Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 19 DANSKIR dagar, bæjarhátíð Hólmara, voru haldnir í Stykkis- hólmi í ellefta skipti um helgina. Hátíðin gekk mjög vel og eru að- standendur hennar mjög ánægðir með hvað hún tókst vel í alla staði. Ekki var veðurspáin uppörvandi fyrir helgina og á föstudag var grenjandi rigning. Seinnipartinn stytti upp og gerði blíðu og á sunnudag var sól og hiti. Á föstudagskvöld voru hverfa- skemmtanir, þar sem hvert hverfi eða gata skipulagði dagskrá þar sem íbúarnir mættu og grilluðu saman. Var mjög góð og almenn þátttaka. Hverfin lögðu metnað í skreytingar og voru verðlaun veitt því hverfi sem stóð sig best. Verð- laun hlutu íbúar Silfurgötu. Skemmtidagskráin fór fram á laugardag og var mikið um að vera allan daginn og fram á nótt. Bryggjuball var um kvöldið og flugeldasýning á miðnætti. Danski varasendiherrann setti hátíðina og síðan tók við hvert atriðið á fætur öðru. Stjörnuleitina, sem var söngvakeppni unglinga, vann Ásta Hermannsdóttir, 16 ára stúlka úr Hólminum. Á sunnudag var dönsk messa í gömlu kirkjunni þar sem sr. Guðjón Skarphéðinsson mess- aði. Fjöldi gesta heimsótti Stykkis- hólm um helgina, bæði brottfluttir Hólmarar og aðrir sem vildu taka þátt í Dönskum dögum. Meira var um fjölskyldufólk en oftast áður og voru tjaldsvæðin fullbókuð af felli- hýsum og húsbýlum. Umsjón með hátíðinni höfðu ein- staklingar í Hólminum sem buðu sig fram til að annast skipulag og framkvæmd hátíðarinnar. Þeir skiluðu góðu starfi, því góður andi ríkti á Dönskum dögum þetta árið. Góðir Danskir dagar í Hólminum um helgina Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Það voru karlmennirnir sem stóðu sig vel við grillið í Lágholtinu á föstu- dagskvöld og sýndu hverfisbúum að þeir höfðu áður komið að því. Lionsmenn halda uppboð á notuðum munum og rennur ágóðinn í líknar- sjóð klúbbsins. Uppboðshaldari hvatti menn til að vera duglega að bjóða í. ÁSA Georgsdóttir í Miðhúsum í Breiðuvík hefur mörgum sagt til vegar út á einhverja fegurstu fjöru þessa lands. Fjöru Björns Breiðvík- ingakappa Ásbrandssonar, frá Kambi. Þess sem meiri vinur var húsfreyjunnar að Fróðá en goðans að Helgafelli, bróður hennar. Sam- anber frásögn Eyrbyggju. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Fjara undir jökli Snæfellsnes SÍÐASTLIÐINN laugardag var nýr níu holu golfvöllur opnaður í landi Hellishóla í Fljótshlíð með teighöggi Sveinbjörns Jónssonar. Hörður Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Golf- sambandsins, var í fyrsta hollinu sem lék völlinn og lét hann afar vel af vellinum og allri aðstöðu. Par vallarins miðað við níu holur er 36, fimm brautir par fjórir, tvær par þrír og tvær par fimm. Brautir frá gulum teigum eru samtals 2.506 metrar og rauðum 2.200 metrar. Lengsta braut frá gulum teig er 475 m og sú stysta 118 m. Sérstaða þessa vallar er einkum fólgin í miklum og mörgum vatnstorfærum sem eru tjarnir, lækir og sjálf Þverá, enda ber golfklúbburinn nafn árinnar. Hönnuður vallarins er Guðlaugur Georgsson. Eigendur vallarins eru hinir stór- huga ferðaþjónustubændur á Hellis- hólum, hjónin Svanur Lárusson og Sigurborg Óskarsdóttir. Á Hellishól- um er nú komin kjöraðstaða fyrir golfáhugafólk, skemmtilegur völlur, góður golfskáli