Morgunblaðið - 19.09.2003, Síða 22
22 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ
Leikstjórinn Rob Reiner á rætur í gríni, bæði líffræðilega og sem listamaður.
Það fyrrnefnda: Hann er sonur eins frægasta grínista, leikara og leikstjóra
gamanmynda og gamanþátta, Carls Reiner. Það síðarnefnda: Hann byrjaði
leikferil sinn sem einn af stofnendum grínflokks í Los Angeles, samdi grín-
skissur fyrir sjónvarpsþætti, m.a. þátt Smothersbræðra, lék fyrsta kvikmynda-
hlutverk sitt í mynd föður síns, Enter Laughing (1967) og sló fyrst í gegn sem
einn af fastaleikurum gamanþáttanna All In the Family (1971–1978), sem
eru meðal þeirra vinsælustu og áhrifamestu í sögu bandarísks sjónvarps. Og
þegar hann gerðist leikstjóri árið 1984 var frumraunin auðvitað gamanmynd,
This Is Spinal Tap, sem skapaði nýja tegund kvikmynda, platheimildarmynd-
ina. Síðan hefur hann leikstýrt verkum af ólíku tagi, m.a. æskusögunni ljúfu
Stand By Me, spennumyndinni Misery og pólitíska dramanu Ghosts of Miss-
issippi. En gamanið og rómantíkin hafa engu að síður verið hans ær og kýr. Um
rómantískar gamanmyndir sínar segir Rob Reiner: „Í þeim er karlmaðurinn æv-
inlega dálítið hrjúfur og úti um allt, en konan með betri tök á lífi sínu. Sögurnar
lýsa því hvernig þau hafa áhrif hvort á annað.“
ÁST Í ÖÐRU
VELDI
Luke Wilson leikur tvöfalt
hlutverk rithöfundar í
kreppu í rómantísku gam-
anmyndinni Alex and Emma
eftir Rob Reiner, sem frum-
sýnd er hérlendis um
helgina: Hann leikur bæði
ritstíflaðan rithöfund sem
skuldar bók og peninga og
sögupersónuna í bókinni,
sem einnig er ritstíflaður rit-
höfundur, sem skuldar bók
og peninga. Kate Hudson
leikur konurnar sem eiga að
bjarga báðum.
HINAR
The Sure Thing (1985) var önnur bíó-
mynd Robs Reiner, rómantískt gaman,
eins konar endurgerð It Happened One
Night eftir Frank Capra (1934). John
Cusack og Daphne Zuniga leika
menntaskólanema sem sitja uppi hvort
með annað á ferðalagi, hann áleiðis til
að fá’ða, hún til fundar við leiðinlegan
kærasta. Og auðvitað ná þau saman að
lokum eftir skrykkjótta byrjun. Skemmti-
leg en tíðindalítil.
The Princess Bride (1987), ein vinsæl-
asta mynd Reiners, ekki beint róm-
antísk gamanmynd heldur rómantísk
fantasía með ljúfsárum húmor í bland
við ævintýrið af prinsessunni, skrímsl-
unum og skylmingunum.
When Harry Met Sally (1989), lang-
besta mynd Reiners, sannkallaður
klassíker meðal rómantískra gam-
anmynda, prýdd bráðfyndnu og næm-
legu handriti Nora Ephron, óaðfinn-
anlegum leik Billys Crystal og Meg Ryan
í hlutverkum vina sem verða elskendur
án þess að vilja það og Reiner heldur ut-
anum skemmtunina af stöku öryggi.
The American President (1995). Mein-
laus og því broddlaus rómantísk gam-
anmynd um forseta Bandaríkjanna
(Michael Douglas), sem misst hefur
konu sína en verður ástfanginn af kven-
kyns lobbýista (Annette Bening) á miðju
kosningaári. Martin Sheen leikur hér
starfsmannastjóra forsetans en var síð-
ar hækkaður í tign í sjónvarpsþáttum
sama handritshöfundar, Aarons Sorkin,
The West Wing.
The Story Of Us (1999) er líklega slak-
asta afurð Robs Reiner í rómantíska
gamangeiranum. Bruce Willis og Mic-
helle Pfeiffer leika hjón sem eru búin á
því en tregðast við að skilja vegna
barnanna. Það er misskilningur, vegna
þess að ella hefði þessi mynd ekki verið
gerð sem hefði verið farsælla fyrir alla
aðila.
