Morgunblaðið - 19.09.2003, Side 19

Morgunblaðið - 19.09.2003, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19|9|2003 | FÓLKÐ | 19 Tveimur vikum áður en World Trade Center féll flutti ég til New York til að fara í nám. Ég fékk smábakþanka þegar ég horfði á turnana hrynja með berum augum og hugsaði hvert ég væri eiginlega komin meðan stríðsástand ríkti á göt- unum. Tveimur árum seinna og mastersgráðu ríkari er ég hér enn. Ég hafði leitað að íbúð um alla borgina en um leið og ég tók L-lestina yfir í Williamsburg-hverfið í Brooklyn vissi ég að þar yrði ég að búa. Litlar götur, kaffihús, veitingastaðir, barir, gallerí og litlar skemmtilegar verslanir. Andrúmsloftið er ann- að en á Manhattan og miklu afslappaðra, fólk „tjillar“ úti á götu og spjallar við nágranna sína. Hér hefur myndast sam- félag ungs fólks, sérstaklega lista- og tónlistarmanna sem fluttu til Brooklyn á tíunda áratugnum í leit að ódýrari leigu og notfærðu sér iðnaðarhúsnæðið sem stóð víða autt. Í Brooklyn hafa innflytjendur myndað samfélög sem minna á upprunann. Ég bý í suðurhluta Williamsburg, sem er lat- neska hverfið. Húseigandinn, Marcelina, er eldri kona frá Pu- erto Rico og talar bara spænsku. Fjórar kynslóðir fjölskyldu hennar búa í húsinu, Marcelina sjálf, mamma hennar og sonur með tvíbura- dætur sínar. Í kjallaranum er svo Rott- weiler-varðhundurinn sem gólar í tíma og ótíma. Á öðru hverju horni eru litlar fjöl- skyldureknar matvörubúðir og allir tala spænsku. Litlu búðirnar virka líka eins og félagsmiðstöðvar fyrir hverfið því þar hittist fólk eftir vinnu, slúðrar, drekkur bjór, reykir yfir banönum og hlustar á salsa-tónlist. Á gang- stéttunum spila gamlir karlar dóminó og konurnar sitja á úti- tröppunum og spjalla meðan krakkarnir leika sér í götunni. Á kvöldin safnast unglingarnir saman á götuhornunum og strákarnir rappa fyrir mig þegar ég labba framhjá meðan hipp hopp-tónlistin hljómar úr bílunum. Ef ég labba nokkrar blokkir í suður er ég komin í gyðinga- hverfið sem er eins og annar heimur, öll skilti eru á hebr- esku og fólk talar málið sín á milli. Þar búa strangtrúaðir hasída-gyðingar. Karlmenn eru í svörtum fötum, með mikið skegg og sinn slöngulokkinn til hvorrar hliðar. Konur ganga í kjólum frá stríðsárunum og eru allar með eins hárgreiðslu eða hárkollu. Börn- in eru eins og fullorðna fólkið og leika sér í jakkafötum og kjólum. Ef ég labba í norður lendi ég í pólska hverfinu þar sem allir tala pólsku, og hægt er að kaupa pólsk dagblöð og pólskar vörur eins og Prins Póló. Innan um þessi samfélög hefur unga „trendí“ fólkið hreiðr- að um sig og setur svip sinn á Williamsburg í dag. Það skemmtilega við að búa hér er að á hverjum degi upplifir maður eitthvað nýtt. Tónlistarmenn troða upp á neðanjarð- arlestarstöðinni fyrir klink og aðrir fara með fötin sín eða skartgripi út á götu og selja. Hér hef ég kynnst fólki frá öllum heimshornum og menningin er fjölbreytt eftir því. L-lestin er aðeins fimm mínútur yfir á Manhattan þar sem draumar mín- ir um glæstan frama bíða þess að rætast en svo lengi sem ég bý í New York verður Brooklyn heimili mitt. LÍFIÐ Í BROOKLYN HANNA BJÖRK VALSDÓTTIR „Við borðum mikilvægustu máltíð dagsins oft á dag“ „Ég borða mikilvægustu máltíð dagsins strax eftir útsendingu“ Mikilvægasta máltíð dagsins BILLA BONG ELEMENT VE TUR ELEMENT BILLABONG NIKITA, NIKITA, BILLABONG OG ELEMENT VETUR LAUGAVEGI 44 KRINGLUNNI www. b r im . i s NIKITA BILLABONG VE U R NIKITA, OG ELEMENT element

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.