með veitingaþjón- ustu og gistiþjónusta í 19 smáhýsum. Öflug ferðaþjónusta í Fljótshlíð Fljótshlíðingar eru vel í stakk búnir til að taka á móti ferðafólki og veita því góða og holla afþreyingu. Auk Hellishóla er ferðaþjónusta í Fljótshlíð í Smáratúni og á Breiða- bólstað að ógleymdu Kaffi Lang- brók. Í Smáratúni eru fjórir stórir sumarbústaðir, fjögur smáhýsi, tíu tveggja manna herbergi, veitinga- salur og hestaleiga. Einnig er hægt að renna fyrir fisk og skjóta gæs. Á Breiðabólstað er gistirými í vel bún- um skála fyrir 20 til 30 manns og eitt tveggja manna herbergi. Kaffi Langbrók, sem bæði er kaffi- og vín- veitingahús, er afar vinsæll áninga- staður ferða- og heimamanna. Morgunblaðið/Önundur S. Björnsson Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri Golfsambandsins (fyrir miðju) færði Hellishólahjónunum veglegan blómvönd í tilefni opnunarinnar. Nýr golfvöllur opnaður á Hellishólum í Fljótshlíð Fljótshlíð FYRSTA skóflustungan að nýju húsi Verkalýðsfélags Borgarness var tekin í liðinni viku. Húsið á að rísa við Sæunnargötu 2a á svoköll- uðu „Sýslumannstúni“ og var það Sveinn G. Hálfdánarson, formaður verkalýðsfélagsins, sem fyrstur lagði til atlögu við grunninn. Sveinn bauð síðan viðstöddum til kaffisam- sætis í Félagsbæ þar sem hann sagði frá tildrögum þessarar húsbygging- ar. Frá árinu 1989 hefur verkalýðs- félagið átt og rekið húseignina Fé- lagsbæ sem er um 300 fermetrar. Að sögn Sveins var álit stjórnar verkalýðsfélagsins að ekki þyrfti 300 fermetra húsnæði til að sinna fé- lagslegri þörf félagsins. Nærri lætur að 30 til 40 manna salur fyrir trún- aðarmannaráðsfundi og námskeið ásamt skrifstofuaðstöðu útheimti ekki meira en 130–150 fm húsnæði. Þegar fyrirspurn kom frá fasteigna- sala árið 2001 um hvort félagið vildi selja húsið var ákveðið að selja það ef viðunandi verð fengist. Í ljós kom að Borgarnessókn hafði áhuga á Fé- lagsbæ og staðfesti það með tilboði í húsið í febrúar sl. Tilboðinu var tekið og því næsta skref að huga að hent- ugu húsnæði fyrir verkalýðsfélagið. Fljótlega var tekin sú ákvörðun að byggja hús á einni hæð sem væri sér- sniðið fyrir starfsemi félagsins. Hús- ið, sem er 156 fm, er hannað og stað- sett þannig á lóð að auðvelt á að vera að byggja við það ef þörf krefur síðar meir. Arkitekt hússins er Magnús H. Ólafsson og aðalverktaki er Sólfell ehf. Húsið verður alfarið unnið af heimamönnum og verður viðskiptum og verkkaupum beint til fyrirtækja á félagssvæði verkkaupenda. Sólfell á að skila húsinu fullbúnu í síðasta lagi 15. febrúar á næsta ári. Þangað til mun verkalýðsfélagið verða í skjóli Borgarnessóknar sem tekur yfir sali hússins 1. september og hluta af skrifstofum 1. október nk. Verkalýðsfélag Borgar- ness byggir nýtt húsnæði Morgunblaðið/Guðrún Vala Sveinn G. Hálfdánarson tók fyrstu skóflustunguna að nýja húsinu. Borgarnes BLESSAÐUR karlinn hann Þormóður var að farast úr þunglyndi ekki alls fyrir löngu vegna eilífrar þokubrælu. Nú er öldin önnur og allt þung- lyndi fokið út í veður og vind. Hann brosir sínu blíðasta og leikur við hvurn sinn fingur í 22 stiga hita á Eskifirði.Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þokubrælu- þunglynd- inu léttir Eskifjörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.