Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 18

Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 18
HESTAR 18 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ RÓUN og framfarir hafa verið miklar í rúmlega þrjátíu ára sögu mót- anna þótt auðvitað hafi inn á milli þurft að leið- rétta stefnuna í ýmsum þáttum. En hvað segja kunnáttumenn um stöð- una í dag? „Í mínum huga stendur upp úr á mótinu sýning Jóhanns R. Skúlason- ar á Snarpi frá Kjartansstöðum í töltkeppninni,“ sagði Þórarinn Ey- mundsson, sem kalla má fulltrúa ungu kynslóðarinnar í hópi þeirra sérfræðinga sem hér leggja orð í belg. „Ég tel að þessi sýning þeirra verði hið óopinbera viðmið næstu ár- in um það hvernig hin fullkomna út- færsla í töltkeppni gæti litið út en að mínu mati var þarna um að ræða nánast gallalausa sýningu,“ hélt Þórarinn áfram. Um reiðmennskuna í heild sinni fannst Þórarni Þjóðverjar skera sig allnokkuð úr með sinn stíl þar sem honum fannst vanta meira flot í út- færslur þeirra en mátti sjá hjá Ís- lendingum og öðrum þjóðum. Söfnunin af hinu góða „Þá held ég að söfnunin sé enn að aukast sem ég tel út af fyrir sig góða þróun en menn verða eigi að síður að gæta sín á því að safna hestum ekki það mikið að þeir tapi mýkt og fjaðurmagni. Í þessum efnum virð- ast eiga sér stað miklar þreifingar og þróun. Með aukinni söfnun er að sjálfsögðu verið að leggja meira á hrossin en að sama skapi verða þau sterkari, losnar um þau að framan og útfærsla hraðabreytinga verður til að mynda auðveldari bæði fyrir knapa og hest,“ hélt Þórarinn áfram. Hvað varðar umræðu um hægara hægatölt og gangandi afturfóta- hreyfingar sagðist Þórarinn vona að sú umræða héldi áfram því þar þyrftu menn að komast að sameig- inlegri stefnu varðandi þrístuðning á hægu tölti. Þar á Þórarinn við það þegar hestar tölta það hægt að þeir ganga að aftan og hestur stendur í þrjá fætur augnablik í hreyfinga- ferlinu. „Menn þurfa að komast að raun um hvort þetta sé jákvætt eða neikvætt. Sjálfur sé ég ekkert nei- kvætt við þetta en ég varpa fram þeirri spurningu hvort ekki sé tíma- bært að skilgreina hægatöltið upp á nýtt. Það hvort hestar ganga að aft- an eða ekki fer svolítið eftir hesta- gerðum og eins hraðanum en þetta segir líka allnokkuð um það hvað hesturinn er kominn langt í þjálfun og uppbyggingu,“ bætir Þórarinn við. Þá nefnir hann það sem hann kall- ar frábæra útfærslu hjá Peter Häggberg í gæðingaskeiðinu á Aski frá Håkansgården. „Hann notar þar ásetuna mjög skemmtilega, hallar sér vel fram þegar hann skiptir yfir á stökk, sest í hnakkinn við niður- tökuna og hallar sér fram á sprett- inum og síðan vel aftur í niðurhæg- ingunni. Mér finnst hann sýna mjög góða stjórnun á afkastamiklum viljahesti. Þá vakti það athygli mína að knapar voru í smávandræðum með brokkið í úrslitum fimmgangs sem leiddi hugann að svipuðum hlut- um í A-flokki á landsmótinu á síð- asta ári. Finnst mér það spurning hvort huga þurfi eitthvað að röðun gangtegundanna í úrslitum eða fyr- irkomulag,“ sagði Þórarinn að end- ingu. Sá kunni kappi, Sigurbjörn Bárð- arson, sagði að það sem fyrst kæmi upp í hugann væri aukin breidd, fleiri góðar og tæknilega fram- kvæmdar sýningar og það eitt væri mikið fagnaðarefni og kannski mesta fagnaðarefnið að loku góðu móti. Kynbótahrossin út „Þá sannfærðist ég endanlega um að kynbótahrossin hefðu ekkert þarna að gera. Þetta stefnir í keppni milli landa og þar er að sjálfsögðu um mjög ójafnan leik að ræða og nægir þar að líta á fædd folöld í hverju landi þar sem Ísland hefur mikið forskot svo dæmi sé tekið. Mér finnst hinsvegar mjög jákvætt að taka ungmennin inn á mótið og gefa þeim kost á að afla sér nýrrar reynslu og komast fyrr í alvöru- keppni. Þá finnst mér ör þróun í reiðmennskunni,“ sagði Sigurbjörn en benti á menn yrðu að fara var- lega í að ríða hrossum með felldan háls. Það hefði sýnt sig að hross fá góðar tölur þótt ekki sé riðið með velfelldan háls og höfuð í lóð. „Í þessum efnum má ekki ganga of langt og verðum við að gæta var- úðar í eftiröpun á klassískri reið- mennsku. Líkamsbygging íslenskra hesta býður ekki alltaf upp á slíka stillingu og hentar því ekki í heild sinni. Þetta er gott í hófi þar sem það á við,“ bætir hann við. „Mér fannst útfærsla skeiðsins í úrslitum fimmgangs með miklum ágöllum. Flestir hestanna fóru upp á krossstökk í enda hvers spretts og þarna finnst mér vanta nokkuð á tæknina,“ sagði Sigurbjörn en taldi þó ekki ástæðu til að fara með skeið- ið á beina braut