Morgunblaðið - 15.09.2003, Síða 21

Morgunblaðið - 15.09.2003, Síða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 21 Vinur okkar í yfir 50 ár, Ari Guð- mundsson, lést að morgni 6. septem- ber eftir erfið veikindi. Erfitt er að sætta sig við að slíkar þjáningar séu lagðar á nokkurn mann, en þá eins og áður kom fram hinn æðrulausi maður sem tók örlögum sínum með jafnaðar- geði. Aldrei töluðum við um Ara án þess að um leið kæmi upp nafn Kötlu, eig- inkonu hans, þau voru sem einn mað- ur í huga okkar, svo samrýmd voru þau. Vinskapur okkar við Ara og Kötlu hófst þegar þau buðu okkur heim til sín á Barónsstíg. Þá vorum við á leið á árshátíð í Landsbankanum. Síðan þá höfum við átt alveg ótrúlega skemmtilegar samverustundir. Ari og Katla áttu alla tíð mjög glæsilegt heimili, hvort heldur var litla kjallaraíbúðin þeirra á Baróns- stíg í húsi foreldra Ara þar sem þau hófu búskap sinn eða heimilið þeirra í Garðabæ. Alltaf var yndislegt að heimsækja þau og streyma nú fram ljúfar minningar frá okkar löngu kynnum. Ari var mikill íþróttamaður. Á unga aldri var hann þekktur fyrir sundaf- rek sín og átti hann mörg Íslandsmet. Síðar varð hann mikill áhugamaður um golfíþróttina og deildu þau hjónin því áhugamáli. Bæði eru þau miklir keppnismenn, eins og sjá má á verð- launagripum sem þau hafa fengið. Samstarf okkar Ara í Landsbank- anum var alla tíð með ágætum. Þegar við kynntumst starfaði hann í spari- sjóðsdeild bankans. Síðar starfaði hann í hinum ýmsu deildum, svo sem í afurðaeftirlitinu, skipulagsdeild, sem útibússtjóri á Suðurnesjum og síð- ustu 20 árin sem framkvæmdastjóri starfsmannasviðs bankans. Ari átti mjög auðvelt með að lynda við fólk, ekki vegna þess að hann væri alltaf á sama máli og viðmælandi, því hann lét skoðanir sínar í ljós skýrt og skorinort. Ég veit að þeir sem áttu samstarf við Ara fundu að hjálpsam- ari og ráðabetri mann væri vart að finna. Eftir að Ari lét af störfum í Lands- banka Íslands vegna aldurs gaf hann sig að listnámi, bæði málaralist og ekki hvað síst útskurði. Eftir hann liggja mjög fallegir munir, sem sýna mikið listfengi og var alveg einstakt hve góðum tökum hann náði á þessum listgreinum á svo stuttum tíma. Eitt af því besta á lífsleiðinni er að eignast góða vini en þeim mun sárara að skilja við þá. Nú er komið að leið- arlokum, daginn er tekið að stytta, haust á næstu grösum, gróskumikið sumar að kveðja. Með söknuði kveðj- um við kæran vin. Svala og Jóhann. Ari Guðmundsson, fyrrverandi starfsmannastjóri Landsbankans og fyrrverandi formaður Íþróttabanda- lags Reykjavíkur, er látinn á 76. aldursári. Með Ara er genginn einn af for- ystumönnum íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík um árabil, góður sam- starfsmaður og félagi sem átti mikinn þátt í að skapa betri umgjörð um starf íþróttafélaganna í Reykjavík. Leiðir okkar Ara lágu saman í stjórn Íþróttabandalagsins árið 1984. Fram- undan voru spennandi tímar, miklar breytingar á starfsemi bandalagsins og um leið á samskiptunum við Reykjavíkurborg. Gott var að eiga Ara að á þessum árum því hann var óvenju samnings- lipur þegar þurfti að sætta ólík sjónarmið og þegar um endurskipu- lagningu á skrifstofu og starfsemi bandalagsins var að ræða. Það fór ekki oft mikið fyrir því sem Ari var að sinna fyrir ÍBR en aftur á móti lauk hann þeim verkefnum sem hann tók að sér þannig að betur varð ekki gert. Hann var kosinn formaður ÍBR 1988 og sat sem slíkur í sex ár og alls í sam- tals 14 ár í stjórn bandalagsins. Þar á undan hafði hann bæði verið formað- ur Golfklúbbs Reykjavíkur og Sund- félagsins Ægis. Hann átti því að baki um 25 ára starf í forystu fyrir íþrótta- hreyfinguna í Reykjavík. Þegar Ari tók við formennsku í ÍBR voru framundan miklar breyt- ingar á samskiptum Reykjavíkur- borgar og íþróttahreyfingarinnar. Sem borgarfulltrúi og um leið í for- svari