Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hörður Jafetssonfæddist á Kot- strönd í Ölfusi 12. júní 1932. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss 4. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jafet Sigurðs- son, f. 22.1. 1907, d. 26.2. 1970, og Sigríð- ur Narfadóttir, f. 29.11. 1897, d. 23.9. 1982. Bróðir Harðar sammæðra var Narfi Haraldsson, f. 13.6. 1926, d. 18.12. 1991. Systkini sam- feðra eru: Rósa, f. 2.12. 1928, Viktoría, f. 21.3. 1932, d. 28.12. 1998, Halldóra, f. 24.4. 1933, Bragi, f. 20.3. 1935, Baldur, f. 11.3. 1936, d. 2.11. 1959. Hörður var í fóstri hjá Arthúri Guðnasyni og Sigrúnu Árnadótt- ur á Reyðarfirði frá eins árs aldri þar til hann var níu ára gamall, en þá fluttist hann til föðursystur sinnar Þórunnar Sigurðardóttur og Sigurðar Gíslasonar manns hennar í Hafnarfirði þar sem hann ólst upp síðan. Uppeldissyst- ur hans eru Sigrún Jonný og Ásta Sigurðardætur. Hinn 5.3. 1967 kvæntist Hörður eft- irlifandi eiginkonu sinni Önnu Ólöfu Að- alsteinsdóttur frá Borgarfirði eystri, f. 11.2. 1939, og bjuggu þau sér heimili á Arnar- hrauni 22 í Hafnar- firði. Anna er dóttir hjónanna Aðalsteins Ólafssonar og Jak- obínu Björnsdóttur. Börn Harðar og Önnu eru: Sigurður Þór, f. 7.9. 1966, maki B. Snærún Bragadóttir, barn Anna Guðlaug; Bjarnþór Sigvarður, f. 4.1. 1968, maki: Rósalind Sigurðardóttir, börn: Andrea Björg og Tanja Rut; Þór- unn Áslaug, f. 8.7. 1983. Hörður stundaði nám í barna- skóla Hafnarfjarðar, síðan í Flensborg, og lauk kennaraprófi 1954 frá Kennaraskóla Íslands. Hann var kennari í Höfnum einn vetur strax að loknu námi en frá 1955 til 1992 var hann kennari í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Útför Harðar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn, pabbi sem hjálpaði mér með fyrstu sporin, fyrstu orðin, kenndi mér að tala skýrt og vel. Pabbi sem lék við mig á daginn, horfði með mér á teikni- myndir og sá til þess að ég sæi alla strumpaþættina. Pabbi sem pass- aði upp á að ég borðaði matinn minn og fengi ætíð nóg að borða. Pabbi sem keypti handa mér hjól og kippti sér ekki upp við það þótt ég hjólaði strax á sjónvarpið. Pabbi sem fann alltaf upp á ein- hverju að gera og kippti sér ekki upp við mikinn ærslagang í okkur Helenu. Pabbi sem byggði sumarbústað og eyddi með okkur fjölmörgum sumrum og helgum þar. Pabbi sem spilaði með mér badminton í sveit- inni og spilaði á spil. Pabbi sem gróf allar holurnar fyrir plönturn- ar, hlóð allar vörðurnar, lagði göngustíginn í myrki með lugt sér við hlið og gróf kjallarann af mikl- um krafti. Pabbi sem stóð úti í gluggunum og fylgdist með lífinu í kring. Pabbi sem hafði gaman af því að sjá fuglana og mýsnar borða brauðið eða afgangana sem við gáfum þeim. Pabbi sem kenndi í Lækjar- skóla. Pabbi sem hjálpaði mér að læra að skrifa og lesa með öllum skemmtilegu stafaköllunum sínum. Pabbi sem var mér samferða fyrsta veturinn í skólann og kenndi mér á tölvur síðar. Pabbi sem hjálpaði mér við heimalærdóminn, las yfir ritgerðirnar og bjó til spurningar fyrir mig úr heilu bók- unum svo ég væri nú alveg klár fyrir prófin. Pabbi sem átti fullt af tölvum og leyfði mér ósjaldan að leika mér í bibbanum. Pabbi sem var alltaf að segja mér frá fráföllnum ættingj- um svo ég vissi hver ég væri. Pabbi sem fór ósjaldan í göngutúr á bílnum! Pabbi sem sótti mig hingað og þangað og kippti sér oftast ekki upp við það þótt hann þyrfti að sækja mig langar vegalengdir. Pabbi sem lánaði mér bílinn þegar ég var komin með próf og sagði mér til við aksturinn. Pabbi sem var svo stoltur þegar ég útskrif- aðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík. Pabbi sem stóð sig ætíð vel og kvartaði aldrei þrátt fyrir að vera mikið veikur. Pabbi sem ég kveð með miklum söknuði og þakka fyrir allt sem hann gerði með mér og fyrir mig. Þín dóttir, Þórunn Áslaug. Elskulegur tengdafaðir minn er látinn eftir hetjulega og æðrulausa baráttu við krabbamein. Það var fyrir rúmum þrettán árum að ég kom inn í fjölskylduna, er við Baddi byrjuðum að vera saman. Tóku þau hjónin Anna og Hörður á móti mér opnum örmum og hafa þau ávallt verið mér góðir tengda- foreldrar. Okkur Herði kom alltaf mjög vel saman og þótti mér hann hafa einkar