ÞESSI
Alex and Emma er tilraun Robs Reiner til að gera „öðruvísi“ rómantíska gamanmynd og
hann segist hafa séð strax möguleika á því þegar hann las handrit Jeremys Leven. Það bygg-
ist lauslega á aðdraganda þess að rússneska stórskáldið Fjodor Dostojevskí skrifaði skáld-
sögu sína Fjárhættuspilarinn. Dostojevskí var sjálfur forfallinn fjárhættuspilari og þegar hann
skuldaði útgefanda sínum nýja bók með aðeins einn mánuð til að skrifa hana en missa höf-
undarrétt yfir öllum verkum sínum ella réði hann í örvæntingu hraðritara til að hjálpa sér við
verkið – og varð ástfanginn af henni. En bókin kom út og heitir Fjárhættuspilarinn.
Alex and Emma segir svipaða, tvöfalda sögu. „Það sem er skemmtilegt við þetta,“ segir Rob
Reiner, „er að persónurnar í bókinni fara að segja frá því sem er að koma fyrir raunverulegu
persónurnar. Og það sem kemur fyrir þær í raunveruleikanum fer að hafa áhrif á það sem
kemur fyrir persónurnar í bókinni. Þannig vinnur skapandi fólk; lífið líkir eftir skáldskapnum
sem líkir eftir lífinu.“ Sem oftar fer Rob Reiner sjálfur með lítið hlutverk í Alex and Emma, mis-
kunnarlausan útgefanda rithöfundarins. Hann segir auðvelt að leikstýra sjálfum sér. „Ég ríf
ekki mikið kjaft við sjálfan mig.“
FR
UM
SÝ
N
T
Staðreyndin er sumsé sú að
bestu verk Bresku bíódaganna
birtu ekki beinlínis upplífgandi
eða uppörvandi mynd af lífi
breskrar alþýðu, hvort sem þar var um sam-
antekin ráð eða tilviljun að ræða. Eða svo lítur
það að minnsta kosti út við fyrstu sýn. Á yf-
irborði þessara mynda einkennist breskt hvers-
dagslíf af sem næst óbærilegum leiðindum,
gráma, misrétti, fátækt, mannfyrirlitningu, jafn-
vel mannhatri, ástleysi og vonleysi. Sögufólkið
virðist rótfast í sínum hrjóstruga stéttarjarðvegi
og flóttaleiðirnar eru einna helst dópið, brenni-
vínið og bjórkollan, sem gera því miður illt verra,
hlekkja þau enn frekar við armæðuna. Og þegar
sögupersónurnar í einhverri þessara mynda
stinga uppá því að nú væri gott að fá sér „a nice
cup of tea“ er það hámark ömurleikans, eins og
í tepottinn er búið. Þótt svona sé útlitið við
fyrstu sýn er ekki allt sem sýnist.
Skoðum dæmi. Í All or Nothing fjallar fremsti
kortleggjari breskrar hvers-
dagseymdar, Mike Leigh, um
hóp fólks sem býr í fjölbýlishúsi
með sameiginlegum húsagarði.
Þetta ágæta fólk er eins og fangar með bæj-
arleyfi þegar það heldur til láglaunastarfa sinna
og svo heim í klefann þar sem það jagast og
nuddar hvað í öðru; öskur og svívirðingar ganga
á milli hjóna og para, foreldra og barna, en verst
er þó þögnin, æpandi samskiptaleysið. Þau rífa
hvert annað niður eins og umhverfið rífur hvert
og eitt þeirra niður. En höfundurinn, Mike Leigh,
finnur ekki aðeins fyrir þau húmorinn í þessu lífi,
heldur einnig vonina. Hún felst ekki í fé-
lagslegum úrræðum stjórnvalda heldur í ástinni
eða kannski frekar væntumþykjunni. Eins og ein
aðalpersónan, hinn lánlausi og mæddi leigubíl-
stjóri sem Timothy Spall túlkar af snilld, segir
undir lokin: Ef við eigum ekki hvert annað eigum
við ekki neitt. Við höfum ekki allt, en heldur ekki
ekkert, er merkingin í titli myndarinnar.
„Það tók mig tuttugu ára þjálfun í sjálfsaga, að við-
bættri eðlilegri andlegri hrörnun minni, að verða nógu
leiðinlegur til að breskur almenningur tæki mig alvar-
lega,“ sagði George Bernard Shaw og er of seint að
óska honum til hamingju með árangurinn. Hins vegar
er ekki of seint að óska forsvarsmönnum Breskra bíó-
daga í Háskólabíói, og reyndar okkur sjálfum sem
áhuga höfum á bíómyndum, til hamingju með árangur
þeirrar framkvæmdar. Þar náðu bresk hversdagsleið-
indi þvílíkum hæðum að ógerlegt var ekki aðeins að
taka þau alvarlega, heldur að skemmta sér betur en
oftast í íslenskum bíóum seinustu misserin.
SJÓNARHORN
Árni Þórarinsson
Bretar finna til
tevatnsins
HINAR