Morgunblaðið - 18.08.2003, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
LÍTIÐ sem ekkert hefur sést af lundapysju í Vest-
mannaeyjabæ það sem af er sumri. Þetta er óvenju-
legt því venjulega byrja pysjur að fljúga að ljósum
bæjarins fyrstu vikuna í ágúst.
Óskar J. Sigurðsson í Vest-
mannaeyjum segir að mikið
hafi verið um pysjudauða í
sumar og að þroski þeirra sé
skammt á veg kominn miðað
við árstíma. Þó sé ekki um eins-
dæmi að ræða því áður hafi
komið ár þegar svipað ástand
hefur verið á stofninum.
Allmargir ferðamenn leggja á hverju ári leið sína
til Eyja í ágúst til að taka þátt í að bjarga pysjum
sem villast inn í bæ. Enn sem komið er hafa ferða-
menn fundið fáar pysjur til að bjarga.
Framan af sumri veiddist lítið af lunda en glaðnað
hefur yfir veiðinni á síðustu vikum. Þetta er einnig
óvenjulegt því oftast er lítið um veiði eftir versl-
unarmannahelgi. Reyndir veiðimenn telja að hlýr
sjór og hár loftþrýstingur kunni að valda því að æt-
isleit lundans sé erfiðari en áður; sérstaklega sé lítið
um það æti sem yngstu pysjurnar nærast á. Svo
virðist sem lundinn þurfi að ferðast lengra en venja
er til og sést hefur til hans í stórum breiðum að
sækja sér æti allt að hundrað sjómílur frá Vest-
mannaeyjum.
Pysjan sein af stað
í Vestmanneyjum
SIGURÐUR Orri Þórhannesson vann til fyrstu
verðlauna á kvikmyndahátíðinni Nordic Youth
Film Festival í Tromsö fyrir stuttmynd sína „Le
Mime“ en greint var frá úrslitunum í gærkvöldi.
Sigurður vann í elsta aldursflokknum, 20–25 ára,
og sagði í umsögn dómnefndar að Sigurður hefði
unnið með vel útfærða sögu sem sýndi aðalpersónu
hennar á sérstakan og tjáningarþrunginn hátt.
Sigurður sagðist vera hæstánægður með verð-
launin enda hefðu margar góðar myndir verið á
hátíðinni. „Ég sendi myndina inn í forval og hún
var valin en það bárust um fjörutíu myndir frá öll-
um Norðurlöndunum. Myndin fjallar um lát-
bragðsleikara sem býr einn í stóru húsi og verður
fyrir miklum hrekkjum. Þetta er þrívíddar-
teiknimynd, sex mínútna löng, sem ég gerði árið
2001 en þetta var fyrsta myndin sem ég gerði. Ég
lagði mikla vinnu í hana og það tók átta eða níu
mánuði að gera hana meðfram annarri vinnu. Það
kom mér skemmtilega á óvart að vinna og mér
finnst það mikill heiður,“ segir Sigurður Orri.
Íslensk teiknimynd
vinnur til verðlauna
ÞAÐ var mikið sjónarspil þegar flugeldum var
skotið á loft í Reykjavík á menningarnótt. Talið er
að nærri 100 þúsund manns hafi verið í miðbæ
Reykjavíkur og notið menningar og annars þess
sem gestum var boðið upp á. Það er mat lög-
reglu að hátíðin hafi farið vel fram.
Morgunblaðið/Ómar
Ljósadýrð á menningarnótt
Menningarnótt/26
MIKIL eftirspurn er eftir starfs-
fólki á Austurlandi og Norður-
landi og voru 354 laus störf um
síðustu mánaðamót í þessum
landsfjórðungum, en til saman-
burðar má nefna að 90 laus störf
voru á höfuðborgarsvæðinu. At-
vinnuleysi á Austurlandi hefur
minnkað mikið á síðustu mánuð-
um. Samkvæmt tölum Vinnu-
málastofnunar var atvinnuleysi í
landsfjórðungnum í lok júlí 1,3%
en var 3,9% í febrúar sl. Atvinnu-
leysi meðal karla á Austurlandi
er aðeins 0,7%.
Atvinnuástandið á lands-
byggðinni er mun betra en á höf-
uðborgarsvæðinu og Suðurnesj-
um þar sem atvinnuleysi er
3,5–3,7%. Í öðrum landshlutum
er atvinnuleysið 1–2%. Af 4.669
sem voru atvinnulausir í júlí-
mánuði voru 3.875 búsettir á höf-
uðborgarsvæðinu og Suðurnesj-
um. 794 voru atvinnulausir í
öðrum landshlutum. Það sem af
er ágústmánuði hefur atvinnu-
lausum á höfuðborgarsvæðinu
og Suðurnesjum fjölgað. Þar eru
núna 4.050 manns atvinnulausir.