fyrir íþróttamál borgarinnar kom það í minn hlut að gera tillögur til borgarstjórnar um framtíðarskip- an mála, bæði hvað varðar uppbygg- ingu á aðstöðu félaganna á félags- svæðum þeirra og um leið að semja tillögur um endurskoðun á rekstrar- styrkjum borgarinnar til félaganna. Fyrir utan nánustu samstarfsmenn mína hjá Reykjavíkurborg var Ari einn þeirra fáu sem ég leitaði til, sem varð til þess að hlutur ÍBR í þessari endurskipulagningu varð stærri en ella. Þessar breytingar tóku gildi um 1990 og eru enn megingrunnur að samskiptum milli þessara tveggja að- ila, bæði hvað varðar rekstrarstyrki og framkvæmdastyrki frá borginni til félaganna. Fáir hafa gert sér grein fyrir því hversu mikill hlutur Ara var í þeim miklu breytingum sem þarna voru á ferðinni. Styrkjakerfið sem var og það sem við tók er eins og dagur og nótt, svo mikill er munurinn. Á yngri árum var Ari mikill íþrótta- maður, átti fjölda Íslandsmeta í sundi og tók m.a. þátt í Ólympíuleikunum í London 1948. Hann var í framvarð- arsveit íslenskra íþróttamanna sem skópu „vorið í íþróttunum“ eins og það er stundum nefnt, en á þessum árum áttu Íslendingar afburða íþróttamenn, m.a. í sundi, frjálsum íþróttum, knattspyrnu og handknatt- leik svo eitthvað sé nefnt. Að loknum keppnisferli byrjuðu störfin í fé- lagsmálunum hjá Sundfélaginu Ægi og áfram með þeim árangri sem að framan greinir. Að leiðarlokum þakka ég góðum vini og samstarfsmanni öll sporin sem við tókum á sameiginlegum vettvangi. Aldrei bar skugga á það samstarf. Ari Guðmundsson var mikill heiðursmað- ur, lipur og ráðagóður í öllum sam- skiptum. En þegar litið er yfir farinn veg þá er það eitt öðru fremur, sem ég met meira en annað af mörgum góðum kostum í fari Ara, en það var dreng- skapurinn. Hreinskilni og heiðarleiki voru alltaf í fararbroddi, eiginleikar sem ekki eru öllum gefnir. Íþrótta- hreyfingin í Reykjavík kveður nú fyrrverandi formann sinn með virð- ingu og þökk. Eiginkonu og ástvinum öllum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ara Guðmunds- sonar. Júlíus Hafstein. Komið er að kveðjustund. Einn ágætasti vinur okkar hjóna er fallinn frá. Hugljúfar eru minningarnar um samverustundir okkar en samferða- mennirnir falla nú frá einn af öðrum. Viðkynning okkar Ernu við þau hjón Kötlu og Ara hafa staðið í um 40 ár eða frá því að við urðum nágrannar í Safamýri á árunum l963-4. Ég tel að það hafi verið mikið lán fyrir okkur að hafa kynnst þeim hjónum og átt sem vini síðan. Þegar litið er yfir farinn veg koma fram ótal minningar, allar kærar, um ferðalög jafnt innanlands sem erlend- is, við golfleik víða um heim, svo og bridsspilamennsku. Ari var mikill keppnismaður, þekktur sem einn af bestu sundmönn- um landsins á yngri árum, keppti m.a. á Ólympíuleikum. Einnig var hann góður golfleikari og laxveiðimaður „par exellence“. Fluguhnýting var eitt af mörgum áhugamálum hans, sumar af flugum hans voru löxum stórhættulegar, af því hef ég reynslu. Ari starfaði mikið við félagsstörf, sérstaklega fyrir íþróttahreyfinguna, hann var m.a. í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur um árabil og formaður um tíma, þá er uppbygging á Golfvell- inum í Grafarholti átti sér stað. Marg- ir ágætir menn komu þar að verki og þá áttum við Ari þar nokkurt sam- starf. Ari vann mestan sinn starfsaldur hjá Landsbanka Íslands og var far- sæll í starfi. Á seinni árum notaði Ari frístundir sínar m.a. til tréskurðar og málaralistar og bera myndir hans og tréskurður því fagurt vitni. Það er söknuður að geta ekki staðið við hlið þér á 1. teig lengur. Hafðu þökk fyrir allar samverustundirnar. Við Erna sendum Kötlu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum inni- legar samúðarkveðjur. Páll Vígkonarson. Í dag kveðjum við Ara F. Guð- mundsson. Með Ara er genginn einn af þessum hornsteinum íþróttahreyf- ingarinnar, sem