Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 6
um við hana fyrir al- menningi í október. Einnig erum við í verk- efnum tengdum vatna- fræði með því að kanna rennsli og aurburð í Langasjó,“ sagði Guð- laugur en í drögum að rammaáætlun um nýt- ingu vatnsafls og jarð- varma kom Skaftárveita vel út í samanburði við ýmsa aðra virkjunar- kosti. Vinna við mat á um- hverfisáhrifum og verk- hönnun heldur áfram á næsta ári. Byggingar- tími er áætlaður eitt ár og telur Guðlaugur mögulegt að Skaftárveita verði tekin í notkun árið 2006. Hann segir það aldrei hafa staðið til að veitan stuðli að orkuöflun til stækkunar Norðuráls. Þær tímaáætlanir hafi ekki átt samleið. Mikil umhverfisáhrif Í skýrslu sem unnin var af Al- mennu verkfræðistofunni um Skaftárveitu vegna rammaáætlun- innar kemur m.a. fram að umhverf- isáhrif veitunnar verði töluverð. Í útdrætti skýrslunnar segir að Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ræktunarsamband Flóa og Skeiða er að koma sér fyrir með vinnuvélar við Langasjó. FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðir blóðbankabílsins: Þriðjudagur 16. sept. Grindavík, við Rauða kross húsið 9.00-17.00 Miðvikudagur 17. sept. Tækniháskólinn, Höfðabakka 9, Rvk. 9.00-15.00 www.blodbankinn.is þekkingu á sviðum þar sem þeirra bíða mikil tækifæri. Þar má nefna landgræðslu, túnrækt og búfjár- rækt, en ekki síður nýtingu vatna og veiðiáa. Mongólar borða mjög lítið af fiski og hafa lítið stundað auðlindir sínar. Þarna undirrit- uðum við yfirlýsingu, ég og land- búnaðarráðherrann, um hug- myndir að vettvangi þar sem hægt væri að skiptast á upplýsingum og við myndum veita þekkingu og að- stoð,“ segir hann Landbúnaðarráðherra og föru- neyti heimsóttu líka Karakorum, hina fornu höfuðborg Djengis Khan, og segir hann vegina hafa verið „ótrúlega vonda“. Matargerð sem minnir á kvikmynd eftir Hrafn Þá fékk hann hest að gjöf, skjótt- an. „Þeir höfðu frétt að ég væri áhugamaður um hestinn. Til þess að gleðja mig gaf hirðingjabóndinn mér því hest, sem hann mun fóðra og hafa í hjörð sinni. Þarna á ég því hestinn Skjóna á beit í högum Mongólíu.“ Hvað mongólska matreiðsluhefð varðar, segir Guðni hana að sumu leyti ekki ólíka íslenskri. „Manni kemur helst í huga atriði úr góðri kvikmynd eftir Hrafn Gunn- laugsson, mikið feitt kjöt, kartöflur, grænmeti og kjötsúpur. Okkur þótti líka merkilegt að finna sviða- lykt, en þá höfðu þeir sett úrbeinað lamb og steina inn í gærur, bundið fyrir og hengt yfir eld. Þetta þykir mikið sælgæti,“ segir Guðni. RÁÐHERRAR landbúnaðar á Ís- landi og í Mongólíu hafa undirritað samning um samstarf á sviði land- búnaðarrannsókna. Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra sat ásamt Eiði Guðnasyni, sendiherra Íslands, 5. ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um ný og endurreist lýðræðisríki í Ulaan Bataar, höfuðborg Mongólíu, 10.–12. september sl. Fyrir ráð- stefnuna var landbúnaðarráðherra í tveggja daga opinberri heimsókn í landinu Mongólíu og hlaut þar mongólskan hest að gjöf. Guðni segir „stórbrotna upp- lifun“ að koma til Mongólíu og sjá lifnaðarhætti fólksins. „Þarna er heimur gjörólíkur þeim sem við eigum að venjast. Landið var fal- legt að sjá, en gróðurinn rýr og svörður opinn. Við sáum þessar miklu búfjárhjarðir og kynntumst hirðingjalífi, sem maður áttar sig ekki fyllilega á fyrr en við kynni af hirðingjafjölskyldu,“ segir hann. Guðni segir