Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 24

Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 24
DAGBÓK 24 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Black Prince kemur og fer í dag. Goðafoss kemur í dag. Seven Seas Navigat- or, Akraberg, Sunna og Silvia fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss kemur í dag, Rán fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10. Fé- lagsvist í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 11 boccia. Handa- vinnustofan er opin. Kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Pútt- völlur opinn mánudag til föstudags kl. 9– 16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótsnyrting, kl. 10–11.30 sam- verustund. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótsnyrting frá kl. 10. Skrifstofa Félags eldri borgara í Kópavogi er opin í dag frá kl. 10– 11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótsnyrting og mynd- list, kl. 10–12 er versl- unin opin, kl. 13 fönd- ur og handavinna. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 13 frjáls spilamennska (brids). Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 9–16 er handavinnustofan op- in, kl. 9–12 myndlist, kl. 13–16 körfugerð, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. 13–16 spilað, kl. 10– 13 er verslunin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, opin vinnustofa, kl. 9–16, félagsvist kl. 14, kl. 9–12 hárgreiðsla. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Biljarðstofan í Hraun- seli opnuð kl. 9 á mánudögum og fimmtudögum, aðra daga vikunnar kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði í Glæsibæ. Brids í dag kl. 13 í Ásgarði í Glæsibæ. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Vinnustofur og spilasalur opinn, dans. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. frá kl. 9– 17. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 fótsnyrting, kl. 10 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 13 frjáls spila- mennska. Fótsnyrting. Norðurbrún 1. kl. 9– 16 fótsnyrting, kl. 10– 11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótsnyrting og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30– 10.30 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing. Vitatorg. Klukkan 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 handmennt og morg- unstund, kl. 10 fót- snyrting og boccia, kl. 13 frjáls spil. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Aust- fjörðum: Birgir Hall- varðsson, Botnahlíð 14, Seyðisfirði, s. 472 -1173; Blómabær, Mið- vangi, Egilsstöðum, s. 471 -2230 Nesbær ehf., Egilsbraut 5, 740 Nes- kaupstað, s. 477 -1115; Gréta Friðriksdóttir, Brekkugötu 13, Reyð- arfirði, s. 474 -1177; Aðalheiður Ingimund- ardóttir, Bleiksárhlíð 57, Eskifirði, s. 476- 1223; María Óskars- dóttir, Hlíðargötu 26, Fáskrúðsfirði, s. 475- 1273; Sigríður Magn- úsdóttir, Heiðmörk 11, Stöðvarfirði, s. 475- 8854. Minningarkort MS- félags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl. 10–15. Sími 568-8620. Bréfs. 568-8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. Heilavernd. Minning- arkort fást á eftir- töldum stöðum: Í síma 588-9220 (gíró); Holts- apóteki; Vesturbæjar- apóteki; Hafnarfjarð- arapóteki; Keflavíkurapóteki; og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Íslandi eru afgreidd á skrifstofutíma í síma 552-4440 frá kl. 