Morgunblaðið - 19.09.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.09.2003, Qupperneq 12
12 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ Kl. 14.00 Spilastuð á Sólheimum í Grímsnesi en Íslands- meistaramótið í Svarta Pétri fer fram í fimm- tánda sinn á kaffihús- inu Grænu könnunni. Stjórnandi mótsins er engin önnur en Edda Björgvinsdóttir leikkona. Kúluskítur verður í hávegum hafður við Mývatn um helgina, en í kvöld hefst fyrsta kúluskítshá- tíðin hér á landi. Kúluskítur er hringlaga þörungur og finnast heil samfélög þeirra eingöngu í tveimur vötnum í heiminum, Mývatni og Akanvatni á eynni Hok- kaido í Japan. Haldið hefur verið upp á kúlu- skítinn í Japan síðan 1950 og verður kúlu- skítshátíðin við Mývatn að japanskri fyrirmynd, en fléttað inn í hana íslenskri menningarhefð. Kúluskítshöfðingi verður valinn í fyrsta skipti og honum afhentur nýveiddur kúluskítur úr Mý- vatni til varðveislu yfir helgina. „Þetta er mjög ábyrgðarmikið hlutverk. Eins og nafnið kúlu- skítshöfðingi gefur til kynna,“ segir dr. Árni Ein- arsson, forstöðumaður Náttúrurannsókna- stöðvarinnar við Mývatn, sem gegnir embættinu fyrstur manna hér á landi. Ert þú ekki manna fróðastur hér á landi um kúluskít? „Ég hef sérhæft mig svolítið í honum. Jú, það má segja það.“ Hvað er svona heillandi við kúluskítinn? „Hann hefur einhvern karakter sem vekur áhuga. Það er svo einkennilegt, en þetta er eina plantan sem ég hef upplifað að hafi per- sónuleika. Það er þetta kúluform, þessi flos- kennda áferð og græni liturinn, sem skapar persónuleikann. Japanar hafa líka upplifað þetta og persónugert kúluskítinn í alls konar teiknimyndum. Við höfum einnig gert þetta, notað kúluskítinn sem persónugerving fyrir líf- ríki Mývatns í fræðslustofu sem Náttúruvernd ríkisins rak við Mývatn. Þar var kúluskíturinn gerður að teiknimyndafígúru, leiðarhnoða í þeirri sýningu.“ Hvers konar fyrirbæri er kúluskítur? „Þetta er grænþörungur sem vex í fersku vatni. Eitt af vaxtarformum hans eru þéttvaxnar og svampkenndar kúlur sem vaxa upp í tólf sentímetra þvermál í Mývatni, liggja lausar of- an á vatnsbotninum og hreyfast með straum- um.“ Hvert verður efni fyrsta ávarps kúluskítshöfð- ingjans? „Þetta er fyrst og fremst örstuttur fræðslufyr- irlestur með myndum af þessu kúluskíts- samfélagi sem er í Mývatni.“ Friðrik Steingrímsson hefur tekið að sér að semja Kúluskítsbrag sem frumfluttur verður á morgun. Þegar hann var spurður út í braginn sagði hann: Mývatnssveit ég mesta lít mörg þar gefast færi, kynna vil þér kúluskít kúnstugt fyrirbæri. Hjálmar Freysteinsson, læknir á Akureyri, frétti af kúluskítshátíðinni. Hann segist uppal- inn við kúluskít og að hann hafi eflaust haft mótandi áhrif á sig, þó enginn vissi í þá tíð að hann væri svona merkilegur: Þótt enginn sjái það á mér þræti ég ekki fyrir hitt, að ég er kúluskítskarakter og kúluskítlegt er eðli mitt. |pebl@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn K Ú L U S K Í T S H Á T Í Ð KÚLUSKÍTUR HEFUR PERSÓNULEIKA Dagskrá Föstudagur 20.00. Kyndilganga frá bílastæðinu við Höfða niður að Mývatni og komið með kúluskít að landi. Kúlu- skítshöfðingja afhentur kúluskíturinn til varðveislu. Þá hefst flugeldasýning. Kúluskítnum ekið með viðhöfn að Skjólbrekku og kúluskítsmjöður kynntur á barkvöldi á Sel-hóteli Mývatn. Laugardagur 14.00. Bænastund í Skjólbrekku. Kúluskítshöfð- inginn flytur ávarp. Sýning á klæðaburði í gegnum tíðina. Þjóðdansar og nýtt kúluskítslag kynnt. Kórsöngur. Kúluskíts- verðlaunin afhent. Kaffihlaðborð sett upp að mývetnskum hætti. Laugardagur kl. 19.00. Slegið upp grillveislu og bjórhátíð. Sunnudagur kl. 13.00. Gengið með kúluskítinn í hásæti frá Skjólbrekku að Stakhólstjörn. Glímusýning. Kúluskítshöfðing- inn afhendir unga veiðimanninum kúluskítinn. Siglt út Stakhólstjörnina og út á Mývatn og kúluskítnum skilað. ÆTLI EKKI Andrúmsloftið 8.15 á laugard ina. Klukkan 8 skráin í dag. Þ fækkað úr 89 Hvað heitirðu? „Ásthildur B P-e-d-e-r-s-e-n „Jú, en eigin Ertu stressuð „Nei, ekkert Hvernig datt þ lengi? „Ég hef átt þ einhvern vegin af þessari kep skemmta mér draumurinn.