Atvinnuleysi á landinu öllu var
að meðaltali um 3% af áætluðum
mannafla. Á sama tíma í fyrra
var atvinnuleysið 2,3%. Atvinnu-
leysi meðal kvenna er nokkru
meira en meðal karla.
Í lok júlí voru 604 laus störf
skráð hjá Vinnumálastofnun.
Þetta er talsvert meira en í sama
mánuði í fyrra, en þá voru 282
laus störf á skrá. Tiltölulega fá
laus störf eru í þeim landshlut-
um þar sem atvinnuleysi er
mest, eða 90 á höfuðborgarsvæð-
inu og 14 á Suðurnesjum. 153 laus
störf eru hins vegar á Norðurlandi
vestra, 101 á Austurlandi og 100 á
Norðurlandi eystra.
Færri leyfi til útlendinga
Verulega hefur dregið úr útgáfu
atvinnuleyfa til útlendinga. Á
fyrstu sjö mánuðum ársins var gef-
ið út 1.781 leyfi, en 2.084 leyfi voru
gefin út á sama tímabili í fyrra. Allt
árið 2001 voru gefin út 4.505
atvinnuleyfi. Mest er um fram-
lengingu á tímabundnum atvinnu-
leyfum, en ný leyfi það sem af er
árinu eru 200.
Mikil eftirspurn eftir
vinnuafli á landsbyggðinni
Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæð-
inu var 3,7% í júlí og fer vaxandi
ÍTALSKA verktakafyrirtækið
Impregilo hefur afhent Lands-
virkjun nýja og tímasetta aðgerða-
áætlun um uppbyggingu vinnu-
búða á framkvæmdasvæði
Kárahnjúkavirkjunar. Samkvæmt
henni verða komin svefnrými fyrir
um 800 manns við virkjunina í lok
september, að því er fram kemur á
vef Kárahnjúkavirkjunar. Um 650
starfsmenn eru nú á virkjunar-
svæðinu, þar af um 580 sem vinna
hjá Impregilo.
Gert er ráð fyrir að alls 140
svefnrými bætist við í síðustu viku
ágústmánaðar í búðum við aðgöng
2 og við Kárahnjúka. Í september
á svo að fjölga enn svefnskálum,
aðallega við Kárahnjúka. Impreg-
ilo stefnir að því að í vinnubúð-
unum búi allir starfsmenn í eins
manns herbergjum, en eins og
fram hefur komið í Morgunblaðinu
hafa fjölmargar kvartanir borist
yfir aðbúnaði starfsmanna Im-
pregilo.
Um helmingur 650
starfsmanna er íslenskur
Á vef Kárahnjúkavirkjunar seg-
ir að vinna við að setja upp búðir
starfsmanna sé nokkuð á eftir
upprunalegum áætlunum þar sem
það hafi dregist að fá afhenta skál-
ana hjá framleiðendum og seljend-
um erlendis. Á verkfundi fyrir
helgi fullvissuðu stjórnendur hjá
Impregilo fulltrúa Landsvirkjunar
um að málið yrði tekið föstum tök-
um og reynt að hraða því að setja
upp vinnubúðirnar.
Af þeim um 650 starfsmönnum
sem eru á Kárahnjúkasvæðinu er
u.þ.b. helmingurinn íslenskur en
aðrir af ýmsu þjóðerni. Þá vinna
íslensk fyrirtæki við jarðganga-
gerð, vegagerð, lagningu raf-
strengja og ljósleiðara. Reiknað er
með að starfsfólki fjölgi enn frekar
á næstunni og verði í vetur a.m.k.
700 manns, að vinnu við stöðv-
arhús Kárahnjúkavirkjunar með-
talinni.
Ný áætlun um upp-
byggingu vinnubúða við
Kárahnjúkavirkjun
Svefnrými
fyrir 800
manns í
búðum
Impregilo
♦ ♦ ♦
ÍSLENSKA unglingalandsliðið í handknattleik,
skipað leikmönnum 18 ára og yngri, varð í gær
Evrópumeistari þegar liðið lagði Þjóðverja 27:23
í úrslitaleik í Slóvakíu. Á laugardaginn voru Sví-
ar lagðir með einu marki eftir framlengingu í
æsispennandi leik. Ásgeir Örn Hallgrímsson úr
Haukum varð markahæsti leikmaður keppn-
innar, skoraði 55 mörk í sjö leikjum og var valinn
besta örvhenta skyttan. Arnór Atlason úr KA var
valinn besta rétthenta skyttan og var í úrvals-
liðinu með Ásgeiri.
Ljósmynd/Viktor Zamborský
Ragnar Hjaltested fer hér inn úr hægra horninu
á móti þýska markverðinum.
Unglingarnir urðu
Evrópumeistarar
Maður vinnur ekki silfur/B16
♦ ♦ ♦