Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 23

Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 23
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 23 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Afgreiðslustarf Olympia undirfataverzlun í Kringlunni, óskar eftir líflegri og reglusamri starfsstúlku til af- greiðslustarfa, á aldrinum 20-45 ára. Heilsdagsstarf/framtíðarstarf. Umsækjendur komi í viðtal á skrifstofu verzlun- arinnar, Auðbrekku 24, Kópavogi mánudag og þriðjudag kl.10—14. Umsóknir einnig mót- teknar á olympia@olympia.is. Auðbrekku 24, 200 Kópavogur Sími: 564-5650 olympia@olympia.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Upphaf haustannar Kennarafundur verður kl. 9.30 þriðjudaginn 19. ágúst. Eldri nemendur eiga að sækja stundatöflur sín- ar 20.—21. ágúst kl. 9.00—15.00. Á sama tíma er hægt að sækja um töflubreytingar. Nýnemar eiga að sækja stundatöflur sínar kl. 10.00 miðvikudaginn 20. ágúst og þá munu eldri nemendur sýna þeim skólann. Kennsla hefst skv. sérstakri hraðtöflu mánu- daginn 25. ágúst og að henni lokinni verður skólinn formlega settur. Innritun í fjarnám verður 26. ágúst til 1. sept- ember. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu skólans, www.fa.is. Skólameistari. NAUÐUNGARSALA Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Gránugötu 4—6, Siglufirði, mánudaginn 25. ágúst 2003 kl. 13.00: KP-248 YN-272 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 15. ágúst 2003. Guðgeir Eyjólfsson. Íbúð til leigu Glæsileg nýleg „penthouse“-íbúð í hverfi 112 Reykjavík. Þrjú svefnherbergi, laus fljótlega, lantímaleiga. Tilboð sendist á netfangið gudbergsson@un.org með skýrum upplýsing- um um væntanlegan leigutaka. TIL LEIGU Kristján 10. en ekki Kristján 9. Í grein eftir Pétur Pétursson, fyrrverandi þul, í Morgunblaðinu í gær eru meinlegar prentvillur á tveimur stöðum. Í texta og mynda- texta er talað um Kristján 9. Dana- konung, en þar átti að standa Kristj- án 10. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT ÞRJÁR ungar stúlkur afhentu ný- lega Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, 18.155 kr. sem þær söfnuðu með því að halda flóa- markað. Stúlkurnar voru yfir sig ánægðar vegna þeirra viðbragða sem þær fengu. Fólk var tilbúið að gefa mjög eigulega hluti á flóamarkaðinn og stúlkurnar fengu meðal annars gef- ins slípirokk sem komst í hendur nýs eiganda. Samtals söfnuðust á flóamarkaðnum ríflega tólf þúsund krónur en stúlkurnar bættu við eig- in framlagi upp á sex þúsund krón- ur. Þær sögðust hafa valið að safna fyrir Neistann því ein þeirra þekkir til hjartveiks barns og „svo eru allir að safna fyrir Rauða krossinn“, eins og þær orðuðu það. Sigþór Sam- úelsson, formaður Neistans, veitti peningunum viðtöku og gladdist mjög við þessa óvæntu sendingu stúlknanna. Peningarnir verða not- aðir til að styrkja foreldra sem fara með barn í aðgerð erlendis, en það er ákaflega kostnaðarsamt og þess- ir fjármunir munu koma sér vel. Flóamarkaðurinn fór fram á Garðatorgi í Garðabæ og vildu stúlkurnar koma á framfæri þakk- læti til aðstandenda Garðatorgs. Sigþór Samúelsson formaður Neistans tók við gjöfinni. Frá vinstri: Una Árnadóttir, Valdís Guðmundsdóttir, Björk Jónsdóttir og Sigþór. Stelp- urnar eru ýmist orðnar 11 ára eða alveg að verða. Söfnuðu til styrktar hjartveikum börnum VERKTAKAR sýndu tveimur út- boðum Vegagerðarinnar vegna snjó- moksturs nokkurn áhuga er tilboð voru opnuð nýlega. Sex tilboð bárust í mokstur og hálkuvörn á Holta- vörðuheiði næstu fimm árin og þrír vildu moka snjó í Hvalfirði. Dýjadalur ehf. í Reykjavík bauð lægst í Holtavörðuheiði, 7,7 milljón- ir, en áætlun Vegagerðarinnar var einni milljón ofar. Fimm af sex til- boðum voru undir áætlun. Hins veg- ar voru öll tilboð yfir áætlun vegna Hvalfjarðar en þar átti Hilmar Ólafsson ehf. í Reykjavík lægsta boð, 1,6 milljónir króna. Áætlunin var upp á 1,3 milljónir og útboðið mið- aðist við tímabilið 2003–2008. Mikill áhugi á snjómokstri SAUTJÁN Harley Davidson- hjólum var ekið um Siglufjarðar- bæ í heimsókn Harley-klúbbsins þangað sem nú er orðinn árviss atburður. Hópurinn kom til Siglu- fjarðar síðla dags á föstudaginn og ók hring um bæinn en síðan var hjólunum stillt upp í vöru- skemmu við höfnina þar sem mönnum gafst kostur á að skoða hjólin þótt ekki hefði verið form- leg dagskrá, segir Gunnar Júl- íusson eini siglfirski meðlimurinn í Harley-klúbbnum. Harley-klúbburinn skoðaði Síld- arminjasafnið og borðaði þar síld- arrétti. Á laugardag var m.a. siglt í Hvanndali og Héðinsfjörð og síðan var haldin mikil veisla þar sem grillaður var heill grís á teini. „Ég er búinn að vera þrjú ár í Harley-klúbbnum,“ segir Gunnar. „Það er alltaf jafngaman að keyra um á Harley-hjóli, menn fá aldrei leiða á því. Þetta eru fyrst og síð- ast ferðahjól en þeim er þó ekki mjög vel við íslenska malarvegi.“ Fjöldi Har- ley-hjóla á Siglufirði ♦ ♦ ♦ FUNDUR flokksráðs Vinstrihreyf- ingarinnar samþykkti ályktun þar sem lýst er vanþóknun á framgöngu þeirra verktakafyrirtækja á vegum Landsvirkjunar á Kárahnjúkasvæð- inu sem víkja frá íslenskum lögum, reglum og samningum í samskiptum við starfsmenn. „Ljóst er að erlenda verktakafyr- irtækið Impregilo gerir tilraun til að færa ýmislegt sem varðar aðbúnað, öryggi og vinnuaðstæður og frágang kjaramála áratugi aftur í tímann mið- að við það sem Íslendingar eiga að venjast. Slíkt má ekki líðast og verður að tryggja rétt verkafólks. Fundurinn styður heils hugar baráttu verkalýðs- félaga fyrir úrbótum. Sérstök ástæða er til að hafa áhyggjur af aðbúnaði og launakjörum erlendra starfsmanna.“ VG gagnrýnir fram- göngu verktaka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.