Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 16
LISTIR 16 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ lif u n Auglýsendur! Hafðu samband í síma 569 1111 eða í gegnum netfangið lifunaugl@mbl.is Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 24. september landnemum til Ameríku. Bútasaum- ur kom þannig ekki fyrirhafnar- laust og fljótandi á fjöl eftir elfi tímans, einhvers staðar var upphaf þar sem skapandi einstaklingar lögðu hönd að verki og fáir geirar heimilisiðnaðar bera í sér ámóta möguleika um fjölbreytni í út- færslu. Getur sem slíkur verið sam- nefnari allra sannra og skapandi íða, þar sem saman fara fegurð og hagnýti, viljinn til að auðga næsta umhverfi sitt, miðla hlýju og sam- kennd. Heimilisiðnaður er þegar best lætur upphaf og grunnur mikils háttar sköpunarferlis og í sumum tilvikum fyrsta skrefið á listabraut- inni, skýrasta upprunalegasta minning listamanna úr frum- bernsku. Upp í hugann kemur strax bandaríski málarinn Georgia O’Keeffe (1887–1986). Fyrsta minn- ing hennar tengdist bútasumsteppi sem hún var lögð á úti á grasflöt- inni við hús foreldra sinna, ang- anvangi bernskunnar í nágrenni sólarsléttunnar í Wisconsin. Þetta bara eitt dæmi, en minnist þess einnig að með skýrustu endurminn- ingum mínum úr barnæsku var þá móðir mín málaði óformlegt grá- tóna mynstur á blómsturpotta á heimilinu, eða setti saman litsterk- ustu bolluvendi hér í borg sem hún seldi til að drýgja heimilistekjurn- ar, fór hér ekki eftir neinum stöðl- uðum uppskriftum. Hagnýtur heimilisiðnaður/hönnun getur svo einnig brotist út í ýmsum myndum, sem kemur sláandi fram í sýningu fjögurra norskra hofróða á miðjum aldri í Listhúsi Ófeigs um þessar mundir. Sýningin er ekki einasta um margt athyglisverð og gædd drjúgum yndisþokka, heldur rak mig í rogastans er ég las um HUGUR og hönd, málgagn Heimilisiðnaðarfélags Íslands, barst mér í hendur á miðju sumri. Árs- tíminn satt að segja dálítið óguð- legur til umfjöllunar þesslags út- gáfustarfsemi svo ég ákvað að setja skrifin í pækil til hausts. Leggst si sona á mig, að heimilisiðnaður teng- ist með sínum mikla sóma og drjúga sann stórum frekar hinum árstíðunum, trauðla hafa gerendur vefstól í farteskinu í sumarleyfið né iðka baldýringar, þó aldrei að vita nema dæmi megi finna um þess- lags. Heimilisiðnað hneigist ég til að skilgreina sem mun víðtækara hug- tak en tómstundaiðju leikmanna á léttvægari nótunum, öll stig íða þó í sjálfu sér virðingarverð. Heimilis- iðnaður einnig til í háþróuðu og skapandi formi, þar sem grunnur- inn er arfur kynslóðanna sem á stundum opnar skapandi eiginleik- um svigrúm til útrásar. Til að mynda er innan handar að gerandi breyti litum í stöðluðu mynstri og/ eða víki af leið við gerð heima- tilbúins fatnaðar, mörg sláandi dæmi hér um í tímans rás. Þá er sjálf upprunaleg hönnunin á stund- um af svo hárri gráðu að litlu er við að bæta, eins og sér stað í ynd- isþokkafullu handverki hinna svo- nefndu frumstæðra þjóða, gefur þó möguleika á ótal nýjum afbrigðum. Hér er bútasaumur (bótasaumur) nærtækt og frábært dæmi, en hann þekktist til forna í Austurlöndum og Egyptalandi, barst þaðan til Evrópu á miðöldum og svo með menntunargrunn róðanna á kynn- ingarbleðlum sem frammi liggja. Ein er verkfræðiarkitekt, önnur hagfræðingur og innanhússarkitekt, sú þriðja tannlæknir og sú fjórða grunnskólakennari. Tvær hafa numið flókagerð, ein, þ.e. sú með tannlæknamenntunina, prjón (!), en sú fjórða virðist sjálfmenntuð í sinni íð. Nú er ég kannski kominn af al- faraleið, en verður það nokkurn tímann gert þegar verið er að skil- greina frumhvatirnar að baki heim- ilisiðnaðar? Að hann sé ekki ein- ungis tómstundadútl eða hagnýt stöðluð og andvana fædd eftirgerð, heldur og mun frekar hvati til út- rásar skapandi athafna, þannig séð blóðrík lífsfylling? Tímaritið Hugur og hönd er með sama vandaða sniði og áður og birt- ir fjölþættan fróðleik af íslenzkum heimilisiðnaði, jafnt hinum