líka afar óvenjulegt að skoða lifnaðarhætti fólksins, „sem á allt sitt undir sól og frosti og ferðast um með aleiguna í tjaldi“, en 185.000 hirðingjafjölskyldur eru í Mongólíu að hans sögn. „Landið er fátækt og höf- uðborgin Ulaan Bataar skítug, en mér líst vel á fólkið sem er dugn- aðarlegt og kemur vel fyrir sjónir. Mongólar eru að vinna sig frá helsi kommúnismans og hugsa stærra, svo möguleikarnir eru miklir. Þeir hafa boðið mér heim á hverju ári undanfarin þrjú ár, því þeir hafa trú á því að Íslendingar hafi mikla Íslenska sendinefndin stendur við Skjóna landbúnaðarráðherra. Gefendurnir, hirðinginn Tumurbatar og kona hans Sanja Suren, eru fyrir miðri mynd. Samstarfssamningur undirritaður í heimsókn landbúnaðarráðherra „Stórbrotin upp- lifun að koma til Mongólíu“ RANNSÓKNARBORUN er hafin við Langasjó, suðvestur af Tungna- árjökli og Skaftárjökli, vegna áforma Landsvirkjunar um gerð Skaftárveitu. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða vinnur að borun- inni, sem fer fram við suðurenda Langasjávar. Að sögn Guðlaugs Þórarinssonar, verkefnisstjóra hjá Landsvirkjun, er verkhönnun Skaftárveitu á byrjunarstigi en með boruninni er verið að kanna mögulega leið fyrir jarðgöng frá vatninu yfir í Lónakvísl. Með Skaftárveitu er fyrirhugað að veita vesturkvíslum Skaftár, þ.e. þeim hluta árinnar sem kemur undan Tungnaárjökli, inn í Langasjó með stíflu. Frá Langasjó yrði vatninu veitt um jarðgöng til Lónakvíslar á vatnasvæði Tungna- ár og Þjórsár. Markmiðið er að auka vinnslugetu Sigölduvirkjunar, Hrauneyjafossvirkjunar og Búðar- hálsvirkjunar í Tungnaá og Sult- artangavirkjunar og Búrfellsvirkj- unar í Þjórsá. Vinnsluaukningin af Skaftárveitu einni og sér er talin geta verið allt að 450 gígavatt- stundir á ári, en til samanburðar er vinnslugeta Búrfellsvirkjunar um 2.000 gígavattstundir. „Jarðfræðin verður rannsökuð og vonumst við til að ljúka því fyrir áramót. Síðan erum við að byrja á undirbúningi fyrir mat á umhverf- isáhrifum. Matsáætlun er í vinnslu þessa dagana og væntanlega kynn- Langisjór muni breytast úr „blá- tæru stöðuvatni í jökullitað miðl- unarlón sem hugsanlega mun fyll- ast af aur á næstu 300 árum“. Ekki er talið að veitan muni hafa mikil áhrif á vatnalíf en veiðar muni þó leggjast af í Langasjó. Þá mun draga verulega úr áhrifum Skaft- árhlaupa, bæði á hálendi og í byggð, að því er segir í skýrslunni. Áhrif á rennsli Skaftár verða nokk- ur að sumarlagi en óveruleg að vetrinum en skýrsluhöfundar segja áhrifin óljós á þróun farvegar ár- innar. Landsvirkjun undirbýr framkvæmdir við Skaftárveitu Rannsóknarborun hafin við Langasjó Séð yfir suðurenda Langasjávar þar sem rannsóknarborun er að hefjast. MIKIL slagsmál og ólæti voru við Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum að- faranótt sunnudags þar sem diskótek var haldið og var lögregla hvað eftir annað kölluð á staðinn um nóttina. Eitt skiptið kom hún að þar sem hópur manna lét höggin dynja á Ítala sem þar var og var veist að lögreglu er hún kom honum undan. Var Ítal- anum forðað af vettvangi í lögreglu- bíl. Síðar um nóttina réðst hópur manna á dyravörð á staðnum og þurfti sá að leita til læknis. Þá voru mikil háreysti og slagsmál á skemmt- uninni og fyrir utan húsið eftir að henni lauk. Þurfti lögreglan meðal annars að handjárna mann sem hafði sig mikið í frammi. Ólæti á skemmtun á Egilsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.