eins og gert er í gæðingakeppni. „Alls ekki þörf á slíku. Það er al- veg hægt að bæta útfærslurnar en það útheimtir meiri list og færni knapanna og á það eiga menn að stefna,“ sagði Sigurbjörn staðfastur í skoðun sinni á þessu máli. Hvað skeiðkeppninni viðkemur sagði Sig- urbjörn að alltof mikið af mistökum hefðu átt sér stað í gæðingaskeiðinu. „Það er greinilegt að erlendir dóm- arar taka alltof vægt á upphafskafla gæðingaskeiðsins og gefa einkunn þótt hestur taki einungis tvö-þrjú stökk áður en hann er tekinn til kostanna. Mér finnst of lítið lagt upp úr tæknilegu hliðinni í gæðinga- skeiðinu. Á þessu var að sjálfsögðu ein góð undantekning,“ sagði Sig- urbjörn og átti þar við frábæra út- færslu Peters Häggberg á Aski. Síðastur er svo Sigurður Sæ- mundsson landsliðseinvaldur og hafði hann ákveðnar skoðanir á hlut- unum. „Í fyrsta lagi er mér efst í huga að vel riðnar og tæknilega út- færðar sýningar borguðu sig vel fyr- ir knapana. Gott dæmi um það var hvernig Stian Pedersen tókst að tryggja sér efsta sætið í forkeppni fjórgangs á Jarli frá Miðkrika með frábærlega vel útfærðri sýningu en að sama skapi fór það út og suður í úrslitum þar sem hann tapaði efsta sætinu. Þá nefni ég til sögunnar Nicole Bergmann með Bruna frá Súluholti þar sem þessu var öfugt farið en þau voru í níunda sæti eftir forkeppni fimmgangs og unnu sig upp í úrslitum og enduðu í öðru sæti. Þarna var á ferðinni hestur með mjög góðar gangtegundir en með góðri útfærslu vann hún sig upp í annað sætið og var aðeins hársbreidd frá sigri. Að sama skapi má nefna íslensku liðsmennina sem ekki fóru á límingunum og náðu að knýja fram sigur þrátt fyrir gríð- arlegt mótlæti í forkeppninni,“ sagði Sigurður sem hér var orðinn vel volgur. Yfirburðaskeiðhestar Og hann hélt áfram: „Þá vakti at- hygli mína mikið vel- og markvisst uppbyggðir skeiðhestar Svíanna, þeir Þór frá Kalvsvik og Mjölnir frá Dalbæ hjá Magnúsunum tveimur. Hef ég aldrei séð svona vel upp- byggða skeiðhesta á þessum mótum og greinilega skilaði þessi vinna sér vel því þetta voru algjörir yfirburða- hestar í skeiðinu. Töltsýningarnar eru alltaf að komast nær fullkom- leikanum. Þar þarf yfirburðaþjálfun og reiðmennsku og útfærslu í sama klassa ef menn ætla sér að eiga ein- hverja möguleika. Karly Zingsheim hefur til þessa verið talinn kominn manna lengst í þeim efnum en nú hitti hann fyrir ofjarl sinn. Þá er sú spurning orðin áleitin hversu hægt hægatöltið á að vera. við gengum í það á mótinu að láta Jóhann ríða hægatöltið ívið hraðar en hann hafði gert á æfingum fyrir keppnina. Hann fór hringinn á 94 sekúndum meðan Hafliði fór hann á 70 sekúndum. Það hafa engir getað riðið töltið svo hægt í svona mikilli söfnun sem gert var á þessu móti án þess að missa fasið, fjöðrunina og fótaburðinn. Þá fannst mér fjórgangur og fimmgangur vera farnir að bera mikinn keim af gæðingakeppninni, til dæmis stökk riðið hratt í úrslitum fjórgangs og einnig tölt-brokk riðið hraðar en maður hefur átt að venj- ast. Ég geri ráð fyrir einhverri um- ræðu um þessi atriði. Með allt niður um sig Þá get ég ekki sleppt því að minn- ast á skeiðkeppnina þar sem þetta er þriðja mótið í röð þar sem fram- kvæmd skeiðkeppninnar fer nánast í vaskinn. Tímatakan klikkar og löng bið milli spretta eyðileggur alla stemmingu þannig að áhorfendur hrökklast frá og tel ég þetta graf- alvarlegt mál. Þetta er þriðja mótið þar sem framkvæmdaaðilar standa með allt niður um sig en auðvitað stendur upp úr allt það mikla augna- konfekt sem við urðum aðnjótandi þarna í Herning,“ sagði Sigurður að endingu. Umræðan um stefnur og strauma að loknu HM í Herning að hefjast Útfærslur og tækni stefna í full- komnun Morgunblaðið/Vakri Framundan er mikil umræða um hæga töltið sem fór í gang fyrir ári og snýst um það hvort góðkenna eigi þrí- stuðning sem hér sést hjá Jóhann og Snarpi í töltkeppninni á HM í Herning á dögunum. Stefnur og straumar eru eitthvað sem mikið er spáð í að loknum heimsmeistaramótum og nú er það spurningin hvort greina hafi mátt eitthvað nýtt og þá einnig hvert stefnir í reiðmennskunni. Valdimar Kristinsson kannaði hug nokkurra valinkunnra manna. Góð útfærsla hjá Stian Pedersen á Jarli frá Miðkrika færði þeim fyrsta sæt- ið í forkeppni fjórgangs sem þeir urðu svo að gefa eftir í úrslitum. Sigurður Sæmundsson telur að skeiðhestar sænska liðsins séu þeir best uppbyggðu sem sést hafa á þessum vettvangi enda yfirburðahestar. vakri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.