 40/1991 um félagsþjónustu
sveitarfélaga er markmið hennar
m.a. að tryggja fjárhagslegt og fé-
lagslegt öryggi og stuðla að velferð
íbúa á grundvelli samhjálpar. Í 45.
grein laganna segir að sveitar-
stjórnir skuli, eftir því sem kostur
er, tryggja framboð af leiguhúsnæði
handa þeim sem ekki eru á annan
hátt færir um að sjá sér fyrir hús-
næði sökum lágra launa, þungrar
framfærslubyrðar eða annarra fé-
lagslegra aðstæðna. Í 46. gr. sömu
laga segir að félagsmálanefndir skuli
sjá til þess að veita þeim fjölskyldum
og einstaklingum, sem ekki eru fær-
ir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðis-
málum til að leysa úr bráðum vanda
á meðan unnið er að varanlegri
lausn. Sem dæmi um slíka úrlausn
mætti nefna að Félagsþjónustan í
Reykjavík hefur nýlega gert samn-
ing við Samhjálp um rekstur heim-
ilis fyrir heimilislausa Reykvíkinga.
Reykjavíkurborg laus
við lagaskyldur?
Það er með ólíkindum að kastljós-
inu skuli ekki hafa verið beint að
þessum lagagreinum og að starfs-
hópur formanns félagsmálaráðs og
heilbrigðisráðherra skuli ekki eiga
að taka mið af þeim. Því er ástæða til
að spyrja hvort þær hugmyndir séu
uppi hjá formanni félagsmálaráðs að
Reykjavíkurborg verði leyst undan
skyldum samkvæmt þessum laga-
greinum. Eða er með starfshópnum
verið að beina athygli frá ótvíræðri
lagaskyldu Reykjavíkurborgar til að
taka skipulega á vanda húsnæðis-
lausra? Þýðir skipan starfshópsins
að ekki eigi að halda áfram á þeirri
braut að eiga samstarf við samtök
eins og Samhjálp? Fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins í félagsmálaráði
hafa óskað eftir nákvæmum upplýs-
ingum um lagalegt hlutverk Reykja-
víkurborgar í þessu sambandi.
Heimilislausir
í Reykjavík
Eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur
Höfundur er fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í félagsmálaráði.
ÞÁ ERUM við gömlu, góðu
víkingarnir risnir upp á afturfæt-
urna, reiðubúnir að sýna um-
heiminum hvers
við erum megn-
ugir. Í algjöru
trássi við vilja al-
þjóðasamfélagsins
ætlum við stoltu
sæfarendurnir að
hefja hvalveiðar að
nýju. Nú getum við meira að
segja státað af göfugri hvötum en
forfeður okkar sem hjuggu mann
og annan. Það er ekkert minna
en fróðleiksþorstinn sem knýr
okkur áfram og slík er vísindaást
okkar orðin á seinni tímum að við
hlustum ekki á neitt tilfinn-
ingakjaftæði stórborgarbúa sem
aldrei hafa migið í saltan sjó. En
kannski er ástæða til að staldra
við og spyrja hvað það er sem við
viljum vita og hverjir æskja þess,
áður en aðrar siðmenntaðar þjóð-
ir stimpla okkur sem einskæra
villimenn.
Vísindafúsk
Fremst í flokki fróðleiksfúsra
fer Hafrannsóknarstofnunin með
Gísla Víkingsson sem fánabera.
Ætlunin er að rannsaka m.a.
magainnihald hrefna til að kom-
ast að því hvað þær eru duglegar
að éta okkur þurfalinga út á
gaddinn. Nú gæti hver sæmilega
viti borinn maður ætlað að 38
hrefnur sem veiddar eru hist og
her duga engan veginn til að
komast að nokkurri haldbærri
niðurstöðu um átið. Hvorki að-
ferðafræðilega né tölfræðilega.
En látum það vera þar sem þeim
forvitnu hjá Hafró gengur jú gott
eitt til og eru ekki á nokkurn
hátt að láta stjórnast af ut-
anaðkomandi hagsmuna-
samtökum.
Segjum sem svo að Gísli
gramsi í nokkrum hrefnumögum
og komist að því að hlutfall
þorsks sé 6%. Eða heil 60%!
Hvað ætlum við að gera með þá
vitneskju? Miðað við fyrri
reynslu og yfirlýsingar æðstu
stjórnmálamanna, sjómanna, út-
vegsmanna og næstum allra af-
komenda hinna hugdjörfu vík-
inga, þá verður niðurstaðan
aðeins ein. Við verðum að við-
halda jafnvæginu í hafinu og
vernda nytjastofna okkar svo að
hvalirnir éti okkur ekki út á
gaddinn. Við verðum að veiða
hvalina.
Jafnvægisþvaður
Hér þykir mér rétt að ítreka
við alla líffræðinga landsins sem
þagað hafa þunnu hljóði yfir
þesssari vitleysu og bæði hjá
Hafró en þó ekki síður Háskóla
Íslands. Og lesið nú hægt og ró-
lega: Það er ekkert jafnvægi í
hafinu!! Ég endurtek fyrir þá
sem misstu af þessu: Það er ekk-
ert jafnvægi í hafinu! Hverjir
þeir sem eru haldnir einhverjum
órum um að við getum stjórnað
slíku ímynduðu jafnvægi vil ég
gefa eftirfarandi ráð: Þið getið
eins pissað í sjóinn til að bæta
„jafnvægið“.
Reyndar vil ég ganga lengra og
skora á hvaða líffræðing sem er
að sanna að það ríki jafnvægi í
hafinu. Ég skal éta úreltan tog-
ara takist það að mati jafningja
hans. Það er kannski tilhlýðilegt
að árétta að fyrir nokkuð löngu
síðan kom út merkileg bók sem
heitir: „Um uppruna tegund-
anna“ eftir Charles nokkurn
Darwin. Samkvæmt henni þá eiga
hundrað þúsundir tegunda í hat-
rammri lífsbaráttu í hafinu. Þessi
staðreynd virðist hafa farið fram
hjá starfsmönnum Hafró. Þeir
þykjast geta pakkað ástandinu í
hafinu inn í kostulegt „Fimm
stofna líkan“ og túlkað að eigin
hentisemi. Í líkaninu er ekki einu
sinni að finna afkastamestu
nytjafiskiætur innan íslensku lög-
sögunnar, þ.e. aðra ránfiska.
Kaupahéðnar framtíðar
Vilji Íslendingar hefja hval-
veiðar að nýju er engin ástæða til
að bera fyrir sig slíkt þvaður um
jafnvægi hafsins. Það þarf ekkert
annað en að byrja. Þegar hefur
komið fram að til staðar er dug-
mikill kaupsýslumaður sem brot-
ist hefur úr sárri fátækt af eigin
rammleik (þó hann sé reiðubúinn
að níða skóinn af öðrum frum-
kvöðlum), sem er reiðubúinn að
selja hvalkjöt af því að hann veit
um kaupendur. Þó að svo vilji til
að umrædd dýr séu á alþjóð-
legum válistum og enginn vilji
kaupa hvalkjöt. Alveg eins og
fyrirfinnast menn sem selja mul-
in nashyrningahorn gegn góðum
hagnaði.
Umfram allt góðir Íslendingar!
Látum ekki aðra segja okkur fyr-
ir verkum. Þeir eru ekki íslensk-
ir.
Stríðum, vinnum
vorri þjóð!
Eftir Jóhann S. Bogason
Höfundur er heimspekingur og
áhugamaður um líffræði.