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni http://www.parkinson. is/sam_minningar- kort.asp. Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu sam- takanna á Tryggva- götu 26 í Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562-5605, bréf- sími 562-5715. Í dag er mánudagur 18. ágúst, 230. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Og hann sagði við þá: Hvíldardagurinn varð til manns- ins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. (Markús 2, 27.)     Kristján Jónsson fjallarum verðhækkun Orkuveitu Reykjavíkur á Frelsi.is. „Í útvarpsviðtali á Bylgjunni á þriðjudag sagði Alfreð [Þorsteins- son] að aukin hlýindi hefðu orðið til þess að sala á heitu vatni hefði dregist verulega saman árið 2002 og sem af er þessu ári. Var hann þá spurður af frétta- manni hvort neytendur mættu búast við því í framtíðinni að verðskráin myndi ávallt hækka ef hlýtt yrði í veðri. Sagði Al- freð þá eitthvað á þá leið að ekki væri hægt að full- yrða neitt um slíkt. Í Fréttablaðinu sama dag skýrir Alfreð hækkunina á svipuðum nótum, en bætir við þar að hækkunin hafi verið lögð á að tillögu for- stjóra fyrirtækisins. For- stjórinn hefur þó ekki fengið tækifæri til þess að svara því í fjölmiðlum, að mér vitandi, þegar þetta er skrifað.     Rekstur OR virðist sam-kvæmt þessu lúta lög- málum veðurfars, líkt og rekstur sjávarútvegs- og landbúnaðarfyrirtækja, svo dæmi sé tekið. Hins vegar er einkennilegt að árið 2002, þegar kosið var til sveitarstjórna, þá minn- ist ég þess ekki að Alfreð hafi kveinkað sér undan óbærilega hlýju veðri þeg- ar staða OR bar á góma í fjölmiðlum. Þvert á móti talaði hann stoltur um hversu vel rekið fyrir- tækið væri og staða þess væri til slíkrar fyrir- myndar að auðvelt væri að stunda áhættufjárfest- ingar í stórum stíl í fyr- irtækinu Lína.net. Ekki rámar mig heldur í að Al- freð hafi minnst á sam- drátt í sölu á heitu vatni, þegar OR flutti í sitt glæsi- lega skrifstofuhúsnæði.     Getur verið að stjórn-arformaður OR ætti kannski að reyna að axla örlítið meiri ábyrgð á þessum erfiðleikum fyr- irtækisins frekar en að skýla sé á bak við ytri skil- yrði? Getur verið að hægt hefði verið að komast hjá þessari hækkun með skyn- samlegri stjórnun á fyr- irtækinu? Er möguleiki að ekki hafi verið nauðsyn- legt að hafa hið nýja hús- næði fyrirtækisins jafn- dýrt og raun ber vitni? Er það jafnframt möguleiki að öllu því fjármagni sem ausið hefur verið í Línu- .net hefði verið betur var- ið í að mæta þessum sam- drætti?     Sem betur fer hef égvarið sumrinu heima í Bolungarvík, en fram- undan er veturseta í Reykjavík sökum háskóla- náms. Ekki er laust við að um mig fari ískaldur hroll- ur (þrátt fyrir hin yfir- þyrmandi hlýindi) er ég hugsa til þess þegar ný- hækkaðir reikningar Orkuveitunnar skila sér inn um lúguna. Þess vegna finnst mér eðlilegt að spyrja áðurnefndra spurn- inga og vonast ég til þess að fjölmiðlamenn muni gera það einnig.