skemmtilegan húmor. Hann var alltaf fljótur að sjá spaugilegu hliðina á öllu sem var að gerast í kringum okkur og gátum við oft gantast og hlegið er hann kíkti í kaffi eða ég til þeirra. Hann gerði mikið af því, að rétt kíkja í kaffi, oft til að færa stelpunum sínum einhvern glaðning, en hann var mjög gjafmildur maður. Afahlutverkið fór Herði ákaflega vel og nutum við og dætur okkar góðs af. Leituðum við oft til hans til að passa Andreu og Tönju eða sækja þær í leikskólann og seinna í skólann. Honum þótti það ekki mikið mál að passa barnabörnin sín og lagði hann sig allan fram við að leika og stjana við dætur okkar, oftar en ekki lá hann á gólfinu að kubba með stelpunum eða eitthvað því um líkt er við komum að sækja þær í pössun. Nú munu þessar stundir vera þeim mjög dýrmætar. Það var auðséð stoltið í augunum hans er hann fylgdist með stelp- unum sínum vaxa og dafna í leik og skóla. Elsku Anna, Þórunn, Baddi, Siggi og fjölskyldan, Guð veri með okkur í sorginni. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Elsku Hörður, Guð geymi þig og varðveiti Þín tengdadóttir Rósalind. Elsku afi. Við afastelpurnar þín- ar viljum þakka þér fyrir hvað þú varst góður afi. Þegar við komum í heimsókn á Arnarhraunið varst þú alltaf til í að leika við okkur, en þá lagðist þú gjarnan með okkur á gólfið í stof- unni og fórst að kubba, púsla eða eitthvað annað sem okkur langaði til að gera. Ef við vildum teikna galdraðir þú fram pappír og alls konar liti eða þá gamla stimpla sem þú áttir einhvers staðar í kassa. Svo var sest við sjónvarpið og þá voru dregnar fram teikni- myndir sem þú hafðir keypt til að lofa okkur að horfa á með þér. Þá var gott að skríða í fangið á afa og kúra. Oft sóttir þú okkur ýmist á leik- skólann eða í skólann og passaðir okkur þegar pabbi og mamma voru að vinna. Þá var nú gaman hjá okkur. Þú gafst okkur alls konar hluti, jafnt stóra sem smáa, sem voru vel þegnir. Stundum fengum við að fara með ykkur ömmu í sumarbústað- inn í sveitinni þar sem við bröll- uðum ýmislegt. Við eigum góðar minningar um þig sem við geymum alltaf í huga okkar. Bless, elsku afi, og þökk fyrir allt. Andrea Björg, Tanja Rut og Anna Guðlaug. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minnig er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég vil votta elsku Önnu, Þór- unni, Sigga, Badda, Snærúnu, Rósulind, Andreu, Tanju og Önnu Guðlaugu og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Megi minning um góðan mann lifa. Helena Guðmundsdóttir. Kveðja frá samkennurum í Lækjarskóla Góður drengur er fallinn frá langt um aldur fram eftir langvar- andi baráttu við illvígan sjúkdóm. Hörður hóf störf við Barnaskóla Hafnarfjarðar sem síðar varð Lækjarskóli haustið 1955 og kenndi þar til vors 1992. Kynni okkar Harðar hófust á haustdögum 1959 þegar ég byrjaði að kenna við Barnaskólann í Hafn- arfirði (Lækjarskóla). Mér varð fljótlega ljóst að Hörður var nokk- uð sérstakur maður. Skoðanir hans og viðhorf voru ekki alltaf þau sömu og allur almenningur hafði á hlutunum og hann var óragur að fylgja þeim eftir. Þetta var ein- kenni Harðar alla hans ævi. Segja má að hann hafi „rekist“ heldur illa í hópi. Þetta er ekki sagt hon- um til hnjóðs heldur til að hnykkja á því að því hve sjálfstæður hann var. Oft og einatt fór hann sínar eigin leiðir í kennslunni ef honum hugnaðist ekki það sem aðrir kennarar höfðu ákveðið. Fyrstu tuttugu til þrjátíu árin var hann umsjónarkennari bekkja og oft fór það svo að hann tók að sér „erfiða“ bekki og fórst það vel úr hendi. Var eftir því tekið hve margir af nemendum Harðar voru félagslega sinnaðir og urðu oftar en ekki for- ystumenn í félagslífi skólans. Það má m.a. þakka viðhorfi Harðar til uppeldis og kennslu. Síðustu árin sinnti Hörður sérkennslu og tók að sér nemendur sem áttu erfitt upp- dráttar í almennum bekkjum og gerði oft kraftaverk með þeim. Ég veit að margir þessara nemenda hugsa hlýtt til Harðar í dag og þakka honum alla þá alúð, vinsemd og umhyggju sem hann sýndi þeim í Lækjarskóla. Hörður tileinkaði sér fljótt tölvutæknina og sá fyrr en margir aðrir kennarar öll þau tækifæri sem þessi tækni hefur upp á að bjóða í skólastarfi, enda fór það svo að hann var fenginn til