gjarnan er talað um á hátíðarstundum þegar verið er að fjalla um gildi íþrótta; maður sem unni íþróttum og lagði sitt af mörkum til að efla þær. Hann átti glæsilegan feril innan íþróttahreyfingarinnar, bæði sem keppnismaður og leiðtogi. Ari stundaði íþróttir frá tíu ára aldri eða frá því að Sundhöllin í Reykjavík var opnuð árið 1937. Ari var afreksmaður í sundi, einkum í skriðsundi, og átti fjölda Íslandsmeta. Hann tók þátt í Ólympíuleikunum í London 1948 auk þess sem hann tók þátt í Evrópu- og Norðurlandamót- um. Ari var mikill keppnismaður, ekki aðeins í sundlauginni heldur vildi hann hag félags síns, Sundfélagsins Ægis, sem mestan. Hann tók þátt í stjórnunarstörfum í Ægi í fimmtán ár, var kosinn í stjórn Ægis 18 ára að aldri og var formaður félagsins um tveggja ára skeið. Ari lagði stund á fleiri íþróttir en þar var einkum um að ræða golf og brids. Hann spilaði brids á veturna en þegar sól fór að hækka á lofti dró hann fram golfkylfurnar. Ari gekk í Golfklúbb Reykjavíkur og sinnti golf- íþróttinni af sömu reglusemi og festu og öðru sem hann tók sér fyrir hend- ur. Ekki leið á löngu uns hann valdist til stjórnunarstarfa hjá Golfklúbbi Reykjavíkur þar sem hann var for- maður árin 1976-1978. Einnig sat Ari í stjórn Golfsambands Íslands um tíma. Árið 1980 var Ari kjörinn í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hann sat í stjórn Íþróttabandalagsins í fjór- tán ár, þar af formaður árin 1988– 1994. Á formannsárum Ara varð gríðar- leg breyting á rekstri íþróttabanda- lagsins. Hann gerði tímamóta- samning við Reykjavíkurborg þar sem styrkir til íþróttafélaganna voru stórauknir. Komið var á nýju kerfi við styrkveitingar til íþróttafélaganna, bæði til rekstrar og uppbyggingar, en að þessu styrktarkerfi býr íþrótta- hreyfingin enn í dag. Árið 1994 dró Ari sig í hlé frá störfum innan íþrótta- hreyfingarinnar eftir fimmtíu ára starf innan hennar. Að leiðarlokum kveður íþrótta- hreyfingin í Reykjavík Ara F. Guð- mundsson með virðingu og þakkar honum fyrir óeigingjarnt starf í henn- ar þágu um leið og við sendum Kötlu, eiginkonu Ara, börnum og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. F.h. Íþróttabandalags Reykjavík- ur, Reynir Ragnarsson og Sigurgeir Guðmannsson. Kveðja frá spilafélögum Er við fréttum um andlát vinar okkar og félaga, Ara F. Guðmunds- sonar, setti okkur hljóða. Við vissum að hann barðist við skæðan sjúkdóm en að svo stutt væri eftir óraði okkur ekki fyrir. Kynni okkar og Ara hófust í gegnum sundíþróttina fyrir meira en hálfri öld. Þau kynni urðu að órjúfan- legri vináttu sem aldrei brast og stað- ist hefur allt til þessa dags. Við hófum að spila brids saman árið 1953 og spiluðum saman vikulega alla vetur allt til ársins 2002. En það var fleira sem sameinaði okkur. Allir höfðum við áhuga á veiðiskap og ótaldar eru þær veiðiferðir, sem við fórum í saman. Margar gleðistundir áttum við og makar okkar saman. Ari var valinn til margra forustu- starfa, bæði í þágu íþróttahreyfing- arinnar og einnig á öðrum vettvangi. Öll þessi störf vann Ari af dugnaði og kostgæfni. Ari var mikill fjölskyldumaður. Hann átti yndislega og glæsilega eig- inkonu, þar sem Katla Ólafsdóttir var. Hjónaband þeirra byggðist á trausti, trúmennsku og vináttu, en besta vininn áttu þau hvort í öðru. Börn þeirra, tengdabörn og barna- börn fóru ekki varhluta af elsku þeirra og hlýju. Nú þegar að kveðjustund er komið sendum við og makar okkar þér, elsku Katla, og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um góðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Kæri vinur, við þökkum þér sam- fylgdina og allt og allt. Blessuð sé minning Ara F. Guð- mundssonar. Daginn er tekið að stytta, sumrinu brátt lokið, það minnir á gamla daga, veiðiferðir á sólbjörtum sumardögum með föður mínum heitnum. Fátt er eftirminnilegra fyrir ungan dreng en