Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 15 ÞAÐ er í sjálfu sér vel hægt að taka undir með talsmönnum hvers- dagslegrar meðalhegðunar í Línu Langsokk. Ef það er rétt að börn eigi að heyrast en ekki sjást, eins og barnaverndarforkólfurinn frú Prússólín heldur fram, er Sigurlína Rúllugardína vitaskuld ekki í húsum hæf. En á hitt ber að líta að hún er réttsýn og heiðarleg, hjálpsöm við minni máttar, hvort sem það eru blankir innbrotsþjófar eða sigraðir kraftajötnar, sjálfstæð, glaðlynd, frumleg í hugsun, og þó ekki sé allt satt sem út úr henni kemur, er það ævinlega fyrst og fremst til að tappa af óstýrlátu hugmyndafluginu og krydda tilveruna, aldrei til að blekkja eða fá sínu framgengt. Og svo er hún auðvitað skemmtileg svo af ber. Nýlendína Krúsímunda er kannski óþolandi barn, en hún er framúrskarandi manneskja. Allt þetta er skýrt í uppfærslu Maríu Reyndal, og svo hitt að öll eig- um við eitthvað af þessum eiginleik- um, mismunandi vel földum undir vana, uppeldi og góðum siðum. Þannig eru Anna, Tommi og hin börnin fljót að leysast úr læðingi, en meira að segja frú Prússólín sleppir sér (andartak) þegar dansinn dunar. Oftast er það dans sem losar um pönkarann í persónunum, aldrei þó eins skemmtilega og í gersamlega óborganlegum dansi kennslukon- unnar. Ef sýningin hefur boðskap til viðbótar við skemmtilegheitin þá er hann sá að öll þurfum við að passa Línurnar okkar, rækta þær og sleppa þeim lausum sem oftast. Sýningin ber þessa merki á öllum póstum. Það er langt síðan ég hef séð sýningu í íslensku atvinnuleikhúsi sem er eins við það að fara á líming- unum af fjöri. Reyndar er ekki laust við að stundum sé svo mikið í gangi að aðalatriðin týnist í hamagangin- um. Fyrir vikið vantaði stundum dá- lítið upp á óskipta athygli yngstu kynslóðarinnar. En sýningin er stút- full af skemmtilegum hugmyndum, og tilfinningin er að María hafi náð vel að leysa sköpunarkraft hópsins úr læðingi. Nánast eina feilnótan í hugdettunum er að mínu mati upp- haf sýningarinnar, sem væri ekki sanngjarnt að ljóstra upp um hvern- ig er, en ég verð þó að taka fram: Lína er EKKI göldrótt, hæfileikar hennar eru ekki yfirnáttúrulegir, og að gefa það í skyn dregur dálítið nið- ur í áhrifamættinum af afrekum hennar og eiginleikum. Sem betur fer gleymist það fljótt, og um leið og upphafssöngurinn byrjar eru áhorf- endur í góðum höndum. Það var strax ljóst í Nemendaleik- húsinu í fyrra að mikils var að vænta af Ilmi Kristjánsdóttur, og hún springur svo sannarlega út í þessari frumraun sinni utan veggja skólans. Geislandi af leikgleði og öryggi held- ur hún athygli áhorfenda, það er hún sem öðrum fremur heldur orkustigi sýningarinnar jafn háu og raun ber vitni. Líkamsmál skemmtilega brjál- að og „teiknimyndalegt“. Fleiri eiga góðan dag. Anna og Tommi eru ágætlega útfærð af Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Bergi Þór Ingólfs- syni, þau náðu jafnvel að vera dálítið spaugileg á eigin fórsendum, þó prúð séu. Sigrún Edda Björnsdóttir var skemmtileg frú Prússólín, og röddin sem birtist þegar hún missir stjórn á skapi sínu ansi mögnuð. Hanna María Karlsdóttir var frábær kennslukona. Þá mátti ekki á milli sjá hvorir væru grunnhyggnari og hlægilegri, Halldór Gylfason og Gunnar Hansson sem þjófarnir eða Þór Tulinius og Guðmundur Ólafs- son sem löggurnar. Allavega áttu þessa tvær stéttir hvor aðra skilið. Og hvort sem það var Vaka Dags- dóttir eða nafna hennar Vigfúsdóttir sem fór með Hr. Níels á frumsýning- unni þá var það vel af hendi leyst. Tónlist er nokkuð plássfrek í verk- inu, og er ekki nema í meðallagi skemmtileg, það er ástæða fyrir því að enginn þekkir nema upphafssöng- inn. Flutningur Geirfuglanna er fínn, en sérkennileg ráðstöfun að hafa tónlistina á bandi en hljóðfæraleik- ara á sviðinu að spila með, eða þykj- ast spila. Galgopalegur stíll sýningarinnar finnst mér kalla á hrárri flutning sem hefði fengist með lifandi undir- leik, og fáguninni vel fórnandi fyrir þá orku sem slíkt hefði leyst úr læð- ingi. Dansar Láru Stefánsdóttur eru skemmtilegir eins og áður sagði. Leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar er þénug og búningar hefðbundnir. Ungfrú Efraímsdóttir Langsokk- ur er mikil ágætis fyrirmynd fyrir okkur öll – áminning um að vera maður sjálfur, lifa lífinu lifandi, vera almennilegur við náungann og láta engan eiga neitt inni hjá sér. Lína Langsokkur er prýðisskemmtun hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þorgeir Tryggvason Pössum Línurnar LEIKLIST Leikfélag Reykavíkur Höfundur: Astrid Lindgren, leikgerð Ast- rid Lindgren og Staffan Götestam, þýð- ing: Þórarinn Eldjárn, leikstjóri: María Reyndal, dansar: Lára Stefánsdóttir, leik- mynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson, lýsing: Elfar Björnsson, tónlist: Georg Riedel og Geirfuglarnir, tónlistarstjóri: Þorkell Heiðarsson. Borgarleikhúsinu 14. september 2003. LÍNA LANGSOKKUR Morgunblaðið/Kristinn „Lína Langsokkur er prýðisskemmtun hjá Leikfélagi Reykjavíkur,“ segir í umsögn Þorgeirs Tryggvasonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.