“ STAKSTEINAR Er heitt vatn mun- aðarvara? Víkverji skrifar... FÁTT fer meira í taugarnar á Vík-verja en nánast ókunnugt fólk sem af einhverjum ástæðum tekur upp á því að kalla hann elskuna sína eða vinuna. Stundum vill það nefni- lega bregða við að einhverjir, gjarn- an eldri menn, sem hann (eða reynd- ar hún) á ef til vill fremur takmörkuð samskipti við enda setningu á að segja „elskan mín“ eða „vinan“. Pirr- ar þetta Víkverja óstjórnlega og get- ur hin besta viðkynning jafnvel breyst í megnustu andúð í vissum til- vikum. x x x VÍKVERJI gladdist því er hannlas frétt á vef Morgunblaðsins í vikunni þar sem fram kemur að starfsmenn borgaryfirvalda í Bristol á Englandi hafi fengið ströng fyrir- mæli um að hætta að kalla við- skiptavini borgarinnar gælunöfnum á borð við „elskan mín“ og „fjársjóð- urinn minn“ þar sem slíkt sé ekki faglegt. Þess í stað mun borgar- starfsfólki gert að temja sér ávörpin „herra“ eða „frú“. Reyndar veit Víkverji vel að þegar fólk notar orð á borð við „vinan“ eða „elskan“ er oftar en ekki um hugs- unarleysi að ræða, viðkomandi mein- ar oft vel eða vill jafnvel vera vina- legur. Þá skiptir líka máli í hvernig tón orðið er sagt. Þrátt fyrir það vildi Víkverji helst að fólk sleppti þessum gælunöfnum, þau eru ónauðsynleg og geta gert sumum gramt í geði. x x x VÍKVERJI hefur keypt ófá árs-kortin í líkamsrækt fyrir tugi þúsunda sem síðan hafa svo verið nýtt líklega að meðaltali tíu sinnum yfir árið. Hann ákvað að gera ekki sömu mistökin þetta haustið heldur keypti sér stærðarinnar fjallahjól sem hann hyggst nota sér til hreyf- ingar og heilsubótar í staðinn. Hann er á því að í hans tilfelli hafi hjólið verið betri fjárfesting en líkams- ræktarkortin nú þegar hann er byrj- aður að nota gripinn því öfugt við spriklið í leikfimisalnum er nefnilega ári skemmtilegt að hjóla. x x x VÍKVERJI getur ekki orða bund-ist yfir nýju auglýsingaskilti sem sett hefur verið upp við Kringluna. Þar eru „lifandi“ auglýsingar látnar „rúlla“ allan liðlangan daginn og finnst Víkverja sem þetta uppátæki hljóti að trufla einbeitingu öku- manna sem aka Miklubraut í austur- átt. Sjálfur hefur Víkverji staðið sig að því að fylgjast með auglýsing- unum á skiltinu er hann ekur frá Miklubrautinni að Morgunblaðshús- inu. Skiltið hlýtur því að vera slysa- gildra og finnst Víkverja með öllu óskiljanlegt að slíkt fyrirbrigði sé ekki bannað með lögum. Honum finnst vont til þess að hugsa að úr þessu verði líklegast ekkert gert í málinu fyrr en slys hefur orðið vegna truflunarinnar sem skiltið veldur. Morgunblaðið/Ómar Almenn afstaða til varnarliðs- mannsins – og afbrota hans ÞAÐ voru í sjálfu sér mannleg mistök, að færa varnarliðsmanninn frá Litla-Hrauni á Keflavík- ursvæðið. Og það má því telja víst að varnarliðið afhendi ekki manninn til okkar. Þannig standa málin nú – í sjálfheldu. Næsta skref er því að sýna mikla lipurð og samningavilja frá báðum aðilum málsins. Sennilega verðum við Íslendingar að halda okkur til hlés, að svo komnu máli, og láta það gott heita að mað- urinn verði lögsóttur sam- kvæmt bandarískum her- lögum; annað er víst óviðunandi. Þetta er hreint ekki eins slæmt og það virðist vera nú. Mannsins er gætt af her- lögreglu hernámsins, enda þótt hann hafi eitt- hvert ferðafrelsi eftir bandarískum lögum. Er bara ekki hægt að sætta sig við þessi málalok, þótt Hæstiréttur hafi staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum? Þetta gæti annars orðið ennþá meira vandræða- mál, þar sem herlög fara með lögsögu í málinu, á grundvelli viðbætis við varnarsamning landanna tveggja, þar sem ríkissak- sóknari setti ekki önnur skilyrði en þau að mað- urinn færi ekki úr landi, og yrði látinn mæta fyrir herrétt þegar á þyrfti að halda, eins og segir. Eigum við ekki að sætt- ast á málið á þessum grundvelli, og snúa okkur