Morgunblaðið - 18.08.2003, Síða 15
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 15
T r a u s t m e n n t u n
í f r a m s æ k n u m s k ó l a
Innritun
Innritun 18., 19. og 20. ágúst kl. 16–19.
Kennsla hefst mánudaginn 25. ágúst samkvæmt stundaskrá.
Verð
Hver eining er á 4.000 kr., þó er aldrei greitt fyrir fleiri en 9 einingar.
Fastagjald er 4.250 kr. og efnisgjald þar sem við á.
Kennsla einstakra áfanga er með fyrirvara um þátttöku.
Stundatöflur eru á vefsetri skólans www.ir.is
Upplýsingar í síma 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is
Grunnnám tréiðna – Húsasmíði / Húsgagnasmíði
Allur tréiðnaður. Verk- og fagbóklegar greinar húsgagna, innréttinga og bygginga.
Grunnnám rafiðna 1. önn – Rafvirkjun 3.–7. önn / Rafeindavirkjun 3. önn
Raflagnir, rafstýringar, sjónvörp, tölvur og hljómtæki.
Tölvubraut
Helstu áfangar eru: forritun, tölvutækni, vefsmíð, stýringar, gagnasafnsfræði,
netkerfi og myndvinnsla.
Upplýsinga- og fjölmiðlabraut
Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Undirbúningur undir nám í grafískri
miðlun, vefsmíði, ljósmyndun, nettækni, prentun og bókbandi.
Tækniteiknun
1. önn framhald og sérnám. Fjölbreyttir teikniáfangar, bæði á borði og tölvum (AutoCad).
Almennt nám
Bókfærsla 102, danska 102/202, enska 102/202/212/303, eðlis- og efnafræði NÁT 123,
félagsfræði 102, íslenska 102/112/202/243/303/323, spænska 103, þýska 103,
fríhendisteikning 102, grunnteikning 103/203 (106C), vélritun 101, upplýsinga- og
tölvunotkun (UTN) 103.
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is
G
Ú
S
T
A
-0
8
-2
0
0
3
Meistaraskóli
Allar almennar rekstrar- og stjórnunargreinar iðnfyrirtækja. Faggreinar bygginga-
greina 3. önn, fataiðna og málara. ATH. Nemendur skulu hafi lokið sveinsprófi í
viðkomandi iðngrein og framvísi sveinsbréfi.
Listnámsbraut – Almenn hönnun
Byrjunaráfangar í kjarna og á kjörsviði almennrar hönnunar auk valáfanga, svo sem
Skynjun, túlkun og tjáning; Samtímamenning í sögulegu samhengi; Tækni og
verkmenning fram yfir miðja 19. öld; og Form-, efnis, lita- og markaðsfræði.
Brautin er öflugur undirbúningur fyrir framhaldsnám í hönnun.
HVALVEIÐAR hafa hlotið mikla athygli almennings síðastliðna áratugi.
Mótmæli gegn hvalveiðum Íslendinga hafa verið haldin í Evrópu og í Banda-
ríkjunum og fólk hvatt til þess að sniðganga íslenskar sjávarafurðir. Nú stend-
ur til að veiða hrefnur í vísindaskyni við strendur Íslands. Þessi ákvörðun hef-
ur beint athygli erlendra fjölmiðla að Íslandi og komið af stað neikvæðri
umfjöllun sem hefur bein og óbein áhrif á útflutningsgreinar
s.s framleiðslufyrirtæki og ferðaþjónustu. Í markaðsfræði er
oft talað um að vörumerki hafi ákveðna ímynd og sum vöru-
merki seljist betur en önnur eingöngu vegna huglægs mats
kaupandans á gæðum vörunnar. Vörumerki ferðaþjónust-
unnar hér á landi er nafnið Ísland og allt sem nafninu tengist.
Náttúra Íslands er helsta aðdráttarafl ferðamanna samkvæmt
margendurteknum skoðanakönnunum Ferðamálaráðs. Það
má því segja að ferðamenn leggi huglægt mat á náttúru Ís-
lands sem er byggt á ímyndinni sem þeir hafa af landinu áður en þeir taka
ákvörðun um að koma hingað.
Hvalaskoðunarferðir við strendur Íslands með innlenda og erlenda ferða-
menn byggja afkomu sína á huglægum náttúruvæntingum gesta. Fjöldi gesta í
hvalaskoðunarferðum hefur aukist úr nánast engu í rúmlega sextíu þúsund á
einungis tíu árum. Aukningin skýrist fyrst og fremst af eftirspurn eftir slíkum
ferðum sem bjartsýnir ferðaþjónustuaðilar hafa verið duglegir að sinna. Hval-
ir finnast við strendur landsins í öllum landshlutum en þekktustu hvalaskoð-
unarstaðirnir hér við land eru Skjálfandi, Faxaflói og Breiðafjörður.
