Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.NIVEA.com L ASH DESIGNER Fyrsti tvíhliða maskaraburstinn sem gefur tvöfalt lengri og þykkari augnhár. LENGD ÞYKKT Stutta hliðin fyrir takmarkalausa þykkt. Langa hliðin fyrir óendanlega lengd. NYTT! LASH DESIGNER Ég veit að það er seðlabúnt í súpunni þinni, herra. Þetta er nú líka bankakjötsúpa. Ráðstefna um fjölnýtingu jarðhita Fjölnýting er framtíðin JARÐHITAFÉLAGÍslands gengst, ísamvinnu við marga aðila, fyrir alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu á Nord- ica-hótel í Reykjavík dag- ana 15.–17. september, eða frá og með deginum í dag til miðvikudagsins. Yfirskrift ráðstefnunnar er Fjölnýting jarðhita og mikilvægi hennar víða um heim. Morgunblaðið lagði að þessu tilefni nokkrar spurningar fyrir Ingvar Birgi Friðleifsson for- mann Jarðhitafélags Ís- lands og forstöðumann Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Eru Íslendingar manna fremstir á sviði nýtingar jarðhita? „Jarðhitinn er mikilvæg auð- lind fyrir okkur Íslendinga og við höfum langa reynslu af nýtingu hans á ýmsan hátt. Við notum hann m.a. til að hita upp húsin okkar, framleiða rafmagn, þurrka fisk, rækta blóm og grænmeti, bræða snjó af götum og til að baða okkur og synda. Við höfum náð langt á þessu sviði, lengra en flestir eða allir. Mörg lönd nýta jarðhita eingöngu til að framleiða rafmagn, eða eingöngu til að kynda hús eða stunda heilsuböð. Íslendingar nota jarðhita hins vegar til þessa alls og gott betur. Yfir 50% af frumorku Íslendinga er framleidd úr jarðhita, níu af hverjum tíu húsum eru hituð með jarðhita og 17% af öllu rafmagni er framleitt með jarðhita. Orku- veita Reykjavíkur er langstærsta borgarhitaveita í heiminum og á sér um sjötíu ára gamla sögu. Það er því horft til Íslands og reynslu okkar á þessu sviði og eftir því tekið hvað þessi fram- leiðsla er hrein og vistvæn í alla staði.“ Að hvaða tilefni er þessi ráð- stefna haldin? „Síðast var haldin alþjóðleg ráðstefna á Íslandi um svipað efni árið 1992. Stjórn Jarðhitafélags Íslands þótti tímabært að halda aðra slíka og ákvað að halda ráð- stefnuna á þessu ári til að fagna 25 ára afmæli Jarðhitaskóla Há- skóla Sameinuðu þjóðanna. Markmið ráðstefnunar er að gefa jarðhitamönnum frá öllum heims- hornum tækifæri til að skiptast á skoðunum og ræða fjölnýtingu jarðhita á víðum grundvelli. Jafn- framt er þátttakendum gefinn kostur á að skoða helstu hitaveit- ur og jarðhitaorkuver landsins.“ Viltu segja okkur eitthvað frá skólanum og tilurð hans? „Við stofnun Háskóla SÞ 1975 voru aðildarlönd SÞ beðin að taka að sér deildir innan háskólans til að efla sérmenntun fólks í þróun- arlöndunum. Íslendingar buðust til að taka að sér eina deild. Jarð- hitaskólinn var stofnaður vegna sérþekkingar Íslendinga á því sviði. Ríkisstjórnin fól Orkustofn- un rekstur skólans, en kennarar koma einnig frá Há- skóla Íslands, orkufyr- irtækjum og ráðgjafa- stofum. Á 25 árum höfum við útskrifað 300 raunvísindamenn og verkfræðinga frá 39 löndum sem starfa við jarðhita heima fyr- ir. Nemendur skólans koma frá þróunarlöndunum og Mið- og Austur-Evrópu. Margir þeirra leiða jarðhitastarfsemina í sínum löndum.“ Hvað með dagskrá ráðstefn- unnar? „Hún hefst klukkan 8.30 með ávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og síðan flytja ræður þeir Hans van Ginkel rekt- or Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýó og Gunnar Snorri Gunn- arsson ráðuneytisstjóri í utanrík- isráðuneytinu. Þá fer ég sjálfur í pontu og rek 25 ára sögu Jarð- hitaskólans.“ En síðan tekur við fjöldi fyrir- lestra, ekki satt? „Jú, það verða um áttatíu fyr- irlestrar fluttir í þremur sölum dagana þrjá sem ráðstefnan stendur. Meðal þess sem fjallað verður um má nefna raforku- framleiðslu með tvívökvakerfum, hitaveitur og heilsuböð, notkun jarðhita í iðnaði og landbúnaði, rekstur á jarðhitaorkuverum og umhverfisáhrif jarðhita. Fimm fyrrum nemendur Jarðhitaskól- ans flytja fyrirlestra um áhrif starfsemi Jarðhitaskólans á framþróun jarðhitamála í Afríku, Asíu utan Kína, Kína, Mið-Am- eríku og Mið- og Austur-Evr- ópu.“ Hvað með þátttöku, liggur hún fyrir? „Við eigum von á um 200 þátt- takendum frá alls 29 löndum. Þá má geta þess að fyrir ráðstefnuna var haldið þriggja daga alþjóðlegt námskeið um sjálfbæra nýtingu jarðhita. Fyrirlestrarnir voru gefnir út í kennslubók upp á 250 blaðsíður. “ Þetta virðist vera metnaðarfull dagskrá hjá ykkur… „Hún er það og það hefur mikil vinna verið lögð í dagskrána. Það er stórhugur á ferð, en þetta hefði þó tæplega verið gerlegt nema fyr- ir tilstilli nokkurra fyr- irtækja og stofnana sem hafa styrkt ráð- stefnuna með ráðum og dáð. Er rétt að nefna í því sambandi Hita- veitu Suðurnesja, Jarðboranir hf., Landsvirkjun, Orkuveitu Reykja- víkur og Enex sem koma að ráð- stefnunni með fjárstuðningi og einnig Orkustofnun og Samorku sem aðstoðuðu ómetanlega á ann- an hátt. Dagskráin er stór og mikil, en hana má skoða á www.jardhitafelag.is.“ Ingvar Birgir Friðleifsson  Ingvar Birgir Friðleifsson er fæddur 1946. Stúdent frá MR 1966 og lauk BSc-prófi í jarð- fræði frá St. Andrews-háskóla í Skotlandi 1970. D.Phil. í jarð- fræði frá Oxford-háskóla 1973. Starfaði við jarðhitadeild Orku- stofnunar 1973–78, en hefur veitt Jarðhitaháskóla Sameinuðu þjóðanna forystu frá stofnun 1979. Er ennfremur formaður Jarðhitafélags Íslands. Eigin- kona hans er Þórdís Árnadóttir skrifstofustjóri Rótaryumdæm- isins á Íslandi og eiga þau þrjár uppkomnar dætur. Menntað um 300 raunvís- indamenn AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.