Morgunblaðið - 15.09.2003, Page 10

Morgunblaðið - 15.09.2003, Page 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRGVIN Frede- riksen vélvirkjameist- ari og fyrrverandi borgarfulltrúi lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ hinn 12. september síðastlið- inn, tæplega 89 ára að aldri. Björgvin fædd- ist 22. september árið 1914 í Reykjavík, son- ur hjónanna Aage Martins Christians Frederiksen vélstjóra og Margrétar Hall- dórsdóttur frá Botna- stöðum í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Hann kvæntist Hallfríði Björns- dóttur, f. 24. mars 1916, árið 1939. Hún lést 21. september 1994. Þau eignuðust fjögur börn. Björgvin lauk sveinsprófi í vél- virkjun árið 1935, stundaði fram- haldsnám í Danmörku í þeirri grein og fékk meistararéttindi árið 1938. Hann stofnaði vélsmiðju og vélasölu í Reykjavík árið 1937, sem hann rak til ársins 1962. Björgvin gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir Meistarafélag járn- iðnaðarmanna og var formaður 1950–1953 og 1957– 1958. Hann var forseti Landssambands iðnað- armanna 1952–1960 og prófdómari í málmiðn- aði við Iðnskólann frá 1961, svo fleira sé nefnt. Einnig var hann í stjórn Iðnaðarmála- stofnunar Íslands til skamms tíma, sem og varaformaður og for- maður. Björgvin var jafn- framt í stjórn Vinnu- veitendasambands Ís- lands 1954–1962 og borgarfulltrúi í Reykjavík 1954– 1962. Þá var hann borgarráðsmaður 1960–1962. Árið 1960 var Björgvin gerður að heiðursfélaga Landssam- bands iðnaðarmanna, einnig hlaut hann heiðursmerki Iðnaðarmanna- félagsins á 100 ára afmæli þess 1967. Hinn 1. janúar 1989 hlaut Björgvin riddarakross fálkaorðunn- ar og einnig var hann tilnefndur heiðursfélagi í Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur sama ár. Á 90 ára af- mæli Iðnskólans, árið 1994, var hann jafnframt sæmdur heiðurs- merki Iðnskólans í Reykjavík. Andlát BJÖRGVIN FREDERIKSEN ELDING, félag smábátasjómanna á norðanverðum Vestfjörðum, stóð fyrir fjölmennum fundi um línuívilnum í gær. Markmið fund- arins var að þrýsta á stjórn- arflokkana að fylgja eftir lands- fundasamþykktum sínum og efna samþykktir í stjórnarsáttmála um að koma á línuívilnun. Fundurinn hófst kl. 14 í íþrótta- húsinu á Torfnesi og mættu á fjórða hundrað manns. Fundurinn hófst á ávarpi Guðmundar Hall- dórssonar, formanns Eldingar, sem sagði að mjög hefði hallað á strandbyggðir Íslands undanfarin ár og tími væri til kominn að hlut- ur þeirra væri réttur. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, tók fram að hann talaði sem einstaklingur en vísaði til samþykkta sveitarfélag- anna á Vestfjörðum sem hefðu samþykkt við sína vinnu við byggðaáætlun Vestfjarða 2002 að komið skyldi á línuívilnun fyrir dagróðrabáta, sem var að auki áréttað í samþykkt Fjórðungs- þings Vestfirðinga árið 2002. Sagði Halldór að mikil togstreita hefði verið innan sjávarútvegsins og vonandi yrði þessi fundur til að auka skilning milli mismunandi hópa útvegsmanna. Hann bætti því við að viss sjávarútvegsfyr- irtæki hefðu leitað kerfisbundið að lausum kvóta, innlimað hann í sína starfsemi og tekið hann frá fólkinu í viðkomandi byggðum. Þessi sjávarútvegsfyrirtæki hefðu með þessu komið óorði á kvóta- kerfið. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins og þingmaður Norðvesturkjördæmis, tók einnig til máls og sagði meðal annars mikið hafa verið rætt um það í sambandi við línuívilnun að með henni væri verið að færa ein- um hóp útvegsmanna aukin rétt- indi, sem væru frá öðrum tekin. Guðjón vísaði því sjónarmiði á bug og kallaði það grátkór LÍÚ. Guð- jón sagði að á síðustu árum hefðu stórútgerðirnar í LÍÚ verið að bæta á sig aflaheimildum í teg- undum utan Íslandsmiða, sem jafngiltu um 80.000 þorskígildis- tonnum. Í krafti þessarar úthlut- unar hefðu þeir síðan keypt aukin réttindi á Íslandsmiðum. Ásakanir um ofveiði á ýsu úr lausu lofti gripnar Snorri Sturluson, útgerð- armaður á Suðureyri, kom fram fyrir hönd smábátasjómanna. Hann talaði um að það hefði verið mikill harmagrátur á meðan ýsa hjá smábátum var utan kvóta. Þá hefðu smábátasjómenn verið sak- aðir um að ofveiða stofninn. Hins vegar væri allur sjávarútvegurinn í dag að uppskera auknar veiði- heimildir í ýsu, 70.000 tonn á yf- irstandandi fiskveiðiári, sem hefði verið um 35.000 áður. Hann sagði krókaveiðina vistvæna, hún veiddi jafnt úr öllum stærðarflokkum og fiskurinn tæki best á þegar hann væri svangur og lítið æti í sjónum. Einnig tóku til máls þingmenn- irnir Jóhann Ársælsson, Kristinn H. Gunnarsson, Jón Bjarnason og Einar Oddur Kristjánsson. Sam- mæltust þingmennirnir um að styðja við línuívilnun. Smábátasjómenn verði ekki sviknir Í fyrirspurnartíma sátu þing- menn Norðvesturkjördæmis fyrir svörum og blaðamaðurinn Árni Snævarr stýrði umræðum. Fund- armönnum var heitt í hamsi og var fyrirspurnartíminn enda líf- legur að sögn viðstaddra. Einar Oddur sagði að á valdaferli Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra hefðu andstæðingar hans mikið reynt að finna því stað að hann hefði gengið bak orða sinna, en engum tekist það hingað til. Einar sagðist hafa fulla trú á því að svo yrði áfram og Davíð brygðist ekki kjósendum sínum. Vísaði Einar þar til ummæla smábátasjómanna um að það væru svik við smábáta- sjómenn að koma ekki á línuíviln- un í haust. Niðurstaða fundarins var sú að skorað var á Alþingi að lögfesta án tafar landsfundasamþykktir stjórnarflokkanna um línuívilnun og tryggja þar með ákvæði þar um í stjórnarsáttmála komi til framkvæmda eigi síðar en fyrsta nóvember n.k.. Að auki var skorað á ríkisstjórnina að festa í lög gólf á fjölda sóknardaga krókabáta. Halldór Halldórsson bæjarstjóri á fjölmennum fundi um línuívilnun Stórar útgerðir hafa komið óorði á kvótakerfið Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Bekkurinn var þétt setinn, enda er línuívilnunin Vestfirðingum hitamál. Ísafirði. Morgunblaðið. HAFSTEINN Þór Hauksson var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á þingi sambands- ins í Borgarnesi í gær til tveggja ára. Hlaut hann tæp 78% gildra at- kvæða en alls greiddu 138 at- kvæði. Í kjöri til varaformanns náði Þorbjörg Vig- fúsdóttir kjöri og hlaut hún 50% gildra atkvæða. Ingvi Hrafn Óskarsson, sem gegnt hefur embætti formanns SUS síðastliðin tvö ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hafsteinn hafði einn gefið formlega kost á sér í formanns- embættið og sama er að segja um Þorbjörgu í varaformannssætið. Þetta var í 37. sinn sem þing Sam- bands ungra sjálfstæðismanna er haldið. Um 160 þingfulltrúar alls staðar að af landinu tóku þátt í mál- efnastarfi alla helgina. Hafsteinn þakkaði þingfulltrúum stuðninginn að loknu kjöri og sagðist ætla að beita sér næstu tvö árin í þágu hugsjóna ungra sjálfstæðis- manna, sem mótaðar voru á fjöl- mennu og glæsilegu þingi í Borgar- nesi. Hann sagði að síðustu tvö ár hafi eðlilega einkennst af kosninga- baráttu vegna sveitarstjórna- og al- þingiskosnina. Þótt sú kosningabar- átta sé að sjálfsögðu hugsjónabar- átta í eðli sínu, fari alltaf mikil orka í önnur verkefni í tengslum við kosn- ingar. „Næstu tvö ár gefst okkur hins vegar tækifæri til að leggja eingöngu áherslu á hugsjónabaráttuna og það er nauðsynlegt að grípa það tæki- færi,“ sagði Hafsteinn. „SUS hefur ávallt barist fyrir auknu frelsi ein- staklinganna og minni ríkisafskipt- um. Það er mikilvægt að hlúa að þeim hugsjónum og kynna þær vel, auk þess sem SUS á ekki að hika við að taka skýra afstöðu til þjóðfélags- mála hverju sinni út frá þessum hug- sjónum.