Ég legg til að stofnað verði friðland hvala sem fyrst á þeim svæðum þar sem
skipulegar hvalaskoðunarferðir fara fram. Stofnun friðlands sýndi á óyggj-
andi hátt vilja stjórnvalda til þess að vernda hvali um ókomna framtíð, bætti
ímynd Íslands erlendis, verndaði hagsmuni ferðaþjónustuaðila og uppfyllti
væntingar ferðamanna. Við fyrstu sýn getur virst að stofnun friðlands sé ein-
ungis grænþvottur á hvalveiðistefnu stjórnvalda og það að vernda nokkur
svæði en leyfa veiðar á öðrum sé tvískinnungsháttur. Fordæmi eru þó fyrir
slíku erlendis og hefur gefist vel.
Árið 1898 var stofnsett fyrsta verndarsvæði villtra spendýra í Suður-Afríku.
Verndarsvæðið var stækkað nokkrum sinnum fram til ársins 1926 þegar Krü-
ger-þjóðgarðurinn var formlega stofnaður á sama stað. Í dag er Krüger-
þjóðgarðurinn þekktasta griðland villtra spendýra í heimi og er heimsóttur af
milljón ferðamönnum árlega. Handan þjóðgarðsgirðingarinnar eru land-
areignir í einkaeign þar sem veiðileyfi á sömu dýrategundir eru seld dýrum
dómum. Þrátt fyrir að sportveiði spendýra í útrýmingarhættu sé stunduð í
Suður-Afríku er sjaldan minnst á hana á neikvæðum nótum. Ástæðan fyrir því
að veiði viðgengst án mótmæla á alþjóðavettvangi er sú að Suður-Afríka hefur
tryggt verndun spendýra til framtíðar með óyggjandi hætti með stofnunn
þjóðgarða og friðlanda.
Stofnun friðlands fyrir hvali kæmi Íslandi í fararbrodd þjóða um verndun
hvala sem mundi að miklu eða öllu leyti vega upp neikvæða umfjöllun sjálf-
bærrar veiði.
Friðland hvala
Eftir Stefán Helga Valsson
Höfundur er leiðsögumaður og ferðamálafræðingur.
ÉG HEF velt því fyrir mér fram
og til baka og hvergi fundið um-
komulausari hóp fólks í aðstæðum
sínum en einhleypa meðlagsgreið-
endur á atvinnuleysisbótum. Hlut-
skipti þessa hóps er
með ólíkindum.
Börnin eru það
dýrmætasta sem við
getum eignast í líf-
inu. Að vera fær um
að hlúa að góðum
gildum í hugum
þeirra, vera þeim nálægur öllum
stundum, rækta þetta fallega, góða, í
samskiptunum við þau er meira en
mikilvægt. Og hvenær sem tækifæri
gæfist, sýnt með áhuga okkar og
blíðu að þau séu elskuð og virt í öllu
því sem þau taka sér fyrir hendur,
það kunna börnin svo sannarlega að
meta. Samskipti foreldra og barna
eru ómetanleg verðmæti. En það er
ekki hlutskipti okkar allra að fá að
hafa börnin eins nærri og við vildum
og ástæðurnar fyrir því eru fjöl-
margar.
Einhleypir sem greiða meðlag á
atvinnuleysisbótum eru í miklum
vanda því yfirvöld hafa í litlu sýnt
þeim skilning. Þau hafa þyngt róður
þessa fólks m.a. með niðurfellingu 8.
liðs 30. gr. laga nr. 75 1981 sem
leyfði frádrátt helmings greiddra
meðlaga frá skatti. Fjölskylduþjón-
ustan gerir lítinn, ef nokkurn grein-
armun á sinni aðstoð til einhleypra
barnlausra eða meðlagsskyldra ein-
hleypra foreldra. Ástæðan er sú að
sögn þessarar velferðarþjónustu að
meðlag sé ekki framfærsla barns,
meðlagsgreiðandi sé ekki framfær-
andi í hennar skilningi. Makalaus
speki það! Á sama tíma sjáum við
lagasetningar til að vernda og laga
umhverfi barnsins, sem missa marks
vegna vangetu foreldranna að efna
skyldur sínar, því þar er ekki tekist
á við sjálfa rót vandans, að barnið á
sér bæði föður og móður, verð-
skuldar þau bæði, hvort heldur sem
þau búa saman eða eru fráskilin.