“ Hvað ertu göm „Ég er tvítug Hvar býrðu? „Ég er úr Re ár í Portúgal og um.“ Hvenær var fy „Fyrir tveimu Hvernig gekk „Bara mjög herbergið. Þá Heldurðu að þ „Við verðum Heldurðu að þ in út? „Nei nei. Sm Þú ert semsag „Já, ætli ma maður áfram. Þá segi ég ba „Já, þakka þ Diddú Diddú flytur tónlist Leon- ards Bernsteins og Arons Coplands kl. 19.30 í Há- skólabíói við undirleik Sinfóníuhljómsveit- arinnar. Hún flytur m.a. tvær aríur úr einu óp- erunni sem Copland samdi, „This Tender Land“, „alveg gullfallega tónlist“ og syngur úr söngleikjum Bernsteins. Arki- tektúr Í tilefni afmælissýn- ingar byggingarlistar- deildar flytur hinn víð- kunni arkitekt, Carlos Zapata, fyrirlestur um eigin verk í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar- húsinu. 20.00 Pabbastrákur Nýtt íslenskt leikrit, Pabbastrákur, verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleik- hússins. Vandséð hvor er meiri pabbastrákur, pabbinn eða strák- urinn. Höfundur er Hávar Sig- urjónsson, leikstjóri Hilmar Jónsson og leikarar Edda Heiðrún Backman, Valdimar Örn Flygenring, Ívar Örn Sverrisson og Atli Rafn Sigurðarson. Kl. 20.00 R o t t u g e n g i ð Geir Ólafsson (Frank Sinatra), Harold Burr (Sammy Davis yngri) og Páll Rósinkranz (Dean Martin) troða upp á Broadway sem ís- lenska rottugengið (Rat Pack). Í hlutverki glæsilegu, glaðlyndu og hæfileikaríku söngkonunnar verð- ur Bryndís Ásmundsdóttir. Stór- sveit tuttugu hljóðfæraleikara spilar undir í útsetningum Ólafs Gauks og Þóris Baldurssonar. 22.00 00.30 Klúbbakvöldið Panik haldið að franskri fyrirmynd á nýja skemmtistaðnumKapital í tengslum við tónleika Bang Gang fyrr um kvöldið. Þar munu koma fram Vitalic, Terranova, Nicolette, Tommy Hools og Margeir & Blake. Bang Gang með tónleika í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhús- inu í tilefni útgáfu plöt- unnar „Something Wrong“. Þar mæta auk Bang Gang og strengja- sveitar þau Phoebe Tolm- er, Esther Talia Casey, Daníel Ágúst Haraldsson og fleiri gestasöngvarar. 21.00 KVENNAFJÖLTEFLI Stefnt á að setja Evrópumet í Ráðhúsi Reykjavíkur með því að halda fjölmenn- asta kvennafjöltefli í sögu álfunnar. Hundrað konum frá öllum sviðum þjóð- lífsins er stefnt á staðinn. Kl.14.00 V I K A N 1 9 - 2 5 / 7 Fleiri en mynd- listarnemar opna sýningu í dag. Í Listasafni Reykjavík- ur í Hafnarhúsinu verða opnaðar þrjár áhugaverðar en ólíkar sýningar. Eru það sýningarnar Úr bygging- arlistarsafni, Yfir bjart- sýnisbrúna – samsýning alþýðulistar og samtíma- listar og Vöggu- vísur. kl. 16.00 Þeir sem eru í formi eða vilja koma sér í form geta hlaupið einn hring (5,2 km) eða tvo (10,4 km) í Botnsvatnshlaupinu. Keppt er í karla- og kvennaflokkum og þremur aldursflokkum. Skráning er á staðn- um og eru verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. kl. 12.00 LaugardagurFöstudagur Málverkasýning Sara Elísa Þórðardóttir mynd- listarnemi opnar málverkasýn- inguna Afl og Orku í Galleríi Tukt í Hinu húsinu við Pósthús- stræti 3. Sara sýnir m.a. mál- verk tengd vélum og orku. 16.00 23.00 Dansað á Electric Mass- ive frameftir nóttu á Grandrokki með Ruxpin, Frank Murder, Chico Rockstar, Thor 54, DJ Grétari, Exos, DJ Gunna Ewok og DJ Kalla. Kvennakórinn Vox Feminae er með tón- leika í Ingjaldshólskirkju 17.00 en þetta er hluti af 100 ára afmælishátíð kirkjunnar. Það ætti að gleðja gesti að tónleik- arnir eru í boði sókn- arinnar. 15.30 Fáðu þér epli síð- degis. Það er hollt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.