þess að kenna yngstu nemendum skólans á tölvur. Fyrir hönd samkennara Harðar vil ég þakka honum samfylgdina og fyrir störf hans í Lækjarskóla. Minning um góðan dreng mun lifa í hugum okkar. Fjölskyldu Harðar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Björn Ólafsson skólastjóri. Þau urðu sterk vinaböndin sem urðu til hjá okkur bekkjarsystk- inunum í Kennaraskólanum fyrir rúmri hálfri öld. Hugurinn var ör, samkenndin sterk, hjartað heitt og vináttan einlæg. Þetta var kraft- mikill hópur, fullur bjartsýni og baráttuvilja, tilbúinn til átaka og ákveðinn í að láta gott af sér leiða, skila framtíðinni gagnsömu verki. Þannig var staðan hjá okkur bekkjarsystkinunum þegar við luk- um kennaraprófi vorið 1954. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Við vorum 29 í bekknum, full af lífsorku. Við áttum okkur vonir og drauma. Lífið var að byrja. Í vit- und okkar var langur ævidagur framundan. En stundum kveldar fyrr en var- ir. Leiðir skilja, ævi er á enda. Vinir standa sorgbitnir og undr- andi. Tíminn er fljótur að líða. Kveðjustund kemur að óvörum. Tólf bekkjarfélagar hafa kvatt þennan heim. Sautján situm við eftir og syrgjum gengna vini í skini góðra og dýrmætra minn- inga. Nú síðast er það Hörður Jafets- son, sem stigið hefur yfir landa- mæri lífs og dauða. Hann andaðist 4. september síðastliðinn. Hörður nafni minn Jafetsson var hljóðlátur maður og hjartahlýr. Hann var góður félagi, traustur og trúr í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Í hópi bekkjarfélaganna var hann ávallt á sínum stað og það var gott að vita af honum þar. Hann var traustur hlekkur í vinakeðjunni, hæglátur, oft með glampa í auga og kímni í svip. Heill og sannur í orði og verki. En hann var ekki allra og fór stundum sínar eigin leiðir. Kom þá glöggt í ljós, að þar sem Hörður fór var einstaklingur á ferð með sterkan sjálfstæðan vilja. Í kennslunni reyndist Hörður Jafetsson þeim nemendum best, sem höllum fæti stóðu í námi eða áttu einhverra hluta vegna erfitt félagslega. Hann reyndist þeim ráðhollur og gefandi kennari. Oft myndaðist milli þeirra og hans traust og trúnaðartengsl, grunnur sem er nauðsynlegur ef árangur á að nást. Stuðningskennsla lét honum því vel og varð æ stærri hluti af kennslu hans eftir því sem árin liðu. Þessir nemendur, margir hverjir, muna Hörð Jafetsson og hugsa til hans með hlýju, vinsemd og þakklæti. Hinn 5. mars 1967 kvæntist Hörður Önnu Ólöfu Aðalsteins- dóttur. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, Sigurð Þór, Bjarnþór Sig- varð og Þórunni Áslaugu. Hjóna- bandið varð gott og ástríkt, gjöfult og traust. Hörður Jafetsson hafði mikið að gefa ástvinum sínum. Svo komu barnabörnin, þrír geislandi telpuangar til sögunnar. Þeir voru ófáir sólargeislarnir sem fóru á milli Harðar afa og þeirra og lýstu upp tilveruna. Fjölskylda Harðar hefur mikið átt, mikið misst og hefur margs að sakna. En hún er líka rík af góðum minningum frá liðnum árum og dögum. Sársauki sorgar dvín en minningar um góðan eiginmann og ástríkan föður og afa lifa og lýsa framtíðina. Við bekkjarsystkin Harðar Jaf- etssonar kveðjum hann með þökk í huga og þökkum honum samfylgd- ina. Við sendum Önnu, börnunum, tengdadætrum og afabörnunum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. F.h. bekkjarfélagsins Neista, Hörður Zóphaníasson. HÖRÐUR JAFETSSON Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, MARGRÉTAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Kársnesbraut 31, Kópavogi. Magnús Daníel Ingólfsson, Guðjón Magnússon, Bjarnheiður Jana Guðmundsdóttir, Inga María Magnúsdóttir, Magnús B. Sveinsson, Halldóra Magnúsdóttir, Magnús Gunnarsson barnabörn og systur. Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, DAGBJÖRT SIGURJÓNSDÓTTIR, sem andaðist þriðjudaginn 9. september sl. verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mið- vikudaginn 17. september nk. kl. 13.30. Sigurður Guðlaugsson, Sveinbjörg Kristinsdóttir, Þórarinn Guðlaugsson, Þóra Davíðsdóttir, Agnar Guðlaugsson, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Guðmundur Rúnar Guðlaugsson, Guðrún Ólafsdóttir, Ásbjörn Vigfússon, Svanhildur Guðmundsdóttir, Ólafur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.