Innheimtustofnun sveitarfélaga hef-
ur staðið sig með sóma og reynt að
hliðra til á meðan þessar erfiðu
stundir ganga yfir. Oftar en ekki eru
einhleypir í herbergjum um allan
bæ, hafa ekki efni á íbúðum og því
ekki í neinni aðstöðu til að bjóða
börnunum heim til sín. ASÍ hefur
lýst yfir áhyggjum sínum af þessum
hópi fólks í tillögum sínum um „Vel-
ferð fyrir alla.“ Það hlýtur að vera
skelfilegur dómur þegar foreldri,
meðlagsgreiðandi, getur ekki vegna
ómöguleika í fjármálum sínum sinnt
skyldu sinni, boðið barninu til sín
eða heimsótt það og gert eftir-
minnilegan dag t.d. með bíóferð.
Barnið er ekki síður þolandi þessara
aðstæðna að þurfa að skilja eitthvað
óskiljanlegt í aðstæðum pabba eða
mömmu sem komi í veg fyrir nálægð
þeirra á milli þessa eða hina helgina.
Við megum alveg leiða hugann að
því ef svona aðstæður endurtækju
sig oft gæti barnið farið að velta fyr-
ir sér hvort brestur væri kominn í
væntumþykjuna eða aðrar daprar
kenndir sótt svo á að það myndi hafa
niðurbrotsáhrif á nám þess og/eða
sálarlíf.
Auðvitað er það rétt sem sagt er
að þessar meðlagsgreiðslur eru ekki
mikið að taka við, en sú upphæð get-
ur verið töluvert að borga og sér-
staklega fyrir þá sem atvinnulausir
eru.
Mig langar til að setja hér upp
einfalt dæmi um mann á atvinnu-
leysisbótum, fráskilinn, sem er
þriggja barna faðir. Þennan föður
langar til að gera meira fyrir börnin
sín en að vera meðlagsgreiðandi.
Hann langar til að vera ábyrgur fað-
ir. Kærleikur hans, lífstilgangur og
löggjafinn leggja á hann skyldur að
axla ábyrgð og sinna sínum þætti
uppeldisins. Hámarks atvinnuleys-
isbætur í dag eru 77.000 krónur á
mánuði. Af þeirri upphæð þarf að
borga skatt (skattleysismörk 69.000
kr.) og svo þarf að borga í lífeyris-
sjóð og stéttarfélag (samtals 5%) því
annars skerðir viðkomandi rétt sinn
ef hann yrði aftur atvinnulaus eða
þyrfti á lífeyri að halda. Hér erum
við komin nærri 69.000, kr. á mánuði
sem ráðstöfunartekjur. En faðirinn
á þrjú börn og ríkið eykur því við
bætur hans um 4% með hverju barni
og því þarf hann aðeins að borga
15.000, kr. í meðlag með hverju og
einu á mánuði (samtals 45.000, kr.).
Hér getum við reiknað út að það séu
réttar 20.000 krónur sem pabbanum
eru ætlaðar til að lifa af og sinna
skyldum sínum gagnvart börnunum.
Svo vonlaus er staða þessa manns
gagnvart sjálfum sér hvað þá að
hann sé fær um að axla ábyrgð
gagnvart börnunum sínum að það er
hreint með ólíkindum að þetta dæmi
skuli vera veruleiki einhvers, hér á
meðal, í okkar velferðarsamfélagi.
Áþekk dæmi eru líka til hjá öðrum
hópum samfélagsins og þarf ekki at-
vinnuleysi til. Hér á ég við foreldra
langveikra barna, námsfólk með
börn og ungar barnafjölskyldur.
Eftir er þó að telja upp hinn stóra
hóp fólks sem lifir á ystu nöf við hlið
fátæktarmarkanna, oftar en ekki á
strípuðum launatöxtum. Þessum
láglaunatöxtum hafa stjórnarliðar
státað af við fjölmiðla að innihéldu
mesta kaupmáttarauka O.E.C.D.-
ríkja í prósentum talið. En hvað eru
40% af litlu í samanburði við 15% af
viðunandi? Það er spurningin! Þetta
er aðeins ein blekkingin enn af
mörgum sem ætluð er okkur al-
menningi þessa lands.
Velferð fyrir alla?
Eftir Baldvin Nielsen
Höfundur er stýrimaður í Reykja-
nesbæ og situr í landsráði Frjáls-
lynda flokksins.