veiðiferð með góðum félögum í fallega veiðiá. Þetta upplifði ég í Vatnsdalsá, einni fegurstu laxveiðiá landsins. Þar hitti ég líka Ara fyrst, en þær áttu eft- ir að verða fleiri veiðiferðirnar sem við Ari fórum í saman. Ari var meira en veiðifélagi, hann var einstakur vin- ur og ljúfmenni og æskuminningarn- ar úr þessum veiðiferðum eru sem greyptar í huga minn enn þann dag í dag. Það varð mér sannkölluð harma- fregn að heyra af andláti Ara F. Guð- mundssonar, af veikindum hans hafði ég frétt en höggið er ávallt þungt þeg- ar andlát ber að höndum. Elsku Katla og börn, ég sendi ykk- ur öllum hugheilar samúðarkveðjur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Minningin um góðan dreng lifir alltaf. Björgvin V. Björgvinsson. Minnst er góðs félaga eftir áratuga samvinnu við bankastörf. Ari Guð- mundsson vann frá unga aldri við Landsbankann í Landsbankahúsinu við Austurstræti, en þar liggja rætur Seðlabankans sem undirritaður starf- aði við meginhluta starfsævinnar. Þar sem bankarnir deildu sameiginlegu húsnæði leiddi það til mikilla sam- skipta starfsmanna þeirra. Ari hóf starfsferil sinn við Lands- bankann ungur maður og vegna trú- mennsku sinnar og mannkosta varð hann á miðjum aldri yfirmaður starfs- mannamála við bankann og hægri hönd bankastjórnar um allt þar að lútandi. Ari mótaði starfssamninga bankanna með fulltrúum annarra banka, en þar hafði Landsbankinn leiðandi hlutverk. Í þessu samstarfi sem öðru nutu stjórnunarhæfileikar Ara sín vel, en hann var jafnan rétt- sýnn og tillögugóður. Með slíka mannkosti varð hann farsæll í vanda- sömu og oft vanþakklátu starfi starfs- mannastjórans. Ara var margt til lista lagt og ber þar helst að nefna sundíþróttina. Hann var einn fremsti sundmaður landsins um árabil, vann til ótal verð- launa og hélt merki félags síns, Sund- félagsins Ægis, hátt á loft. Þeim fer nú fækkandi hinum sönnu bankamönnum sem helguðu einum vinnustað alla sína starfsævi og starfsorku. Gamlir vinir úr Seðla- bankanum kveðja góðan félaga með þakklæti og senda fjölskyldu Ara innilegar samúðarkveðjur. Björn Tryggvason. Ara Friðbjörns Guðmunds- sonar er fyrst og fremst minnst sem mesta afreksmanns í hópi sundmanna á fimmta áratug síð- astliðinnar aldar og fram á þann sjötta. Þá voru flestir með tærnar þar sem hann hafði hælana. Sund- þjálfunin og keppnisferðir voru kapítuli út af fyrir sig en hlýjar voru einnig mótttökurnar og vist- in góð á æskuheimili hans á Bar- ónsstígnum. Við vissum ætíð hvor af öðrum eftir að lífsbaráttan skildi okkur að en svo lágu leiðir aftur saman í spilakúbbi nokkurra Oddfellowa síðustu árin. Þá eins og fyrr var Ari hinn trausti félagi, ákveðinn en fágaður í framkomu, dreng- lundaður og sannur vinur. Hinstu kveðju til hans fylgja samúðar- kveðjur til Kötlu og fjölskyldu þeirra. Atli Steinarsson. HINSTA KVEÐJA Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN FREDERIKSEN, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, föstudaginn 12. september. Jarðarförin auglýst síðar. Hilmar Björgvinsson, Rannveig Haraldsdóttir, Birna Björgvinsdóttir, Bjarni Stefánsson, Friðrik Björgvinsson, Sigrún Valsdóttir, Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Sigurður Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, FRIÐMEY BENEDIKTSDÓTTIR, Háaleitisbraut 123, Reykjavík, andaðist á heimili sínu föstudaginn 12. september. Guðmundur F. Jónsson, Ísleifur H. Guðmundsson, Jón Guðmundsson, Renate Gudmundsson, Gunnar B. Guðmundsson, Guðmundur Chr. Jónsson, Juliane Gudmundsson. Ástkær eiginmaður minn, HARALDUR SIGURÐSSON, Stífluseli 9, Reykjavík, verður jarðsunginn í Bústaðakirkju þriðju- daginn 16. september og hefst athöfnin kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknar- deild Landspítalans Kópavogi. Fyrir hönd ástvina, Margrét Margeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.