skapandi sem staðlaða. Meðal annars fylgir þessu hefti teikning af útsaumaðri stólsessu eftir Sigurð Guðmundsson málara og í ritinu sjálfu opnar Guð- rún Edda Baldursdóttir lesendum ljóra að hinum frjóa athafnavett- vangi listamannsins, hvar hann var ekki einhamur. Hæst ber þó, að þessu sinni, að félagið varð 90 ára á árinu, nánar tiltekið 12. júlí og mun þar trúlega komin ástæða fyrir út- komu þess á miðju sumri, tímamót- anna að sjálfsögðu minnst á marg- an hátt í ritinu. Greint er frá safni Heimilisiðn- aðarfélagsins, áður varðveittu í eld- traustum geymslum verslunar fé- lagsins í Hafnarstræti, en þegar hún var lögð niður bauðst félaginu, fyrir tilstuðlan menntamálaráð- herra, að það yrði varðveitt um óákveðinn tíma í hirslum Þjóð- minjasafns Íslands. Grein um fald- búninginn frá fortíð til nútíðar eftir Ásdísi Birgisdóttur. Eyrún Ingadóttir víkur að hand- verksævintýri í Húnaþingi og Marj- atta Ísberg að námskeiði í vatt- arsaumi þar sem nálbragð er endurvakið. Ritgerð um íslenzka fiðlu í ýmsum heimildum og þjóðtrú, ásamt endurvakningu ís- lenzku fiðlunnar, en höfundar ekki getið. Spjall við Guðrúnu Hallfríði Bjarnadóttur á Akureyri sem hefur brennandi áhuga á ástundun hand- verksmenningar, telur hana raunar frumskilyrði þess að hér á landi dafni gott mannlíf, segir jafnframt frá Laufáshópnum svonefnda, sem tengist safninu á samnefndum bæ, handverkshátíðinni að Hrafnagili, menntasmiðju kvenna, verkstæðinu Punktinum, þar sem áhugasamir geta tekið til hendinni og af vinnu- stofum handverksfólks í Listagili. Þá ber að nefna athyglisverða grein Eddu Hrannar Gunnarsdóttur um íslenska listakonu, Ásthildi Magn- úsdóttur, sem um árabil hefur verið búsett í Tromsø í Noregi og hefur sérhæft sig í feldsaumi, farið gegn- um allt vinnsluferlið. Þetta einungis ljóri á fjölþætt efnið en læt fyr- irsagnir annars skýra annað: Kembur og typpur frá Þingborg, Velja konur mjúku efnin, eða velja mjúku efnin þær? Hugsað í hring, (um hringprjón), Handstúkur (smokkar), Merkur áfangi í sögu myndskurðar, Trérennismíði, Sýn- ingin Vestnorden 2002 og loks Spor, sýning Handverks og hönn- unar í Hafnarborg 2002. Þá er gnótt hagnýtra upplýsinga um hið aðskiljanlegasta sem varðar hand- verk. Virða ber og meta hið mikla starf sem hér er unnið og árétta enn einu sinni, að á ferðinni er öndvegisrit um íslenzkan heimilisiðnað sem æskilegt væri að rataði inn á flest menningarheimili, ætti undan- bragðalaust að liggja sem víðast frammi. Að leggja hönd að verki Ásthildur Magnúsdóttir. Skinnfeldur með salúnofnu áklæði. TÍMARIT Heimilisiðnaður Gefið út sumarið 2003. HUGUR OG HÖND Bragi Ásgeirsson NÝR sýningasalur var opnaður í Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi í maí sl. sem fékk heitið Listagjáin. Síðan hafa verið mán- aðarlegar sýningar frá ýmsum listamönnum. Nú í september sýnir Þórdís Þórðardóttir, myndlistarkona frá Eyrarbakka, vatnslitamyndir úr íslenskri náttúru. M.a. málar hún á tepoka gömul hús og vita. Þór- dís er með vinnustofu í Hólma- röst á Stokkseyri. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar. Þessi sýning er jafnframt sölu- sýning. Þórdís Þórðardóttir við verk sín á sýningunni. Vatnslitamyndir í Listagjánni Spútnik-Ástin heitir ný skáldsaga eft- ir Haruki Murakami. Þýtt hefur Uggi Jónsson. Í frétt frá forlaginu segir að þetta sé dularfull saga um ást og mannshvarf en um leið sérstæð hugleiðing um mannlegar langanir og þrár. Aðalsöguhetja er Sumire, tuttugu og tveggja ára japönsk stúlka sem verður ástfangin af athafnakonunni Miu sem er fertug að aldri og rekur lít- ið innflutningsfyrirtæki. Sumire hefur fram að þessu ætlað sér að verða rithöfundur en samband þeirra Miu setur strik í reikninginn. Áður hefur kom- ið út skáldsaga hans Sunnan við mærin, vestur af sól. Haruki Murakami er meðal gesta Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Útgefandi er Bókaforlagið Bjartur. Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.