heldur alfarið að varnar- viðræðum einungis? Á þann hátt myndum við styrkja stöðu okkar, enda var árás varnarliðsmanns- ins ekki banvæn, sem bet- ur fer. Páll G. Hannesson, Ægisíðu 86. Hávaði á skemmtistöðum ÉG er sammála þeim sem skrifaði í Morgunblaðið síðastliðinn þriðjudag um óþolandi hávaða í tónlist- inni á skemmtistöðum. Það er ekki hægt að tala við manneskjur sem mað- ur situr hjá. Þessi hávaði hlýtur að valda heyrnar- skaða. Hefur það verið rannsakað? Það vill eng- inn hafa svona háværa tónlist. Fólk verður þreytt og pirrað. Skemmtistaðir ættu ekki að komast upp með að gera fólk hálfheyrnar- laust. Heilbrigðisráðu- neytið ætti að athuga þetta. Ein sem vill breyta og bæta. Ósmekkleg auglýsing ÉG las Fréttablaðið 15. ágúst. Á blaðsíðu 19 er auglýsing með mynd. Lít- ið barn í felubúningi held- ur á dauðri gæs og er að auglýsa skotveiðibúð. Mér finnst þetta ekki eðlilegt og gefa til kynna að í lagi sé fyrir börn að klæðast felubúningum og skjóta dýr. 100547-2019. Tapað/fundið Baldur er blautur Á SKÁTAMÓTI á Hömr- um við Akureyri dagana 26. til 29. júlí tapaðist handklæði með nafni Baldurs Más ásaumuðu. Skilvís finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 861 3929. Úlpulaus unglingur GRÆN úlpa af unglings- pilti týndist um verslun- armannahelgina við Laug- arvatn. Þeir sem vita hvar hún er niður komin vin- samlega hafi samband í síma 557 3488 eða 898 4572. Galdragemsi á Akureyri MILLI kl. 16 og 17 hinn 10. júlí sl. tapaðist Nokia 3310 GSM-sími á Eyrinni á Akureyri. Síminn er með hvíta Harry Potter kápu og er sárt saknað af eiganda. Fundarlaun eru í boði. Skilvís finnandi vin- samlega hringi í síma 861 3929. Hálsband með svört- um steini tapaðist KONA hringdi og sagðist hafa týnt hálsbandi. Hún man síðast eftir því þar sem hún var stödd við Dverghamra en þaðan fór hún til Hellu og uppgötv- aði síðan í Reykjavík að menið var horfið. Þetta var um miðjan júní og er hálsmenið líkt og lykkja með svörtum steini að ummáli á stærð við litla- putta. Gott væri ef finn- andi hefði samband í síma 845 1046 eða 566 6935. Dýrahald Tumi fundinn VELVAKANDI vill gleðja lesendur með ánægjulegum fregnum af páfagauknum Tuma. Tumi flaug að heiman í síðustu viku og hafði eig- andinn samband við Vel- vakanda til að lýsa eftir fuglinum. Símtalinu var ekki fyrr lokið en dýra- vinur hafði samband og hafði þá einmitt fundið fuglinn. Dvelur Tumi nú í góðu yfirlæti heima hjá sér, eflaust feginn að hafa fundið eigendur sína aft- ur. Velvakandi er sem kunnugt er mikill dýra- vinur og þykir honum vinna n sérlega gefandi og skemmtileg þegar svona einstaklega vel tekst til. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 viðbragðsfljótur, 8 í ætt við, 9 sálir, 10 greinir, 11 skyldmennið, 13 líffærið, 15 foraðs, 18 annmarki, 21 ástfólginn, 22 dóni, 23 bárur, 24 ánamaðkur. LÓÐRÉTT 2 þvinga, 3 bækurnar, 4 púkann, 5 sárs, 6 kven- fugl, 7 andvari, 12 myrk- ur, 14 fiskur, 15 harmur, 16 gamli, 17 húð, 18 mjó, 19 bleyðu, 20 sjá eftir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kvars, 4 fúlum, 7 ávalt, 8 loppu, 9 tól, 11 skap, 13 snös, 14 útlit, 15 spöl, 17 ófær, 20 aða, 22 rollu, 23 fífan, 24 kætin, 25 seiga. Lóðrétt: 1 kláfs, 2 apana, 3 sótt, 4 full, 5 læpan, 6 maurs, 10 óglöð, 12 púl, 13 stó, 15 skræk, 16 örlát, 18 fífli, 19 renna, 20 auðn, 21 afls. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.