“ Hafsteinn Þór Hauksson kjörinn formaður SUS Hafsteinn Þór Hauksson Hugsjóna- barátta er næsta verkefni HANNES G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir það undir verkalýðs- hreyfingunni komið hvort hún vilji gera launakjör starfsmanna við Kára- hnjúka að miðpunkti kjaraumræð- unnar á komandi vetri. Það sé trú for- svarsmanna SA, að þegar kjarasamn- ingar verði lausir verði þau mál sem fram að þessu hafi verið til umræðu á svæðinu, uppbygging starfsmannaað- stöðu og launamál, komin í viðunandi farveg. „Ég sé ekki alveg hvers vegna ætti að beina öllum kjaradeilum þjóð- félagsins akkúrat í þennan litla samn- ing sem virkjanasamningurinn er. Ég sé ekki alveg hvaða tilgangi það ætti að þjóna og finnst það í raun og veru algerlega fráleitt, segjum ef að þessi málefni sem kvartað sé yfir séu komin í viðunandi farveg, að sá samingur eigi að hafa áhrif á aðra saminga.“ Hannes segir Guðmund Gunnars- son, formann Rafiðnaðarsambands- ins, fara með rangt mál í Morgun- blaðinu í gær þegar hann ræði um túlkun SA á lágmarkslaunum. Hann segir að SA hafi aldrei haldið því fram að til lágmarks- launa eigi að telja orlof og bónusa. „Við höfum sagt sem svo að lág- markjörum geti verið fullnægt samkvæmt ís- lenskum lögum með því að þau séu samsett úr fleiri en einni tölu ef heildarkjörin eru þau sömu eða hærri. […] Þetta er okkar afstaða og um þetta er ágreiningur.“ Hann segir að starfsmenn gætu til að mynda verið með föst mánaðar- laun fyrir skilgreindan vinnutíma sem væru jafn há eða hærri en þeir fengju miðað við tímakaup eða yfirvinnu- greiðslu með vaktaálagi. „Síðan höf- um við í öðrum tilvikum haldið því fram að það sé heimilt að greiða t.d. fasta greiðslu á mánuði sem megi þá kalla staðaruppbót eða dagpeninga, segjum 250 þúsund krónur, og síðan eitthvert tímakaup sem sé lægra en virkjanasamningstímakaupið ef, mið- að við skilgreindan vinnutíma, að þessi heildarfjárhæð fyrir launatíma- bilið sé jafnhá eða hærri en sam- kvæmt virkjunarsamningi.“ Afkastahvetjandi launakerfi Hannes bendir á að í virkjana- samningi sé ákvæði um afkastahvetj- andi launakerfi og um það sé enginn ágreiningur, hvorki milli SA og verkalýðshreyfingarinnar né milli verktakans Impregilo og verkalýðs- hreyfingarinnar, að það beri að greiða bónus samkvæmt þessum kafla virkj- anasamningsins í tilteknum stærri verkum. Það liggi fyrir að það verði gert. Um gagnrýni Rafiðnaðarsam- bands Íslands í tengslum við kjör starfsmanna við Kárahnjúka á heima- síðu þess segir Hannes: „Þessi gagnrýni Guðmundar er í raun ekki gagnrýni á Samtök at- vinnulífsins heldur gagnrýni á um- fjöllun um launaseðil portúgalskra verkamanna sem Samtök atvinnulífs- ins hafa ekki fjallað sérstaklega um.“ Hannes segist vona að að þau mál sem verið hafi til umræðu að undan- förnu varðandi starfsmannaleigufyr- irtæki muni leysast á næstu vikum. Aðstoðarframkvæmdastjóri SA um deiluna við Kárahnjúka Fráleitt að samningur- inn hafi víðtækari áhrif Hannes G. Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.